Vísir - 15.03.1960, Blaðsíða 4
%
VÍSIR
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Kr. 2,00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Þjónar kommúnista.
Hlutverk það sem Framsóknar-
flokkurinn hefir leikið síð-
ustu mánuðina, er eitt hið
! ömurlegasta, sem nokkur ís-
lenzkur stjórnmálaflokkur
' hefir tekið að sér. Forustu-
menn flokksins hafa gengið
1 kommúnistum svo gersam-
• lega á hönd, að mikið vafa-
mál er, hvort rétt sé að tala
um Framsóknarflokkinn sem
sjálfstæðan stjórnmálaflokk,
eins og sakir standa. Eðli-
legra virðist að líta á hann
sem deild eða útibú frá
! kommúnistaflokknum, svo
takmarkalaus er fylgispektin
og þjónustulundin.
í þessu sambandi er aldrei of
oft á það minnt, hvað Fram-
sóknarmenn töldu að hefði
orðið vinstri stjórninni að
falli. Foringjar Framsóknar
hömruðu á því daglega bæði
í ræðu og riti, fyrst eftir að
stjórnin sagði af sér, að
kommúnistar hefðu svikið
samninginn og þar með sann-
að að þeir væru ósamstarfs-
1 hæfir. Moskvumennirnir
væru alls ráðandi í Alþýðu-
bandalaginu og engin von
um að nokkur hugarfars-
breyting yrði þar á næstu
árum.
Ekki skal það dregið í efa, að
kommúnistar hafi reynzt
) viðsjálsgripir i vinstri stjórn-
inni eins og annars staðar.
Þeir hafa vafalaust svikið
flest sín loforð þar, þegar
þeim þótti slíkt henta. Dæmi
þess munu áreiðanlega vand-
fundin, að kommúnistar hafi
haldið samning lengur en
þeir töldu flokknum henta.
Vinstri stjórninni var aldrei
spáð langlífi. Flestir vissu að
hún gat ekki orðið langlíf,
þar sem báðir aðalstuðnings-
flokkar hennar voru kunnir
að siðelysi og svikum í sam-
starfi. Framsóknarmenn
sjálfir eru þar engir eftirbát-
ar kommúnista, og vafamál
er hvort nokkur flokkur hef-
ir fyrr eða síðar beitt lúa-
legri aðferðum við samstarfs-
menn sína en Framsóknar-
flokkurinn. Og einmitt fyrir
þá hegðun er hann nú utan-
garðs og vonlaust talið, áð
hægt sé að vinna með honum
að lausn vandamálanna í
heiðarlegu samstarfi.
Fátt sýnir betur, hve óheill og
ábyrgðarlaus Framsóknar-
flokkurinn er en samvinna
hans, eða réttara sagt þjón-
usta, við kommúnista nú.
Eftir yfirlýsingar Framsóknar-
foringjanna um hegðun
kommúnista í vinstri stjórn-
•inni hefði mátt ætla, að lang-
ur tími liði þangað til þessir
flokkar gætu starfað saman.
AEbiínir ti! skemmdarverks.
En Framsóknarmenn vissu það
mæta vel, að þótt ekki sé
hægt að vinna með kommún-
istum að uppbyggingu, þá
s eru þeir alltaf fúsir til sam-
% starfs um niðurrif. Þess
jí vegna mátti alltaf ganga að
' því vísu, að þeir tækju feg-
ins hendi þeim liðsstyrk, sem
Framsókn bauð þeim til þess
, að vinna gegn viðreisnartil-
raunum núverandi ríkis-
stjórnar.
Skyldu fylgismenn Framsókn-
arflokksins úti um byggðir
landsins hafa gert sér ljóst
hvað flokksforustan er að
gera, þegar hún gengur í
þjónustu kommúnista?
Myndi ekki mótmælum rigna
yfir flokksstjónrina, ef fólk
hefði í raun og veru áttað sig
** á þessu?
t>eir Framsóknarmenn, sem
ekki hafa enn skilið, hvað
.. jo flokksstjórn. - þeirra er að
gera nú, ættu að rifja upi
það, sem þessi sama flokks-
stjórn sagði um kommúnista
eftir samstarfið með þeim í
vinstri stjórninni. Við þá at- j
hugun mun koma í ljós, að
það var þá einróma álit allra
foringja Framsóknar, að
kommúnistar. væru óhæfir
til samstarfs við uppbygg-
ingu, m. ö o. það er ekki
hægt að vinna með þeim að
því, sem til heilla horfir fyr-
ir þjóðina.
Hins vegar er vitað, að þeir eru
fúsir til samstarfs um allt,
sem þjóðfélaginu og þjóð-
skipulaginu má til tjóns
verða. Og þar eru þeir sjálf-
kjörnir til forustu. Nú hefir
forustulið Fi’amsóknarflokks-
ins boðið þeim aðstoð sina og
að hlíta forustu þeirra skil-
yrðislaust.
Má ekki af þessu ráða, hvaða
hlutverk Framsóknarflokk-
urinn leikur nú í íslenzkum
> stjórnmálum? ..
vljSlK
Þi’iðjudaginn 15. marz 1960
Fjallabyggðir einangraðar
í fimm vikur.
Þyrlur og víslar teknir í notkun vestan hafs
Fyrir helgina tókst foónda í
fjallabyggð • Bandaríkjunum
að komast til símastöðvar og
tilkynna, að hundruð manna í
sveit hans skorti nauðsynjar,
enda verið sambandslaust með
öllu við umheiminn sökum
fannfergis í yfir 5 vikur.
Athuganir leiddu í ljós, að
svona er ástatt fyrir hundruð-
um fjölskyldna í fjallabyggð-
um í Wyoming, Wisconsin og
fleiri ríkjum.
Þyrlur hafa verið teknar í
notkun til að koma brýnustu
nauðsynjum til fólksins. Einnig
verða gerðar tilraunir til að
koma frekari birgðum með því
að nota vísla, sem eru farar-
tæki á skriðbeltum, minni en
venjulegir snjóbílar, og m. a.
verið notaðir í jöklaleiðöngrum.
„Sundlaugagestur" hefur skrif-
að Bergmáli bréf um mál, sem
vert væri að yfirvöldin gefi
gaum. Bergmál hefur oft frétt
um þetta á skotspónum, svo að
ekki virðist um neina nýjung að
ræða.
Sveppir.
1 bréfinu segir m. a.: ,,.... Eg
hafði engin kynni af þessum
sveppum, sem sumir voru að
tala um, að þrifust í laugunum,
og ég hafði aldrei séð neinn með
slíka sveppi, fyrr en dóttir mín
fékk þá fyrir nokkru. Það eru
mörg ár, siðan hún fór fyrst í
laugarnar og lærði að synda, en
þetta lét hana afskiptalausa þar
til nú í vetur. Þá fékk hún þetta
bæði á hendur og fætur.
Verðhækkun á tóbaksvörum
Einkasalan lokuð til íöstudags.
Vísir hefur spurzt fyrir um
verðhækkun á tóbaksvörum,
sem stendur fyrir dyrum.
Tóbakseinkasalan hefur nú
stöðvað afhendingu tóbaksvöru
til n. k. föstudagsmorguns, en
þá verður nýja verðið sett á
frá og með þeim degi. Ekki
vildi forstjórinn upplýsa, hvað
sígarettur mundu kosta eftir
hækkunina, en tók fram að
hækkunin yrði ekki mjög mikil,
og væri ástæðulaust fyrir fólk
að óttast hana að ráði.
„Þær sögur hafa gengið um
bæinn undanfarið, að sígarettu-
pakkinn muni.kosta 23 krónur
eftir verðhækkunina. Á það við
einhver rök að styðjast?“
„Nei, ekki nálægt því. Hækk-
unin verður ekki nærri svo mik
il. Annars vil ég ekkert um
þetta mál segja, fyrr en verðið
verður tilkynnt opinberlega,“
sagði forstjóri Tóbakseinkasöl-
unnar.
Bannað að synda.
Hún vissi fyrst ekki, hvað að
var, en læknirinn, sem hún leit-
aði til, sérfræðingur í húðsjúk-
dómum, kannaðist þegar við
kvillann. Hann spurði hana,
hvort hún færi i laugarnar, og
því var svarað játandi, eins og
hann hafði gert ráð fyrir. Fyrsta
skipun hans var þá sú, að hún
mætti ekki fara í laugarnar fyrst
um sinn, en siðan gaf hann henni
smyrsl og eitthvað fleira, sem
hún hefur notað síðan.
Breiðfirðingafélagið eflir
björgunarskútusjóðinn.
Ætlar að gefa út menningarsögu héraðsins.
Breiðfirðingafélagið hélt að-
alfund nýverið, og hefur meg-
inmálefni félagsins verið og
vérður á næstunni söfnun til
Björgunarskútusjóðs Breiða-
fjarðar, og söfnuðust í hann á
3ja þús. kr. í sumarfagnaði fé-
Jagsins.
Það voru hjónin Svanhildur
Jóhannsdóttir og Þorbjörn Jóns-
son á Mímisvegi 2, sem stofn-
uðu sjóðinn með veglegri pen-
ingagjöf fyrir nokkrum árum.
Nú er unnið að þvi að breið-
firsku átthagafélögin haldi há-
tíð um næstu mánaðamót til
eflingar Björgunarskútusjóðn-
um, með kaffi- og merkjasölu.
Á aðalfundinum var stjórn-
inni veitt heimild til að leggja
alla vexti af eign félagsins í
Breiðfirðingabúð á þessu ári í
sjóðinn, sem er álitleg upphæð,
því að félagið á stærstan hluta
í samkomuhúsiriu.
Þá hefur félagið undirbúning
á að gefa út menningarsögu
Breiðfirðinga, og er Bergsveinn
Skúlason fræðimaður frá Skál-
eyjum að skrifa um atvinnu-
hætti við Breiðarfjörð á liðn-
um tímum. Breiðfirðingur, tíma
rit rélagsins, kemur út árlega,
og er séra Árelíus Níelsson
ritstjóri þess, og einnig formað-
ur félagsins, en Jóhannes Ólafs-
son varaformaður, Alfon Odds-
son féhirðir og Ástvaldur Magn-
ússon ritari.
Ekki er ráð —
Japnir hafa sótt um, aS Vetr-
ar-Ólympíuleikarnir 1968 verði
haldnir þar í landi.
Ákveðið var 1936, að Ölym-
píuleikarnir 1940 skyldu fara
fram í Japan, en styrjöldin kom
að sjálfsögðu í veg fyrir það.
Nú er ráðið, að Japan fái aðal-
leikana næst — þ. e. 1964 — og
að Vetrarleikárnir verði í Inns-
bruck, en keppnin um staðar-
var Ólympíuleikanna 1968 er
þerar hafin.
Þrálátur kvilla.
Hún hefur ekki fengið bót á
þessu enn, enda þótt hún hafi
notað lyfin í nokkrar vikur. Það
ber líka öllum saman um það,
að þetta sé þrálátur kvilli og
erfitt við hann að eiga. En ein-
mitt þess vegna langar mig til
að varpa fram þeirri spurningu,
hvort ekki sé reynt að stemma
á að ósi í þessu efni. Er ekki
reynt að hreinsa laugarnar og
og vatnið i þeim svo rækilega,
að sveppunum verði útrýmt?
Hvað segja bæjaryfirvöldin um
þetta?"
Iíæmu flísar að gagni?
Bergmál hefur litlu sem engu
við bréfið að bæta, en langar til
að vita, hvort aldrei hafi komið
til orða að flísaleggja laugarnar,
því að hrjúfir bakkarnir hljóta
að vera ákjósanlega gróðrarstia
fyrir sveppi af þvi tagi, sem hér
er um að ræða. Og hvernig væri
að fá sótthreínsunartæki þau,
sem fáanleg eru vestanhafs og er
t.d. skylda að hafa í öllum banda-
rískum farþegaskipum og raun-
ar víðar? Þau væru vitanlega til-
valin á slíkum stöðum.
Annars væri fróðlegt að heyra
álit borgarlæknis um útrýming
laugasveppsins, og er málinu hér
með skotið til hans.
Ný
f brú í stað 100
ára gamalíar.
Lögreglan í París hefir Iokað
Solferino-brúnni yfir Signu, þar
sem hún þolir ekki nútímaum-
ferð.
Brúin er senn 100 ára, var
reist til minningar um sigurinn
á Austurríkismönnum við Sol-
„Píslarleikirnir fjandsam-
legir Gyðingum,“
sotjir amarúskur próiossnv.
ferino á Ítalíu 1859. Ný brú
verður nú reist og kennd við stækisfullum
franska samveldið. Verður hún | verstu hleypidómum i fortíð og
fullgerð eftir 4 ár. , nútíð.“
Prófessor við hinn fræga
Columbia-háskóla í New York,
Robert Gorham Davis, hefur
sett fram þá skoðun í „Comm-
entary“, ameriska Gyðinga-
tímaritinu að píslarleikirnir í
Oberammergau séu litaðir and-
úð á Gyðingum og mengaðir
nazisma og því „móðgun bæði
við söguna og trúarbrögðin.“
I greininni segir prófessor-
inn, sem er mótmælandi, en
ekki Gyðingatrúar: Gyðihgum
er lýst sem blóðþyrstum og of-
- einhverjum
Hann segir ennfremur, að á
komandi sumri muni 400 þús-
und manna ferðast til Ober-
ammergau til að horfa á að
„Kristur hafi verið svívirtun
liflátinn af Gyðingum“.
Þá segir, prófessorinn enn,
að Georg Johann Lang, for-
stjóri leikanna síðan 1922, hafi
verði einn fyrsti maðurinn í
Oberammergau, sem gerðist
nazisti. Enda hafi hann verið
hnepptuur í fangelsi af her-
íámsyfirvöldunum 1946 „vegna
starfs síns fyrir áróðursráðu-
neyti Göbbelsar“.