Vísir - 26.03.1960, Blaðsíða 4
*
v.lSIB
vlsm
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Kr. 2,00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Einar grætur visitöluna.
Þjóðviljinn spyr að því, hve
margir alþýðumenn á íslandi
i trúi að leiðin til bættra lífs-
! kjara sé vörðuð með því, sem
! stjórnarflokkarnir eru að
| gera þessar vikurnar. Þetta
■ er mikilvæg spurning, sem
} margir vildu vita svar við.
j Allir þjóðhollir menn óska
! þess, að ríkisstjórninni tak-
ist viðreisnartilraunin. En ef
hún á að takast, verða sem
flestir „alþýðumenn á ís-
! landi“ að trúa því að stefna
r stjórnarinnar sé leiðin til
bættra lífskjara.
Kommúnistar óska þess, að
sjálfsögðu, að sem fæstir
trúi á stefnu stjórnarinnar.
Þegar tekizt hefir að koma
> efnahagsmálum þjóðarinnar
k a öruggan grundvöll er eng-
* inn grundvöllur lengur fyrir
starfsemi kommúnista. Þess
! vegna róa þeir að því öllum
árum, að skapa upplausn og
fjárhagserfiðleika. Reynslan
sýnir alls staðar, að þeim
i mun traustari sem efnahag-
ur þjóðanna er, þeim mun
I erfiðara á kommúnisminn
uppdráttar.
Harmagrátur kommúnista yfir
afnámi vísitölunnar er ágætt
l dæmi upp á stefnu upp-
lausnaraflanna. Einar OI-
geirsson sagði í nefndaráliti
um söluskattsfrumvarpið, að
j almenningur hefði fengið
j skatta og aðrar álögur á
Moskvumemi
Þjóðviljinn 'reynir að telja les-
endum sínum trú um að allt
hafi farið mjög friðsamlega
fram á flokksþingi komm-
únista. Þar á að hafa ríkt
:l mikil eindrægni og bróður-
^ hugur. Hið sanna er þó, að
S mikil ólga var innan flokks-
! ins og hefir verið undanfai’na
mánuði. Undirbúningur hafði
’ farið fram til þess að reyna
* að sigrast á Moskvuklík-
1 unni og koma Brynjólfi út í
yztu myrkur. Svonefndir
’ hægri kommúnistar höfðu
ætlað sér að taka völdin í
1 miðstjórninni og margir biðu
með mikilli eftirvæntingu
* eftir kosningunni. En ein-
* hvern veginn tókst Moskvu-
mönnunum að draga allan
* mátt úr hinum og endirinn
* varð sá, að ekki kom til
^ kosninga og hægri menn
r lyppuðust algerlega niður
f þegar á hólminn kom.
? Moskvukommar ráða því enn
f lögum og lofum í floklcnum
lfsnauðsynjar sínar bættar,
„að miklu leyti sjálfkrafa
með vísitöluhækkun á kaup-
gjald“ síðustu 20 árin.
Hann segir að vísitalan hafi
verið „hið þarfasta aðhald
að yfirstétt og valdhöfum
þessa lands“ um að varast
hækkanir á lífsnauðsynjum.
Allir vita að vísitalan var ein
mesta meinsemdin í efna-
hagskerfinu, og að vonlaust
var að koma á heilbrigðu á-
standi í fjármálum þjóðar-
innar, nema að afnema fyrst
vísitöluna. Þetta vita komm-
únistar mæta vel, og þess
vegna sakna þeir vísitölunn-
ar svo mjög. Hún þjónaði til-
gangi þeirra betur en flest
annað. Með sífelldum víxl-
hækkunum kaupgjalds og
verðlags stefndi óðfluga að
því marki, sem kommúnistar
keppa að. Lofsöngur Einars
um vísitöluna er furðulegur.
Hann kallar hana t. d. „varn-
arvegg gegn dýrtíðinni".
Hvaða heilvita maður vill
taka undir þau ummæli? Nei,
vísitalan þurfti sannarlega
að hverfa og vonandi verður
það fyrirkomulag aldrei tek-
ið upp aftur. Það er auðvitað
algert öfugmæli að kalla
hana „varnarvegg gegn dýr-
tíðinni“, og er það gott sýn-
ishorn af því, hvernig komm-
únistar snúa við staðreynd-
um.
ráða enn.
og kunnugir fullyrða að nú
geti ekki hjá því farið að
þeir, sem ætluðu að reyna
að spyrna gegn ofurvaldi
þeirra, fái bágt fyrir. Ekki
er vitað hvort' ,,hreinsanir“
verða látnar fara fram, því
innan valdaklíkunnar eru
skoðanir víst skiptar um
hvort flokkurinn þoli það
eins og sakir standa. Þó eru
margir af svæsnustu stalín-
istum enn þeirrar skoðunar,
að hreinsanir séu nauðynleg-
ar öðru hverju og sjálfsagt
að framkvæma þær, þó að
flokkurinn missi við það eitt-
hvað af kjósendum; það sé
hvort sem er ekki aðal atrið-
ið að flokkurinn sé stór,
heldur samstilltur, því að
valdatakan geti aldrei farið
fram með lýðræðislegum
hætti.
Verður fróðlegt að fylgjast með
því sem gerist í herbúðum
kommúnista á næstunni. Þar
eru margir óánægðir. ---
Laugardaginn 26. marz 1960
KIRKJA DG TRLJMÁL:
UTVALINN.
Indverskar ástir -
Frh. af 8. síðu.
í síðasta kirkjuþætti var minnt
á köllun Jeremía spámanns,
orðin, sem gagntóku hann, svo
að hann laut þeim í hlýðni og
lét stjórnast af boðskap þeirra:
„Áður en ég myndaði þig í móð-
urlífi, útvaldi ég þig, og áður
en þú komst af móðurkviði,
helgaði ég þig.“ (Jer. 1,5). Þessi
orð má segja að hafi gert hann
að hinum mikla Guðs spámanni.
Hann komst ekki undan þeim.
Þau fylgdu honum eftir sem
rödd Guðs, er talaði við hann.
Þau lögðu honum skyldur á
herðar, sem hann gat ekki
brugðizt. Þau settu lífi hans tak-
mark, beindu því í alveg á-
kveðna átt. Hann vissi, að þessi
orð voru sannleikur. Guð hafði
kallað hann og útvalið, svo
ugglaus var þessi veruleiki, að
fram hjá honum var ekki fært.
Á þessari vissu sem grundvelli,
varð lífsbraut hans að vera lögð,
hvert sem það kynni að leiða,
eins út í píslarvættið.
Saga þessa mikla spámanns
var stórbrotin. Hlutverk hans í
sögu mannsandans mikilfeng-
legt. Köllun hans voldug. Hvað
á reynsla hans og lífsbraut
skylt við fábrotið og fátæklegt
líf smárra hversdagsmanna?
Fljótt á litið virðist það ekki
vera að neinu leyti sambærilegt.
En þó er þess virði að athuga,
hvað það var, sem gerði líf hans
svo sérstakt og merkt. Hvað var
það annað en köllun hans, út-
valning hans, að hann trúði því.
að Guð hefði ætlað honum á-
kveðið hlutverk og sett honum
markmið. Og honum var þetta
svo mikil alvara, að hann hlýddi
gekk Guði á hönd, gekk í hans
þjónustu til þess að framkvæma
vilja hans, án tillits tileiginhags'
muna eða óska. Hver hefði hann
orðið, ef hann aldrei hefði hlýtt
köllun Guðs? Vitanlega verður
þeirri spurningu ekki svarað,
þó er eitt víst: Aldrei hefði
hann þá orðið Jeremía spámað-
ur.
Og hvað er hið stóra í lífi spá-
mannsins? Er ■ mátturinn frá
honum sjálfum eða hin heilaga
vizka? Gefur hann sjálfur líf-
ið og ávöxtinn? Er ekki hans
stóra hlutverk það, að lúta og
hlýða hinurn hæsta. Er það
ekki hið stóra í lífi mannsins,
hver sem hann er að stétt eða
starfi, hið stóra, sem yfirgeng-
ur alla aðra mannlega reynslu,
að vera kallaður af Guði. Þetta
er það, sem gerist: Sjálfur Guð,
hinn almáttugi skapari kallar
að fyrra bragði til þín og segir:
Eg hef kallað þig með nafni. Þú
ert minn. — Hefði hann ekki
kallað að fyrra brgði, gætir þú
aldrei svarað. En hann hefur
kallað, þess vegna getur þú
svarað. Þetta er útvalningin, að
Guð hefur sagt: Þú ert minn.
Þar með er lífinu gefið tak-
mark og inntak. Lífið á að vera
svar við þessu ávarpi, þessu
kalli. Það á að vera eitt já af
lífi og sál. Já, ég er þinn, Drott-
inn minn og Guð minn, svarað
með huga og hjarta, orðum og
athöfn hvers dags.
Útvalning þín liggur sjálfsagt
ekki í ævistarfi, er nálgist neitt
starf spámannsins mikla að mik
illeika og áhrifum. En hvert
sem það kann að vera, þá er
það mikilvægt af því að þú átt
Eð framkvæmt hugsjónGuðs. Og
útvalning þín liggur ekki að-
eins einhvers staðar langt und-
an í framtíðinni í einhverju því,
sem vekur athygli og virðist
stórt. Hún heyrir hverjum degi
til. Guð hefur fyrirhugað oss til
góðra verka. Köllunin liggur
svo ótrúlega mikið í smásigrum
hins hversdagslega lífs, að hafa
stjórn á skapi sínu, vingjarn-
legt hugarfar og viðmót, prúð-
mannlegt orðfæri og framkoma,
samvizkusemi í skyldustörfum,
að ntíta tíma sinn vel. Þetta
virðast smámunir, en einmitt
smámunir hversdagslífsins hafa
úrslitavaldið um stefnu lífsins.
Köllun Guðs færð þú með ein-
hverjum hætti frá kirkju Krists,
og það er fyrst og síðast köllun
til fullvissu um fyrirheit Guðs,
að þau eru gefin kirkju hans
og gefin þér, sem meðlimi henn-
ar. Trúin er m. a. það, að til
einka sér fyrirheit Guðs sem
eign sína, og fullvissa um gildi
þeirra, að þau bregðast ekki.
þótt allt annað geti brugðist, að
treysta þeim með sama öryggi
og Abraham gerði.
Uppfylling allra fyrirheita
Guðs er í Jesú Kristi. Hann
sagði: Þér hafið ekki útvalið
mig, heldur hef ég útvalið yður
og sett yður til að bera mikinn
ávöxt. í honum er lokatakmark
Guðs útvalningar, fylling fyr-
irheita hans. Guð hefur útvalið
oss í Kristi, til samfélags við
sig' í honum. Kristur er vínvið-
urinn, vér erum greinarnar.
Greinarnar bera ávöxt fyrir
lífsnæringu þá, sem þær drekka
af stofni trésins, án hennar geta
þær ekki borið ávöxt. — Þessi
mynd af vínviðinum er líking
af samfélagi trúaðs manns við
Jesú Krist. Lífið, sem strevmir
um æðar hans, er frá Kristi.
Kristur í þér, þú i honum. Hans
líf helgar þitt líf. Til þess ert
þú útvalinn að eignast hlutdeild
í hans lífi, hlutdeild í baráttu
hans, hlutdeild í sigri hans, út-
valinn til eilífs lífs.
Hæstaréttar Bombayfylkis, sem
úrskurðaði, að Nanavati væri
sekur og var hann þar dæmdur
í ævilangt fangelsi.
Auðveldara að dæma
en íangelsa.
En það kom í Ijós, að það var
auðveldara að dæma Nanavati
en fangelsa, því að þegar lög-
reglan fór til aðalbækistöðvar
flotans lá þar fyrir úrskurður
frá landstjóranum í Bombay,
sem frestaði fullnægingu dóms-
ins, þar til umsókn Nanavati
um áfrýjun til hæstaréttar
Indlands hefði fengið afgreiðslu
en sú umsókn væri til athugun-
ar hjá flotastjórninni. Frétta-
menn vildu nú afla sér frek-
ari upplýsinga, og sneru sér til
sjálfs forsætisráðherra Ind-
lands, Jawaharlals Nehrus, og
spurðu hann um skoðun hans á
því, að leggja þannig á hilluna
úrskurð hæstaréttar Bombay.
Nehru játaði, að flotastjórnin
hef'ði snúið sér til hans og beð-
ið um aðstoð, og hann hefði
„gefið ráð“ með þeim árangri
að fullnægingu dómsins var
frestað. Þótt Nehru sé lögfræð-
ingur að menntun hafði hann
greinilega tekið afstöðu með al-
.meríningi og flotanum, og
Nehru bætti við skýringar sín-
ar með dálitlum merkissvip: „í
sjóhernum finnst þeim ekki
nema eðlilegt, geri ég ráð fyrir,
en að þeir hafi áhuga fyrir ein-
um ' af eldri starfsbræðrum
þeirra.“
Eins og frá var sagt í Vísi í gær verður opnuð í dag í Þjóð-
minjasafninu sýning á norskri nemendavinnu og ullartilraunum
frá Statens Kvinnelige Industriskole í Osló. í því tilefni koin
hingað rektor hins norska kvennaskóla, frú Helen Engelsted,
til að setja upp sýninguna. Hún ræddi við fréttamenn í gær, og
verður nánar sagt frá því hér í blaðinu á mánudag. Myndin a'ð
ofan er af frúnni í Bogasalnum, þar sem hún er aðrsegja frétta-
mönnum frá sýningarmunum.