Vísir - 26.03.1960, Blaðsíða 8

Vísir - 26.03.1960, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni beim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. wisiat Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Laugardaginn 26. marz 1960 Ástir undir indiandssól. ■' Indverjinn myrti friðifl Biininar ensku korau sinnar. Kavas Nanavati, 37 ára og fríður sýnum, sjóliðsforingi í indverska flotanum, annar í tign á flaggskipi flotans, Mys- ore, var í flokki beirra, sem menn segja um, að lánið leiki við. Hann haíði getið sér gott orð í' heimsstyrjöldinni síðari, þá á herskipum sem veittu skipa- lestum á leið til Murmansk vernd og siðar þeim, sem fluttu lið til innrásar við Anzio. Hann átti snoturt heimili skammt frá Bombay og enska konu, Sylviu, 28 ára, sem hafði alið honum 3 börn. Því var enda spáð að Nanavati mundi verða flotafor- ingi Indlands, er fram liðu stundir. En svo var það s.l. vor, að hann bar upp hættulega spurningu við konu sína, svo hijóðandi: Af hverju ertu svona kuldaleg við mig? Og Sylvia játaði, að hún væri í kunnings- skap allnánum við kaupsýslu- mann í Bombav, að nafni Prem Ahuja. Deildu þau hjón allhart. Fór og sótti skammbyssuna.. Nanavati fór nú að heiman ( Namvati. og lagði leið sína til skips síns, en það lá í höfninni í Bombay. Þaðan fór hann heim til Ahuja og kom svo að honum, að hann var að koma úr baði. Nanavati segir, að Ahuja hafi reynt að hrifsa af sér skammbyssuna. on þá hafi tekist svo til, að þrjú skot hafi lent í Ahuja, sem beið bana sem að líkum lætur, en Nanavati gaf sig fram við yfir- völdin og sagði alla söguna. Réttarhöldin. Um allt Indland fylgdust menn með réttarhöldunum af áhuga og jafnvel hrifni. Nana- vati mætti jafnan í fullum skrúða, þ. e. einkennisbúningi sínum með öll heiðursmerkin sín á brjóstinu. Og hann ók til réttarhaldanna í einum jeppa flotans og eins hverju sinni, er réttarhöldum lauk. í blöðum var farið um hann aðdáunar- orðum — jafnvel kallaður ^Gregory Peck Indlandsflota“. Yfirmaður flotans bar honum hið bezta söguna, hann væri maður ráðvandur og rólegur, gæddur miklum hæfileikum, en indverskar konur sendu flota- foringjanum 100 rúpíu seðla í sjóð -til varnar Nanavati. Marg- 50 úr Eyjum. Finrmtíu nemendur úr 3. bekk gagnfræðaskólans í Vest- mannaeyjum í fylgd skólastjóra og kennara koma með Ilerjólfi til að vera viðstaddir starfs- fræðsludaginn í Reykjavík. Sylvía. ar máluðu vel á sér varirnar áður en þær settu seðlana í póst, til þess að setja vara- merki sitt á þær. Og sumar mundu eftir að skrifa á þá nafn sitt og heimilisfang. Og í leik- fangabúðunum voru seldar Nanavati-hvellhettubyssur, svo að indverskir drengir gætu leikið drápið á Prem Ahuja. Ekki má gleyma því, að Sylvia kom klædd hvítri blússu og serk (sari) og vitnaði með 1 manni sínum. 8 gegn 1. Úrskurður kviðdómenda, með 8 atkvæðum gegn einu, var sá, að Nanavati væri ekki sekur. 5000 manns, sem biðu fyrir dyrum úti, ráku upp fagnaðar- óp mikil, margir krupu á kné og þuldu þakkarbænir. En dómarinn var ekki meðal hinna fagnandi, kvað úrskurð rangan, og var dóminum áfrýjað til Frh. a' 4. s. Úku í hafið. Ólafi Torfasyni og Árna Óskarssyni var bjargað frá drukknun laust fyrir hádegið í gær er þeir óku litlum bíl út af bryggjunni í Gerðum. Ungur sonur Guðlaugs Tóm- assonar símstjóra vakti at- Iiygli föður síns á því að hann heyrði kallað á hjálp undan bryggjunni. Tæpara mátti ekki standa, því þar hékk Ólafur með Árna meðvitundarlausan. Tókst Guðlaugi að ná þeim upp og vekja Árna til með- vitundar. Lögreglan í Kefla- vík hafði sérlega skjót við- brögð, því ekki liðu nema 25 mínútur þar til hún kom aftur með mennina. Unnið var að því að ná bifreiðinni upp í dag. Hún stóð rétt á hjólunum langt frá bryggjunni. Bókmenntafyrir- festur á morgun. Hingað er kominn amerískur bókmenntafræðingur, Alexand- er Cowie prófessor, og heldur 2 fyrirlestra við Háskóla ís- lands, sem fjalla einkum um skáldsöguna og þróun hennar síðustu tvö árin. Fyrri fyrirlesturinn flytur prófessorinn á morgun í I. kennslustofu Háskólans kl. 2 e. h. — Blað í Teheran segir, að landamæravörður í frak hafi skotið inn yfir landamæri írans og drepið einn mann en sært fimm. Danskur þingmaður grun- aður um fjárdrátt. Dró sér Sc hjá byggiiigai’samvinnu- Célagi. Frá fréttaritara Vísis. Khöfn í fyrradag. Lögreglan í Svendborg leitar nú aS einum þingmanni sósíal- demókrata, sem grunaður er um fjárdrátt. Er þetta Poul Hansen, sem verið hefur þingmaður fyrir Svendborg, en fjárdráttinn hef- ur hann framið hjá byggingar- samvinnufélagi Svendborgar, sem hann veitir forstöðu. En þótt lögreglan leiti nú að Han- sen, sem er horfinn að lokinni endurskoðun, getur hún ekki handtekið hann, fyrri en hann hefur verið sviptur þinghelg- inni. Það er því komizt svo að orði, að lögregluna langi til að hafa tal af honum. Um sl. helgi var Hansen stefnt fyrir stjórn byggingar- samvinnufélagsins, sem hélt því fram, að bækur þess hefðu ver- ið falsaðar, en þegar hann átti að gefa skýringu á þessu, hvarf hann, og veit enginn, hvað orð- Ið hefur um hann. í dag kemur Þór til Vestniannaeyja í tilefni af komu gamla Þórs fyrir 40 árum. Landhelgisgæzlan hefur boðið til fararinnar m.a. Jóhann Þ. Jóspessyni, Karli Einarssyni, Guðbjarti Ólafs- syni, Jóhanni P. Jónssyni skipstjóra, sem allir eru tengdir sögu gamla Þórs. Pétur Sigurðsson forstjóri landhelgisgæzlunnar sýndi blaðamönnum þetta likan af skipinu, en það hefur meist- aralega gert Sigurður Jónsson modelsmiður í Landssmiðjunni. Meðal gesta í kaffiboði landhelgisgæzlunnar í gær voru tveir hásetar af gamla Þór, skipherrarnir Þórarinn Björnsson og Gunnar Gíslason frá Papey. Þar var og þeirra gamli skipstjóri Jóhann P. 40 ár síðan gamli Þór kom til Eyja. Björgunarfélagið lyfti þá Grettis- taki og mótaði stefnu í björgunar- og landhelgismálum. í dag 26. marz eru fjörutíu ár liðin síðan gamli „Þór“ kom til landsins, eða réttara til Vest- manaaeyja. Með komu Þórs hefst saga íslenzku landhelgis- gæzlunnar. Þess ber að geta í upphafi að það voru nokkrir mannaeyja; Með komu Þórs stefnu í björgunar og landhelg- ismálum sem fylgt hefur verið giftusamlega í fjörutíu ár og á sinn þátt í því að miklir sigrar hafa unnizt í að endurheimta þau réttindi sem þjóðinni ber til að nytja hafið við strendur landsins og verja þau fyrir á- sælni útlendra mann. í dag þykir það tíðindum sæta ef erlendur togari spillir netum eða línu á djúpmiðum. Það hefði ekki þótt í frásögu færandi í lok fyrri heimsstyrj- aldar þegar landsmenn og þá ekki sízt Vestmannaeyingar urðu að þola það bótalaust að sjá brezka og aðra erlenda tog- ara sópa upp veiðafærum bát- anna steinsnar frá landi. Land- helgisgæzlan var þá í höndum Dana var alsendis ónóg. Það var árið 1918 að Björgun arfélag Vestmannaeyja var stofnað.Það var fyrst og fremst stofnað í þeim tilgangi að veita ört vaxandi bátaflota eyja- skeggja aðstoð og jafnframt að bægja togurunum frá ef kostur Forustumenn í Björgunarfél. Vestmannaeyja voru þeir Jó- hann Þ. Jósefsson Sigurður Sigurðsson lyfsali, Karl Einars- son bsejarfógeti og Þorsteinn í Kaupangiogfleirimætirmenn Félagsmenn ákvóðu í fyrstu að láta smíða skip, en svo barzt þeim kauptilboð frá danska landbúnaðarráðuneytinu á skipi er henta þótti og hét „Thor“. Frh. á bls. 5. Barnið vex - Innan skamms verða tekn- ir í notkun í París nýir stætisvagnar, hætti og breið- ari en þeir, sem notaðir hafa verið til þessa. Margir nú- verandi vagna eru frá þ%’í fyrir stríð, svo að nauðsyn- legt er að endurnýja þá, en nú komast ekki eins margir Franzemnn í sama vagninn og fyrir stríð, því Frakkar hafa stækkað segir í tilkynn- ingu strætisvagnastjórnar- innar um þetta. Tekjuskatt þarf ekki að greiða. Ráðuneytið hefur ákveðið að falla frá fyrirframgreiðslu upp í skatta og önnur þinggjöld árs- ins 1960, sbr. reglugerð nr. 103/1957, vegna þeirra breyt- inga, sem væntanlegar eru á tekjuskattsgreiðslum. Hefst fyrirframinnheimtan því ekki fyrr en 1. maí n.k.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.