Vísir - 01.04.1960, Qupperneq 10
10
VfSIB
Föstudaginn 1. apríl 1960
,VLr, BurcUL
MILLI
TVfCCJA
★ ÁSTARSAGA
EfDA
19.
henni frá því sem gerðist í morgun, og ef eg þekki hana rétt
hefur hún haft unun af að tæta mig sundur.
— Aumingja Madeline mín! Svo að þú fékkst þá skammir.
Hana langaði til að segja honum að hann ætti ekkert í sér,
en var hrædd um að hann skildi það sem svo, að hún tæki hann
alvarlegar en ástæður var til.
— Já, og eg heíði fengið enn meiri skammir er dr. Lanyon
Jiefði ekki komið inn meðan Arlingley var að gusa úr sér. Hann
tók svari mínu.
— Gerði Nat Lanyon þaö? Það var fallega gert af honum, það
verð eg að segja. Morton Sanders hló. — Eða var það af hugul-
semi við fjölskylduna, vegna Clarissu'?
Nei, ekkert bull. Annars, bætti hún við, hálf döpui'; — veit
hann ekki aö eg er hálfsystir Clarissu.
" — Ekki ennþá? Jæja, það er kannske hyggilegt af þér. Annars
mundi hann kannske verða bölvaður þér líka. Og þá ættirðu tvö
illfygli að kljást vi.
Madeline fannst tilhugsunin um þann möguleika svo ógeð-
feld, að hún flýtti sér að andmæla: — Eg held að hann sé ekki
þannig gerður að hann vilji gera fólki bölvun, út af atvikum,
-jsem maður ræður ekki viö. Dettur þér — það i hug?
— Ef satt skal segja þá hef eg alls ekki myndað mér neina
skoðun á Nat Lanyon, sagði Morton letilega. — En úr því að þú
spyr mig þá svara eg því, að eg held að allir einþykkir menn
eins og hann, geti veriö hættulegir.
Er hann einþykkur?
• — Tvímælalaust. Eða var það að minnsta kosti þangað til
'hann kynntist systur þinni. Það er víst þess vegna, sem hann er
.svo ágætur læknir. Þegar menn einbeita sér að einhverju ákveðnu
.efiri., þannig að það verður ástríða, verða menn annað hvort
•snillingar eða hættulegir. Kannske hvorttveggja, bætti hann
.hugsandi við.
Madeline þagði, hún þurfti að melta þetta. Svo sneri hún sér
að honum og sagði eins og henni væri sama:
— Eg veit ekki hvað gerðist milli Clarissu og hans. Við frétt-
tim bara að þau væru trúlofuð, en svo giftist hún allt i einu
Cerald, án þess að gefa okkur nokkra skýringu. Eg kann ekki
•við að vera hnýsin, og stundum finnst mér beinlínis óþægilegt
að vita yfirleitt nokkuð um þetta. Sérstaklega þegar hinar stúlk-
urnar segja mér að hann láti sem hann sjái alls ekki stúlkur,
nema þá sem hjúkrunarkonur eða sjúklinga. En stundum liggur
mér við að óska, úr því að eg veit nokkuð, að eg vissi dálitið
meira, svo að eg gæti myndað mér skoðun á hvernig þessu er
varið.
— Eg gt frætt þig dálitið, ef þér leikur forvitni á því, sagði
-Morton. — Þau kynntust i samkvæmi og hún hitti hann fyrir
‘óbrynjaðan og gerði út af við hann í snatri. Kannske einmitt
vegna þess að hann hafði aldrei skipt sér af kvenfólki fyrr.
— Varst þú þar? spurði Madeline.
— Já. Og það er í eina skiptið sem eg hef séö ást við fyrstu
sýn, sagði hann og brosti.
— Af beggja hálfu?
— Nei — bíddu nú hæg. Jafnvel þó þér sé málið skylt, getur
þér varla dottið í lrug að systir þín geti orðið ástfangin við fyrstu
sýn. Eða — ætti hann við, — sérlega alvarlega ástfangin yfir-
leitt.
Madeline reiddist þessari miskunnarlausu hreinskilni, en hún
fann að hann hafði alveg rétt' fyrir sér, og gat ekkl varið Clarisssu
af neinum sannfæringarkrafti. Svo að hún spurði:
Og hvernig fór svo?
— Æ, þetta varð ekki nema stundar ljómi — Clarissa var
hrifin af manntegund, sem hún hafði ekki kynnst fyrr, og Lanyon
hefur beðið hennar einhverntíma í tómstundum, þegar hann var
ekki að halda fyrirlestra um líkamsfræði eða hvað það heitir.
Þetta gat ekki orðið langvinnt, vitanlega. Hún varð þreytt á hon-
um og fann sér annan, sem hafði betri tíma til að snúast kring-
um hana.
— Lauk þessu með.... sársauka?
— Ekki get eg hugsað mér það. Eins og þú veist hefur Clarissa
sérstakt lag á að komast hjá öllum óþægindum. Eg geri ráð fyrir
að hún hafi bara sent honum línu til að útskúfa honum, rétt
áður en hún fór í brúðkaupsferðina.
Nú fannst Madeline hann aftur haga orðum sínum miskunnar-
laust, en um leið fann hún að hann hafði ekki sagt annað en
sannleikann um Clarissu og nú sagði hún, með semingi:
— Þú virðist þekkja Clarissu býsna vel?
— Góða mín — hún hefur unnið hjá mér i tvö ár.
— Já. Hún þekkti þig vel líka, svaraði Madeline, eins og til að
reyna að bera í bætifláka fyrir Clarissu.
•— Gerði hún það? Morton brosti eins og engill til nennar.
— Það finnst mér miklu merkilegra en þetta klúðurslega bónorð
Nats Lanyons. Sagði hún þér hve mikill hrappur eg,er?
-— Ekki beinlínis.
— En hvað þá?
i — Hún sagði — Madeline talaöi lágt, — að þú hefðir til að
bera einhverskonar ertandi og ögrandi kátínu, eins og satt er
— en að þú tryðir ekki á neinn eða neitt nema sjálfan þig.
Nú kom óvænt þögn. En svo hló Morton.
— Það var skarplega athugað hjá Clarissu. Eg hélt ekki að
hún væri svona mikill mannþekkjari, sagði hann létt. En þegar
hann leit á Madeline sá hún að hann hnyklaði brúnirnar, og hún
fann til einhverskonar meðaukvunar með honum.
— Er það satt, Morton, sagði hún mjúkt og nefndi hann nú
í fyrsta skipti skírnarnafninu, — að þú trúir ekki á neinn eða
neitt nema sjálfan þig?
— Ekki fyllilega. Því að eg trúi ekki á sjálfan mig heldur hugsa
eg. —
— Einmitt það! sagði Madeline og varð hljóð.
— Hvernig stóð á þessu? spurði hann og brosti skakka brosinu,
sem alltaf kom Madeline í vafa. — Að þér varð svona mikið um
það sem eg sagði?
— Æ. Mér fannst það raunalegt. Það hlýtur að vera leiðin-
legt að hafa ekki neina trú á sjálfum sér.
Aftur varð óvænt þögn. Svo sagði hann, óþolinn, nærri því
ákærandi:
— Eg hugsa að það séu fáir, sem halda að eg eigi leiðinlega
æfi. Flestum finnst eg vera heppinn og þeir öfunda mig. Eg hef
góða heilsu, frægð og nóga peninga til að geta fullnægt öllum
sanngjörnum kröfum mínum, og sumum hinum ósanngjömu
líka.
— En þar fyrir þarf maður ekki að vera gæfumaður, sagði
Madeline.
— Eg veit ekki. Þú ert skrítin. Hvað er eiginlega gæfa? spurði
hann ertandi. — Er það ekki eitthvaö skylt þvi að forðast það
óþægilega og njóta þess þægilega?
— Nei, vitanlega ekki. Henni ofbauð auðsjáanlega.
— Hvað er þaö þá? Hún sá að honum var skennnt. — Nú er
bezt að þú segir mér hvað gæfan -er.
— Það get eg ekki, svo í lagi sé. Eg kann ekki tökin á því. Eg
R. Burroughs
IM a CIT OP I7ESPAIK, TAKZAN
TUitMEP OKl TH£ BEAKEK ‘WMV
PIPN'T <ELLV 5HOOT?'" HE
SKOWLEI7 "pip you--/r
TAKZAIM
3229
TAEZAN HESITATEE’, THEN KELEA5EP
THE TEEfABLINS WAKKIOE., "VEKy ■
WELlJHE 5AII7 LISTLES5LV."LET
US BUK.V JACK. ANP’ K.EPOKT TO
theakabs,- Wf'OZ
• Tarzan varð óður af reiði
og í bræði sinni réðst hann
á burðarmanninn og æpti að
þonum: Hvers vegna skaut
Kelly ekki. Nei, herra, nei
herra, æpt.i svertinginn,
vægð, vægð, eg veit ekki
neitt. Tarzan hikaði augna-
blik, reisti hinn skjálfandi
stríðsmann á fætur og^agði:
Jæja, við skulum þá jarða
Jack og segja Aröbunum
hvernig komið ér.
x 4
ijyr- KVfiLDVÖKUNNI
BHMiiiiil: II L.=».§i«a«iíliiii»*h)<
Amma vildi fá Betty litlu til
þess að þvo sér í framan en það
var ekki við það komandi.
„Heyrðu nú Betty,“ sagði
hin góða amma, ,,eg hefi þvegið
mér í framan á hverjum morgni
frá því að eg var barn.“
,,Já,“ sagði Betty. „En þú
getur líka séð hvað af því hef-
ur hlotist.“
★
Húsfreyju var kurteislega
neitað, þegar hún bað lögreglu-
þjón um að sitja hjá ungbarni
sínu, á meðan hún færi á lög-
reglustöðina til að borga sekt
fyrir að standa of lengi við og
láta bíl sinn bíða.
*
Því meira sem eg horfi á
heiminn, þess skynsamlegra
finnst mér að glæpamenn eru
lokaðir inni. En það. nægir bara
ekki. Það þyrfti að loka flónin
inni líka.
★
Dómarinn leit strengilega á
sökudólginn og sagði við hann:
„Eg ræð yður ákveðið til að
kannast við verknaðinn. Það er
það langbezta fyrir yður.“
„Æ, herra dómari,“ sagði
hinn ákærði. „Þetta ráð hafið
þér nú gefið mér í hvert sinn,
sem eg kem fram fyrir yður —
og af eintómu meinleysi hefi eg
verið svo heimskur að fylgja
ráðum yðar.“
★
Amma hafði tekið að sér að
koma Pétri litla í rúmið af því
að pabba hans og mömmu lang-
I aði til að fara í kvikmyndahús.
, Og þegar hún var búin að koma
i honum undir sængina spurði
hún blíðlega:
„Á eg ekki að segja þér sögu
— Pétur.“
„Nei, þakka fyrir, ekki í
kvöld amma.“
„En á eg þá ekki að syngja
svolítið fyrir þig?“
„Helzt ekki.“
„En hvað viltu þá að eg geri
fyrir þig, Pétur minn?“
„Geturðu ekki farið út að
ganga, amma, svo að eg geti
fengið næði til að sofna?“
★
Tvær vinkonur, báðar giftar,
höfðu verið í kvikmyndahúsi og
séð Yul Brynner — og þegar
þær fóru út úrhúsinu sagði önn-
ur:
— Mér finnst svona rakað
höfuð blátt áfram ljótt. Nei,
maður með langt hár er miklu
greindarlegri að sjá. • -
— Ha? segir þú það, sagði
hin og hló. — Þá hefðirðu átt
að sjá Áka, eitt kvöldið þegar
hann kom heim. Eg uppgötvaði
strax langt, ljóst .hár á jakka-
barminum hans, og eg fullvissa
þig um að þegar eg benti honum
á það varð hann alls ekki
greindarlegur að sjá.
Þetta sagði Danny Kaye við
Eddie Constantine síðast þegar
þeir hittust; —- Það er alveg
rétt að vitja læknis — því að
hann þarf líka að lifa. Það er
líka alveg rétt, að láta skrifa
handa sér lyfseð.ia og kaupa
meðöl, þv.í lyfsalinn þarí líka
að lifa. En þetta að taka meðöl-
in inn það er vafamálið, því að
maður þarf sjálfur líka’ að hfa.