Vísir - 01.04.1960, Page 12

Vísir - 01.04.1960, Page 12
\ Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað leatrarefni beim — án fyrirhafnar af yðar liálfu. Sími 1-16-60. Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Föstudaginn 1. apríl 1960 Heimaverkefni: Þriéjl hekktir fari a úfskipun i Starf og nám í nánum tengsíum. Vestmannaeyjum í gær. Þegar tvö flutningaskip komu hingað í gær var ekki nokkur t til að ferma skipin. Allir voru fastir við framleiðslustörfin og • hvergi var hægt að gefa eftir einn mann hvað þá fleiri til að koraa vörunum um borð í skip- Sn. i Var því gripið til þess ráðs, Bem lengst hefur dugað, að fá skólanemendur til að skipa vörunum út. Af þessari ástæðu var gefið frí í þriðja bekk gagn ifræðaskólans og nemendurnir lokuðu bókum sínum og sneru sér einhuga að hinu lífræna stafi. Þetta er í fyrsta skipti í vet- Ur að orðið hefur að fá skóla- nemendur til að vinna fram- leiðslustörf, en á undanförnum iárum hafa nemendur, meðan á skólatíma stóð, hlaupið í iskarðið, þegar brýn nauðsyn hefur kallað að. Það hefur eigi sézt á eink- unnunum eða öðrum mæli- kvarða, sem stuðzt er við til að mæla námsárangur að hin stuttu vinnuorlof, sem Vest- manneyjaunglingar hafa feng- ið til að sinna aðkallandi fram- leiðslustörfum, haíi að nokkru leyti dregið úr námsárangri eða Inámsvilja nema síður sé. Hér er sá háttur hafður á, að verk- námsdeildir gagnfræðastigs eru útskrifaðar um það bil þremur rhánuðum fyrr, en annars stað- ar i þeim tilgangi að nemend- urnir hafi tækifæri til að vinna við vertíðarstörf. Prófverkefn- in eru þau sömu fyrir þessa unglinga og annars staðar, þótt námstíminn sá styttri, en þeim mun meira kapp er lagt á nám- ið meðan skólinn stendur Frakkar sprengja nr. 2— rétt fyrir brottför Krúsévs frá Frakklandi. Frakkar sprengdu kjarnorku- Bprengju eldsnemma í morgun •í Saharauðninni. Hafði verið búist við því frá því í fyrradag, að tilraunin yrði gerð þá og þegar. Hin opinbera tilkynning var íáorð, sagt, að tilraunin hefði gengið í alla staði að óskum, og nauðsynlegar ráðstafanir hefðu .verið gerðar, til þess að haga tilrauninni þannig, að menn þyrftu ekki að óttast geislaryks- hættu. Lofað var nánari til- kynningu síðar. Fréttamenn segja, að einkum tvennt veki athygli í sambandi Við þessa tilraun: , 1, De Gaulle og stjórn hans hafi ekki látið neinn bilbug á sér finna og haldið til streitu áforminu, þrátt fyrir það að mótmæli hafi komið gegn henni frá fjölda mörgum löndum heims og almenningsálitið sé eindreg- ið gegn henni. 2. Að það sé ekki tilvilj- un — að tilraunin var gerð meðan Nikita Krúsév for- sætisráðherra Sovétríkjanna er í Frakklandsheimsókn sinni, — það virðist svo, sem jafnvel hafi verið lögð á það talsverð áherzla, að tilraunin yrði gerð áður en liann færi. Nú standa ein- mitt yfir lokaviðræður Krú- sévs og De GauIIe. — — Um það bil og fyrri sprengjan var sprengd í febrúar var sagt, að Frakkar kynnu að eiga nærri fullgerðar eina eða tvær sprengjur, og tilraun mundi verða gerð með sprengju til viðbótar þeirri, sem þá var gerð. — Ekki hefur enn verið vikið neitt að því nú, að Frakk- ar kunni að eiga þriðju sprengj- una í smíðum. Þýzkur þjóðdans. — Ljósm. Þorvaldur Ólafsson. Það fer ekki á milli mála, að þessi bifreið hefur orðið fyrir ein- liverju hnjaski. Það var nefnilega hún, sem varð um daginn fyrir bárðinu á barnfóstrunni, sem langaði allt í.einu í ökuferð, þegar hún þreyttist á barngæzlimni. (Ljósm. P. Ó. Þ.) Eltingakánr við bvíta- bjfirn á Mývatni. Múgur manns reynir að fanga hann í het. Akurcyri í morgun. Múgur og margmenni hefur í allan morguh verið að eltast við hvítabjörn á Mývatni og reynir að fanga hann í net, en það hafði ekki tekizt, þegar síðast til fréttist. Er talið, að. dýrið hafi stigið á land hjá Skálum á Langanesi, en ekki urðu menn þess varir fyrr en í dögun í morgun, að fólk á næstu bæjum við Mývatn sá skepnu úti á ísi lögðu vatn- inu. Fyrst (hélt fólk, , að þar væri hestur, en er iiær var komið, sá það,. hvers konar gestur var kominn í sveitina. Þá sat björn að krásum. Hafði hann stungið sér eftir silungi og fiskað betur en bændur hafa gert að undanförnu. En þegar bændur óg búalið var komið á vettvang, var bangsa ekki til setu boðið lengur, og upphófst þá hinn mikli eitingarleikur, sem áður greinri, og stóð sem hæst, er síðast fréttist. Aprílgabb. Það er ekki um að sakast, þótt menn gabbi náungann græskulausf f'yrsta apríl en skörin fer að færast upp í bekkinn, þegar menn gera sér leik að því að gabba slökkviliðið. Þetta kom fyrir í morgun. Þá var liðið kallað að bfunaboða á hómi Njafð- árgötu og Laufásvegar. Hafði hann verið brotinn, en þegar slökkvíliðið kom á vettvang, mátti lesa á miða, sem festur var við bruna- boðann: „Aprílgabb.“ Únd- irskrift var hinsvegar eng- in. Askriftarverð éhreytt. Að undanförnu hafa orðið gífurlegar hækkanir á öllu, sem til blaða þarf, svo að ekki verð- ur komizt hjá að hækka verð á þjónustu þeirra til að mæta auknum útgjöldum. Pappír hækkar um 70%, en annar útlendurkostnaður um 50%, svo og ýmis innlendur kostnaður, svo sem burðar- gjald, símakostnaður o. fl. Sakir þessa hækkar verð Vísis í lausasölu í kr. 3,00, en dálkasentimetri í auglýsingum kostar framvegis kr. 24,00. Verð smáauglýsinga breytist aðeins að því leyti, að grunn- gjald (fyrstu 10 irðin) verður 25 kr., en hvert orð umfram tíu kostar 2 kr. eins og áður. Áskriftarverðið verður ó- breytt fyrst um sinn. Dr. Cassens fimmtugur. Dr. Hans Cassens verzlunar- fulltrúi við sendiráð Vestur- Þýzkalands í Reykjavík er 50 ára í dag. Hann hefur dvalið hér á landi um nokkurra ára skeið, ferðast mikið um landið og á hér margt vina. Krúsév skoðar Versali. Krúsév er koininn aftur til Parísar. Hann dvelst í bústað forseta utan Parísar þar til hann fer á sunnudag og mun mestur tím- inn fara í viðræður. Þó fer hann til Versala, en annars staðar kemur hann ekki opin- berlega frám. Tillögur... i Átök í Framsókn um verkfallsmál Sumir vifija aigera saansftöðu með kommúnisftum. Frh. af 1. síðu. sér nokkra grein fyrir horfum við atkvæðagreiðslur í nefnd- Þær kunna að hefjast eftir mið- bik næstu viku. Af hálfu Noregs var lýst yf- ir, að kanadiska tillagan væri í samræmi við hagsmuni Nor- egs — og taldi formaður henn- ar, að 12 mílna landhelgi skap- aði jafnvægi um allan heim, hún væri einföld og sanngjörn, en bandaríska tillagan ófram- kvæmanleg, að því er varðaði aflatakmörkun. Að þvíí er virð- ist hefur ágreiningur sá, sem var í norsku nefndinni verið jafnaður. Formaður dönsku sendinefnd- arinnar, Max Sörensen prófess- or, mun ekki taka til máls, þar sem hann er settur formaður aðalnefndarinnar. Formaður finnsku sendinefnd arinnar og fleiri taka til máls 1 dag. Þar sem verkfallabarátta j kommúnista er 'um það bil að hefjast eru uppi deilur í Fram- sóknarflokkimm hvort stutt skuli við bak komma eða skemmdai'starfsemi þeirra lát-. in afskiptalaus Er sagt að Eysteinn og flokks- foringjarnir séu þess fýsandi að gera ríkisstjórninni allt það til miska sem þeir mega og vilja ólmir vinna með komm- únistum En framámenn þeirra út á landsbyggðiimi eru sagðh’ þessu andvígir og telja það landráðum næst að eiga hlut að starfsemi kommúnista. Ekki er séð fyrir endann á þessum átökum, en ekki er ó- líklegt að Eysteinn hafi sitt fram, enda miðstjórnarvald Framsóknar ótrúlega mikið. Átökin í Framsóknarflokkn- um eru kannske, þótt undar- legt megi virðast, ákvarðandi um frambúðina í efnhagsmál- um. Einangraðir við skemmdar- starfsemi sina, fyrirlitin af al- þjóð, kunna kommúnistar að verða að hætta henni. En með stuðningi Framsóknar geta þeir gengið eins langt og þeim sýn- ist.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.