Vísir - 02.04.1960, Qupperneq 1
10. árg.
Laugardaginn 2. apríl 1960
78. tbl.
Þýzk kaf-
bátasmíöi.
í júlímánuði næstkomandi
munu verða hafnar kafbáta-
smíðar í Þýzklandi eftir 15 ára
hlé.
Það er vestur-þýzki flotinn,
sem hefur tilkynnt,.að þá muni
veVða hafizt handa um smíði 12
kafbáta handa honum. Gerðist
þe'tta þegar 2850 lesta tundur-
spillinum Hamburg var hleypt
af stokkunum í byrjun vikunn-
ar. Kafbátarnir verða ekki ætl-
aðir til langferða, heldur til
tundurduflalagna og þjálfunar.
Hinn fyrsti á að verða full-
gerður til reynslu i marzmán-
úði á næsta ári.
IMatofiimtur
í vikunni.
Fundur landvarnarráðhej-ra
Norður-Atlantshafsbandalagsins
kom saman í París í fyrradag.
Þar verður mikilvægasta mál
á „dagskrá,birgðastöðvar Vest-
ur-Þýzkalands í öðrum löndum.
Vestur-Þýzkaland á í samning-
um við einstök ríki um slíkar
stöðvar, en eingöngu innan vé-
banda Nato, að því er sagt er,
en hitt er og kunnugt, að V.-Þ.
þreifaði fyrir sér í þessum efn-
um á Spáni og vakti það ugg
eigi lítinn.
Enn er mikil ólga í S-
Afríku, og ógerningur að
segja fyrir um á þessu stigi
málsins, hvort ákvörðun
ríkisstjórnar Verwoerds um
að setja á neiðarástand
verður til þess að koma á
reglu í Iandinu eða Ieiðir
einungis til enn skarpari á-
taka. Erlendir blaðamenn,
sem líta á málið nokkurn
veginn hlutlausum augum
— ef það er hægt — eru
ekki í neinum vafa um, að
ekki þarf nema lítinn neista
til viðbótar til þess að allt
fari í bál. — Myndin, sem
hér fylgir er tekin rétt fyr-
ir utan Höfðaborg á rnið-
vikudag, þegar 30,000
blökkumenn fóru fylktu liði
til borgarinnar til að mót-
mæla ofbeldi ríkisstjómar-
innar.
Stapafell meil 821 lest.
Vafalaust einn hæsti bátur á
landinu nú.
í lok síðasta mánaðar var afli
Ólafsvíkurbáta orðinn 6976
lestir í 772 róðrum. Aflahæsta
skipið er Stapafell sem er búið
að fá 821 lest og er aflahæsti
báturinn það sem af er vertíð,
sennilega á öllu landinu.
Róðrar Kg.
Bárður Snæfellsás 51 395,370
Bjarni Ólafsson . . 51 650,540
Fróði 62 375,570
Glaður 57 580,170
Hrönn 67 612,780
Húni 10 169,750
Jón Jónsson .... 73 755,670
Jökull 68 565,230
Stapafell 72 821,870
Sæfell 55 502,295
Týr 48 354,700
Valfell 15 171,730
Víkingur 65 511,050
Þórður Ólafsson .. 59 489,860
Afii 9 hæstu Sandgerðisbáta
frá áramótum er sem hér segir:
Viðir II. 704,8. — Helga 613.
— Mummi 589,7. — Guðbjörg
575,7. — Smári 570,1. — Pétur
Jónssori 566. — Hamar 557. —
Jón Gunnlaugsson 538,9. —
Munin 538,3.
Aðrir bátar hafa minna en
500 lestir.
Gæftir hafa verið með fá-
dæmum góðar og í síðari hluta
marzmánaðar fóru tveir bát-
ar, Víðir II og Pétur Jónsson 16
róðra. Jón Gunnlaugsson rær
eingöngu með línu og hefur
aflað vel.
Heildarafli Sandgerðisbáta
síðan vertíð hófst var nú um
mánaðamótin 7418 lestir í 905
róðrum. í fyrra var aflinn í
marzlok orðinn 6534 lestir. —
Róðrar voru þá færri en afla-
magnið á bát í róðri er mjög
svipað og í fyrra, en gæftir í
vetur gera 1000 lesta mun á
þriggja mánaða úthaldi.
Landhelgistillaga Rússa
kemur fyrst til atkvæða.
Þar næst tillaga IMexikó, þá
Kanada og loks Bandaríkjanna
Ýmsir ræðumenn viku að sögulegum
réttindum í gær.
Frá fréttaritara Vísis.
Genf í gær.
Nokkrar líkur eru nú fyrir,
að atkvæðagreiðslur • aðal-
nefndinni á Genfarráðstefnmuii
um landhelgismál og fiskveiði-
lögsögu hef jist snemma i næstu
viku.
Greidd vei'ða atkvæði um
framkomnar tillögur í þessari
röð: Sovétrikjanna, Mexíkó,
Kanada og Bandaríkjanna.
Fulltrúar Jordaníu og Ung-
verjalands lýstu í dag yfir fylgi
við 12 mílna landhelgi. Full-
trúi Pakistans lýsti sig fylgj-
andi 12 mílna landhelgi, en
ræddi einnig þann möguleika
að sögulegur réttur væri í
heiðri hafður um 5—10 ára bil,
en að fresti liðnum félli niður
réttur til veiða á fiskveiðilög-
svæði strandríkis. Fulltrúar
Svisslands og Finnlands kváð-
ust vona, að sögulegur réttur
yrði varðveittur að minnsta
kosti einhvern tíma.
A hinu bóginn væri eng-
inn vafi, að um væri að ræða
undantekningar, þar sem
væru lönd sem byggðu efna-
hagsafkomu sína eingöngu
eða nær eingöngu á sjávar-
útvegi. í slíkum tilfellum
væri ekki nema sanngjarnt
að taka tillit til þessara sér-
stöku aðstæðna.
Baig, fulltrúi Pakistans,
sagði að áður en núverandi rétt-
indi væru felld úr gildi með
lagasetningu, hvernig sem hún
yrði, bæri að gera ráð fyrir
svipuðum fresti og venjulegt
væri í þágu þess aðila, sem nið-
urfelling réttinda bitnaði á, til
nauðsynlegra ráðstafana vegna
breyttra skilyi'ða.
Minntist hann á þann
möguleika að samræma til-
lögur Kanada og Bandaríkj-
anna, ef sögulegur réttur
væri takmarkaður við 5-10 ár.
Slíka tilhögun kvaðst hann
álíta sanngjarna.
Foi-maður sendiinefndar
S.-Afríku frestaði ræðu sinni,
en liann var á mælendaskrá í
dag. Talið er, að hann hafi
frestað ræðunni af ótta við, að
Afríkúfulltrúar myndu ganga
út. —
Á morgun tala formenn
sendinefnda Liberíu, Uruguay,
Argentínu, Indónesíu og Ghana.
Hveitibrauð á
sætrjám.
Elisabet Bretadrottning hefir
boðið Margréti systur sinni
snekkjuna Britannia til að
eyða hveitibrauðsdögunum á.
Margrét hefir að sjálfsögðu
þekkzt þetta góða boð, en ekk-
ert hefir verið látið uppi um,
hvaðan hún og maður hennar
muni hefja brúðkaupsförina, né
hvert eða hversu lengi siglingin
muni standa. Hjónavígslan fer
fram 6. maí.
Norðmenn reisa fisk-
iðjuver á Grænlandi.
400 manna vinnuflokkur á för-
um vestur.
Frá fréttaritara Vísis. —
Oslo í fyrradag.
Um páskana leggja 400 Norð-
menn og Færeyingar af stað á
fimm skipurn til Grænlands. Er
hér um að ræða vinnuflokka
sem eiga að reisa fiskiðjuver
fyrir Norðmenn á vesturströnd
Grænlands.
Efnið í byggingarnar
verður flutt frá Álasundi og
kemur vestur um svipað leyti
og vinnuflokkarnir. Vélarnar í
verksmiðjunni koma hinsvegar
frá Bergen.
Er hér um að ræða miklar
framkvæmdir og Norðmennirn-
ir ætla að láta hendur standa
fram úr ermum við að reisa
iðjuverin sem er fiskmjölsverk-
smiðja og frystihús sem á að
geta fyrst 1000 lestir af fiski
yfir sumarið. Fiskiðjuverið á að
geta tekið til starfa um það leyti
sem vertíðin hefst þar vestra í
vor.