Vísir - 02.04.1960, Page 4

Vísir - 02.04.1960, Page 4
1 ^ÍSIB wesim D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. y Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Kommúnistar og hagfræðm. Kommúnistar leggja mikið kapp á að telja almenningi .1 trú um að niðurstöður hag- ! fræðinga séu blékkingar. 1 Þeir séu keyptir af ríkis- ! stjórninni til þess að segja í ástandið miklu svartara en J það sé. Nú vill svo til, að ! Jónas Haralz, sem kommún- istar hafa svívirt mest allra Sú ; hagfræðinga upp á síðastið, | var einnig hagfræðilegur ■ ráðunautur vinstri stjórnar- ! innar. Þá sást. það aldrei nefnt í Þjóðviljanum, að nið- urstöður Jónasar væru vafa- ! samar. Nú hlýtur hann að kunna jafnmikið í hagfræði eftir sem áður, þótt vinstri 1 stjórnin sé sáluð og komm- únistar komnir í stjórnar- '» andstöðu. Hvernig stendur þá á því, að niðurstöður hans voru góðar og gildar meðan 1 hann vann fyrir vinstri 1 stjórnina, en allt er tóm vit- f leysa, sem hann segir síðan ) hann fór að starfa með nú- verandi ríkisstjórn? Hvað er það sem Jónas Haraiz hefur sagt að við þyrftum að gera, til þess að rétta við ■ efnahag okkar, og hvað segja hagfræðingar annarra landa sinum þjóðum, þegar líkt stendur á hjá þeim? Þeir segja að verðbólgan sé sú meinsemd, sem þurfi að Y uppræta, ef takast eigi að i treysta grundvöll efnahags- lífsins. Víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags leiða af sér verðbólguna; þess vegna verður að koma í veg fyrir þær. Þetta er ekkert einka- sjónarmið íslenzkra hag- fræðinga, heldur er það kenning hagfræðinga um heim allan. fjármálastefna, sem ís- lenzkir kommúnistar boða þjóð sinni, myndi allsstaðar vera talin bein leið til glöt- unar. Engir ábyrgir efna- hagssérfræðingar myndu fást til að mæla með henni. Enginn vitiborinn maður niun í alvöru treysta sér til að halda því fram, að> við fs- lendingar getum einir þjóða staðið aðgerðarlausir og lát- ið verðbólguna magnast. Flestar aðrar þjóðir hafa talið sig tilneyddar að snú- ast til varnar löngu áður, en komið var á það stig sem við stóðum á þegar vinstri stjórn- in gafst upp, enda mun erfitt að andmæla því með rökum, að þá hafi verið síðustu for- vöð að nema staðar. Og vinstri stjórnin sprakk líka á því, að Framsóknarmenn og Alþýðuflokkurinn sáu að óhjákvæmilegt var að nema staðar, en kommúnistar heimtuðu auðvitað að haldið yrði áfram enn lengra út í fenið. / / KIRKJA □□ TRUMAL: Hvað þýðir Immanúel? Vlli nokkur aðra vinstri stjórn? Bæði Framsókn og kommúnist- ar hneyksluðust óskaplega á því nú, að stjórnarflokkarnir skuli halda því fram að þjóðin hafi eytt of miklu — lifað um efni fram, eins og það hefur verið orðað. Þeir segja að það sé aðeins fá- mennur hópur ríkra manna, sem sök eigi á eyðslunni. En hvers vegna lét þá ekki vinstri stjórnin þessa menn blæða? Hvers vegna lagði hún 1200 milljónir króna í árlegum nýjum sköttum á ^ almenning í landinu, en að- eins 80 millj. kr. stóreigna- skatt á þá ríku í eitt skipti fyrir öll? Framsóknarmenn og kommún- istar réðu mestu í vinstri ^ stjórninni, eins og allir vita. Þeir sátu saman í þessari frægu stjórn í hálft þriðja ár og gátu aldrei orðið sam- mála um eða fundið leið tilj þess að ráðia fram úr vandal efnahagsmálanna. Eina' leið- in sem þeir sáu var að hækka álögurnar á almenningi, en með því misstu þeir tökin á öllu. Verðbólgan magnaðist undir forustu þeirra og þeir kunnu engin ráð til þess að halda henni í skefjum. Kommúnistar kærðu sig auðvitað ekkert um að halda henni í skefjum fremur en nú. Láti íslenzka þjóðin þessa flokka telja sér trú um það nú, eftir það sem á undan er gengið, að þeir myndu geta leyst vandann, ef þeim væru fengin völdin, þá er hún gædd litlum stjórnmála- þroska. Sagt er að engin þjóð hafi verri ríkisstjórn en hún verðskuldar. Undan- tekningar eru þó frá þeirri reglu, en ef íslenzka þjóðin leiddi yfir sig aðra vinstri stjórn, mætti sannarlega. segja að hún ætti ekki betra skilið. A morgun minnist kirkjan boðunar Maríu. Þá er litið til spádómsins í 7. kap. Jesaja spá- manns: Sjá, yngismær verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel. Immanúel þýðir: Guð með oss. Og nafnið var alltaf of stórt fyrir hvert barn, sem fæddist, þar til Jesús kom. Þá kom með honum fullvissan um það, að hann væri hinn fyrir- heitni Immanúel. Og hann reyndist hafa rétt til að bera þetta háleita, heilaga nafn. Hann einn og enginn annar. Líf hans og orð, starf hans og öll athöfn, dauði hans og upprisa frá dauðum, allt segir hið sama: Guð með oss. Hann og nafnið, — það er eitt, — hann og verk hans: Guð með oss, Immanúel. Án Krists væri það dautt orð, marklaust, ' en í Kristni fær það líf og gildi. Þrennt er það, sem nafnið Immanúel segir oss: 1. Guð með oss. Sjálfur skaparinn, hann, sem býr í þvi ljósi, sem enginn fær til komizt, sem enginn. maður hefur séð né getur séð, hann, hinn eilífi hefur stigið niður til vor í Jesú Kristi. — Imman- úel kom frá Guði. Dýrðarljóm- inn, sem leikur um undur boð- unarinnar, kemur að ofan. Guð mælir oss sjálfur í Kristi. Það er ekki maðurinn, sem í Kristi hefur hafið sig upp til Guðs. i Það er Guð, sem í Kristi hefur lotið niður til mannsins. Guð . hinn eilífi kemur sjálfur inn í tímann. Hinn heilagi kemur til syndarans með náð sína. Þetta er fagnaðarefni boðunarinnar. Guð hafði opinberast mönn- unum áður en Kristur kom. Hann kom til hinnar útvöldu þjóðar í orði sínu, boðorðum og fyrirheitum. En í fyllingu tímans varð orðið hold. Kristur |kom. Og hann gefur oss ekki I aðeins fagrar og háleitar hug- | myndir um Guð heldur gefur hann hinn eilífa sjálfan. Krists orð eru Guðs orð. Krists verk eru Guðs verk. Kristur er á- sjóna Guðs í heiminum, opin- berun hinnar guðdómlegu náð- ar. 2. Guð með oss. Þótt Guð sé hátt upphafinn yfir oss, ■ óíullkomnar og mjög takmarkaðar, smáar, mann- legar verur, þá er hann oss eigi fjarlægur. Hann er með oss í sérhverjum stað og sérhverri stund, oss nálægur. En hann er einnig með oss í annarri merk- ingu þ. e. hann hefur tekið af- stöðu með oss eii ekki á móti oss. Þetta er ekki alveg eins sjálf- sagt og stundum virðist álitið. Það liggur ekki alltaf í augum uppi. Hugsið til allrar þeirrar þjáningar, allrar þeirrar neyðar, sem á mannkyninu hvílir, sjúkdómar, skortur, hungur. Og hugsið um alla þá spillingu, synd, hatur, grimmd, illan vilja, sem' meðal mann- anna býr og hefur ótrúleg völd, svo að skelfingu veldur tíðum. Er þietta ekki allt saman sönn- un fyrir því, að Guð sé ekki með oss? Kristindómurinn segir: nei. Ef þetta er sönnun fyrir ein- ! hverja, þá er það sönnun fyrir því, að vér höfum snúizt á móti Guði, vér höfum viljað komast undan áhrifavaldi hans, og ekki viljað lúta vilja hans og boðum. En þótt svo sé komið fyrir oss, þá hefur hann ekki snúizt gegn oss. — Fyrir því höfum vér sönnun: Imm- anúelstáknið. Því að tákn- ið varð, Sonurinn fæddist. Og hann gekkst undir mannleg kjör. bar mannlegar þjáningar, mannlegar freistingar og sigr- aði þær. Hjá honum mætum vér óskiljanlegum, ómælisdjúp- um kærleika Guðs, fyrirgef- andi, miskunnarríkum, sigr- andi. Því segjum vér: Hans rétta nafn er Immanúel, Guð með oss. Og bjartast lýsir af þessu nafni inn í myrkur mannlegrar neyðar af krossin- um í Golgata. Inn í dýpstu nauð þjáninga og synda lýsir þetta mikla tákn, sem segir oss, að Guð sé með oss, því að.hann hefur sjálfur borið þjáningar vorar og misgjörðir, og hegn- ingin, sem vér höfum til unnið kom niður á honum. Krossinn, tákn hinna ítrustu þjáninga og hinnar þyngstu refsingar, er orðinn tákn hjálpar og lausnar, sigurtákn hins guðdómlega kærleika hér á jörð. 3. Guð með oss. Þetta er einnig hluti þess gleðiboðskapar, sem í boðun- inni felst. Boðskapurinn á er- indi til allra sameiginlega, eins og bræðra, og til hvers ein- staks. Enginn þarf að vera úti- lokaður eða utan við. Gjöf Immanúels er ætluð handa öllum mönnum, handa þér og mér. En til þess að svo geti orðið, þarf þetta nafn að vera oss lausnarorð og bænar- orð. Það þarf að vera vor lausn í vanda og ábyrgð lífsins að „ganga með Guði,“ eins og'það fyrr var kallað að lifa trúarinn- ar lífi, í hlýðni, sem byggist á lotningu og öruggu trausti til Guðs. Immanúelstáknið 'snýr sér persónulega að einstaklingnum og vekur spurninguna: Vilt þú þetta, gangast í hlýðni undir j.fyrirætlanir Guðs, vefa þátt- takandi í þessu lífsformi, sem byggist í veruleikanum: Guð með oss. Getur þú hug'sað þér, að þá sé hamingjubraut þín mörkuð, er þú heilshugar ját- ast undir þá vissu, að þetta sé hið sanna inntak og gildi lífs- ins? Vilt þú, að líf þitt verði líf með Guði, líf í Guði? Tíl þess vel fari þarf þetta orð: Immanú- el, Guð með oss, að verða bæn- arorð í hjarta þínu: Guð vertu með oss. Guð vert. þú minn Guð. Æskulýðsráð Reykjavíkur. Tómstunda- og félagsiðja sunnudaginn 3. apríl 1960. Lindargata 50:.K1. 10.30 f. h. Sunnudagaskóli í Hallgríms- kirkju. — Austurbæjarskóli: Kl. 4.00 e. h. Kvikmýnda- klúbbur. — Skátaheimilið , (inngangur um ’suðurdyr). : Kl. 8 e. h. Dánsklúbbur i æskufólks 13——16 ára. Laugárdaginn 2. apríl 1960 Tekjuskatturmn - Frh. af 8. síðu. hafa 90 þús. kr. í tekjur eða mirma, eru skattfrjáls. Ef þau hafa 100 þús. kr. greiða þau 500 kr. í tekjuskatt, hafi þau 110 þús. greiða þau 1500 kr. Af 150 þús. kr. greiðast 2500 kr. Skatturinn lækkar því hjá hjónum með tvö böm. Með 90 þús. kr. lækk- ar hann um 4757 kr., hjá hjónum með tvö böm og 100 þús. kr. lækkar tekjuskatt- urinn um 6428 kr., og hjá hjónum með tvö börn og 110 þús. kr. tekjur, lækk- ar skatturinn mn tæpl. 8500 kr. frá því sem nú er. Helstu rök til þess að ríkis- stj. leggur til að draga úr hin- um beinu sköttum eru í fyrsta lagi: Háir heinir skattar draga jafnan úr framtaki og vinnu- 1 semi, og eru þess ákaflega mörg dæmi, sem flestir menn þekkja. Þegar svo er komið, að sjö af af hverjum tíu krónum sem menn afla, er tekinn í 'tekju- skatt og útsvar, þá mun mörg- um ef ekki flestum svo farið, að þeir missa þann áhuga, sem þeir annars hafa fyrir því að vinna sér til launa og afla sér fjár fyrir fjölskyldu sína og sjálfa sig. í öðru lagi: Skattalög eru orðin varhugaverð og háskaleg, þegar skattarnir eru orðnir það háir, að öllum almenriingi finnst þeir vera ranglátir, svo sem hef- ur verði hér um margra ára skeið. Það hefur m.a. leitt af sér að flestum mun þykja eðlilegt að draga undan af framtölum meira og minna af því, sem þeir afla. Afleiðingin varð að hinir beinu skattar,. hafa bitnað þyngst á fastlaunamönnum hjá hinú opinbera, þar sem hver eyrir er fram talinn. Enn má benda á það, að reynslan mun vera sú, bæði hér og víða annarsstaðar, að beinir skattar eru dvrari í álagningu, eftirliti og inn- heimtu heldur en óbeinir skattar. Það mál var fyrir nokkrum árum rannsakað mjög gaumgæfilega af hag- stofu Norðmanna, þar sem kom í Ijós, að hér var gífur- legur munur á. Eg skal láta þessi orð nægja sem framsögu með þessu frv. og legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn. Rúmenia greiðir skaðabætur. Samningar um stríðsskaða- bœtur milli Rúmeníu og Banda- ríkjanna hafa verið undirritað■ ar í Washington. Samkvæmt þeim greiðir Rú- menía Bandaríkjunum 2414 millj. dollara í ýmsar bætur og greiðast með afborgunum, þann- ig að seinasta afborgun fari fram 1964. Kvenfélag Laugarnessóknar. Félagskonur: Munið afmæl- isfagnaðinn' í kirkjukjallar- anum þriðjudaginn 5. apríl kl. 20.30. Skemmtiatriði: Kvikmyndasýning, leikþátt- ur, happdrætti o. fl.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.