Vísir - 25.04.1960, Qupperneq 2
V I s I R
Mánudaginn 25. apríl 196®
Bœjarfréttí?
Útvarpið í kvöld:
15.00 Miðdegisútvarp. (16.00
Fréttir. — 16.30 veðurfr.) —
18.30 Tónlistartími barnanna
(Fjölnir Stefánsson). 19.00
Þingfréttir. Tónleikar. 20.30
Hljómsveit Ríkisútvarpsins
leikur. Stjórnandi: Hans
Antolitsch. a) Þrjú verk eftir
Johann Strauss. b) „Riddara-
liðið“ forleikur eftir Franz
von Suppé. 21.00 Vettvangur
raunvísindanna: Frá til-
raunastöð háskólans í meina-
fræði að Keldum; — síðari
hluti (Halldór Þormar mag-
ister). — 21.25 Kórsöngur:
Karlakórinn Finlandia syng-
ur. 21.40 Um daginn og veg-
inn (Einar Magnússon yfir-
kennari). 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. 22.10 íslenzkt
mál (Jón Aðalsteinn Jónsson
cand. mag.).. 22.25 Kammer-
tónleikar Strengjakvintett í
C-dúr op. 163 eftir Schubert
— til 23.20.
Kirkjuritið
er nýkomið út, aprílheftið, og
flytur þetta efni: Páskar
(eftir Ingólf Ástmarsson),
Ljós heimsins (kaflar þýddir
af Jóhanni Hannessyni pró-
fessor), Hvers vegna trúin á
Guð g'etur verið yður til
hjálpar (G. F. Fisher erki-
biskup), Elífðartrúin (Benju-
mín Kristjánsson), Pistlar
(Gunnar Árnason), Bræðra-
félög og leikmannastarfsemi
(Esra Pétursson), Sonar
míns saknað (Daníel A. Pol-
ing), Bjartsýni bænarmaður
(grein um Sigmund Sveins-
son).
Sextugur
varð 22. apríl Gunnar Stef-
ánsson fyrrverandi raf-
magnsmaður hjá Ra magns-
veitu Reýkjavíkur.
Styrktarfélag vangefb:: a,
Konur í Styrktarfélagi van-
gefinna halda bazar 8. maí í
Skátaheimilinu við Snorra-
braut. Þeir sem vilj j gefa á
bazarinn eru beðnir 1 skila
munum fyrir 1. maí í Prjóna-
stofuna Hlín að Skó'avörðu-
KROSSGÁTA NR. 4 >32:
Skýringar:
Lárétt: 2 eyjarskeggja, 5 rek-
ur, 6 á fuglum, 8 samhljóðar, 10
lík, 12 málmur, 14 fugl, 15 á
krossinum, 17 dæmi, 18 togari.
Lóðrétt: 1 nafn, 2 í sjó, 3
eyja, 4 hindraði, 7 svik, 9 gam-
alt gras, 11 ósamstæðir, 13 sam-
hljóðar, 16 eyja hjá Dumas'.
Lausn á krossgátu nr. 4030:
Lárétt: 2 krafa, 5 Oslo, 6
ófu, 8 mó, 10 agna, 12 eru, 14
gor, 15 löst, 17 ta, 18 skart.
Lóðrétt: 1 Rommels, 2 kló, 3
rofa, 4 aðfarar, 7 ugg, 9 órök,
íl not, 13 USA, 16 tr.
stíg 18 (verzlun) eða til Sig-
ríðar Ingimarsdóttur, Njörva
sundi 2. — Bazarnefndin.
Eimskipafélag íslands:
Dettifoss kom til Warne-
miinde í sl. viku, fer þaðan
til Halden, Gautaborgar og
Gdynia. Fjallfoss fór frá
Hamborg á fimmtudag til
Reykjavíkur. Goðafoss kom
til Reykjavíkur fyrir 9 dög-
um frá Kaupmannahöfn og
Ábo. Gullfoss er í Kaup-
mannahöfn. Lagarfoss fór frá
New Yoi'k á fimmtudag til
Reykjavíkur. Reykjafoss fór
frá Lysekil á fimmtudag til
Hamborgar, Hull og Reykja-
víkur. Selfoss fór frá Akur-
eyri aðfaranótt laugardags
til Norðfjarðar, Eskifjarðar
og Fáskrúðsfjarðar og þaðan
til Hull, Rotterdam og Rúss-
lands. Tröllafoss fór frá Ak-
ureyri á laugardag til New
York. Tungufoss fór frá
Siglufirði á iaugardagskvöld
til Dalvíkur, Húsavílcur, Ak-
ureyrar og Siglufjarðar.
Jöklar;
var á Breiðafirði í gær. —
Langjökull er í Aarhus. —
Vatnajökull er í Ventspils.
Loftleiðir:
Edda er væntanleg kl. 19 frá
Hamborg, Khöfn, Gautaborg.
Fer til New York kl. 20.30.
Leiðrétting.
Sagt var í blaðinu á iaugar-
daginn af bifreiðin R-782 hafi
lent í árekstri þeim sem varð
á Miklubraut fyrir helgina
og blaðið skýrði frá. Það mun
hafa átt að vera R-682. Hef-
ur prentvillupúkinn komist í
spilið. Blaðið biður velvirð-
ingar á mistökunum.
Garðyrkjufræðsla.
Þriðja fræðslukvöld Garð-
yrkjufélags íslands á þessum
vetri verður haldið í Iðnskól-
anum á Skólavörðuholti í
kvöld, mánudagskvöld 25.
apríl, og hefst kl. 20,30. —
Á þessu kvöldi munu þeir
Axel Magnússon og Hafliði
Jónsson tala um grænmetis-
ræktun og svara fyrirspurn-
um, eftir því, sem tilefni
gefst til. Athygli er vakin á
því, að aðgangur er ókeypis
og öllum heimill.
!það eftir upphlaup, upp hægri
kant, þvaga myndaðist og Jóii
náði að skora fallega í vinstra
hornið. Á 74. mín. skorar Jens
Karlsson annað markið með
góðu vinstri fótarskoti frá víta-
teig í bláhornið, óverjandi fyrir’
Geir. Og lauk leiknum með
þessum tveimur mörkum, seni
var sanngjarnt eftir gangi
leiksins.
Ekki var neinn öðrum betri
í Framliðinu, þó> lék landsliðs-
maðurinn Rúnar einna bezt. .
Þróttarliðið lék allt vel og
sleppur vel frá leiknum. Tveir
leikmenn þess léku sinn fyrsta
Það var ætlunin, að málverkasýning ÞorláXt< R. Haldorsens lyki I leik í meistaraflokki, þeir Jón
í bogasal Þjóðminjasafnsins í gær, en bún verður opin fram eftir Björngvinsson er lék hægri bak-
þessari viku, því að aðsókn var svo góð í gær. Alls hafa um ! vörð og er þar gott efni á ferð-
900 manns sótt sýninguna — þar af á 2. hundrað í gær — og
seldar eru 15 myndir af 40. Hér sést listamaðurinn við eina
stærstu myndina, Eyjafjallajökul.
(Ljcsm. S. E. Vignir).
Annar leikur
mótsins fór fram í gær. Og 2.
deildar liðið Þróttur sigraði
glæsilega 1. deildar liðið Fram,
sem á sl. ári var í 2.—-4. sæti í
1. deild. Og þeir ekki aðeins
sigruðu Fram heldur má segja,
að þeir hafi komið á óvart með
inni. Haukur Þorvaldsson er
lék vinstri útherja og vakti
hann eftirtekt, lék Stein Guð-
mundsson sundur og saman.
| Markmaður Þróttar sýndi góðan
I leik,. einnig Páll Pétursson er
jleikur aftur með liðinu eftir
járs fjarveru úr því vegna
Reykjavíkur- á Framliðinu eftir þennan leik, rneiðsla. Bill sýndi enn að 39„
úr því munu aðrir leikir þess í árin há honum ekkert.
Reykjavíkurmótið:
Þróttur vann Fram 2:0
mótinu sanna. Og miklar breyt-
Einn leikmanna Fram Guðm.
ingar hljóta að verða hjá þeim óskarsson meiddist illa á höfði
hálfleik og varð að
í næstu leikjum.
Þi'óttarar voru meira í sókn
í semm
yfirgefa völlinn. Völlurinn var-
mín. og gerði Jón Magnússon
Cihu Aimi ða?...
Eftirfarandi birtist í Vísi 22.
apríl 1915:
Kennaraskólanum var sagt
upp í gær. Þessir tóku burtfar-
arpróf:
Arnfinna Björnsdóttir.
Björn Jóhannsson.
Friðrik Hansen.
Gestur Gestsson.
Guðm. Guðmundsson.
Guðrún Jónsdóttir.
Gunnar Þorsteinsson.
Gunnþórun Þorláksdóttir
Hjaltalína Guðjónsdóttir. í
ísleifur Jónsson.
Jóhannes L. Jónasson.
Jón Kjartansson.
Jón Stefánsson.
Oddný Stefánsdóttir.
Ólafur Þórarinsson.
Rósa Eggertsdóttir.
Rósa Finnþogadóttir.
Ejteingrímur Day.íðsson.
Unnu^ Kjgrtansdóttir.
leik sínum. Því að aðstæður til sterkri golu. f seinni hálfleik
samleiks með jörðu voru ekki fskora þeir fyrra markið á 56.
góðar í því ástandi er völlurinn
var í, laus og ójafn. En samt var
alltaf reynt að leika saman. Og
þó að hraði hafi ekki verið nóg-
ur hjá þeim, höfðu þeir yfir-
burði yfir hina reyndu leikmenn
Fram, bæði í spili, flýti og
hörku. Og er þetta einn áf þeim
fáum leikjum sem eg hef séð,
þar sem Þróttarar eru ekki
brotnir niður með hörku af and-
stæðingunum. Og kæmi það
mér ekki áóvart að Þróttur hafi
með þessum leik komist yfir
byrjunarörðugleika þá, sem
hafa fylgt félaginu á leikvelli í
þau 10 ár sem það hefur starfað.
Og að unglingurinn sé orðinn að
hörðnuðum karlmanni. Og
haldið áfram að leika saman,
eins og þið gerðuð í þessum
leik, bætið við, æfið og lærið
meira þá getið þið orðið stórir.
Ekki er vel hægt að átta sig
allan fyrri hálfleik án þess þó sem fyrr segir erfiður og ójafn„
að skora, en þeir léku móti Áhorfendur um eitt þúsund.
Dómari Guðbjörn Jónsson og
dæmdi vel að vanda.
J. B.
Allt á sama stað
GABRÍELL -
höggdeyfar, hitastillar og Ioftnetsstangir.
Daglega nýjar vörur.
Egill Vilkjálmsson h.f.
Laugavegi 118, sími 22240.
Sögurit:
Landsyfirréttar- og
hæstaréttardómar.
„Landsyfirréttar- og hæsta-
réttardómar í íslenzkum málum
1802—1873“, 14. sögurit Sögu-
félagsins, er nýkomiS út. Þetta
er 8. bindi dómanna og nær yfir
árin 1857—1862, og hefir Ár-
mann Snævarr prófessor séð
um útgáfuna.
í formála segist prófessor
Ármann hafa hagað útgáfunni
með svipuðum hætti og hafður
hefir verið um hin fyrri bindin,
nema nú er greint við upphaf
dóms, hvar hæstaréttardóms í
því máli sé að leita í bindinu,
ef málinu hefir verið áfrýjað.
Stafsetningu á dómum hefir
hann breytt til samræmis við
nútímavenjur, en þó ekki sam-
ræmt stafsetningu á manna-
nöfnum.
Dómabindi þettá er eitt hið
vænsta, sem Sögufélágið hefir
gefið út, 414 blaðsíður, og eru
iandsyfirréttardómar 140; en
hæst aréttardómar .„20.
Tilboð óskast
í nokkrar fólksbifreiðir, strætisvagna, vörubifreiðir og.
pick upp bifreiðir er verða til sýnis í Rauðarárporti 26. þ.m.
kl. 1—3 síðd.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama
dag.
Eyðublöð fyrir tilboð verða afhent á útboðsstað.
Sölunefnd varnarliðseigna.
Leipskip óskast
Vita- og hafnarmálaskrifstofan óskar eftir að taka skip á
leigu næstu mánuði til að annast vöruflutninga vegna
vitanna og til annarrar þjónustu fyrir vita og hafnarmálin.
Tilboð óskast send vita- og hafnarmáiaskrifstofunni
fyrir næstu mánaðamót, þar sem tilgreint er nafn
skipsins, stærð þess og annað, sem máli skiptir.
Vita- og hafnarmálastjóri.
Verdol
Þvottalögur í vorhreingerningarnar.
Fæst í næstu verzlun.
Verdol-umboðið.
ölíusaian h.f.