Vísir


Vísir - 25.04.1960, Qupperneq 10

Vísir - 25.04.1960, Qupperneq 10
10 V f S I R Mánudaginn 25. apríl 1960 ffljarij íféurclel MILLI ★ ÁBTARSAGA 33. henni að hún mundi aldrei finna réttu dyrnar. Og þó að hún gerði það — jæja, það gat hún hugsaö betur um þegar hún kæmi inn. En nafnið hans stóð ekki þarna.... og ekki þarna heldur, og nú var þvínær helmingur hins dýrmæta tíma hennar liðinn. Svo kom hún auga á nafnið, á dyrunum sem fjarstar voru. Dr. N. Lanyon. Hiklaust en með skjálfandi hendi drap hún á dyr og þurrlega röddin, sem hún kannaðist vel við, sagði: Kom inn: Hún hafði alls ekki hugsað um hvað hún ætti að segja, heldur aðeins að ná til hans og tala við hann áður en hann hyrfi inn í skurðstofuna og yrði þar marga klukkutíma. Nú var hún þarna og hann sagði henni að koma inn. Hún gat .ekkert hugsað er hún opnaði dyrnar. Hann var.að skrifa eitthvað og virtist ekki taka eftir henni. — Aðeins augnablik, ungfrú Murphy, sagði hann loks, án þess að líta upp. Þarna stóð hún í öngum sínum. Hann hélt að þetta væri ritarinn. — Dr. Lanyon — sagði hún loksins varfærnislega. En þetta var ekki sá Layon sem hún þekkti og hafði treyst að mundi hjálpa sér. Það var ískaldi ókunni maðurinn, sem hafði setið við stýrið við hliðina á henni í marga klukkutíma án þess að mæla orð frá munni. — Hvað viljið þér hingað? spurði hann kuldalega. — Eg hélt að þér hefðuð vörð í einkadeildinni núna. Eg hef það, en — — Farið þér þá þangað undir eins, sagði hann og hélt áfram að skrifa. — Æ, nei, grátbændi Madeline, — fyrir alla muni hlustið þér á mig. Frú Sanders segir að eg hafi stolið demantsarmbandinu hennar og ekki ætlað að skila þvi, en orðið hrædd. Enginn getur staðfest skýringu mína á málinu nema þér einn. Eg sýndi yður armbandið, munið þér, og sagði yður hvernig.... — Ungfrú Gill — dr. Lanyon stóð upp frá skrifborðinu og yirjíist ógnandi þá stundina — eftir tíu mínútur á eg að skera mann, sem aðeins hefur einn möguleika mót þrem til að lifa uppskurðinn af. Hvernig dirfist þér að rekast hingað út af smá- vægilegum einkaáhyggjum yðar? Snautið þér á vörðinn undir eins og þakkið yöar sæla fyrir að eg kæri yður ekki. Hvernig í dauð- anum dettur yður í hug að eg fari að hjálpa yður úr bjálfalegri klípu, sem þér hafið álpast út í sjálfviljug? Hún hörfaði undan og skeldist er hún sá eldínn, sem brann í augum hans. — Eg.... eg. Afsakið þér, stamaði hún og fálmaði eftir hurðar- húninum bak við sig. — En þér hafið hjálpað mér fyrr, mulraði hún kjökrandi. — Þér hafiö hjálpað mér áður, og svo datt mér í hug.... fyrirgefið þér. Hún hafði tekið um húninn, en nú blind- aðist hún af tárunum í augunum. — Eg skal fara, — fyrirgefið þér, sagði hún í þriðja sinn — hún hafði opnað dyrnar og mundi hafa slagað út á ganginn ef rödd hans hefði ekki stöðvaö hana. — Biðið þér svolítið! Hún leit á hann, hálfrugluð. Það var rétt svo að hún sá hann. Hann stóð enn við borðiö, álútur og virtist hugsandi. Svo tók hann símann og valdi núrher. - — Ungfrú Arlingley, heyrði Madeline hann segja, — þetta er dr. Lanyon. Mér er sagt að einhverskonar uppistand hafi verið hjá frú Sanders út af demantsarmbandi — hvað segið þér? — Það skiptir engu máli, eg frétti það úr annari átt. En eg býst við að geta gefið skýringu á þessu öllu saman. Viljið þér fresta frekari aðgerðum þangað til eg hef talað við yður? Eg verð bundinn til klukkan eitt eða tvö en kem til yðar þegar eg losna. Getið þér það? Þakka. yður fyrir. Hann sleit sambandinu og sagði. án þess að líta á Madeline: — Farið þér nú.á vörðinn og valdið ekki meira uppnámi. — Ó, dr. Lanyon, — henni létti svo mikið að henni lá við að komast í æsing. Eg get ekki þakkað yður. Hún beit fast á vörina. — Þá skuluð þér sleppa því, sagði hann önugur. — Og farið þér ekki að gráta, heldur. Þaö fer í taugarnar á mér. Og munið að ekkert er sjúklingunum óhollara en rauðeygðar hjúkrunar- konur. Komist þér nú út. Madeline fór, en var svo máttfarin að hún fann varla til fót- anna. En ósjálfrátt komst hún inn í lyftuna og úr og inn í deild- ina sína. Hún leit ósjálfrátt á klukkuna, er hún kom upp á sína hæð, og varð hissa er hún sá að hún hafði verið 16 mínútur í burtu. — Er það betra núna? Ruth leit vingjarnlega til hennar, en áhyggjusvipur var á andlitinu. — Er það þetta óþokkamál hennar frú Sanders? Madeline kinkaði kolli. — En nú vona eg að það skýrist. — Það var gaman að heyra, sagði Ruth þurrlega. — Hún hefur svei mér verið erfið. Reyndu að taka þér það ekki nærri. Og nú gerði ungfrú Arlinley boð eftir Madeline. — Sannast að segja veit eg .ekki hvað eg á að halda um allt þetta, ungfrú Gill, sagði hún hálf ergileg, en róleg að vanda. En það var rétt í þessu verið að síma til mín — það var dr. Lanyon. Hann mun hafa frétt eitthvað um þetta. Mér er ráðgáta hvernig hann hefur frétt það. En hann biöur mig um að gera ekkerl frekar í málinu fyrr en hann hafi talað við mig. Hann ætlar að koma hingað þegar hann hefur lokið við uppskurðínn. — Já, einmitt, ungfrú Arlingley, sagði Madeline lágt. — Eg skil ekki hvernig hann heíur komist á snoðir um að nokkur uppsteyptur hafi orðið yfirleitt. — Nei, sagði Madeline loðmælt. En það fór titringur um hana og hún óskaði þess heitt, að ungfrú Arlingley kæmist aldrei að því hver stóð með öndina í hálsinum skammt frá dr Lanyon er hann símaði. Hver stund var lengi að líða Madeline vann st.rf sín eins og vél og reyndi að keppast við, til þess að rekja áhyggjurnar á flótta. Stundum þegar hlé varð á önnunum, minnti hún sjálfa sig á, að dr. Lanyon gat og ætlaði sér að ráða fram úr vandanum. Þó hann auðvitað gæti ekki sagt annað en að hún hefði sagt sér hvernig í öllu lá. En hún hafði sagt honum frá þessu áður en nokkur uppsteyptur varð. Og það hlaut að verða henni mikils- vert. Hún gerði ráð fyrir að armbandið væri komið á öruggan stað frú Sanders — núna; ungfrú Arlingley hafði eflaust séð um það. Dr. Lanyon átti að vitna, að Madehne hefði ekki ætlað sér að stela því. Af samtalinu við ungfrú Arlingley þóttist hún mega ráða að hann þættist viss um að geta hjálpað henni. Kæmist hún ósködduð úr þessari klípu var það enn dr. Lanyon, sem hún átti það að þakka. En — henni fannst einhvernveginn á sér að þau mundu ekki verða betri vinir fyrir það. Hún réð það af hryssingnum í honum, að það væri aðeins óskin um að leggja réttu máll lið, en alls ekki persónulegar tilfinningar hans í henn- ar garð, sem réð því að hann símaði. Hún gat ekkert nærst í matarhléinu, og þegar hún var komin á vörð aftur leit hún á klukkuna í hvert skipti sem hún gekk fram hjá henni og kveið fyrir að dr. Lanyon yrði ekki korninn þegar hún færi af verðinum. Það væri ófært ef málið yrði rætt og útkljáð án þess að hún væri viðstödd. KVÖLDVÖKUNNI fcsiks Si"= ^: s >'i ■ gi> amiwaM — — Heyrðu, Magda, það er af- skaplega kalt. Heldurðu ekki að það sé betra fyrir þig að láta eitthvað á brjóstið á þér. — Hafðu engar áhyggjur, |kelli mín. Eg hef dyft það þrisv- ar sinnum. Robert Lee hershöfðingi kom einu sinni að herlækni sem stóð fyrir framan spegil og dáðist innilega að sjálfum sér. — Læknir, sagði Lee. — Þér hljótið að vera hamingjusam- asti maður í heimi. — Hvers vegna haldið þér það? sagði læknirinn undrandi. — Af því að þér eruð skotinn í sjálfum yður og hafið engan keppinaut í öllum heiminum. R. Burroughs TARZAIM 324« Ngoto, brosti þegar hann skoðaði glingrið. Ben Aben [ er kjáni, en það er gaman að ‘THEN P-EEWAPS," SA.lf’ nEElKg WITH UklEXFECTEP’ EKAveev, ‘vou wiu_ ALUOW US TO GO OUK. WAV UNHAK.fAEP’—" gjöf hans. Jæja, sagði Pierre, sem allt í einu var nú orðinn hugrakkur. Kannske við fá- um þá að fara ferða okkar í friði. Tarzan gæti þá ef til vill sent vingjarnleg orð með Aröbunum til höfðingja þeirra? Ngoto kinkaði kolli. Verði svo, sagði hann. Victor Hugo fékk 30 stpd. fyrir fyrstu bókina sína. Til þess að sanna hollustu sína við kærustu sína Adele, fór hann inn í búð í Parísarborg og keypti fyrir 30 stpd. kasmirsjal til þess að leggja á fagrar herðar henn- ar. * Lítill, mildur maður leitaði til réttvísinnar til þess að fá vernd fyrir konunni sinni, sem -war stór, beinaber og herská og yfirleitt skaðleg kona. „Við skulum byrja á byrjun- inni,“ sagði dómarinn. „Hvar jhitturðu fyrst þessa konu, sem jhefir reynst þér svona illa?“ I Það fór hrollur um litla mann- inn og hann leit í kringum sig, (en aldrei á konu sína þegar hann svaraði: „Eg hefi eiginlega aldrei hitt hana. Hún bara klófesti mig.“ ★ Forseti læknafélagsins amer- iska, sem nýlega er vikinn úr því sæti, sagði í kveðjuræðu sinni, að eftir 10 til 20 ár myndi 100 ára gamlir menn ekki tald- ir sjaldgæfir í Bandarikjunum, svo myndi meðalaldur manna fara vaxandi. En hann gerði ráð fyrir, að á móti hverjum 2 hundrað ára gömlum yrði 5 hundrað ára konur. ★ Fernandel segir frá þessu sem gott dæmi um .... Marseillebúa: Marius hittir Olive. „Eg kem beint frá Róm. Páfinn tók á móti mér. Hann var hrifinn af því að sjá mig. Hann faðmaði mig og kyssti mig.“ „Eg veit það. Eg veit það,“ sagði Olive. „Hans heilagleiki hefir sagt mér frá því öllu í bréfi.“ Flugstjórar — Framh. af 3. síðu. hefir félag vort borið sig eftir aðild að nefnd þessari, og er nú ■. til þóknanlegrar athugunar hjá því opinbera erindi er þetta varðar. Þess er loks skylt að - geta, að Félag ísl. atvinnuflug- ■ manna hefir jafnan notið góðr- ar fyrirgreiðslu og aðstoðar ís- lenzkra og erlendra flugfélaga við ferðir fulltrúa á hin árlegu þing.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.