Vísir - 28.04.1960, Page 1
50. árg.
Fimmtudaginn 28. apríl 1960
93. tbl.
Brezkir útgeríiarnienn
ræila um flotaverðid í dao
íjíklegt ttð þeir tkkveði
að i&iðia ttwig Ettttttt.
Tímabil nautaatanna á Spáni er fyrir nokkru hafið, og sýnir
myndin, að liættur eru miklar samfara bessari „íþrótt“. Þarna
fór næstum illa fyrir nautabananum Victoriano R. Valencia.
Þótt illa líti út, slapp Valencia ómeiddur, en boli var drepinn
eins og venjulega.
Aflast mikið á hand-
færi við Austfirði.
Færafiskur frá Hvítingum að
Langanesi.
Frá fréttaritara Vísis.
Homafirði í morgun.
Mikill afli hefur fengizt á
handfæri úti fyrir Austfjörðum
að undanförnu. Virðist sem all-
sterk fiskiganga sé á svæðinu
frá Hvítingu*n að Langanesi,
en það eru eingöngu handfæra-
Filippseyjar unnu.
Einkaskeyti til Vísis.
Torino í gær
f sjöttu umferð fór verr fyrir
íslandi en stundum áður.
Þá sigruðu Filippseyingar ís-
lenzku sveitina með 43 stigum
gegn 27, en önnur úrslit í um-
ferðinni voru þau, að Austur-
í'íki gerði jafntefH við Arabíska
sambandslýðveldið, England
vann Sviss, Kanada Finnland
og Bandaríkin unnu Brazilíu.
bátar sem verið hafa að veiðum
á því svæði.
Nokkrir Austfjarðabátar
lögðu net sín við Hvítinga og
fengu þar dágóðan afla, en þar
geta þe,ir ekki verið með netin
nema þegar veður er stillt og
lítill straumur.
Hornafjarðarbátar hafa afl-
að lítið í net að undanförnu.
Einn bátur, Svanur, hefur farið
tvo róðra með línu og fengið 4
lestir í lögn. Gissur hvíti er í
fyrsta róðri með línu í dag.
Tíðarfar hefur verið milt,
jörð tekin að gróa og vorannir
byrjaðar. — Hornafjarðarfljót
verður brúað í sumar. Vinna
við brúarbygginguna fer senn
að hefjast. Er ráðgert að Ijúka
brúarsmíðinni að mestu í sum-
ar ef kostur er. Verður þá ak-
fært að Jökulsá á Breiðamerk-
ursandi.
í dag verður haldinn í
Grimsby fundur til þess að
ræða viðhorfin eftir Genfar-
ráðstefnuna. Búist er við, að á
þeim fundi mur.i verða borin
fram krafa um herskipavernd
handa brezkum togurum innan
12 mílna markanna liér við
land.
Sagt er, að mikill urgur sé í
yfirmönnum og togurum, eink-
um skipstjórum og stýrimönn-
um, sem títt hafa látið alldrýg-
indalega, en reyndin verið sú,
að þeir hafa hlýtt fyrirskipun-
um frá æðri stöðum.
Það er fullyrt eftir góðum
heimildum, að í Grimsby og
Hull vilji útgerðarmenn, og
yfirmenn á togurum herskipa-
vernd, þrátt fyrir það að tog-
aramenn hafa mjög kvartað
yfir verða að stunda fiskveiðar
við slík skilyrði. Þó telja margir
að herskipaverndin hafi ekki
truflað veiðarnar eins fyrir
Vesturlandi sem annarsstaðar.
Fimm dæmdir til Bífláts
fyrir eiturbyrlun.
ISlundnðu vélarofiíu í matarolíu.
í Marokko liafa 5 menn af
24, er sakaðir voru um að hafa
blandað vélarolíu í matarolíu,
með þeim afleiðingiun, að marg-
ir menn biðu bana en þúsundir
veiktust, verið dæmdir til líf-
láts.
Hinir voru dæmdir í ævi-
langt fangelsi. Þeir færðu fram
sér til varnar, að þeim hefði
'verið sagt, að það hefði engar
skaðlegar afleiðingar þótt vélar-
olíunni væri blandað í matar-
olíuna.
Veitt var mikil alþjóðahjálp
til að lina þjáningar og reyna
að lækna þá sem veiktust.
Læknar og hjúkrunarkonur
fóru í því skyni til Marokko
frá mörgum löndum.
Um afstöðu brezku stjórnar-
innar er ekki kunnugt, nema að
vitað er, að álits og kostnaðar
vegna, vill hún án vafa kom-
ast hjá því, að þurfa að senda
herskipin hingað aftur, hvað
sem ofan á verður. Sennilega
fer liún þó varlega og virðist
sem stendur vera að þreifa
fyrir sér um leið til þess að
koma af stað samningaumleit-
unum milli íslands og Bret-
lands, og hefur það komið fram
hjá Hare, og eins í fréttaauka-
erindi, sem flutt var í brezka
útvarpið, en þar var vikið að
því, að ef ekki næðist sam-
komulag gæti komið til hættu-
legra árekstra, o. m. a. sagt, að
„togaramenn væru ekki beztu
diplomatarnir".
Selwyn Lloyd utanríkisráð-
herra Bretíands er nýfarinn til
Teheran í Iran, á CENTO-ráð-
stefnu, en þar næst fer hann á
fund utanríkisráðherra NATO í
Istanbul í næstu viku, og þar
verður einnig Guðmundur I.
Guðmundsson utanríkisráð-
herra íslands, og hafa komið
fram tilgátur um það, á Eng-
landi, að þeir muni ræða ó-
formlega um málið.
Það kemur og fram í fregn-
um frá Bretlandi, eftir að
kunugt varð um úrslitin í Genf,
að brezkir togaraskipstjórar á
sjó bíða aðeins fyrirskipana. —
Þeir vita, að góður afli er á Is-
landsmiðum og blóðlangar að
fá tækifæri til að spreyta sig
við þann gula.
Harður
áreksfur.
Harður árekstur varð í morg-
un á mótum Löngulilíðar og
Miklubrautar. Lentu saman
tveir 4-manna bílar.
Bifreiðin R-8789 kom suður
Lönguhlíð en Ö-352 austur
Miklubraut. Kveðst ökumaður
Reykjavíkurbílsins ekki hafa
séð bíl á Miklubraut.inni og ek-
ur hiklaust áfram. Ekki er vit-
að um ferð bílanna, en árekst-
urinn varð harður og skemmd-
ir miklar. Miðaldra kona, sem
var farþegi í R-8789 hentist úr
bifreiðinni, en mun til allrar
hamingju ekki hafa meiðzt mik-
ið. Ekkert slys varð á öku-
mönnum. Aði'ir voru ekki í bíl-
unum. Vitni voru engin. —
Bremsuför sáust ekki.
Stapafell með
1200 lestir.
Frá fréttaritara Vísis.
Ólafsvík í morgun.
M.b. Stapafell er búið að afla.
1200 lestir á þessari vertíð. Enn
skortir nokkuð á, eða um 150
lestir að aflamet Gullborgar frá
Vestmannaeyjum sé fallið.
Samt eru góðar horfur á að
Stapafell nái metinu því enn er
hálfur mánuður til vertíðarloka
og oft er hér sæmilegur afli í
byrjun maí. í fyrra hættu bátar
að róa um 20. maí og komu þeir
með frá 10 til 17 lestir úr síð-
asta róðri. Gæftir bafa verið fá-
dæma góðar. Það hafa varla
komið fleiri en 6 landlegudagar
alla vertíðina og slíkt mun eins-
dæmi.
Fundu lík Axels undir
Hwanndalsbjargi.
Ófært undir bjarginu í nærri viku.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
Neðri myndin tr af „leigubíl-
um'1 beim, sem algengastir
voru í Karachi og víðar í Paki-
stan þar til í þessum rnánuði,
er bann gegn notkun slíkra
vagna gekk í gildi. Var það
gert, af þvs að menn drápu sig
á erfiðinu við að flytja sam-
borgara sína með þessum
hætti. — Efri myndin sýnir
hvernig menn „parkera" þar
©ystra. (UPI).
í gær fóru Ólafsfirðingar í
þriðju leit sína að Axel Péturs-
syni, sem hvarf með trillubát
sínum föstudagskvöld s.l. Fóru
leitarmenn undir Hvannadala-
bjarg og þar í fjörunni fundu
þeir lík Axels Péturssonar og
hluta af báti hans, síðdegis í
gær.
Fyrr hafa ekki verið tök á
að ganga undir bjargið. Sjór
hefur verið þungur og mikið
brim. Þar er mjög stórgrýtt og
hættulegt að ganga undir bjarg
inu vegna grjóthruns. Urðu leit
armenn að bera líkið langan
veg inn í Sýrudalsvog, þar sem
þeir höfðu lent báti sínum.
Ghana Býðveldi
1. júlí.
Þjóðaratkvæðinu í Ghana
lauk í gær.
Verði lýðveldið samþykkt
sem líkur benda til verður
Ghana lýðveldi 1. júlí n. k.