Vísir - 29.04.1960, Blaðsíða 12

Vísir - 29.04.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni lieim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Föstudaginn 29. apríl 1960 Sinfóníutónfeikar í kvöld. í kvöld verða 5. afmælistón- leikar Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Þjóðleikhúsinu, undir stjórn tékkneska tónlistardokt- orsins Václav Smetácek. Á þessum tónleikum verða flutt þrjú tékknesk tónverk og eitt íslenzkt. Fyrst forleikur að gamanleik eftir Jindrich Held, þá Intrada og Kanzona eftir Hallgrím Helgason( sem höf- undur hefur stjórnað flutningi á í Kaupmannahöfn áður og verður flutt á næstu norrænu tónlistarhátíðinni). Síðan verða leiknir dansar frá Mæri eftir Leos Janácek og loks sinfónía nr. 9 í c-moll („Frá nýja heim- inum“) eftir Antonin Dvorák. Ekkert þessarra verka hefur verið flutt hér áður nema hið síðastnefnda. Flestir með 10-18 tonn. Frá fréttaritara Vísis. i ísafirði í morgun. Frá áramótum hefur stöðugt vantað verkafólk á Patreks- firði. Hafa margir komið þang- að af Barðaströnd til vinnu, en cftirspurninni er aldrci full- nægt. Gylfi kom í gær til Patreks- fjarðar með 300 lestir af karfa af Fylkismiðum og er það myndarleg viðbót við afla neta- bátanna sem enn fiska mikið. Nú hafa trillubátar bæzt í flot- ann og þegar þeir afla vel er það drjúg viðbót sem þeir leggja á land daglega. Apríl hefur verið einstakur gæftamánuður hjá ísafjarða- bátum, en afli hefur verið treg- ur nema hjá netabátum. Hand- færaveiðar í djúpi hafa gengið erfiðlega. ★ Nýlega var handtekinn í Frakklandi kunnur rithöf- undur og miltið lesinn, — Georges Arnaud. Myndin er af þriggja brepa eldflaug Thor-Able, sem flutti Tiros I. í trjónu sinni út í geiminn, og var myndin tekin er eldflauginni var skotið í loft upp frá tilraunastöðinni á Cana- veralhöfða á Floridaskaga. Tiros I. er eins og kunnugt er gervi- hnöttur með ýmiskonar tækjum til veðurfræðilegra athugana. Honum var skotið í loft upp 1. april. Gervihnötturinn vó 117.6 kg. Hann fer á 99 mín og 15 sek kringum jörðu og mun haldast á lofti í 3 mánuði, að því er menn vona. Gera menn sér miklar vonir um árangurinn af þessari tilraun. Kiljan les úr nýju sögunni. Söguhetjan í „Paradisar- heimt66 er Eilríkur á Brúnuvn. Kaupmannahöfn í gær. Halldór Kiljan Laxness hefir lesið upp úr nýju skáldsögunni „Paradísarheimt“, og leynir það sér ekki, að fyrirmynd söguhetjunnar er sjálfur Eirík- ur á Brúnum. Það var á fundi í Félagi ís- lenzkra stúdenta hér, sem Hall- dór las úr sinni nýju skáldsögu, sem ekki er enn komin út. Það er ekki að ófyrirsynju, að ís- lenzkir stúdentar hér hafa gert skáldið að heiðursfélaga sínum, því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann lætur þá sitja fyrir að heyra úr nýju skáld- verki, og' að þessu sinni las New York hyllir de Gaulle. í 1000 mánna hófi minntist hann hefö- bundinnar fransk-bandarískrar viháttu. hann í tvær klukkustundir úr hinni nýju sögu sinni. Kaflarnir, sem Kiljan las, gerast annar á þjóðhátíðinni á Þingvöllum 1874, þegar bónd- inn vildi ekki selja prinsinum 1 bezta gæðinginn sinn, heldur gaf honum hann, og síðan kafl- ann frá endui'fundum þeirra, bóndans og hestsins í kóngsins Kaupinhafn. Þess þarf varla að geta, að húsfyllir var á þessum fundi stúdentafélagsins og gleymdu áheyrendur stað og stund með- an á upplestrinum stóð. Alvarlegt slys í hófi miklu, sem de Gaulle Frakklandsforseta var haldið í New York gerði hann að um- falsefni hina hefðbundnu vin- áítu Bandaríkjamanna og Frakka, sem hann kvað aldrei hafa vcrið mikilvægari en nú, cr Frakkar tæki á sig aukna ábyrgð í meðferð heimsmála. „Eins og á hinum dimmu dögum heimsstyrjaldarinnar síðari er vinátta Bandaríkjanna oss hjálp og styrkur. Vinátta slík sem yðar er einkum mikil- yæg Frakklandi.“ Ríkisstjóri New York-fylkis mælti fyrir minni Frakklands og forsetans og mælti á franska tungu, en Eisenhower sendi skeyti og minntist samstarfs og vináttu við De Gulle og bað menn drekka minni hans. Veizlan var haldin í Waldorf Astoria-gistihúsi skömmu eftir að yfir milljón New York-búa höfðu hyllt forsetann við kom- una til borgarinnar. Um 1000 manns, helztu menn og konur New York-borgar, sátu hófið. í nótt. Alvarlegt slys varð í nótt á mótum Reykjanesbrautar og Sléttuvegar. Fíat-bifreið frá Hafnarfirði var ekið með miklum krafti á ljósastaur og slasaðist Öku- maður, sem var einn í bifreið- inni mikið, bæði á höfði og fæti. Var hann fluttur meðvit- undarlaus á Slysavarðstofuna. Bifreiðin er mikið skemmd. Grunur leikur á að ökumaður hafi verið undir áhrifum á- fengis. Skýrsla um nánari atvik lá ekki fyrir þegar blaðið fór í pressuna. Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Tvö brezk herskip „til að- stoðar" brezkum togurum. Togaraesgendur varabir við að senda tog arana inn fyrir 12 mílna mörkin — - meðan beðíð er lokaákvörðunar ríkis- stjórnarinnar. Sir John Hare, sjávarútvegs- málaráðherra Bretlands, sem var aðalfulltúi þéss á sjóréttar- ráöstefnunni í Genf, lýsti yfir eftirfarandi á þingi í gœr: Brezk herskip munu áfram verða brezkum togurum við ísland til aðstoðar, en verða við störf sín utan 12 mílna markanna, eins og sakir standa. Kvað hann svo að orði, að ákveðið hefði verið, að herskip- in væri utan 12 mílna mark- anna, til þess að sýna sáttfýsi Breta og vilja til samkomulags- umleitana um deiluna. Síðar var tilkynnt af brezka flotamálaráðuneytinu, að tvö brezk herskip væru nú við ís- land, tundurspillir og snekkja (freigáta). í greinargerð sinni til þings- ins um störf sjóréttarráðstefn- unnar sagði Hare, að Bretar hefðu boðið íslandi upp á hag- stæðari samninga en fólust í hinni sameiginlegu tillögu Bandaríkjanna og Kanada, sem eitt atkvæði skorti á, að nægi löglegri samþykkt. Hann lýsti yfir, að Bretland væri fúst til samninga, en gæti ekki aðhyllzt einhliða aðgerðir. Spurt var um hvað gerast myndi, ef brezkir togarar færu inn fyrir 12 mílna mörkin og væru teknir, og var því svarað, að það yrði yfirmenn herskip- anna að ákveða hverju sinni, en ef brezk fiskiskip yrðu fyrir árás „íslenzkra fallbyssna“ yrði að sjálfsögðu farið inn fyrir. Er af þessu augljóst, að yfirmenn herskipanna hafa sín fyrirmæli um hvað gera skuli, ef varðskip reynir að taka brezkan togara innan 12 mílnanna. Brezkir togaraeigendur birtu yfirlýsingu í gærkvöldi, að lokn- um fundi sínum, þar sem bent er á að áltvörðunin um að kalla ! burt togarana af íslandsmiðum hafi verið bindandi aðeins með- an Gefnarráðstefnan stóð, en vegna óvissunnar meðan ekki er vitað um endanlega afstöðu stjórnarinnar, eru togaraeigend- ur varaðir við að senda togara sína inn fyrir 12 mílna mörkin, eins og sakir standa, en stjórn sambandsins hefur beðið um. fund með ríkisstjórninni þegar í stað. Formaður Félags yfirmanna á togurum lét drýgindalega í gær, og kvað ekkert unnt að gera fyrr en stjórnin hefði tek- ið endanlega afstöðu, — sem væntanlega yrði tekin strax — svo að ekki komi til leiðinda, er togaralandanir íslendinga í Grimsby byrja í næstu viku. í skeyti frá fréttaritara Vísis í Khöfn segir ennfremur, að á Norðurlöndum óttist menn, að „brezk-íslenzk fiskveiðistyr j öld“ hefjist á ný, og sumir óttast, að stefnt sé í þá átt, að málin komizt í algert óefni. Þá segir í skeytinu, að Denpis Welch fyrrnefndur, hafi sagt, að enskar fiskveiðar verði nú á nýjan leik að eiga sér stað án verndar flotans, og bætti við: Nú ber að taka til alvarlegr- ar íhuganir allar landanir er- lendra fiskiskipa í brezkum höfnum. Átti Dennis Welch hér auð- sæilega við togaralandanir ís- lendinga. Þeir aeyja enn. Á þessu ári hafa 12 menn lát- izt í Hiroshima af völdum geilsunar, sem rakin er til atomsprengjunnar, sem varpað var á Hiroshima 1945. Síðasta fórnarlambið var 47 ára gömul kona, sem lézt nýlega á spítala í Tokio. Vegir enn akfærir frá Akureyri í Möðrudal. Enn er ís á Mývatni. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. í vetur hefur verið óvenju snjólétt á hálendi norðaustur- Iands. Úrkoma hefur verið með minnsta móti í vor. Vegir eru færir frá Akureyri austur í Möðrudal á fjöllum, en Möðru- dalsfjallgarður er ófær enn. Einu vegirnir sem lokaðir eru enn eru Öxnadalsheiði og Hólssandur niður í Axafjörð. Gróðurlaust er enn á öllu Norð- ur og Norðausturlandi. — Á Grímsstöðum á Fjöllum er búið að sleppa fé, en sauðburður hefst þar í miðjum maí. fs er enn á Mývatni. Bændur stunda dorgveiði við ísröndina og hafa veitt vel undanfarið. Fyrsti erlendi gesturinn í sum- ar gisti á hótelinu í Reykjahlið um síðustu helgi. í sumar er von á miklum fjölda innlendra og erlendra gesta. Verða hótel- in opnuð gestum um næstu helgi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.