Vísir - 29.04.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 29.04.1960, Blaðsíða 7
Föstudaginn 29. apríl 1960 7 V ÍS I R Réðst á teípu — EagSur á Klepp — brauzt út — náSist fíjétEega. í fyrra vor náði Sveinn Einarsson frá Miðdal y rðlingi, er hann gaf líf. Yrðlingurinn gerðist spakur og lék sér í túni. Þegar hann varð full /azta varð honum tíðförult frá bænum og varð því að drepa hann. Myndin er af Valgerði Sveinsdóttur rneð yrðlinginn. — VorherferS gegn refum og iiiii Bitwarsits* gerði usða á saaiðfé i haust o-s vetur. Tíðiadamaður frá Vísi hitti »á í vikunni Svein Einarsson veiðistjóra, sem nú mun vera farinn Vestur á Snæfells- nes í eitt ferðalagið til und- irbúnings hinni árlegu vorher- ferð gegn refum og minkum •g spurði hann tíðinda frá vetrinum og undirbúningi að vorsókninni. „Það er engin stórtíðindi að segja eftir veturinn,“ sagði Sveinn, „veðurfar var óhag- stætt í vetur til að rekja refa- slóðir, þar sem svo snjólétt var i byggðum og allt til jökla, að fá dæmi munu slíks. • V. -“•’SBfi' Alautt á Arnarvatnsheiði. „Eg fór til dæmis inn á Arnarvatnsheiði og var alautt á heiðinni. Þetta var í byrjun marz. Fór eg með Kristleifi Þorsteinssyni á Húsafelli og fórum á draga, sem gekk á beltum. Fórum við einkum um vesturhluta heiðarinnar og urðum varir bæði við refi og minka, þar sem opið er í vötn, þar sem ár renna úr þeim.1 Vötnin voru ísi lögð og var á þeim 70 sm. þykkur ís. Unnum við tvo minka, annan í boga- gildru, hinn í net, sem við lögð- um við ísskör, þar sem rennur úr vatni, og var líka bleikja í netinu. Minkarnir munu ann-! ars fara niður með ánni, er, kemur fram á haust, en stöku' dýr eru á heiðinni allan vetur- inn, einkum þegar vetur er | mildur. Eg fór á heiíina vetur- inn 1958 og varð útkoman svipuð þá og við Arnarvatn Refir skæðir í haustbylnum. I nóvemberbylnum í haust gerði refur óvenjumikinn usla í sauðfé t. d. á Reykjanesskaga, uppsveitunum austanfjalls og uppsveitum 'Borgarfjarðar og víðar. Á Húsafelli og í Kalmans- tungu voru þá margar kihdur bitnar og við og við fundust þar bitnar kindur fram eftir vetri. Vann á finim refum. Eg útvegaði skyttu til að fara á þessa bæi til að vinna á bit- vargi, ungan mann, Gísla Krist- jánsson frá Reyðarfirði. Kom hann þar fyrir rúmlega þrem vikum og vann hann á fimm refum, skaut fjóra með riffli og einn með haglabysu. Eitrað var í haust á þessum slóðum og hafa fundizt fimm dýr dauð. Grímstungufeðgar. Þá hefi eg frétt, að Gríms- tungufeðgar (í Vatnsdal) í vatnssýslu, hafi unnið á 10—20 dýrum í vetur, en hefi ekki enn nákvæmar upplýsingar um það. — Á Norðurlandi og Norðaust- urlandi og víðar eru vetrarveið- ar talsvert stundaðar. Baráttan við minkinn. Menn eru að komast betur og betur að þvi, hvernig mink- urinn hagar sér, og kemur þaþ að miklum notum í baráttunni gegn honum. Og þar sem menn eru farnir að venjast veiðun- um verður betur og betur á- gengt. Þess má líka geta að ýmsir, t. d. hér í Reykjavík, stunda minkaveiðar í tómstundum, bæði sem sport og í hagnaðar- von, og skipulagt veiðiferðir í samráði við mig. Hefir árang- urinn orðið góður. Lögreglu- maður hér í Reykjavík hefir t. d, verið með í að drepa 38 minka í vetur. Er orðið lítið um mink í nærsveitum Reykja- víkur miðað við það sem var er mest var. Vorherferðin. 5000 greni. Skipulagning árlegrar vor- herferðar til að eyða refum og minkum er nú í undirbúningi, en hún hefst um mánaðamótin maí—júní. Um allt land taka hundruð manna þátt í henni að meira eða minna leyti. Eg^hefi talið saman öll göm- ul greni, sem vitað er um, frá sjó til jökla og telst mér, að þau séu upp undir 5000, og verður leitað í öllum — og leitað að nýjum. Nokkrum erfiðleikum er bundið að fá næga menn. Mikil stoð í veiðihundum. Eg tel mikla stoð i að hafa góða veiðihunda til þess að leita uppi greni. Bæði flýtir það fyr- ir og mundi draga til muna úr kostnaði. Carlsen minkabani sér um uppeldi veiðihunda nú sem fyrr. af sínum alkunna á- huga og dugnaði og hefir að jafnaoi 20—30 hunda í upp- eldi og þjálfun.“ Brjálaður maður réðist fyrir nokkrum dögum á litla telpu inni við Sundlaugar, sparkaði í hana, hótaði að drepa hana, brá ;hníf og skar stóran lokk úr hári hennar. Er ekki Ijóst hvort hann ætlaði sér að fram- kvæma hina alvarlegu hótun sína. Nánari atvik eru þessi: Hann mun hafa komið í Sundlaug- arnar fyrir hádegi þennan dag. Hagaði hann sér þá meira en lítið undarlega. Gripu laugar- verðir manninn þar sem hann ætlaði án sundskýlu út í laug- ina. Síðar um daginn er hann á gangi nálægt laugunum. Var lítill drengur að leika sér með hvellbyssu og lét hátt í henni. Maðurinn ærðist þá og hrópaði: Ef þið ætlið að drepa mig þá drep eg ykkur. Drengurinn lagði á flótta, en maðurinn elti. Lítil telpa sá þetta og sagði eitthvað á þá leið, að hann væri svo þungur á sér að hann mundi ;ekki ná drengnum. Vatt þá mað- urinn sér að telpunni greip hana og hótaði að drepa hana. Mundaði hann íboginn dúk- skurðarhníf og gerði sig líkleg- an til að beita honum. Hánn varpaði telpunni til jarðar, sparkaði í hana og barði og sneið lokk úr hári hennar. Nærstaddir heyrðu hróp barnanna og skelfingaróp og hlupu tli. Viggo Maack skipa- verkfræðingur mun fyrstur hafa komið að árásarmanninum. Lagði hann á flótta þegar hánn sá Viggo koma og hófst elting- arleikur, sem barst inn í húsa- kynni Sundlauganna. Þar var maðurinn tekinn en lögreglan kom stuttu síðar og flutti í Kleppsspítalann. Þar var hann settur undir læknishendur. í fyrradag braust jhann svo út úr sjúkrahúsinu jum glugga á herbergi sínu, en jnáðist svo til strax aftur. Ekki jmun hafa þurft að leita til lög- reglunnar. Árásarmaðurinn hefur áður |Verið undir læknishendi á Kleppi, en var þá útskrifaður j fyrir alllöngu þegar ofangreind- ir atburðdr gerðust. Bráðabirgðastjórn að taka við í Suður-Kóreu. Þiiggkusnin^ar efiir !5 BiiiiiiHflli. Syngmán Rliee fyrrverandi Rhee og Chung bráðabirgða- forseti Suður-Kóreu er nú forseti ræddu við ambassador seztur að á heimili sínu í út- Bandaiúkjanna í gær. jaðri borgarinnar. Hann ætlaði að ganga þang- að „í auðmýkt“, en það þótti óráðlegt og var honum og fjöl- skyldu hans ekið þangað í skot- Fyrrverandi innanríkisráð- herra Suður-Kóreu hefur verið handtekinn og mun verða sak- aður um ýms embættisafglöp. Leitað er ýmissa manna, sem heldri bifreið. Við gatnahlið nú fara huldu höfðu. húss hans hylti hann hópur manna. 977 Eestsr þrátt íyrir töf. Frá fréttaritara Vísis. — Isafirði í gær. Slysavarnarsveitin Unnur a Patreksfirði liefir ’-.aft for- göngu um leiksýningar bar og sýnir nú Syndlausa svallarann í þýðingu Júlíusar Daníelsson- ar. I Leiksýningum þessum hefir verið vel tekið og ágætlega sóttar. Formaður Unnar er Þórunn Sigurðardóttir, sím- stöðvarstjóri. Vélbátarnir frá Patreksfirði , hafa aflað. ágætlega undánfar- . ið. Sæborg hefir aflað frá ára- mótum 977 lestir og tafðist þó viku vegna grunnsiglingar við Látrabjarg. I Þetta er vandræðabarnið í í Auslur-Asíu, Syngman karlinn j Rhee, sem allt er að verða vit- | laust út af í Kóreu. Chou féES frá Everest- kröfu. Chou En-lai forsætisráðherra Kina hefir fallið frá kröfunni um Mt. Evrest- tind og telur aðeins þörf lagfæringa á landa- niærum Nepals og Kína. Verði þessar lagfæringar gerðar eftir höfði Chou verður nokkur hluti fjallsins kínverskt land, en ekki tindurinn sjálfur. Chou sagði í gær, að sér hefði orðið miður um þau ummæli Nehrus á þingi, eftir að hann (Chou) fór frá Dehli, þar sem hann sakaði Kína um ofbeldi í garð Indlands. Búið er að skipa í en:br:tti flesti a þeirra tólf ráðherra, sem eiga að verða Chung bráða- birgðaforséta til aðstoðar. Gert er ráð fyrir kosningum eftir 3 mánuði. Þeir hefndu ófaranna. Kjartan varðstjóri á slökkvi- stöðinni sagði blaðinu, þegar hann var spurður frétta í morgun, að tveir íslenzku svan- anna liefðu komið á tjörnina í morgun. Sjónarvottur sá að þýzki svanurinn rýðist þegar móti gestunum, en í þetta sinn varð hann að láta í minni pokann eftir einmana baráttu við tvo hatursfulla grimmdarseggi. Að fram kominn flúði hann upp úr tjörninni á bakkann, mæddur og særður, en óvinirn- ir eignuðu sér tjörnina. Ulanova, balletdansmæriu fræga, er komin á 4000 rúblna eftirlaun á mánuði, enda fimmtug orðin, en dans ar samt enn „cins og engill“. Og hún er ekki hætt. Tals- maður Bólshoi-ballettsins segir, að liún eigi að fá 2000 —2500 rúblur í hvert skipti, sem hún dansar eftirleiðis. Áður var hún á föstum 6000 rúblna mánaðarlaunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.