Vísir - 09.05.1960, Blaðsíða 9

Vísir - 09.05.1960, Blaðsíða 9
Mánudaginn 9. maí i960 V í S I R $ Aðelíimdur Flugfélags ís- lands h.f. fyrir 1059. Hekstur irciliilandafllugs gekk mfög ve!, m Rokknr halSi á rekstri ipanfaíidsffugs. Aðalfundm- Flugfélags ís- Katalínabátsins. Rekstur hans lands h.f. fyrir árið 1959 var haldinn 6. maí í Kaupþings- salnum í Reykjavík. Formað- ur félagsstjórnar, Guðmundur kostaði kr. 5555.00 pr. flug- stund en tekjur pr. flugstund námu kr. 3586.00. Lætur nærri að hleðslunýting ílugbátsins Vilhjálmsson, setti fundinn og hefði átt að vera 96 % í hverri stjórnaði honum. Fundarritari var Jakob Frí- mannsson. Forstjóri féiagsins, Örn Ó. Johnson, flutti skýrslu um rekstur félagsins á árinu og skýrði efnahags- og reksturs reikninga. Innanlandsflug. Farþegar innanlands voru 51.195 árið 1959 og er það 8% minna en árið áður. Fækkunin var aðallega á flugleiðum til Vestfjarða og Siglufjarðar. Flugsamgöngum þangað var haldið uppi með Katalínaflug- vél. Nokkrar tafir urðu á flug- inu þangað vegna viðhalds og' skoðana. ferð til þess að rekstur hans bæri sig. Heildarhleðslunýting í inn- anlandsflugi árið 1959 var 56 % allt árið. MiIIilandaflug. Rekstur millilandaflugsins gekk mjög vel árið 1959. Alls voru 29.495 farþegar fluttir milli landa og er það 22 % aukning frá fyrra ári. Flugvél- ar félagsins héldu uppi áætí- unarflugi til sömu staða og áð- ur þ. e. Glasgow. Kaupmanna- hafnar, Oslóar, Hamborgar og London. Fjölfarnasta leið fé- lagsins milli landa er Reykjavík —Kaupmannahöín með 11.249 farþega. Milli Glasgow og Fjölfarnasta flugleið innan- Kaupmannahafnar flugu 3.608 lands var sem fyrr milli farþegar með „Föxunum“ og Reykjavikur og Akureyrar, er það 80 % aukning frá ár- 15.064 farþegar. Önnur að far- ’ inu áður. félagsins þegafjölda varð flugleiðin milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja með 12.740 farþega. Þriðja var Reykjavík—Egilsstaðir með 6.325 farþega og milli Reykja- víkur og ísafjarðar flugu 4.850 farþegar. Vöruflutningar minnkuðu á árinu um 23 % miðað við árið áður. Fluttar voru 1.146 lestir af vörum. Póstflutningar numu 181 lest og jukust um 26 af hundraði. Heildartekjur innanlands- flugs námu 19.975 milj. króna en reksturskostnaður að með- töldum afskriftum kr 1.15 millj. varð 23.1 millj. og varð því halli á innanlandsfluginu 3 millj. og 125 þúsund kr. Það er athyglisvert að tveir þriðju •hlutar hallans eru tap á rekstri j Flugvélar félagsins fluttu á árinu 1959 251 lest af vörum milli landa. Aukning 8 %. Póstflutningar námu 55 lest- um og jukust um 17 %. Heild- arhleðslunýting millilanda- flugsins varð 63.3 % allt árið. Leiguflug Flugfélags íslands jókst verulega árið 1959 og voru farnar yfir 80 ferðir til Grænlands og annaðist Sky- masterflugvélin Sólfaxi megin- hluta þess. Brúttótekjur af millilanda- flugi námu 59 millj. króna og höfðu aukist um 33 c'c frá ár- inu áður. Fæksturskostnaður millilandaflugs að meðtöldum afskriftum, kr. 12.8 millj., nam hinsvegar 56.2 millj. króna og varð því nettóhagnaður á milli- landafluginu kr. 2.8 millj. Afkoma félagsins í heild ár- ið 1959 er því sú að heildar- tekjur félagsins námu 79 millj. króna en reksturskostnaður að meðtöldum afskriftum, kr. 13.9 millj., vai-ð 79 millj. 280 þúsund. Varð reksturshalli félagsins því kr. 280 þúsund. Stjórn félagsins var öll end- urkosin en hana skipa: Guð- mundur Vilhjálmsson, Bergur G. Gíslason, Jakob Frímannss., iBjörn Ólafsson og Richard Thors. Varamenn eru þeir Sig- tryggur Klemenzson og Jón Árnason og endurskoðendur Eggert P. Briem og Magnús Andrésson. Allmiklar umræður urðu á fundinum um rekstur yfir- standandi árs og framtíðarmög- uleika. Barátta við bruggara er lífshætta í S.-Afríku. LögregEan þar viH afnám vínbanns gagnvart svertingjum. RÝMINGARSALAN héldur áfram í næstu viku. Nýjar kvenkápur, stór og lítil númer. Einnig fermingarkápur með sérstöku tækifæris- verði, mjög ódýrar. Telpnakápur og telpnasumarkjólar fyrir allt að helmings afslætti. Kvenpiis, ódýr. Einnig drengja- peysur með cowboy og sputnik og fleiri myndum, seldar fvrir mjög lágt verð. Nælonslæður fyrir hálfvirði. Nýkomin sumarheilsárs kápuefni í mörgiTtn tízku litum. KÁPUSALAN LAUGAYEG 11 efstu hæð, gengið upp 2 stiga. — Sími 15982. Það þykja mikil tíðindi, að lögreglan í S.-Afríku hefir gert þá tillögu til stjórnar.valdanna, að leyft verði að selja svert- ingjum áfengi. Það eru nú 22 ár síðan bann var sett á að svertingjum í land- inu væri selt áfengi. Þeir voru taldir of óþroskaðir til þess, að þeim væri óhætt að neyta þess — en hinsvegar mega hvítir menn drekka frá sér vitið eftir kúnstarinnar reglum. En það er einmitt þetta á- fengisbann, sem gerir lögreglu S.-Afríku — í henni eru 18.000 menn — erfitt fyrir, því að svertingjar brugga af kappi og vilja drekka hvað sem það kost- ar. Það var í fyrra, er lögregla. gerði innrás í svertingja hverfið Cato Manor til að uppræta leynibrugg, að svertingjar snerust til varn- ar og drápu 9 lögreglumenn og misþyrmdu líkunum. Lögreglan telur sig hafa næg» um verkefnum að sinna, þótt ekki sé aukið á hætturnar sam- fara starfi þeirra með því að láta þá berjast við bruggara, því að nú er aldrei hægt að gera leit að bruggi, án þess að bryn- varðir bílar sé hafðir til örygg- is og nægja þó ekki til að koma í veg fyrir uppþot og árásir. Raunar er um undantekning- ar að ræða handa þeim svert- ingjum, sem hafa háar tekjur — t. d. fá 7000 svertingjar í Johannesarborg að kaupa á- fengi — en þeir mega kaupa. eina flösku af „sterku“ eða 12 flöskur af bjór á mánuði. Verölag helztu nauðsynja. Til þess að almenningur eigi auðveldara að fylgjast með yöruverði birtir skrifstofan eftirfarandi skrá yfir útsöluverð nokkurra vöi’utegunda í Reykjavík, eins og það reyndist vera 1. þ.m. Verðmunurinn, sem fram kemur á nokkrum tegundanna stafar af mismunandi innkaupsverði og/eða mismunandi teg- undum. Nánari upplýsingar um vöruverð eru gefnar á skrifstofunni eftir því sem tök eru á, og er fólk hvatt til þess að spyrjast fyrir, ef því þykir ástæða til. Upplýsingasími skrifstofunnar er 18336. Myndin er frá Niels Bohr stofnuninni við Blegdamsvej í Kaupmannahöfn. Einn af starfsmönn- um stofnunarinnar er hér að útskýra störf og ttæki fyrir stærðfræði- og eðlisfræðinemum iri • Hafnarháskóla. Matvörur og nýlenduvörur: J Lægst. Hæst. Kr. Kr. Rúgmjöl pr. kg S 3.20 4.40 Hveiti pr. kg r 5.15 5.20 1 Haframjöl pr. kg 1 i 4-05 6.15 Hrísgrjón pr. kg | 1 5.95 7.00 5 Kartöflumjöl pr. kg ! « 5.95 8.30 ' Te 100 gr. pk Kakaó V2 lbs. dós t 8.95 12.75 10.30 : 22.35 Suðusúkkulaði pr. kg j 100.00 118.40 i ÍÆolasykur pr. kg 6.30 6.35 Strásykur pr. kg 5.25 6.35 1 Púðursykur pr. kg 8.20 8.7C I Kandís pr. kg 10.70 15.35 ! Rúsínur, steinlausar pr. kg. .. 22.55 30.90 [ Sveskjur pr. kg 30.20 51.50 j Kaffi, br. og m. pr. kg 46.00 j Kaffibætir pr. kg 23.00 | Smjörlíki 13.40 Fiskbollur 1/1 dós 15.10 Þvottaefni, Rinsó 350 gr. plc. .. 9.95 13.90 | — Sparr 350 gr. pk 7.50 — Perla 350 gr. pk 7.80 — Geysir 250 gr. pk 4.90 Súpukjöt pr. kg 18.90 Léttsaltað kjöt pr. kg 21.50 Saltkjöt 19.83 Gæðasmjör I. fl 47.65 — II. fl 40.63 Heimasmjör 35.45 Egg, stimpluð pr. kg 43,25 Þorskur, nýr, hausaður pr. kg. 2,70 Ýsa, ný, hausuð pr. kg 3,60 Smálúða pr. kg 9,40 Stórlúða pr. kg 14,50 Fiskfars pr. kg 10,00 Nýir ávextir: Epli, Delicious pr. kg 21.65 27.00 Olía til húsakyndingar pr. ltr.. 1,35 Kol pr. tonn 1080,00 Ef selt er meira en 250 kg. pr. 100 kg. '5 f. y ‘ j 109,00 ’

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.