Vísir - 09.05.1960, Page 10

Vísir - 09.05.1960, Page 10
10 V I S I R Mánudaginn 9. maí 1960 yt/kl BurcŒ [ M I S. S. 1 TVEGGJA ★ ÁSTARSAGA ELDA 44. þeim tveimur mundi vera innanbrjósts núna, er þær sæju skýja- kljúfana í miðri borginni, og var jafn eftirvæntingarfull og þær þegar skipið lagðist að. En þó var ööruvísi ástatt um hana. Nú var hún ekki lengur ferðamaður með stór augu, í leit að nýjabrumi. Hún var orðin heimamaður í Montreal — að taka á móti gestum. Hún var hissa á hve rótgróin hún var orðin borginni. Svo kunnug að hún hlakkaði til að láta þær sjá hve mikið hún vissi. Það var langt liðið á dag áður en lokið var landgönguleyf - is- og tollskoðuninni og Madeline gat náð til þeirra. Og þegar kveðjurnar og faðmanirnar voru afstaðnar gat Madeline ekki annað en tekið eftir, að breyting var orðin á Clarissu. Hún stalst til að líta á hálfsystur sína við og við á leiðinni í bílnum, og henni þótti miður að sjá að hin eðlilega glaðværð Clarissu var nú blandin angurværð. Þær töluðu eingöngu um daginn og veginn á leiðinni í gisti- húsið. Um ferðalagið, komuna, göturnar og húsin, sem bar fyrir augu. En þegar þær voru komnar á leiðarenda og Enid var að innrita sig hjá ármanninum, sneri Clarissa sér að Madeline og sagði fýlulega: — Enid mun hafa skrifað þér hvernig komið er milli okkar Geralds? — Já, lauslega. Það var hörmulegt. En — ekki svo að skilja sem ég sé að hugga þig — það kemur fyrir að rætist úr svona, jafnvel þótt illa líti út. — Ekki úr þessu máli, sagði Clarissa. Svo kom Enid til þeirra og þær fóru upp i herbergin. Þar gat Madeline talað nokkur orð undir fjögur augu við stjjúpu sína, því að hún varð eftir inni í herbergi hennar þegar Clarissa fór inn í sitt herbergi til að taka upp dót sitt. Til þess að láta ekki lita svo út að hana langaði til að þvaðra undir eins og Clarissa hyrfi, sagði hún aðeins: — Iive alvarlegt er þetta Enid? Hún er miklu dauflegri en ég hafði búist við. Stjúpan andvarpáði og lagaði mæðulega á sér hárið. — Hún segir mér ekki margt, það er víst um það. En ég er hrædd um að litlar líkur séu til að þetta lagist aftur. Ég hef ' ékki viljað spyrja hana í þaula, því að mér finnst að ef hún vill ekki segja mér það ótilkvödd, muni bezt að eins lítið sé taiað um þafí og mögulegt er. Madeline þrýsti stjúpu sinni að sér, sumpart til að hugga hana og sumpart af aðdáun á því, hve hyggin hún væri. — Jæja, við skulum þá heldur ekki tala um það núna. Við skulum bíða átekta og sjá hvort nýja umhverfið getur valdið nokkurri breytingu, sagði hún hughraust. — Nú langar okkur til að vita hvernig þér vegnar hérna, skilurðu, sagði stjúpan. — Ég veit ekki hve mikið þú færð að sýna okkur, en annað sem vert er afí sjá getum við skoðað siðar. — Já, auðvitað, sagði Madeline og hló. — Eg hef talað við ungfrú Onslow um það, og ég get sýnt ykkur systrabústaðinn og herbergið mitt. Við getum farið þangað strax. — Hefurðu kynnst mörgu góðu fólki hérna? spurði Clarissa, sem alltaf hafði meiri áliuga á manneskjum en mannvirkjum. — Ekki nema í sjúkrahúsinu, fram að þessu. — Jú, og svo ljómandi viðkunnanlegum ættingjum Mortons Sanders, sem eiga heima uppi í Laurentsfjöllum. — Mortons? Clarissa hló, eins og það væri rétt svo að hún myndi eftir honum, en hefði góðar endurminningar. — Já, vit- anlega, hann er hér ennþá, er- ekki svo? — Já. Frú Sanders er í einkadeildinni ennþá. Ég sé hana ekki oft núna, því að ég er áðaUega í stofunni. — Stofunni? Ójæja, skurðstofimni. Undarlegt að kalla jáfn óhugnanlegan stað stofu, sagði frú Enid hugsandi. En Clarissa spurði strax: — Sérðu Nat nokkurn tíma þar? — Vitanlega. Madeline virtist róleg — Hann gerir oft upp- skurði þegar ég er á verði. Clarissa brosti, líkt og hún ætti góðar endurminningar um hann líka. Og nú voru þær komnar að spítalanum. Madeline hafði beðið bílstjórann að aka að aðaldytunum á miðbyggingunni af því að hún ætlaöi að sýna Enid og Clarissu fallega forsalinn þar, áður en hún færi með þær inn í garðinn og í systrabústaðinn. Kvöldheimsóknunum var að ljúka og forsalurinn var fullur af fólki, og læknar og hjúkrunarkonur gengu þarna út og inn. Þarna var allt á ferð og ílugi og Madeline nam staðar til þess að þær fengi að sjá daglegt líf í Dominion-spítalanum. Allt í einu kom hún auga á Ruth og ætlaði að hlaupa til hennar og kynna hana stjúpu sinni, þegar hún heyrði Clarissu kalla: — Halló, Nat! heyrði hún hálfsystur sína segja. — Góði Nat, en hvað það er yndislegt að sjjá þig! Og þegar hún leit kvíðandi við, til þess að sjá samfundina, sá hún lífsglaða, gjörbreytta Clarissu faðma dr. Lanyon og kyssa | hann, fyrir augunum á öllum söfnuðinum. Og sú nístandi til- finning greip hana, að þarna væri hver einasta sál í Dominon- spitalanum viðstödd til að horfa á þetta. Hafi Madeline dáð dr. Lanyon áður þá gerði hún það nú, i fyrir hve góömannlega hann tók þessari skyndiárás Clarisso Hann hló, kyssti hana laust á móti og sagði: — Clarissa, góða min! En hvað það var gaman að sjá þig aftur. — Og hve mikla áreynslu kostaði þetta hann ekki? hugsaði Madeline með sér. — Hún er óbetranleg. Og þetta beint framan 1 öllu fólkinu í þokkabót! Madeline var ljóst, og það hlaut dr. Lanyon að vera líka, að þetta atvik, sem Clarissa var miðdepiliinn í, hlaut að vekja athygli. í augum flestra gestanna þarna var þetta ekki annaö en hjartanleg kveðja. En það skipti öðru máli fyrir stúdentana og hjúkrunarkonurnar og einn eða tvo af læknunum, sem voru þarna af tilviljun. Dr. Lanyon sneri sér nú aö Madeline og stjúpu hennar og þau voru kynnt, Enid og hann. Þaö var heillandi að sjá hve innilega hann fagnaði Enid, og Madeline mundi, að einn af stúdentunum hafði sagt að — ef dr. Lanyon sést vera töfr- andi þá er hann svo töfrandi að hann gæti látið múra Jeríkó- borgar hrynja. — Ég geri ráð fyrir, sagði hann við Enid, — að Madeline sýni ykkur bústaðinn systranna. Ef ykkur langar til að sjá eitthvað af sjálfum spítalanum og skurðlækningadeildinni, þá skuluð þið koma í skrifstofuna til mín, og mér er ánægja að sýna ykkur deildina. Ég verð hérna að minnsta kosti klukkutíma enn, sagði hann og sneri sér að Madeline. — Þökk fyrir, dr Lanyon, muldraði Madeline eins og undir- gefinn þjónn, og það virtist valda Clarissu óblandinnar ánægju. Og svo kvaddi dr. Lanyon innilega og fór þangað sem hann ætl- aði og virtist alls ósnortinn af faðmlagakveðjunni, sem hann hafði orðiö fyrir. — Elskan hann Nat! Hvað það var gaman að sjá hann aftur. Hann er töfrandi í hvíta sloppnum, sagði Clarissa og lék nú á als oddi. — Við skulum flýta okkur að skoða herbergið henn- ar Madeline og hitta hann svo í skrifstofunni hans, eins og hann talaði um. Enid var hreinskilin og Clarissa sýndi uppgerðaráhuga er Madeline var að sýna þeim húsakynnin sín. En nú hafði borið A KVðLDVÖKUNNI R. Borroughs TAKZAM mum 3252 TME JEEr' PEOVE PIEECTLY TO PCUCE CALWLV, WE STOOP &EPOKE A STEKN HEAPQUAKTEES ANP THE AFE-MAN FAC9F CAPTA.IN K9VNAKI7 ANP SAIfT, . - wwy HAV£ j gEEM F|C^EC7 uy2't WAS USH9REP TOWAKF THE PESROF THE COMMANPANT. Jeppanum var ekið styztu I | leið til lögreglustöðvarinnar : 1 og apamaðurinn var leiddur | beina leið til lögregluforingj- ans. Hann spurði Reynard, alvöruþrunginn mann Hvers- vegna hefur verið farið með mig hingað? Foringinn varð undrandi, sagði því næst THE CAPTAIN GASPEF IN SURPRIS9 ANF ANNOVANCE. . 'SURELV VOU AKE JESTINO.WSlEu! y með nokkurri óþolinmæði. Þér hljótið að gera að gamni yðar herra minn. Þetta er saga sem Abbot og Castello segja frá. | — Hefurðu heyrt um mann- inn, sem datt úr flugvélinni j — En hvað það var slysalegt. — En það var heysáta rétt fyrir neðan. — Það var heppilegt. — Og það var heykvísl í sát- unni. — Það var óheppilegt. — En hann rakst ekki á hey- kvíslina. — Það var heppilegt. 1 — Já, en hann datt ekki ofan á sátuna heldur! ★ Sjúkrabíll í Pittsburg var skyndilega kallaður og fann unga stúlku, sem var alvarlega slösuð. Hún hafði verið dregin á hárinu niður þrjá stiga og barin miskunnarlaust í and- dyrinu. En svo heppilegt var það að hún gat gefið nákvæma lýsingu á manninum, sem hafði ráðist á hana. Hún gat meira að segja lýst hári hans og aug- um. — Hafið engar áhyggjur, sagði læknirinn. — Með þessari lýsingu nær lögreglan honum innan fárra klukkustunda. — Eg vil ekki láta taka hann fastan, sagði hún í mótmæla- skyni. — Bara finnið hann fyr- ir mig. Hann hefir lofað að gift- ast mér. * ! Það var kominn nýr læknir á geðveikraspítalann. Einn af sjúklingunum hitti hann á ein- um af göngunum og sagði við hann: — Okkur geðjast betur að j yður en lækninum, sem var hér síðast. Læknirinn varð hrifinn af þessu. — Það gleður mig að heyra það. — Já, sagði sjúklingurinn. — Þér virðist vera eins og einn af oss. ★ — Já, slysin vilja til. Var ekki frú Kelly í djúpri sorg út af Pat? — Hvað kom fyrir? spurði frú Dooly. — Pat féll út af ferjunni og drukknaði. Og mín eina hugg- un er það að hann eftirlét mér 50 þúsund dali. — 50 þúsund dali? frú Dooly | blístraði, hún var svo hissa. — Það er erfitt að trúa því um mann, sem kunni hvorki að lesa né skrifa. — Hann kunni heldur ekki að sjmda. Hinn dauðadæmdi maður var leiddur fyrír skotliðana. — Hafið þér nokkra síðustu ósk fram að bera? — Bara eina. Að þeir skjóti bara púðurskotum. ★ Kona nokkur fór ekki eftir því sem læknirinn ráðlagði. Hún fór með lyfseðilinn til lyf- sala, sem nálægur var og sagði að læknirinn var ekki alveg viss um að gagn væri að með- alinu. Það hjálpaði ef tií vill, að minnsta kosti myndi það ei gera skaða. Lyfsalinn blistraði: — Ætlið * . þér að segja mér að þeir gefi mannfólkinu þetta núna?

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.