Vísir - 24.05.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 24.05.1960, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 24. maí 1960 VfSIB 7 ASKJA með kvenhatti tap' aðist sl. föstudag frá Lauga- vegi að Vesturgötu, senni- lega skilin eftir í einhverri verzlun eða bíl. Finnandi hringi í síma 14951. (1184 VALUR, knattspyrnufél. (knattspy rnudeild) II. fl. Æfing í kvöld kl. 8.30. Fund- ur á eftir. Rætt um utanför- ina. Áríðandi að allir mæti. Stjórnin. (1157 ÞRÓTTUR. Æfing x kvöld fyrh- mfl., I. og II. fl. kl. 8 á íþróttavellinum. (1165 Sveinameistaramót Reykjavíkur verður háð á 'Melavellinum miðvikudaginn 25. maí. Keppt í neðantöldum greinum: 60 m. hl. — 80 m. gr.hl. — 300 m. hl. — 600 m. hl. — 4X100 m. boðhl. — kúlu- varpi — kringlukasti — sleggjukasti — hástökki, — langst. — stangarst. Keppni í stangarst. og kringlukasti hefst kl. 19 en í öðrum greinum kl. 20.00. Frjálsíþréttadeild K.R. JFeröir off forðaíöff FERÐAFELAG ISLANDS. Gróðursetningarferð í Heið- mörk í kvöld og annað kvöld kl. 8 frá Austurvelli. (1169 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS. Ferðir um hvítsunnuna. — Á Snæfellsjökul, í Þórsmörk og í Landmannalaugar. — Farmiðasala hafin. — Uppl. á skrifstofu félagsins. Símar 19533 og 11798. (1170 SUZAN MARSN: FJARHALDSMADURINN STRAIIIG Judy viknaði aftur, fékk kökk í hálsinn og herping í kverkarnar. Hún kyssti Nannie á kinnina og hljóp út í bílinn. Tom settist við hlið hennar og ók af stað. Nannie stóð í dyrunum og veifaði.. Við kirkjuna var bugða á veginum. Tom rétti út höndna og tók um handarbakið á Judy. Mér þykir vænt vun að þú skulir koma til Cragmere, sagði hann lágt. Hún leit á hann og .brosti þakklát. — Og mér þykir vænt um að þú skulir vera þar. — Við skulum halda saman, Judy. Það var líkast og hann væri að gefa í skyn að þau ættu sameiginlegan óvin. En hvað þú ert orðin falleg stúlka. Það er svo stutt síðan mér fannst þú ekki vera neitt nema skankarnir. — Og tannfellingur! bætti hún viö. — En nú eru tennurxiar fallegar. Þú hefur sannkallaðar film- dísutennur. Það verður líflegra á Cragmere þegar þú ert komin. Það er fremur dauft þar, dags daglega, skal ég segja þér. Símon er undarlegur maður, dulur og þegjandalegur. Maður veit aldrei hvar maður hefur hann. Þú mátt ekki láta hann kúga þig. Hann er stundum að reyna að kúga mig, en það tekst nú ekki sérlega vel. Demokratar gagnrýna. Eisenhower Bandaríkjaforseti ílytur ávarp sitt til þjóðarínnar í þessari viku. Hann dvaldist á búgarði sín- oim yfir helgina og kemur aftur til Washington á morgun. Helztu leiðtogar demokrata hafa lýst yfir, að utanríkis- .stefna Bandaríkjanna hafi brugðist vegna þess að hún var hvorki nógu ákveðin né heilleg, og segja þeir ennfremur, að for- setinn hefði ekki átt að fara á fund æðstu manna, nema tryggt væri fyrirfram, að ein- hver árangur næðist. Leiðbeiningaráð flokksins, sem helztu menn eiga sæti í, standa að þessari yfirlýsingu. Rajendra Prasad farseti Ind- lands fer í háifs mánaðar op- inbera heimsókii til Sovét- ríkjanna 20. júní. Svo leit hann á hana aftur. — Þegar ég athuga þig betur, sýnist mér á þér að þú munir ekki vera sérlega auðsveip. Judy var að komast i betra skap. Tom var einmitt maðurinn sem hún þurfti, til að jafn sig eftir viðskilnaðinn við Nannie og litla húsið og allar endurmenningamar. Þetta var allra lagleg,- asti maður — hún hafði í rauninni ekki tekið eftir því fyrr en nú. Hana furðaði ekkert á að heyra Tom segja að Símon væri dulur og þegjandalegur, og' henni varð allt i einu hlýtt til Toms. Judy var ekki svo þroskuð að hún hefði dómgreind á karl- mönnum, en hún hafði hugboð um þá. Hún var náttúrubam og tilfinningar hennar voru heitar eins og skapið. Einangrunin, sem hún hafði búið við hafði hvorki gért hana hrædda við karlmenn né vakið áhuga fyrir þeim. Hún fór að velta fyrir sér hvers vegna Símon væri ráðríkur. — Nei, ég er alls ekki auðsveip, sagði hún, — en mér er annt um frið og samræmi í lifinu. — Hvað hefur þú annars fyrir stafni spurði hún. Tom yppti öxlum. — Ég mála, eins og þú kannske veist. — En stóð ekki til að þú gengir inn í fyrirtækið? — Jú, svo mun hafa verið, mulraði hann. — En ég mundi verða brjálaður ef ætti að loka mig inni í lögfræðingaskrifstofu. En það skilur Símon vitanlega ekki, og það bætir ekki úr, — Hefur hann sagt þér að ég ætla að fara að mála líka? Þú? Nei, hann hefur ekki minnst einu orði á það. — Mér heyrist þú vera svo hissa, Tom. En þetta er bláköld alvara min. Símon leyfir þér það aldrei. Það kom þráasvipur á Judy. — Enginn hefur nokkurntíma getað hindrað manneskju i að verða listamaður, ef hún hefur haft nægan vilja og hæfileika til þess, sagði hún. — Maður verð- ur það þrátt fyrir skoðanir og bann annara. Það var ómögulegt að.sjá hvað Tom áleit. — Ég er ekki viss um. það. Hvatning og skilningur skiptir miklu máli, ef manni á ekki að fallast hugur. — Það getur gert baráttuna lét.tari, en það kveikir ekki sjálfan neistann, sagði Judy. Tom varð allt í einu öfundsjúkur. — Ertu viss um að þú hafir hann? Neistann, meina ég. — Það er það sem ég verð að komast að. Og maðúr veröur &<$. trúa á sjálfan sig og það algera.... — Hvað áttu eiginlega við með því? ' — Ég á við að of margir svíki sjálfan sig er þeir dæma imf gáfu sína. Þeir vilja ekki játa að þeir hafi nægilega ríka listgáfu. Hugsaðu þér alla þessa hálf-listamenn, sem ganga með síðan hár- lubba og litsterka klúta til þess að undirstrika hve þýðingarmiklir þeir séu. Ég vil ekki vei-ða neitt í þá átt. — Þá er svei mér heppilegt að ég hef ekki lent á þeirri bx’aut! Judy hló. — Ekkert bull, Tom. Þú ert alveg eins og ég. Við sannfærumst um það, fyrr eða síðar. Hann sagði: — Þú veist hvað þú villt, er það ekki, Judy? — Já, því skyldi ég' ekki gera það? Það er mjög áríðandi að vita hvei-s maður óskar af lífinu og hvernig maður á að öðlast það sem maður óskar. — Það veit ég þá að minnsta kosti, sagði Tom. Þau voru komin niður á þjóðbrautina og eftir nokkrar mín- útur sáu þau Cragmere í fjarska, bak við tvöfalda röð af háuin pílviði. Tom ók hratt upp að húsinu og stansaði snögglega við dyrnar. Judy reyndi að telja sér trú um að hún væri ekki hræöd. Eiginlega var hlægilegt að ímynda sér að hún mundi nötra af hræðslu er hún stæði fyrir framan Símón hinn mikla. En henni tókst ekki fyllilega að ná valdi yfir sjálfri sér. — Jæja, þetta er nú óðal Símonar lávarðar, sagði Tom spott- andi. — Skyldi höfðinginn nú vera kominn heim frá Cambridge? Hann átti nefnilega að vera á áríðandi fundi þar í dag. Meff ungfrú Lolu Denning. — Er það . . . stúlka sem honum þykir vænt um? spurði Jndy. — Ég efast um að Símoni getur þótt vænt um nokkra mann- eskju nema Símon. Ungfrú Denning er svokallaður vinur og skjólstæðingur. Judy blöskraði þessi kaldhæðni. Hún hafði að vísu alltaf vitað að það var ósamkomulag á rnilli Toms og Símonar, en þetta var beinn fjandskapur. Tom hafði ekki farið í felur xneö til- finningar sínar í garð bróður síns. — Hversvegna kemur ykkur Símoni svona illa saman? spurði hún forviða. — Það er eðlileg óvild — en alls ekki stríð. Símon þorir ekki í stríð. En hann gerir alltaf ráð fyrir að maður hlýði skip- unum hans. En þegar maður talar um sólina þá . . . . Tom þagn- aði, og Judy fann að eitthvað var að gerast, sem hún hafði ekki ástæðu til að skilja. Símon kom út að bilnum, opnaði og hjálpaði Judy út. — Afsakaðu að ég gat ekki komið og sótt þig, sagði hann vingjamlega. — Velkomin heim! — Mér tókst sem betur fór að koma henni hingað óskemmdri, sagði Tom og það var kaldhæðni í röddinni. Judý var ekki upp á marga fiska núna. Hún hafði gleyrnt raun- um sínum meðan hún var að tala við Tom, en nú fór hýn allt í einu að hugsa til Nannie og gamla heimilisins. Hún horfðj..með andúð á stóra húsið og skuggann, sem lagði af því yfir ,gras- flötina. Henni fannst það kuldalegt og fráhrindandi — hijn, var a.lveg ómóttækileg fyrir fegurð þess, eins og sálarástand lj.ennar var núna. — Tom hefur verið svo einstaklega hugulsamur við piig, sagði hún. En Símon virtist ekki taka eftir því sem hún sagði. — Þú vilt líklega fá að koma upp í herbergi þitt og koma þér fyrir. Það er klukkutími til hádegisverðar. Þau gengu. saman inn í stórt, sólríkt anddyrið. Frú Morg- an, ráðskona Símonar, sem Judy kannaðist við frá fyrri heim- sóknum sínum í Cragmere, brosti vingjarnlega og bauð hapa velkomna. — Ég fel yður hana ungfrú Judy, frú Morgan, sagði Símon. — Komdu svo niður í bókastofuna þegar' þú ert tilbúin, Judy. — Og ef þú þarft á hjálp að halda þá hóaðu í mig. Ég er snillingur að taka upp úr töskum, sagði Tom. Judy reyndi að, hrista af sér leiðindin, en þegar húp fgkk upp stigann, fanixst henni likast og hún væri komin í geityngs- hreiður. En hún gleymdi því þegar hún kom inn í herþergið.. Herbergið var stórt og ljómandi fallegt útsýni úr gluggapupi. Baðklefi og fataherbergi fylgdu. Hún skoðaði allt þetta mejS R. Burroughs r ' * -.HJglLiMT NATIVE ATTQMPTEI7 TDOPEMTHE AKSENAL POOK— sut was STOPPEP’ gy TAPZAKI'S PEACTLy BLAPE J OP STEEL. - TARZAIM - 3265 l*Ú .... Iw Bfcu tMl L'M. b, L'nlt.J mu.:i I.-.V Sigri hrósandi svertingi hljóp með lyldlinn að dyr- unum, hnífur Tarzans ’ þaut í ioftinu ög ^tóð í baki| svertingjans. Syertingjahóp- J urinn sneri sér að komu-1 THE KEST OF THE WAKKIOKS HOWLEF IN C7ISMAV ANÞ WH!P.LE,f,. ABOUT« CHAKSINS, SWAmiNS OVEK.THE APE-MÁN BEFOEE HE OOU2S> FLEE-! -------------------------------- manni og það var ekki löng [. r:’.bugað-hinn .,hijaus«i.-:skt>a«^- st.und bar til beir höfðu vfir- ' ’inámí......................

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.