Vísir - 28.05.1960, Blaðsíða 5

Vísir - 28.05.1960, Blaðsíða 5
Laugardaginn 28. maí 1960 V.I $,I », JSk Greinargerð vegna Hellumálsins: Gerðardómur þriggja hæstaréttardómara tryggir sömu niðurstöðu og í Hæstarétti. Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra svaraði fyrirspurn í gær. Hér á eftir fer nákvæm greinargerð fjármálaráð- herra Gunnars Thoroddsen, vegna fyrirspurnar eins Framsóknarþingmannsins, sem var á þá leið hvort það væri stefna ríkisstjórnarinn- arinnar að láta úrskurða skaðabótamál á hendur rík- inu fyrir gerðardómi. Viður- kenndi fyrirspyrjandi að spurt væri vegna gerðar- dómsins í máli Kaupfélags- ins Hellu gegn fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs. Svar fjármálaráðherra Var á þessa leið: Herra forseti. Þar sem vitað er, enda viðurkennt, af hv. fyr- irspyrjanda, að tilefni fspurnar er dómur þriggja hæstaréttar- dómara í máli ríkissjóðs og kaupfélagsins Þórs á Hellu, út af brúargerð á Ytri-Rangá, hef- ur mér þótt rétt að láta öllum hv. alþm. í té eintak af dómi þessum og gera um leið nokkra grein fyrir meðferð þessa máls. Eg vil enn fremur beina því til hæstv. forseta, að leyft verði, að dómurinn verði prentaður í Alþtíðindum sem fylkiskjal með svari mínu við þessari fyrir- spurn. Nokkru eftir að ég tók sæti í ríkisstjórn 20. nóv. s.l. kom lög- maður kaupfélagsins Þórs, Ól- afur Þörgrímsson hæstaréttar- lögmaður að máli við mig og skýrði mér frá skaðabótakröf- um félagsins á hendur ríkis- sjóði út af þeirri ákvörðun, sem tekin var á s.l. ári af rikis- stj. að till. vegamálastjóra að breyta brúarstæði yfir Ytri- Rangá frá því, sem gert hafði verið ráð fyrir í skipulagsupp- drætti af Hellukauptúni. Ég kynriti mér málið og tjáði hrl. að því loknu, að af hendi r'íkis- sjóðs yrði ekki samið um neinar skaðabætur og enrgar bætur yrðu greiddar, nema að und- angengnum dómi. Þessi afstaða var í beinu framhaldi af.og í samræmi við þá ákvörðun, sem hæstv, forsrh., Emil Jónsson, tpk á s.l. ári, þegar stjórn kaup- félagsins tilkynnti þáv. stjórn bótakröfur ’ sínar. Nú kom tvennt til greina, annað að láta málið ganga fyrir almenna dóm stóla, þ.e. fyrst til héraðsdóms og síðan til hæstaréttar Hin leið in var sú, að sérstakl. tiinéfnd- ur gerðardómur fjallaði um málið og felldi úrskurð í því. Eftir að málið hafði verið kann- að ýtarlega í ráðuneytinu varð það niðurstaðan, að fyrir hags- muni rikisins væri sú leiðin betri og hagkvæmari að semja um gerðardóm, sem skipaður væri þremur dómendum hæsta- réttar heldur en láta málið ganga fyrir hin tvö venjulegu dómsstig. Lögmaður kaupfélags- ins Þórs samþykkti fyrir hönd umbjóðanda síns þessa máls- meðferð og 19. febrúar 1960 var ..*£ heggja. aðila undirrit- gerðardóms- samningur: Með því að nauðsyn þykir bera til að fá um það dómsúrskurð, hvort ríkissjóður íslands kunni að bera bóta- skyldu gagnvart kaupfélaginu Þór á Hellu í Rangárvallasýslu vegna fyrirhugaðra breytinga á brúarstæðinu yfir Ytri-Rangá og þá um leið á þjóðveginum á þeim slóðum, þá hafa aðilar gert með sér svohljóðandi sam- komulag: 1. Aðilar komi sér saman um að tilnefna þrjá af dómendum hæstaréttar íslands, er skipi gerðardóm í máli þessu. Skal niðurstaða dómsins.verða endir þeirrar þrætu. 2. Gerðar- dómurinn velur sér sjálfur dómsformann. 3. Gerðardómur- inn dæmdur bæði um bótaskyld una og um upphæð bóta, ef til i kemur. 4. Heimilt er gerðar- 1 dóminum að kveðja sér til að- 1 stoðar sérfróða menn um mats- I jog virðingargjörðir, eftir því, 1 sem hann telur nauðsyn bera til. J 5. Gerðardómurinn getur sjálf- i ur hlýtt á framburð vitna. 6. I Gerðardómurinn gefur málflytj- endum aðilja tækifæri til þess að upplýsa málið og fylgjast með gangi þess með venjulegum hætti. 7. Gerðardómurinn úr- skurðar sjálfur þóknun sína, svo og um málskostnaðar- greiðslu milli aðilja. Samningi þessum til stað- festu ritá aðiljar nöfn sín und- ir samning þennan í viðurvist þar til kallaðra vitundarvotta. Reykjavík 19. febrúar 1960, f. h. ríkissjóðs, Sigtryggur Klemensson, Sigurður Jóhannsson, f. h. kaupfélagsins Þórs, Olafur Þorgrímsson“. Það hefur tíðkazt frá fornu fari að leggja mál í gerð, bæði ágreining milli ein- staklinga og milli hins opin- bera og einstaklinga. Geta legið til þess ýmsar ástæður, én segja má, að höfuðástæð- ur séu hær, að gerðardóms- meðferð tekur oftast skemmri tíma og er ódýrarj heldur en venjuleg máls- meðferð. I mörgum lögum er svo fyrir mælt, að ágrein- ingur, sem upp kann að koma milli aðilja 1 sambandi við tifteknar framkvæmdir, skuli ekki ganga venjulega dómstólaleið, heldur fyrir gerðardóm. Enn fremur er, altítt í verk- l * ' samningum um ýmsar fram- ^ kvæmdir, að samið er um það .fyrirfram, að ágreiningur, sem I upp kann að koma . um fram- ! kvæmd samningsins, skaða- bætur Qg annað, skulu ekki fara fyrir venjulega dómstóla held- ur dæmdur af gerðardómi og- loks er það algengt, þegar til- tékinn ágreiningur er upp kom- inn, að aðiljar, þ. á m. ríkið, telji sér betur henta að semja um gerðardómsmeðferð en venjulega dómstólaleið. Fyrir þessú er f jöldi fordæma. Skal ég hér nefna örfá, þar sem ríkis- stjórnir íslands á undanförnum árum hafa talið rétt að semja um gerðardómsmeðferð. í fyrsta lagi: Árið 1950 kom upp ágrein- ingur milli ríkisstj. íslands og Útgerðarfélags Akureyinga út af kaupverði á togurum. Varð um það samkomulag að láta málið ekki ganga til dómstóla heldur skyldi það lagt í gerð og skipuðu gerðardóminn eins og nú, þrír dómendur hæstaréttar, og kváðu fullnaðarúrskurð í málinu. í öðru lagi: Sams konar ágreiningur kom upp milli ríkisstj. og hlutafé- lagsins Júpiters og var hafður sami háttur á að leggja málið í gerð. í hriðja lagi: Árið 1951 kröfðust eigendur jarðarinnar Þingness í Borgar- j firði skaðabóta frá ríkissjóði vegna veiðiítaks í Grímsá í Borgarfirði en ríkissjóður var þar aðili vegna Hvanneyrar-, Hests- og Reykholtskirkju. — Landbúnaðar- og kirkjumála- ráðherra samdi þá um það við eigendur Þingness að láta málið ekkj ganga venjulega dómstóla- leið heldur fara fyrir gerðar- dóm. í þeim gerðardómi var einn af dómendum hæstaréttar og skipaði hann forsæti. I fjórða lagi: Árið 1952 hafði hlutafélagið Björgvin uppi skaðabótakröfur á hendur ríkissjóði vegna sölu á ísvörðum fiski í Þýzkalandi. Ríkisstj. ákvað að leggja málið fyrir gerðardóm en ekki hina al- mennu dómstóla. í honum .átti sæti einn af dómendum hæsta- réttar og skipaði forsæti. í fimmta lagi: 1953 varð ágreiningur milli kennara Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar og menntamrn. út af launakjörum. Málið var lagt í gerð og áttu þrír af dómendum hæstaréttar sæti í þeim gerðar- dómi. í sjötta lagi: 1953 ákvað ríkisstj., að gerð- ardómur þriggja tilgreindra manná skyldi úrskurða bætur og endurgjald til eigenda hafn- argarða í Hafnarhreppi í Gull- bringusýslu fyrir landssvæði og beitárréttir. I sjöunda lagi: 1954 var ákveðið, að gerðar- dómur skyldi meta leigu á landssvæði i Miðnesheiði í landi jarðarinnar Sandgerðis. í áttunda lagi: 1951 var gerður samningur milli Flugráðs fyrir ríkisins hönd og tiltekins verktaka um að fullgera flugbraut í Egils- staðalandi í Suður-Múlasýslu. Enda þótt í samningnum væri allnákvæm verklýsing, kom seinna til ágreinings milli að- ilja, m. a. végna þess að verk- taki hafði ekki lokið verkinu á tilsettum tíma en verktaki taldi sig bafa orðið f'yrir töfum sem verksali, þ. é. a. s. ríkið bæri ábyrgð á. Verktakinn gerði kröfu til skaðabótagreiðslu frá flugráði eða ríkissjóði. vegna tafa þessara við framkvæmd verksins og árið 1954 var samið um það milli verktakans og flugráðs, að gert yrði út um kröfur hans á hendur ríkinu af þriggja manna gerðardómi. í níunda lagi: 1956 var samið um það, að sérstakir þar til kvaddir menn skyldu meta til fullnaðar tjón, sem orðið hafði í landinu Vog- ar í Vatnsleysustrandahreppi vegna skotæfinga várnarliðs- ins. í tíunda lagi: Á árinu 1959 reis ágreining- ur um það, hvort ríkissjóður ætti að greiða skaðabætur og þá hversu háar fyrir takmörk- un á netalögnum. í Hvítá í Borgarfirði. Ríkisstjórn ákvað að láta málið ekki ganga hina venjulegu dómstólaleið, heldur var gerðardómi falið málið til úrskurðar. Af þessu yfirliti sem er engan veginn tæmandi ma sjá, að það hefur verið mjög algengt, að ríkisstjórnir á ýms- um tímum sömdu um að leggja deilumál, m a. stórfelld skaða- bótamál fyrir gerðardóm en ekki fyrir hina venjulegu dómstóla. Ég gat þess áðan, hver væru hin almennu rök fyrir því, að stundum þætti betur henta, bæði hjá einstaklingum og opinberum aðilum að leggja mál í gerð heldur en láta það fara hina venjulegu dómstóla- leið. Skal ég rekja þetta nokkru nánar varðandi þetta tiltekna mál. Ég vil segja, að megin- ástæðan fyrir ákvörðun um gerðardómsmeðferð, hafi verið kostnaðarhliðin. Ég hef látið reikna miðað við gjaldskrá Lögmannafélags Islands, hver kostnaður hefði orðið við venjulegt mál fyrir héraðsdómi og hæstarétti og er bá að sjálfsögðu miðað viíl sömu niðurstöður um bóta- greiðslur, eins og hinir 3 hæstaréttadómendur komust að. í slíku máli fyrir héraðs- dómi og hæstarétti hefði þurft að kveðja til mats- menn, væntanlega bæði undirmat og yfirmat til að framkvæma þá skoðun og það mat, sem gerðardóm- endur sjálfir inntu af hendi nú. Fyrir tveim dómstigum hefði málskostnaður orðið, sem hér segir: Þóknun til lögmanna fyrir báðum dóm- um samkv. lágmarksgjald- skrá Lögmannafélagsins 174 þús. kr. — Kostnaður við undir- og yfirmat lágmark 100 þús. kr. Annar kostnað- ur a. m. k. 25 hús. kr. Sam- tals hefði því kostnaður við slíkt mál fyrir báðum dóm- um orðið a. m. k. 299 þús. kr. Kostnaður við gerðar- dóminn varð hins vegar sem hér segir: Þóknun gerðar- dómsmanna 57 hús. kr., þóknun lögmanna 80 þús. kr. annai' kostnaður kr. 2,577,00. Samtals varð því kostnaður við gerðardóminn rúml. 139 þús. kr. hefði orðið fyrir tveim dómstigum a. m. k. sem algert lágmark 299 þús. og samkv. þessu munar a. m. k. 160 þús. kr., sem kostn- aður hefði orðið meiri við dómstólaleiðina venjulegu heldur en gerðardómsmeð- ferð og sem eins og úrslit málsins urðu, hafa því spar- ast ríkissjóði. í þessu sambandi er þó ótalið eitt stórt atriði, sem ég þó ekki hef tekið með í þennan saman- burð og það er vaxtaatriðið. —- Úrskurður gerðardómsins var á þá leið, að kaimfélaginu ''nru dæmdar 750 þús. kr. bætur og skuli ríkissjóður greiða 10% i vexti frá 1. jún£ n. k. ef bæturnar eru ekki inntar af hendi fyrir þann tíma. Ef málið hefði farið hina venjulegu leið og endanlegur dómúr hæstaréttar komið fyrst eftir t.d. 2Vz ár, þá er vel hugs- Framh. á 6. síðu „Ást og stjórnmál í síðasta sinn. 66 Gamanleikurinn „Ást og stjórnmál“ verður sýndur í síðasta sinn í Þjóðleikhúsinu í kvcild. Aðsókn hefur verið ágæt að leiknuiu en ekki vinst tími til að hafa fleiri sýningar að sinni. — Myndiii cr af Jóhanni Pálssyni og Herdísi Þorvaldsdóttir í hlutverkuni* sinum. * i b*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.