Vísir - 04.06.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 04.06.1960, Blaðsíða 7
Laugardaginn 4. júní 1960 V I S I B 1 SIIZAN MARSH: FJÁRHALDSMAÐURINN STRAIVGI 12 og ljós, og í augum þínum eru blossar.-Þú ert öðruvísi en allar hinar! Hún brosti ertnislega: — Segja þeir þetta ekki alltaf? — Það veit ég ekki, svaraði hann, — en þetta er satt. — Ættum við ekki að reyna að fara að koma okkur af stað, sagði hún. — Ég ætla að aka bílnum út. Getur þú ekki komið niður að skúrnum? Mig langar ekki til að hitta Símon aftur, sem stendur. Judy hljóp upp í herbergið sitt og kom aftur; hún hafði farið i hvíta kápu utan yfir kjólinn og bundið litríkan klút um háls- inn. Símon stóð í bókastofudyrunum og horfði á hana. — Vertu sæll, Símon, sagði hún hæversklega. — Og þakka þér íyrir að þú léðir okkur bílinn. Hann færði sig nær henni og sagði biðjandi: — Gerðu það fyrir mig að fara ekki út á ána, Judy. Og svo bætti hann við, ,eins og hálfvegis í skopi: — Ég segi þetta ekki til þess að vekja misklíð, vertu viss um það. Judy átti erfitt með að standast þokka Símonar, en hún vildi halda áfram neikvæðu mótspyrnunni, þó hún væri móðgaðri fyrir Toms hönd en sina eigin. — Nei, ég hef sagt Tom ,að það mundi verða of kalt á ánni núna, svaraði hún rólega. — Og þar með vildir þú sagt hafa, að þið hættuð ekki við það vegna þess að ég bað ykkur um það. — Skiftir það eiginlega nokkru máli? — Nei, í rauninni ekki. Það sem máli skiftir er að þér sé óhætt. — Mér heyrist þú vera áhyggjufullur. — Ég er það líka, svaraði hann stutt. — Ég held að þú gleymir þvr, að ég hef borið ábyrgð á þér síðan þú varst sex ára, Judy. Máttur vanans er sterkur. Hún roðnaði. Hann hafði alls ekki ætlað sér að álasa henni, en hún misskildi hann og skildi þetta svo. — Það skal ekki verða langt þangað til þeirri byrði verður íétt af þér, sajgði hún kuldalega. — Þú snýrð út úr fyrir mér, sagði hann hvasst. Hún færði sig nær dyrunum. — Ætlar þú að verða heima? spurði hún hikandi. — Nei, sagði hann stutt. — Ég ætla að drekka te hjá Lolu og íoreldrum hennar. Judy var fokreið sjálfri sér fyrir að hafa spurt. í sömu svifum hringdi síminn. Símon tók hann og rétti Judy. — Það er Graham Monks, sagði hann. — Graham. Það var auðheyrður gleðihreimur í rödd Judy. — Halló! — Nei, því miður, ekki í dag. Ég er að fara út. En á morgun! Simon var á leiðinni út. — Mundu að vinir þínir eru vel- komnir hingað, sagði hann um leið og hann gekk fram hjá henni. Judy tók hann á orðinu og bauð Graham í miðdegisverð dag- -inn eftir. Graham tók því með þökkum, ekki sist vegna þess aö hann átti varla peninga fyrir málsverði. Tom var farinn að verða óþolinmóður þegar Judy kom loksins hlaupandi og- settist fram í hjá honum. — Afsakaðu mig, en það var sími til min. Graham. Hann kem- ur á morgun í miðdegisverð .... Hún yar glöð og reií yfir því, að sér skyldi vera sýnd svona mikil athygli. — Vesalings Frances, sagði Tom drungalega. — Svei mér ef þú ert ekki hættuleg fyrir umhverfið, bætti hann við. — Ekkert bull, sagði hún. — Ég hef þekkt Graham árum sam- an og hann er hvorki trúlofaður Frances eða ætlar sér það. — En hún er ástfangin af honum. — Ég veit það, andvarpaði Judy. — En ekki get ég gert að því! Mig tekur það sárt, hennar vegna, en . . . . Sjálf ætla ég ekkí að verða. alvarlega ástfangin fyrr en eftir mörg ár! Ástin spillir alltaf öllu gamrúnu og veldur fólki leiðindum. — Varla hefurðu hugsað þér að pipra, sagði hann ertandi. Judy gretti sig. — Ég hugsa að kvenfólk pipri ekki af áseilu ráöi. En heldur vil ég samt pipra en giftast manni, sem ég elska ekki. Tom hló og tók um aðra höndina á henni. — Það er beinlínis hressandi að hlusta á þig, Judy! Hún brosti sæl til hans. Sólfagur dagurinn, blómin, skógur- inn — henni fannst það allt vera hluti af sjálfri sér. Hjartað í henni herti á sér þagar hún sá aödáunina i augum Toms, og hún minntist kossanna kvöldið áður. En allt í einu varð henni hugsað til Simonar. Aðaifundur Eimskips — Framh. af 5. síðu. skýrt frá, var samið við Aal- borg Værft í Danmörku um smíði á samskonar skipi og m.s. „Selfoss" — systurskipi — til afhendingar í árslok 1960. — Kjölur skipsins var lagður h. 30. sept. 1959, og með því að smíði skipsins hefur miðað svo vel áfram, að því mun verða hleypt af stokkunum h. 21. þ.m. er allt útlit fyrir að afhending skipsins fari fram í árslok þessa árs svo sem fyrirhugað var. Uppsögn samninga. Eins og sakir standa hafa öll stéttarfélög farmanna sagt upp samningum, án þess að til nýrrar samningsgerðar hafi komið enn sem komið er. Sjó- mannafélagið hefur þannig haft lausn samninga frá 1. des. 1958, en önnur stéttarfélög farmanna, þ. e. skipstjóra, stýrimanna, vélstjóra, loftskeytamanna, bryta, matsveina og fram- reiðslumanna frá 1. des. 1959. Hefur því ekki komið til neinna vinnudeilna á árinu 1959 og fram að þessu. í efna- hagsmálafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar var gert ráð fyrir þvi, að farmenn skyldu ekki verða . fyrir hlutfallslega meiri kjara- skerðingu en aðrar stéttir og að ^ þeir fengju leiðréttingu á þeim | hluta kaups síns, sem þeir fá ( í erlendum gjaldeyri, þannig að , kauphækkun þeirra nú nemur um IIV2 %. Rekstrarafkoman. I niðurlagi skýrslunnar er rætt nánara hvers vegna rekstr- arafkoman hefur orðíð hag- stægari 1959 en 1958 og bent á, að svo verði einnig á þessu ári, nema framleiðsla þjóðar- innar aukist að miklum mun og eigi verði erfiðleikar á sölu framleiðsluvaranna, þannig að flutningur verði fullnægjandi. A KVÖLDVÖKUNNI -:.í;i * Málafærslumaður í Los Ange« les auglýsti eftir bílstjóra. Um 20 manns sóttu um stöðuna og voru spurðir spjörunum úr um eiginleika sína, dugnað og hvorfc þeir væru kvongaðir eða ó~ kvongaðir. Að lokum sneri málai færslumaðurinn sér að negra, sem var í hópnum og sagði: —• En hvernig er það með yður, Georg, eru þér kvæntur eða ó- hlutur þeirra yrði ekki verri, j eftir að gengisbreytingin, sem ( ákveðin var i frumvarpinu, J yrði lögfest. Varð samkomulag um að skipa skyldi gerðardóm j til þess að komast að niður- ( stöðu um hve mikil kjaraskerð- ing farmanna yrði af þessum sökum. Úrskurðaði gerðardóm- urinn að farmenn ættu rétt á 19 % hækkun á því kaupi, sem gjaldeyririnn reiknast af, frá 20. febrúar 1960. Áður höfðu farmenn fengið sem svarar lVz% uppbót á kaup sitt í| sambandi við yfirfærslugjaldið ( frá 1958, svo að raunveruleg1 Enn fremur, að með þeirri kvæntur? aukningu frystiskipaflotans, er j Negrinn svaraði fljótt: — Nei, varð á síðastl. ári, sé sýnilegt, Jherra, nei, herra, Eg vinn fyrii’ að hlutur félagsins í flutningi m§r sjálfur. freðfisks verði minni að ó- breyttu ástandi. Ef útflutnings- magnið, sem fellur í hlut Eim- Verkstjórinn: - Hvernig skipafélagsins minnkar veru- stendur á þvi að þessi ]itil ná. lega, breytist að sjálfsögðu af- ungi þer alltaf tvo planka móti koma félagsins til hins verra. einum sem þú þerð? Þá er gerð grein fyrir flutn- Verkamaður: — Það er af þvi mgsgjóldum og breytingum á að hann er gv0 djöfull a& þeim og nauðsyn endurskoð- hann nennir ekki að fara eins unar á farmgjaldataxtanum. margar ferðir og eg Enn fremur er rætt um áhrif gengisbreytingarinnar. Skuldir erlendis höfðu safnazt fyrir vegn yfirfærslutregðu og námu í árslök til afgreiðslumanna er- lendis 15 millj. kr., auk ó- greiddra iðgjalda af vátrygg- ingum, skuldir við olíufélög o. s. frv. Skuldirnar hækkuðu um 51% af hundraði vegna geng- isbreytingarinnar og sýnilegt að hækkun flutningsgjalda, sem leyfð var í sambandi við geng- isbreytinguna nægir ekki til að jafna þennan halla. Þá skuld- aði félagið vegna skipakaupa umfram inneignir í erlendum bönkum um 32 millj. kr. og hækka þær vegna gengisbreyt- ingarinnar um tæplega 17 millj. kr. Hækkar verð m.s. Selfoss og skips þess, sem er í smíðum þannig verulega og leiðir af sjálfsögðu af því, að afskriftir þurfa að verða meiri af þeim skipum, og tekjur félagsins þurfa að verða mun hærri en verið hefur, til þessa að félagið geti afskrifað þessi skip sín svö sem löglegt er. Damon Peak var 80 ára að aldri, er kona stöðvaði hann á götu og tók að biðja fyrir hon- um ákaflega. En félagi hennar stal veski hans á meðan. NiSurlagsorS. „Það sem hér hefur verið' gert að umtalsefni, er aðeins rætt til þess að benda á stað- reyndir, sem ekki verða um- flúnar, og ber ekki að skoðai sem gagnrýni á þær ráðstafanir. sent nauðsynlegt hefur verið að gera í efnahagsmálum þðóð- arinnar. Verður að treysta þv£ að þær ráðstafanir reynist þannig, að þær verði til hags- bóta fyrir þjóðina, og mun Eimskipafélagið aldrei krefj- ast neinna sérréttinda um- fram aðra, en aðeins þess, að það geti haldið áfram að gegna hlutverki sínu í samgöngumál- um þjóðarinnar hér eftir sem hingað til.“ Hestamannafélagið FÁKUR KAPPREIÐAR fara fram á skeiðvellinum við EUiðaár 2. hvítasunnudag og hefjast kL 2 e.h. — Keppt verður á skeiði (250 mtr.) Stökki: 250—3ÖÖ og 350 mtr. spreítíæri, Veðbanki staríar. — Veitingar á staðnum. Ferðir úr miðbænum með Strætisvögnum Reykjavíkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.