Vísir - 02.07.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 02.07.1960, Blaðsíða 7
Laugardaginn 2. júlí 1960 V I S I B SUZAN MARSH: FJÁRHALDSMAÐURINN STRAIVGI 32 og látið það fylgja, að þau ætluðu ekki að giftast fyrr en eftir eitt eða tvö ár. En þetta pukur.... Hann andvarpaði. — Ég vona bara að hann svíki ekki Lolu. Það lítur ekki vel út að hann heimtar að trúlofunni sé haldið leyndri — og það meira að segja í mörg ár.... Judy heyrði sjálfa sig segja: — En hann sagði í dag .... — Símon kann að beita töfrum og getur talið fólki trú um að svart sé hvítt. Það hafa margar Lolur komið við sögu hjá honum um æfina, en þó er hann ógiftur enn. Eg hef sagt þér áður að hann er ráðgáta. Það er ómögulegt að gizka á hvað hann ætlast fyrir, nema þegar hann er að nota harðstjórakeyrið á okkur, vitanlega. Hann tók fastar utan um hana og munnur hans leitaði að vörum hennar. — Ó, Judy, hvers vegna eigum við að halda áfram að tala um þetta. Það tefur aðeins tímann. Það eina sem máli skiptir er að ég tilbið þig. Hún leit á hann og ósjálfrátt komu þessi orð yfir varir hennar: — Ertu viss um — alveg viss um, að þú viljir giftast mér? Hann horfði fast á hana. — Það er fremur ég, sem ætti að spyrja þessarar spurningar. Þú hefur látið mig bíða milli vonar og -ótta. Rödd Judy var dálítið þreytuleg er hún svaraði: — Já, ég vil giftast þér af fúsum hug, Tom. Fúsari en þú getur skilið. Hún færði sig ofurlítið fjær honum og glampi kom í augun er hún hélt áfram: — Við skulum opinbera trúlofunina okkar í kvöld, Tom. Ég hlakka til að sjá svipinn á Símoni. — Það geri ég líka, sagði hann kaldranalega. — Hann verður sáfeginn, hvern svo sem þú kynnir sem mannsefnið þitt, nema bara mig! Hann hefur altaf öfundað mig af öllu milli himins og jarðar. — Hann getur að minnsta kosti ekki hindrað að við trúlofumst, sagði hún napurt. — Og þegar á það er litið að hann vill fyrir hvern mun losna við mig, á ég bágt með að skilja að það skipti nokkru máli fyrir hann hve unnusti minn er. Tom virtist vera skemmt. — Þetta eru nú kvennarök, væna min. Þó honum þyki vænt um Lolu og ætli að giftast henni, skiptir hún minna máli fyrir hann en hitt, að gera mér bölvun. Nei, ég veit aðra betri uppástungu, sagði hann allt í einu með dramatískri ró. Hann beygði höfuð hennar aftur og kys,sti hana þangað til hún var orðin máttlaus í faðmi hans. Hann þrýsti henni að sér og hvíslaði: — Við strjúkum saman, elskan mín! Það er eina leiðin. Ég hef hugsað þetta allt út í æsar. — Strjúkum! Hún endurtók orðið með öndina í hálsinum, og hugur hennar komst strax á flug. Var það ekki bezta lausnin? Þá mundi Símon losna við hana að fullu og öllu, og engu í ver- öldinni gat hann reiðst meira en því að hún stryki með Tom. — Þú skilur það eflaust, elskan min, sagði Tom ástríðufullur, — að eftir að við erum gift getur hann ekki gert okkur neitt til miska. Og hvað f járhagsmálin snertir þá skaltu láta mig um þau. Ef við giftumst neyðist hann til að borga út arfinn þinn. Þettaj er fullkomin lausn á vandamálum okkar. i — En hvemig eigum við að fara að þessu? spiuði hún — áköf, og kviðin um leið. — Þú ætlar að verða nokkrar vikur í Stevenage, muldraði hann ■ og gerði í rauninni áætlunina um leið og hann sagði hana. Hann ‘ útskýrði nú hugmyndirnar, sem höfðu verið að taka á sig mynd i kollinum á honum síðan kvöldið sæla, er Netta sagði honum sannleikann um uppruna hans. — Við fáum leyfisbréf — ég skal sjá um það, og: þá ert þú orðin frá Tom Waring áður en þú veist af. Judy nötraði af eftirvæntingu. Þetta var allt svo rétt og sjálf- sagt þegar Tom útskýrði það. Og henni var ósegjanlegur léttir að tilhugsuninni um að hún yrði ekki framar baggi á Símoni. Hann gat gifst Lolu og lifað sæll til æfiloka án þess að hún kæmi þar nokkuð við sögu. Allt í einu rauk af henni mókið. Hún mátti ekki vera barnaleg. Mátti ekki giftast til að gera Símoni greiða. Gifting gat orðið æfilöng refsing á hana sjálfa.... — En Tom, sagði hún, — við verðum að hugsa okkur um.... ég á við, að hljónabandið er svo.... afgerandi og.... — Það veit ég, elskan min, sagði hann rólega. — Og þú hafðir lofað að giftast mér áður en ég stakk upp á — þessu. Hvaða munur er á hvort við giftumst á morgun eða ekki fyrr en eftir sex mánuði? Judy var orðin róleg aftur. — Þú hefur rétt fyrir þér, Tom, hvíslaði hún. Það var svo augljóst að hann hafði rétt fyrir sér. Og það yrði dásamlegt að vera frjáls og sæl og losna við að standa Símoni reikningsskil. Tom faðmaði hana aftur og horfði yfir garðinn. Nú var komið tunglsljós. Þetta var sigurinn — hinn fullkomni sigur yfir Símoni. Hann giftist eigi aðeins stúlkunni sem Símon elskaði, heldur mundi hann einnig fá ráðin yfir eignum hennar, sem voru svo miklar að honum var óhætt æfilangt. — En nú verðum við að vera mjög varkár, Judy, sagði hann. — Við verðum að nota grímuna áfram, og láta Símon halda, að við séum orðin þæg og eftirlát. Augu þeirra mættust. — En þú elskar mig, Tom? — Ég tilbið þig.... Hlauptu nú inn. Ég kem eftir dálitla stund. Þau kysstust og svo sat Tom einn eftir. Fingurnir titruðu er hann kveikti sér í vindlingnum. Honum varð hugsað til Peggy og brosti. Það yrði hægðarleikur að fá hana til að skilia allt. Allar stúlkur voru flón! Hann óskaði sér til hamingju með að hafa leikið hlutverk sitt eins og snillingur. Þessa daga sem liðu frá afmæli Judy og til þess að hún fór til Stevenage, hafði Tom fengið Judy til að lofa því að minnast ekki neitt á strokuáform þeirra við Nannie. — Það er ekki vegna þess að við viljum fara bak við hana, elskan mín, sagði hann. — En þegar maður hefur afráðið að giftast á laun og — eins og við tvö — höfum fulla ástæðu til að gera það, gæti það valdið vandræðum að minnast yfirleitt á það við nokkra mannsekju. Þó ekki sé nema ein persóna þá getur það orðið einni of mikið. Nannie gæti fundist að það væri skylda sín að segja Simoni frá því. Og þá væri úti um allar okkar vonir. — En.... Honum tókst að látast vera umburðarlyndur og þolinmóður. — Og hvað sem öðru líður ætti heimsókn þinni hjá henni að vera lokið áður en við giftumst. Með því móti gætir þú lofað henni að vera viðstödd þegar við verðum gefin saman. Þá hefur hún ekki ástæðu til að láta sér finnast, að gengið sé fram hjá sér. En hún má bara ekki vita neitt fyrirfram. Judy sá að þessi rök hans voru rétt. — Eins og þú villt, hvíslaði hún. — Og ég sem ekki hafði ætlað mér að taka nokkurn hlut alvarlega næstu árin, bætti hún við og híó. — Það var nú ekki annað en ögrun við örlögin, væna mín, sagði hann. Svo hélt hann áfram í ópersónulegum tón, er hann heyrði að Símon kom: — Hve lengi ætlar þú að verða hjá Nannie? Svo sneri hann hér að Símoni. — Cragmere er þegar orðið eins og sorgarhús — eins og eitthvað leiðinlegt ætti að koma fyrir. Judy hló uppgerðarhlátur. — Ég býst við að verða hálfan mánuð eða þrjár vikur. Hún leit á Símon: — Ég býst við að þú lifir eins og blórn í eggi án min. Þá losnarðu við rifrildið! Hann svaraði rólega: — Tom hefur rétt að mæla. Heimili getur drukkið i sig andrúmsloftio, og hér er einhver drungi og óró komið yfir allt og alla. A KVðLDVÖKUNNI -K Snyrtimennska. Japanir eru ,sérstaklega hreinlátir með gólf sín. Þeir fara jafnvel úr skón- um við dyrnar hjá sér. Jap- jönskum stúdent féll sérstaklega illa hversu óhreinir voru gang- arnir í byggingu þeirri, sem hann bjó í. Um haustið festi húsvörðurinn þar upp spjald við dyrnar og stóð á því: „Gerið svo vel að þurka af fótum yðar.“ Japaninn skrifaði undir með blýanti: „Þegar þér farið út.“ R. Burroughs TAEZA 35»4 V*ATCH NOV*'* AS X PLACE IT WHEKE WATEK FLCWS SSTWEEN ROCKS. WAIT A FEW SECONPS- „Þetta er einfaldur og vel dugandi háfur,“ sagði Tarzan. „Fiskurinn getur synt inn, en ekki út.“---- „Horíðu nú á, á meðan ég set hann milli steina, þar sem vatnar á milli, við bíð- um í nokkrar sekúndur.“ — „Hæ, hæ, hérna kemur hann!“ kallaði drengurinn fagnandi um leið og frum- skógalávarðurinn dró upp háfinn fullan af fiski.“ Ungur maður ávarpaði geð- illan mann. j „Þegar maðúr hefir boðið stúlku á skemmtun með sér, 'gefið henni sælgæti og gefið jhenni að borða á eftir og ekið jhenni heim í bíl, ætti hún þá ekki að lofa manni að kyssa sig 'að skilnaði?“ Sá geðilli svaraði: „Huff! — Hann hefir þegar gert meira en nóg fyrir hana.“ „Getið þér gefið mér nokkrar bendingar um það hvernig reka eigi dagblað?“ spurði mað- ur sem var að læra blaða- mennsku. „Þér komið á öfugan stað,“ sagði ritstjórinn. „Þér ættuð að tala við einhvern af áskrif- endum mínum.“ Sjómaðurinn hafði verið mán- uðum saman á sjó úti og þegar hann kom í höfn stýrðd hann á næstu knæpu. Þegar þangað kom sá hann mann liggja þar ósjálfbjarga á gólfinu. Hann benti á manninn og sagði við gestgjafann: „Gefðu mér ögn af þessu.“ Ungur framkvæmdastjóri hafði kvartað við konu sína um verki og stingi undanfarið. Hvorugt þeirra gat gert sér grein fyrir því hvernig á þvi stæði. Þegar hann kom heim eitt kvöldið sagði hann: „Eg hefi loksins uppgötvað hversi vegna mér leið svona illa. Við fengum nýtízku húsgögn í skrifstofuna fyrir tveim vikum og eg komst að því í dag að eg hefi setið á pappirskörfunni.“ ★ Óhöpp. í Boston kom það fyrir, að þungavigtarboxarinn John Twohads kom inn á pall- inn og kastaði af sér slopp sín- um. Komst hann þá að því, og áhofendur líka, að hann hafði skilið eftir stuttbuxur sínar í búningsherberginu. ★ Martröð. „Þér segizt hafa martröð á hverri nóttu,“ sagði læknirinn. „Hvað er það sem amar að?“ Hinn þjáðd maður svaraði: „Mig dreymir að eg sé kvæntur." „E — hm,“ sagði læknirinn kæruleysislega. „Hverri?“ „Konunni minni,“ sagði sjúk- lingurinn. „Það er það sem gerir það að martröð.“ _ „

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.