Vísir


Vísir - 28.07.1960, Qupperneq 5

Vísir - 28.07.1960, Qupperneq 5
Fimmtudaginn 28. júlí 1960 v r’s i b Anægöir með árangurinn. Stutt spjall við 3 af nefndarformöunum á fundi Norrænu félaganna. Fréttamaður Vísis átti stutt samtiil við formenn fulltrúa- nefnda Norrænu félaganna í Svíþjóð, Danmörku, og Noreg. Nundur Norrænu félaganna var þá um það bil að ljúka og spurði fréttamaðurinn m. a. eftir ár- angrinum. Olaf Hedegaard, bankastjóri, formaður dönsku sendinefndar- innar kom t. d. svo að orði: „Tilgangur þessarra funda er að vekja og auka e.iningu Norð- ui'landanna. Hefur verið leitað að lausn, ýmissa þýðingarmik- illa vandamála aðlútandi verk- efnum okkar. Við álítum leit okkar hafa borið jákvæðan ár- angur. Allir hö.fum við lagt á- hei'zlu á að þjóðir Norðurlanda^ læri að þekkja hverja aðra. í þeim tilgangi hafa Danir og ís- lendingar skipzt á heimsóknum kennara og nemenda til að geta þeim innsýn í huga okkar mg líf.“ „Landfræðilega er Reykja- vík langt frá h.inum höfuðborg- um Norðurlandanna en félags- og menningarlega ekki fjær en Ynge Kristensson. hinar borgirnar hver frá ann- arfi,“ sagði Olaf Hedegaard þeg ar fréttamaðurinn spurði hvern ig honum líkaði Reykjavík sem fundarstaður. „Eg kom hingað 1949 á fund Norrænu félaganna. Mér þykir undravert hvernig borgin hefu.r i vaxið og dafnað. Reykjavík er falleg og ég þykist sjá af rækt íbúanna að þeim þykir vænt um hana.“ Yngve Kristensen, borgai'- stjóri, formaður sænsku nefnd- arinnar taldi fundinn hafa haft mikla þýðingu. Við höfum treyst tengslin við ísland, og séð nánar hvað hægt er til að tengja ísland betur við hinNoi'ð urlöndin. Við Svíarnir höfum mikinn áhuga á að efla félags leg samskipti við íslendinga í í líkingu við það sem Danir hafa ’ gert. En til þess skortir okkur fé. Við viljum stofna sjóð, sem hægt er að notfæra í þessum tilgangi. Nú er rætt innan Norrænu fé- laganna að koma upp norrænni miðstöð í Reykjavík. Hún á að vera samastaður allra manna sem eru af nor- rænu bergi brotnir og hingað koma til lengri og skemmri dvalar. Þar yrði einnig vett- vangur fjölbreyttrar fræðslu- starfsemi um hin Norðurlöndin eingöngu í þágu íslendinga. Þessi hugmynd er í samræmi við stefnu og óskir Norrænu fé- laganna um aukna v.iðkynningu milli frænþjóðanna.“ Því næst ræddi fréttamaður- inn við H. Groth foi’stjóra, for- mann norsku fulltrúanefndar- innar. ,,A fundum okkar hefur ver- ið rætt um vandamál þau sem hafa skapazt vegna hinna ó- líku tungumála, sem Norður- landaþjóðirnar tala, og séi'stöðu íslands og Finnlands í máli þessu. Þá var i’sett um hvernig hagnýta mætti útvarp, sjónvarp og dagblöð til að færa löndin og þjóðirnar saman. Þannig hugsum við okkur blaðamanna dág, sem væntanlega verður í fyrsta sinni haldinn í apríl 1961. Sömuleiðis leikur okkur hugur á að efna til nemendaskipta milli Norðurlandánna og yrðu þau skipulögð innan vébanda ýmissa sumarskóia í viðkorn- andi löndum.“ Groth forstjóri kvaðst hafa komið til Reykjavíkur fyrir 5 árum. „Svo mjög hefur Reykja- vík breyzt að mér fannst é-g varla þekkja hana aftur. Hér em gott að halda fundi. Við höfum farið í skemmtilegar kynniferð - ir og setið ánægjulega veizlur. Því má heldur ekki gleyma að*- við höfum verið sérstaklega' heppnir með veðrið.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Fagerholm for- mann finnsku fulltrúanefndar- innar. Mun það reynt síðai'. Ásgeir Ásgeirsson tekut aftur víð embætti 1. ágúst. Afhending kjörbréfs fer fram í sal Neðri deildar. Herra Ásgeir Ásgeirsson tek- ur á ný við forsetaembætti mánudaginn 1. ágúst n. k. At- höfnin hefst í dómkirkjunni klukkan hálf fjögur, en afhend- ing kjöi'bréfa fer síðan fram í sal neðri deildar Alþingis. Er kjörbréf hefur verið afhent, mun forseti koma fram á sval- ir þinghússins. Þeir, sem ætla að vera við kirkjuathöfnina, eru beðnir að vera komnir í sæti fyrir klukk- an hálf fjögur. í alþingishúsinu rúmast ekki aðrir en boðsgestir. - Gjallarhornum verður komið fyrir úti svo að menn geti fylgst með því sem fram fer í kii'kju og þinghúsi. Lúðrasveit mun leika á Austurvelli. (Frétt frá foi-sætisráðuney tinu.) Bandaríkin hafa heitið allri aðstoð. Kongd Gerð grein fyrir afstöðu Belgíu. Olaf Hedegaard. þyrfti það eð vera, þ. e. að prest- ai'nir gengju á undan jafnt í greði sem sorg fólksins, og ekki hvað sízt unga fólksins. Annað dæmi er héðan úr sveit- inni. Fyrir nokkrum árum dvald- ist hér um tíma ungur guðfræði- Ikandídat, en tók svo prestvígslu um haustið. Hann var mjög sam- rýmdur unga fólkinu, mætti á fundum þess og fór í ferðalög með því. Fólkið var hrifið af hon- um og þeim þætti, er hann tók í Skemmtanalífi þess. Er enginn vafi, að hann hafði mikil áhrif þennan stutta tíma, sem hann dvaldist með því. Það eru því miklar líkur fyrir því, að ef slík- ur maður starfaði ár eftir ár með ungu fólki í sveitum lanlsins, mundi það hafa stói'bætandi á- hrif og varanleg.“ Lumumba forsætisráðherra sambandslýðveldisins »' Kongó < ræddi • gær við Herter utanrík-| isráðherra og ságði eftir á, að hann hefði Iofað Kongó allri að- stoð, sem Bandaríkin gætuveitt, og yrði hún veitt fyrir milli- göngu Sameinuðu þjóðanna. Lumumba sagði við fré.tta- menn, að hann stefndi að sterku Kongó, sem væi’i alger- lega óháð. Hann var spurður hvoi't hann ætlaði til Sovét- ríkjanna áður en hann færi heim. Hann kvaðst ekki hafa önnur áform eins og 'stæði en að fara til Kanada á morgun (föstudag) og m. a. athuga skilyrðin að fá frönskumælandi verkfræðinga þaðan til aðstoð- ar í Kongó. Hann hafði viðkomu í Brúss- el, svo sem áður var getið, ræddi við forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra og gekk fyrir Baldvin konung. Afstaða Belgíu er þessi, að því er ráðherrarnir hafa til- kynnt: 1. Að vináttu- og samstarfs- sáttmáli Belgíu og Kongó sé enn í gildi. 2.. Belgiskt herlið fa'ri ekki frá Kongó fyrr én lið Samein- uðu þjóðanna hafi tekið við og öryggi belgisks fólks í landinu hafi verið tryggt. 3. Belgisltar herstöðvar i Kongó heyri ekki undir Sameinuðu þjóðirnar. 4. Hvort Katanga verði áfram sambandsríki eða segi sig úr sambandslýðveldinu sé innanrikismál í Kongó og væntanlega líti Sameinuðu þjóðirnar einnig svo á. Myndin er tekin á undir- búningsfundi forseta og ritara Norðurlandaráðs í Háskólanum. — Talið frá vintri: Nils Hpnsvald, for- maður, Noregi, Einar Lpch- en, skrifstofustjóri, Noregi, Leif Leifland, ritari, Sví- þjóð, Eiler Hultin, ritari, Finnlandi, K. A. Fagerliolm, formaður, Finnlandi, Bertil Ohlin, formaður ráðsins, Svíþjóð, dr. Gustaf Petrin, Svíþjóð, Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri, íslandi, Gísli Jónsson, formaður, Islandi, Erik Eriksen, formaður, Dan- mörku og Frantz Wendt, að- alritari, Danmörku. (Ljósm.: P. Thomsen). FEóttaféiki fækkar í Evrópu. ISandaríkiu taka við 5.500 á næstu Fregnir frá Genf herma, að um 5500 flóttamenn frá Evrópu muni eignast heimili í Banda- ríkjunum á næstu 2 árum, á grundvelli lagabreytinga, sem eru nýkomnar til framkvæmda. Walter M. Kotschnig fulltrúi í Eínahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna gerði þetta að umtalsefni í Genf í fyrradag. Kvað hann Banda- rikin mundu , taka við lim 25 af nverjum 100 flottamönnum, sem 38 þjóðir • innan vébanda Sameinuðu þjóðanna reyna að útvega dvalarstað til fram- búðar. Lagabreytingarnar heimila einnig innflutning munaðar- lausra barna, sem bandarískir foreldi’.ar taka í fóstur. Samkvæmt seinustu skýrsl- um voru í lok ársins 1959 115.000 flóttamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem ekki er búið að koma fyrir til fram- búðar, og hafði fækkað um 148.00Ó frá því í árslok i958, .

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.