Vísir


Vísir - 12.08.1960, Qupperneq 9

Vísir - 12.08.1960, Qupperneq 9
Föstudaginn 12. ágúst 1960 V I S I B Á 6. hundrai vangefínna fiarfnast hæiisvistar. Efnt til happdrættis með skatt- frjálsum vinningum. Styrktarfélag vangefinna í Reykjavík, eitt yngsta líknar- félagið hér á landi, stofnað fyrir 2 árurn, efnir nú til happdrættis fyrir starfsemi sína, með 10 vinningum. Aðal- vinningurinn er Opelbifreið að verðmæti 20 þús. kr., en að auki eru 9 aukavinningar að xipphæð 70 þús. kr. Heitir fé- lagið á alla að kaupa miða og styrkja með því gott málefni. Happdrættismiðarnir eru gefnir út á bifreiðanúmer á öllu landinu, þannig, að hver bifreiðareigandi á kost á til næstu mánaðarmóta að kaupa miða með númeri bifreiðar sinnar. Miðinn kostar 100 krón- nr og eru vinningar skattfrjáls- ir. Happdrættismiðana er hægt að panta á skrifstofu Styrktar- félagsins á Skólavörðustíg 18 <símar 15941 og 24651) og á öllum bensínstöðvum í Reykja- vík og Hafnarfirði, og verða þeir sendir heim að kostnaðar- lausu. Dregið verður í happ- drættinu 1. nóvember. Félag þetta vinnur að því, að koma upp viðunandi hælum fyrir vangefið fólk, og myndi flesta furða að heyra sannleik- ann um þá miklu og brýnu þörf, sem hér er á að finna lausn þessa vandamáls. Félagið vill skapa þessu fólki skilyrði fil að ná þeim þroska, sem hæfileikar þess leyfa og að starfsorka vangefins fólks verði hagnýtt. Ennfremur, að einstaklingar, sem kynnu að vilja afla sér menntunar til þess að annast vangefið fólk, njóti ríflegs styrks í því skyni. Að tilhlutan félagsins hefir Kópavogshæli fært að nokkru lát starfsemi sína með nýrri við- bótarbyggingu, svo að tala vist- manna þar er komin upp í 80. Þá er hafin bygging dagheimil- is fyrir vangefin börn í Reykjavík og nágrenni. Þeirri byggingu hefir verið valinn staður í Safamýri. Þá hefir staðið yfir samningur milli Styrktarfélagsins og Umdæm- isstúkunnar nr. 1 um framtíð- arstarfsemi barnaheimilisins í Skálatúni í Mosfellssveit, þar sem rekið hefir verið heimili fyrir vangefin börn um mörg ár, og verður í sumar hafin bygging nýs heimili þar, þar eð hin gamla er ónóg. Þá hefir Styrktarfélagið sl. 2 ár rekið leikskóla fyrir vangefin börn í Reykjavík, en sökum húsnæðis- vandræða hefir aðeins verið hægt að sinna fáum börnum, þar eð hinsvegar þörfin og eftir spurnin er geysimikil. Má því öllum ljóst vera, að hér er brýn nauðsyn raunhæfra aðgerða til lausnar þessu vandamáli, því að óhætt er að fullyrða sam- kvæmt fengnum gögnum, að a. m. k. 500—600 manns sé svo vangefið, að þurfi hælis með. En samtals eru um 150 vist- menn á þeim 3 hælum, sem til eru í landinu: Kópavogshæli, Barnaheimlinu í Skálatúni og í Sólheimim. J Síra Ingólfur Þorvaldsson framkv.stjóri Styrktarfélag&ins ! ræddi í gær við fréttamenn um 1 þessi mál. En stjórn Styrktarfé- J lags vangefinna hafa skipað frá stofnun þess: Hjálmar Vil- hjálmsson ráðuneytisstjóri, Guðmundur Gíslason múrara- meistari. Aðalsteinn Eiríksson námsstjóri, Kristrún Guðmunds dóttir og Sigríður Ingimars- dóttir. Sérstök deild félagsins hefir verið stofnuð á Akureyri, og er ætlunin að stofna deildir sem víðast á landinu. Árgjald félagsmanna er 50 krónur, en ævifélagsgjald 500 krónur. í sumar hefir verið haldið námskeið fyrir kennara í Reykjavík til að kenna í sér- stökum deildum skólanna fyr- ir tornæm börn. Krúsév vill heimsækja Mexikó í september. Þá er 150 ára sjálfstæ&fsafmæ!! landsins, én Mexikóstjórn er lítt hrifin. . .Það var almœlt í höfuðstöðv- um Sameinuðu þjóðanna 4. þ. m., að Krúsév myndi fara i heimsókn sína til Mexíkó um . miðjan september — og yrði þá kominn til vesturálfu nokkr- um dögum fyrir fund Allsherj- arþings Sameinuðu þjóðanna. Það kemur, sem kunnugt er, saman til fundar 20. sept., og vill Krúsév gjarnan gera það að einskonar fundi æðstu manna. Sagt er að Krúsév hafi í huga að vera á hátíðinni, sem haldin verður í Mexikó 16. sept., til þess að minnast 150 ára sjálfstæðis, en stjórnin í Mexí- kó hefur raunar boðið helztu stjórnmálamönnum margra landa að vera við hátíðahöldin Þar sem Krúsév hefur þekkzt boð um að koma í heimsókn til Kúbu, eru upþ getgátur um, að hann muni koma við í Hav- ana annaðhvort er hann fer til Mexíkó eða kemur þaðan. í fregn frá Mexíkó City seg- ir, að stjórnin hafi næsta lít- inn áhuga fyrir áformum Krús- évs. Haft er eftir háttsettum mönnum, að koma Krúsevs væri óheppileg á þes'sum tíma, vegna „anna ráðherra í sambandi yið hátíðahöldin, sem þannig gætu ekki sinnt sem skyldi svo tign- um gesti“. Þannig var það orðað. Heimsókn Rússa til Færeyja vekur athygli Sagðir hafa flogið yfir radarstöð NATO þar. Frá fréttaritara Vísis. — Kaupmannahöfn í gær. Það gengur sú saga hér, að meðan rússneski ambassador- inn í Kaupmannahöfn hafi ver- ið gestur um borð í móðurskip- inu Svjatogor við Færeyjar, hafi hann ásamt nokkrum hátt- settrun Rússum, ríkisiunboðs- manninum í Færeyjum, yfir- manni flotastöðvarinnar og nokkrum færeyskum land- 1 stjórnarmönnum flogið í heli- kopter inn á bannsvæði radar- stöðvarinnar í Færeyjum. Fréttastofufregn herma að Levytchkine ambassador hafi haldið veglega veizlu um borð í skipinu og hápunktur veizl- unnar hafi verið flug í heli- kopter frá skipinu yfir umrædd- an stað og inn til Þórshafnar. Yfirmaður danska flotans við Færeyjar hefur borið þessa sögu til baka og segir að hún sé uppspuni. Það einasta sem er rétt í henni er, að umræddum mönnum var boðið í ílug með helikopter skipsins, en flugferð- in var frá skipinu, sem lá skammt undan Þórshöfn og inn vfi’- bæinn. Radarstöðin er 15 kílómetra frá Þórshöfn og hún var þar að auki umvafin þoku þegar flogið var. Erindi um landbúnað í háskólanum. Tvö erindi um landbúnað verða flutt í sambandi við sum- arfund Félags ísl. búfræðikandí tata. Fyn-a erindið flytur dr. T. S. , Ronningen frá Bandaríkjunum, aðalsérfræðingur og eftirlits- maður með tilraunum þeim, er bandaríska landbúnaðarráðu- neytíð styrkir í einstökum fylkj um. Hann mun ræða um rann- sókrþr á fóðurjurtum á norð- lægum slóðum. Síðará erindið Kletturinn júti í sjónum heitir Skarreklit og er við Bulbjerg í |flytUr H. Land Jensen tilrauna- Danmörku. Svæðið hefur nú verið friðað, en það þýðir, að enga stjóri á tilraunastöðinni á Öd- sumarbústaði má byggja þar. Þykja þeir skemma landslagið. ! um á Jótlandi og fjallar það um A.Hs er þarna um að ræða 75 ha. land sem bjarga á, og m.a. jræktun fóðurjurta og geymslu verður að fjarlægja 6 sumarbústaði á næstu árum. 'þeirra. Verölag helztu nauðsynja. Til þess að almenningur eigi auðveldara að fylgjast með vöruverði birtir skrifstofan eftirfarándi skrá yfir útsöluverð nokkurra vörutegunda í Reykjavík, eins og það reyndist yera 1. þ.m. Verðmunurinn, sem fram kemur á nokkrum tegundanna stafar af mismunandi innkaupsverði og/eða mismunandi teg- undum. Nánari upplýsingar um vöruverð eru gefnar á skrifstofunni eftir því sem tök eru á, og er fólk hvatt til þess að spyrjast fýrir, ef því þykir ástæða til. Upplýsingasími skrifstofunnar er 18336. Matvörur og nýlenduvörur: P Lægst. Hæst. m Kr. Kr. ‘ Rúgmjöl pr. kg 3.20 4.40 Hveiti pr. kg 5.20 5.80 * Haframjöi pr. kg 4.40 6.65 Hrísgrjón pr. kg 6.20 9.40 Kartöflumjöl pr. kg. 8.30 9.35 Te 100 gr. pk 16.10 18.55 Kakaó Vz lbs. dós 13.10 22.00 Suðusúkkulaði pr. kg 118.40 Molasykur pr. kg 8.45 10.25 Strásykur pr. kg 6.35 7.35 Púðursykur pr. kg 8.55 9.30 Kandís pr. kg 15.35 17.91 ftúsínur, steinlausar pr. kg. .. 22.75 28.40 Sveskjur pr. kg 42.00 44.55 Kaffi, br. og m. pr. kg .1. ” 48.00 Kaffibætir pr. kg 23.00 Smjörlíki i . . 13.40 Fiskbollur. 1/1 dós 15.20 Þvottaefni, Rinsó 350 gr. pk. .. 12.60 1405 — Sparr 350 gr. pk f 7.50 — Perla 350 gr. pk 7.80 — Geysir 250 gr. pk 4.9ð Súpukjöt pr. kg 18.90' Léttsaltað kjöt pr. kg 21.50 Saltkjöt 19.83 Gæðasmjör I. fl 52.20 Mjólkurbússmjör II. fl 45.20 Heimasmjör i'r 40.00 Egg, stimpluð pr. kg 30.90 Þorskur, nýr, hausaður pr. kg. 2,70 Ýsa, ný, hausuð pr. kg 3,60 Smálúða pr. kg. 9,40 Stórlúða pr. kg 14,50 Fiskfars pr. kg 10,00 Nýir ávextir: Epli, Delicious pr. kg 1 j 33.00 | — North Spy . r ' 24.33 Ben Davis : 19.00 Appelsínur, Jaffa I. fl. .... .. i * 1 > J 21.00 Sunkist ’ . [ ! 1 25.00 Bracilia , 13.00- Bananar I. fl .f.. 29.50 s 1 Olíá til húsakyndingar pr.;; Ítr... £ ■- < • v f*. , L35** J'Kol pr. tonn • 1080,00* Ef seit er meira en 250 kg: 1 pr. 100 kg [ - 109,00 ]

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.