Vísir


Vísir - 12.08.1960, Qupperneq 10

Vísir - 12.08.1960, Qupperneq 10
10 Vl S I B Föstudaginn- 12. ágúst 1960 H. WOGAX: ttjchadjctfuttiHH ÁSTAIISAGA 14 ' „Dulcie sagði að hefðir œtlað ac tala við gistihúsbrytann um dansleikinn.“ „Já, ég muh hafa minnzt eitthvað á það — ég hef ætlað mér það. En svo var hringt frá Jolsen og það breytti áætluninni. Hinir í skemmtinefndinni tóku að sér að annast um pöntunina a kvöldmatnum." i Hann reyndi að þrýsta henni að sér og horfði órólegur á hana. Og vegna óróans misskildi hann alveg hvernig ástatt var. „Er þér órótt út af tennisdansleiknum, Jill? Ef svo er, þá þarftu ekki að fara.“ j „Þú vilt auðvitað helzt ekki hafa mig þa.r,“ sagði hún hvat- skeytislega, „ekki hafa blinda konu í eftirdragi. Það getur ekki ,verið gaman að því, þar sem svo margar aðrar eru til að skemmta sér við. Sylvia Braden, til dæmis...“ Mjúk og sveigjanleg rödd hennar hafði misst allt lífrænt, hún var köld og dauð. En nú var þetta sagt, hún hafði opinberað þessar sjúku hugs- anir, sem höfðu kvalið hana svo lengi. Úr fíngerðu, mögru andliti hans var ekkert lesið nema furðan. Svo fór hann að hlæja, tók hana í faðminn og hristi hana. „Jill, ertu gengin af göflunum. Er Sylvia Braden ailt í einu orðin lifandi vera með holdi og blóði. Hver er hún þá?“ „Eg veit það ekki — veizt þú það?“ „Nei, síður en svo! Eg man að við vorum að gera að gamni okk- ar með eitthvað, sem hét Sylvia Braden. Það var aðeins nafn.“ Dulcie kom inn i þessum svifum, og hann sneri sér hlæjandi að henni. „Dulcie, komdu og hjálpaðu mér,“ sagði hann. „Jill fullyrðir, að ég sé að skemmta mér með einhverri stúlku, sem heitir Sylvia Braden. Einhverri dularfullri veru, sem ég hafi stefnumót við á kvöldin, þegar ég er ekki heima. Hvað segir þú um það?“ Dulcie hló líka — en hláturinn var ekki eðlilegur. 1 „Þú ert bjáni, systir góð,. sagði hún hátt og reyndi að vera sem eðlilegust. „Jack mundi aldrei svo mikið sem líta á nokkra aðra stúlku, þegar þú ert nærri... Góði Jack, hjálpaðu mér með mat- arbakkana. Eigum við ekki að fá okkur eitthvað að drekka líka? ‘ Jill settist í hægindastól er þau voru farin fram í eldhúsiö. Hún rifjaði upp fyrir sér hreiminn í því, sem systir hennar hafði sagt. Það var rödd manneskju, sem laug — sem reyndi að villa sýn. ........... Systir hennar vissi hvað var, að :gérast í veröld hinna sjáandi, vissi hvað hennar eigin myrkur. .byrgði. .En hún rnundi aldrei fletta ofan af því, sumpart vegna þess að hún vildi ékki koma upp um Jack. Leyndarmálum Jacks var vel borgið hjá Dulcie •— og hún sjálf — blinda konan hans ... Var henni ekki fyrir beztu að hún fengi ekkert að vita? „f dag' geturðu látið hundinn verða heima,“ sagði Dulcie, er þær voru ferðbúnar til hárgreiðslukonunnar daginn eftir. „Hann verður aðeins til trafala.“ Jill sagði fátt, er þær voru á leiðinni um bæinn. Hún virtist þreytuleg og annars hugar. Það var eins og hún hefði misst áhug- ann fyrir öllu því, sem daglega lifið skipti. Dulcie gekk við hliö hennar, tíguleg og örugg, eins og hún átti vanda til. Hún tók léttilega í handlegginn á Jill, er hún þurfti að stýra henni fram- hjá fólki eða vögnum. Jill fann vorsólina, raddir hækkuðu og lækkuðu í eyrum hennar, Myrkur hennar og einstæðingsháttur var henni þungbærari en áður. Innra ljósið, sem hafði hjálpað henni yfir torfærurnar, var slokknað ... Dulcie beið inni í klefa Jill meðan hárgreiðslustúlkan var að snyrta hana, en svo settist hún í klefann á móti. Þessa stund- ina voru ekki aðrir gestir í stofunni en hún og Jiil. Hárgreiðslustúlkan var ung og búlduleit, snör og handlagin. Hún talaði ekki um annað en tennisdansleikinn meðan hún var að greiða þeim hárið. Allar dömur í bænum, sem nokkru máli skiptu, höfðu látið greiða sér, og þessi og þessi hafði fengið sér nýjan kjól. Tennisdansleikurinn var samkvæmi, sem öll Torring- ham talaði um. Jack hafði verið í félaginu síðan hann var ung- lingur og var duglegur í tennis. í ár var hann formaður skemmti- nefndarinnar, og átti að sjá um að allt yrði sem fullkomnast. Hann hafði að vísu svo margt að hugsa, nú orðið, að hann mátti illa vera að þessu, en hann hafði samt ekki vilja afrækja tenn- isinn. „Afsakið þér, að ég bregði mér frá í tíu mínútur og fái mér kaffibolla," sagði stúlkan, er hún, setti hettuna á höfuðið á Dulcie. „Eg hef hvorki fengið vott né þurrt í allan dag, en það er svolítið hlé hérna einmitt núna. Eg verð komin aftur áður en hárið á yður er orðið þurrt, ungfrú Miller, og frú Grange hef ég lokið við.“ „Já, þér skuluð bara fara,“ sagði Dulcie og tók blað og hag- ræddi sér i stólnum, með hettuna á höfðinu. Hún lagði blaðið i fang sér undir eins og stúlkan var farin. Þarna í stofunni var hljótt og kyrrt. Jill sat og beið í sínum klefa. Hár hehnar var hrokkið í verunni og þurfti því ekki langrar með- ferðar við. Allt í einu datt Dulcie nokkuð í hug. Það kom glampi í augun á henni. Þarna væri tækifæri, sem mundi kannske aldrei gefast aftur — hún gat ekki látið það ganga úr greipum sér ... Hún hállaði sér aftur i stólnum og lokaði augunum til að geta hugsað sem skarpast. Hún var snillingur í að herma eftir og gera sér upp raddir og málfæri. Henni var hægðarleikur að búa tíl samtal tveggja kvenna, er sæti sín í hvorum básnum í hársnyrti- stofunni, — ef henni tækist að hafa gott vald á taugunum. Svo byrjaði hún að tala við sjálfa sig — fyrst kom gömul og ólundarleg kerlingarrödd, og svo svaraði ungleg og dálítið gjall- andi og frenjuleg stúlkurödd. Og málfæri þeggja var ósvipað þvi, sem gerðist í- Torringham. „Sástu ungu stúlkuna blindu, sem kom hér inn fyrir nokkru?“ „Já, vitanlega — það er hún, sem er gift Grange, verksmiðju- eigandanum.“ „Já, aumingja manneskjan, henni er vorkunn. Að vera gift öðrum eins manni. En honum hefnist áreiðanlega fyrir að fara svona með hana.“ „Fara svona með hana? Hvað áttu við?“ „Hefurðu ekki heyrt það? Hver einasta manneskja í bænum veit það — nema hún sjálf, veslings konan. Að hann heldur við aðra ... Skratti lögulega, rauðhærða stelpu, sem er nýkomin i bæinn. Ekki veit ég hvað hún hefur fyrir stafni — hún er sjálf- sagt ein af þeim, sem ekki þurfa að vinna. Mér finnst það bæöi synd og smán ... “ „Nú þykir mér týra á skarinu. Þér er ekki alvara?" „Hvort mér er alvafa. Eg hef séð þau saman sjálf — hvað eftir annað. Eg held að hún heiti Sylvia Braden, og ef það er nokkuð, sem ég get ekki fyrirgefið karlmanni, þá er það ... “ Nú lét Dulcie „raddir“ sínar verða að lágu pískri, sem ekki heyrðist, og þegar hárgreiðslustúlkan kom inn aftur, var orðiö þögn í stofunni. „Eg hef vonandi ekki verið of lengi,“ sagði hún fljótmælt og tók hettuna af Dulcie. „Nú held ég að hárið á yður sé orðið þurrt, ungfrú Millar.“ Dulcie var óþolinmóð meðan stúlkan var að ganga frá þéttu, hrokknu lokkunum á henni. Þegar því var lokið fór hún undir eins inn á básinn, sem Jill sat í — hún þurfti ekki annað en líta á fölt og tekið andlitið til þess að sannfærast um að hún hafði ekki leikið fyrir daufum eyrum ... Jill stanzaði snögglega, er þær voru komnar út á götuna. „Þú hefur sjálfsagt heyrt hvað þser sögðu, þessar tvær þarna inni, Dulcie?" spurði hún. A KVÖLDVÖKM R. Burroughs - TARZAN 3025 SEN'S P'ARTV OZEPT TOWAZP TWE ^EPGE OF A CLEAKINS— ANF SAW TWO BASVAPES FKOLICKJNS IN THE SUN. '‘OttUNCLE ben!" SQUEALEF BOSBV IN PEUSWT. “CAN X t-IAVE ONE OF THEÍA FOZ A PET?" BAKNES HESiTATEP, THEN ABKUPTLV OFFEPEF HIS CONSENT— FOIS. WE HAF’ TVDUGHT OF AN EVIL ANP* MUK7EI30US PLANl! ÍVið sólarupprás spruttu menn á fætur og byrjuðu í [ ákafa að undirbúa veiðiför- ina. Tarzan var valinn farar- stjóri og lagði hann nú af stað með hópinn inn í frum- skóginn óafvitandi um hættu legan atburð, sem þar myndi ske. '.UL. ■ I«i=#aál Þeir voru á flugi yfir Sahara- auðninni ,og Breti einn leit út og athugaði hið mikla auða svæði. Hann sagði: — Þetta er andstyggilegur staður. Samferðamaður ’hans sem var íri sagði: — Þetta er heim- kynni djöfulsins. Annar til, sem var Amerí- ani, sagði: — Þetta er ágætur staður til að leggja bílnum sín- um á. *¥• Hin óviðjafnanlega glæpa- sagnaskáldkona Agatha Christ- ie er einn af tekjuhæstu rit- höfundum veraldar. En hvað verður eftir, þegar skattstjór- inn er búinn að taka sinn skerf, kemur þetta hljóð í skáldkon- una: — Hið dýrlega við að vera eftirsóttu rithöfundur er það, að maður getur veitt sér að taka leigubíl, þegar maður þarf á því að halda! í Chicago eru menn orðnir æði siðavandir — og eru tekn- ir upp á að sekta hvern pilt og stúlku, sem kyssast á bekkjun- um í almenningsgörðunum. Fénu, sém kemur inn í sektir, verður varið til viðhalds á bekkjum í görðunum! ★ Það hefir verið haft fyrir satt, að hinn mikli franski rit- höfundur Balzac hafi lifað af 50 þúsund bollum af kaffi og dáið af 50 þús. bollum af kaffi, en sannleikurinn er sá, að hann innbyrti fleira en það. Eg hef einhversstaðar séð, að hann kom eitt sinn inn á eitt af frægustu veitingahúsum í París í þá daga, Véry, og lét sig ekki muna um að hvolfa í sig þessari máltíð: Eitt hundrað ostrum, einni tungu, 2 lambakótelettum, 2 steiktum akurhænum, 1 önd, ost, eftirrétt og ávöxtum. Þessu skolaði hann niður með 3 flösk- um af borogne — og svo kom auðvitað kaffi og líkkjörarnir ofan á þetta! ¥• Hafðu mig ekki fyrir því! Picasso og aldavinur hans, þúsundþjalasmiðurinn Jean Cocteau, voru daginn að sóla sig á Rivieraströnd og létu margt fjúka sín á milli. — Eg verð oft að leggja heil- ann í bleyti út af því að búa til mynd af hinum fullkomna ein- ræðisehrra, sagði Picasso. — Kæri vinur, svaraði Coc- teau. — Hvað segirðu um að láta hann hafa yfirskeggið af Hitler, hökuna af Mussolini. nefið af Franco og brosið af Krúsév? ★ Að sumu leyti eiga börn leik- sviðsins sælli daga en við hir.. Lítum t. d. á Maríu Callas. Þegar hún vár komin heim aftur eftir. hinar glæsileg'ustu viðtökur, varð henni að orði: — Þessar stórglæsilegu mót- tökur hljómuðu eins og tónlist í eyrum mínum og þurrkuðu gersamlega út alla þá beizkju. sem hjónabandsvandræðin bök- uðu mér.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.