Vísir - 19.08.1960, Page 7

Vísir - 19.08.1960, Page 7
V -f Föstudaginn 19. ágúst 1960 VISIR 7 Siguríkur Berndsen segist stnrtapa. Mí'ubi intt ttö Rergssttiðtt' strœti 10Æ upplvjstur. Menn hafa góða lyst á Gullfossi. í hverri sumarferð borða menn 12-1300 kg. af kjöti auk alls annars. Hafa menn nokkurn tíma velt því fyrir sér, hvað menn borða mikið á skipum þeim, sem halda uppi ferðum milli landa. Það sjá allir í hendi sér, að það er ekkert smáræði, sem menn leggja sér til munns á risaskipum eins og „drottning- unum“ brezku, þar sem farþeg- 1 ar skipta þúsundum, en það vita líka allir, að íslendingar fá mikinn og góðan mat á íslenzku farþegaskipunum. Tíðindamanni Vísis kom þess vegna til hugar að forvitn- ast um mataræði á Gullfossi, sem segja má, að sé hið eina fljótandi hótel landsmanna, enda ganga þær sögur af viður- værinu þar, að það gerist ekki betra á stærri skipum. | Þær upplýsingar, sem tíð- indamaðurinn fékk, voru á þá leið, að það er enginn vafi á því, að menn munu almennt krefjast þess, að fundið sé ó- brigðult ráð — og án tafar — til þess að ráða niðurlögum hins skæðasta kvilla allra tíma, sjó- veikinnar. Ef ekkert verður að gert, er hætt við því, að sjó- veikir sælkerar leggist í rúmio af einskærri örvíinan, er þeir lesa mataræðislýsingu þá, sem fer hér á eftir. í einni Kaupmannahafnar- ferð Gullfoss — fram og aftur — sem farin var 24. júlí til 6.! ágúst, neyttu 400 farþegar og 68 skipverjar alls 1239 kg. af kjöti af öllum tegundum nema fuglakjöti, en af því borðuðu' menn 214 kg. og 502 kíló af fiski. Með þessu borðuðu þeir svo allar hugsanlegar tegundir af grænmeti og ávöxtum, og enn fremur ókjör af brauði og áleggi. Til þess að skola öllul þessu niður höfðu þeir svo all-l ar tegundir af borðvínum á verði, sem minnir mann helzt á reikningsdæmin úr bók Elí-; asar Bjarnasonar. Hér fer á eftir matseðill eins dags á fyrsta farrými: Ardegisverður: Ananassafi— grape ávöxtur, auk þess er soð- 1 ið egg eða bacon með eggi, corn' flakes, hafragrautur, ostur, kaffi, te eða mjólk og alls kon- ar brauð. Miðdegisverður: Kalt borð. Saxaður kálfsbauti, Grenobloise kaffi. Kvöldverður: Uxahalasúpa. ■ Soðinn lax, agúrkusalat. Kjúkl- ! ingar, Cocotte Mascotte. —j Praline-ís, — kaffi. Þetta er sem sagt matseðill eins dags, valinn af handahófi. „Lillý verður léttari“ í Njarðvíkum í kvöld. *_ I Revkjisvík usn midja næstu viku. Sem kunnugt er, hafa marg- ir af leikurum höfuðstaðarins ferðast um lancLið í sumar og skemmt fólki með leiklist sinni við miklar vinsœldir. Eru þeir flestir komnir aftur úr þeim ferðum. Nú í vikunni komu þau Bessi, Herdís, Bryn- dís og Klemenz aftur til bæj- arins eftir að hafa sýnt sjón- leikinn „Lillý verður léttari" 38 sinnum á 36 dögum, fyrst í Borgarnesi, síðan vestur, norð- ur og austur um land og end- uðu í Höfn í Hornafirði. Nú hafa þau í hyggju að hafa nokkrar sýningar á Suður- landi. Sýna þau í Njarðvík í kvöld, í Grindavík annað kvöld og á Hellu á sunnudag. En um^niðja næstu viku byrja svo sýningar í Sjálfstæðishús- inu í Reykjavík. Þessum sýn- ingum lýkur svo fyrir mán- aðamót, því að þá hefja þess- ir leikarar starf við Þjóðleik- húsið Austurvöllur hefir verið sérstaklega litskrúðugur og fagur í sumar, eins og þeir vita gerla, sem hafa átt þarj leið urri. Þessi mynd var tek- in fyrir fáeinum dögum og gefur góða hugmynd um blómaskrúðið, en trén eru í rauninni ekki alveg eins og á myridinni virðist. iÞ€ÞU'€»rS — Framh. af 1. síðu. rætt var um byssu þá, sem fannst í flugvélaflakinu en hann kvaðst aldrei mundu ha^a gripið til hennar, nema til veiða, ef svo hefði borið undir, enda hefði hún verið til þess ætluð — og bætti við: Enginn veit það nema eg, að eg gæti aldrei banað manni. I Líkur eru fyrir, að Powers fái mildan dóm — vegna játn- ingar sinnar og framkomu,! enda litið svo á, að það séu leiðtogar Bandaríkjanna sem' séu raunverulega þeir ákærðu — allt þetta hafi verið sett í gang til þess að hnekkja áliti þeirra. Grinev, verjandi Powers sagði í gær, að hann teldi að, Powers fengi vægan dóm. Rudenko, aðalsaksóknari í málinu gegn Powers, flutti lokaræðu sína í morgun. Hann krafðist þess ekki, að hann yrði látinn sæta lífslátshegn- ingu, heldur að hann yrði dæmdur til hámarks fangelsis- vistar, sem er 15 ár. Hann kvað sekt hans hafa fyllilega sannast og svift hefði verið grímunni af glæpsamleg- ^ um fyrirætlunum til árásar á j Sovétríkin. Ennfremur hefði i Powers verið sendur í njósna- ( flugið samkvæmt beinni fyrir- , skipan Eisenhowers til þess að j fá skálkaskjól til þess að koma fundi æðstu manna fyrir katt- arnef. Mikill hluti ræðunnar var árás á Bandaríkjastjórn fyrir utanríkisstefnu hennar. Tveir ólánssamir piltar gáfu sig fram við sakadómara í gær, og kváðust vera þeir, sem lýst var eftir í Vísi í sambandi við brunann að Bergsstaðastræti 10 A. Vísir skýrði frá því, að kona á efstu hæð næsta húss, hefði orðið vör mannaferða rétt fyrir brunann, og gaf hún mjög ná- kvæma og greinargóða lýsingu á mönnum þessum. Þessi lýs- ing hennar var birt í Vísi í gær að ósk rannsóknarlögreglunnar, og er ekki ólíklegt, að það hafi stuðlað að því að mennirnir gáfu sig fram. Piltar þeir, sem um ræðir, höfðu verið við skál um kvöld- ið, og segja þeir tilefni þess m. a. háfa verið það, að sá þeirra, sem skartaði alskeggi, hafði á- kveðið að raka sig. Þeir höfðu ranglað að þessu húsi, séð þar opnar dyr og brunabrak og rusl fyrir innan. Svo stóð á að ann- ar þeirra þurfti að væta jörðina, og kaus hann þennan stað til þeirra hluta. Að vei'ki þessu loknu kveikti hann sér í sígar- ettu, og kveðst hafa kastað eld- spýtunni frá sér í óaðgætni í ruslið, en síðan hafi þeir haldið á brott. Mikið var búið að leita að mönnunum af hálfu lögreglunn- ar, og talað við fjöldann allan af fólki, bæði fólk í næstu hús- um, svo og ýmsa, sem á ein- hvern hátt þóttu líklegir til aff vita um þetta, — en árangurs- laust. Piltarnir halda því fast fram, að þetta hafi verið algjört óvilja | verk, og gáfu sig fram á þeim forsendum. Sigurður Berndsen, eigandi hússins sagði við blaðamann Vísis í morgun, að þetta hafi verið stórtap fyrir sig. Hann. segist hafa haft 6700 krónur á mánuði í leigu fyrir húsið, „ .. . og safnast þegar saman kemur. Þú hlýtur að skilja það, góði, , að þegar maður hefur 20—30 íbúðir, sem maður leigir út og þarf að lifa af, þá munar strax um þetta.“ — En fékkstu þá leiguna greidda þarna? „Greidda? Auðvitað. Ég leigi aldrei öðruvísi en með árs- greiðslu fyrirfram.“ — Það er þá auðveld inn- heimtan hfá þér. „Já, það þýðir ekki annað. Hvernig heldurðu að það væri ef ég gerði það ekki? Yrði að hafa mann til innheimtu. Það mundi nú kosta aldeilis skild- ing. Minnst 6000 krónur á mán- uði. 72000 á ári. Jaaá. Það er fljótt að koma. Svona er það að vera rikur og eiga stóreignir. Aumur er öfundslaus maður.“ NB: í gær sagði S. B., að hann fengi enga leigu aí háiinu. Sambúð litdlands og Pak- istans fer batnandi. JVehru hefur heismsóku þtsutjuö í hugts. Sjö Frakkar drukkna. Sjö Frakkar drukknuðu á sunnudaginn í fljótinu Doubs í Frakklandi. Ferju með 48 manns innan- borðs hvolfdi á fljótinu, og tókst að bjarga öllum nema sjö, sem strauumrinn hreif með sér. Fregnir frá Nýju Dehli herma; að horfur séu á batn- andi sambúð Indlands og Pak- istan. Segir í þeim, að í báð- um löndunum fari fjölgandi á- byrgum mönnum, sem óski bættrar sambúðar, einkanlega með tilliti til samstarfs á efna- hagssviðinu — og til þess að standa saman gegn kommún- istahœttunni í norðri, Deilur hafa verið milli Ind- lands og Pakistan allt frá því, er Indland fékk sjálfstæði fyr- ir 13 árum og var skipt. Deilt hefur verið um fjárhagsmál, mál flóttamanna, áveitur og framræslu, viðskipti, landa- mæri o. s. frv. En alvarlegasta deiluefnið hefur verið sú um Jammu og Kashmir eða ríki, sem er 84 þúsund fermílur að flatar- máli. í næstum 12 ár hefur verið ótryggt ástand vegna þeirrar deilu, en beggja vegna vopnahléslínunnar hafa deilu- aðilar lið. Ayub Khan vildi bœtta sambúð. Undir eins og Mohammed Ayub Khan hafði tekið völdin í Pakistan 1958 (í október) fór hann að vinna að bættri sam- búð við Indland. Þessu var kuldalega tekið í Indlandi framan af, en smám saman hefur breyting á brðið. Þóttu það ekki lítil tíðindi þar eystra í fyrri viku, er Nehru forsætisráðherra Ind- lands lét þess getið á þingi, að hann kynni að fara í heim- sókn til Pakistan bráðlega. Sagt er, að hann hafi um nokkurt skeið haft hug á að endurgjalda stutta heimsókn Ayubs forseta frá í september í fyrrahaust. Þeir hafa síðan hitzt í London og fór vel á með þeim. Þegar heimsóknin á sér stað mun verða undirrifaður sátt- máli milli Indlands og Pakist- an um Indusfljót, en það á upptök sin í Kashmir og renn- ur bæði um Indland og Pak- istan. Kashmirdeiluna verður erf- iðast að leysa. Pakistan — stutt af Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna, vill þjóðarat- kvæði, en Nehru telur Það frá- gangssök, þar sem 77 af hverj- ■ Frh. á 11. s. ..

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.