Vísir - 20.08.1960, Blaðsíða 1
50. árg. • Laugardagiim 20. ágúst 1960. 185. tbl.
VEenn fá ail sjá útsvörin
á þriifjudag.
Þá þagna rauðu blöðin, þegar
skafttskráin talar.
Það fór ekki framhjá beim, sem lásu blöð sijórnarandstöð-
unnar í gser, að þeim var meinilla við það, sem fram hafði kom-
ið á bæjarstjórnarfundinum í fyrradag varðandi lækkun tekju-
útsvara hér í bænum. Og — líkt og stjórnað af einum heila —
tilkynntu þau, að þetta væri ekkert, því að aðgerðir stjórnar-
innar ætu upp hlut bæjarins af veltuskattinum.
Við því var vitanlega ekki
að búast, að rauðu blöðin tækju
bví með þegjandi þögninni, að
útsvörin ættu að lækka hjá
„íhaldinu“ í Reykjavík. Slíkt
var auðvitað fyrir neðan allar
hellur og gekk í berhögg við
allt, sem þessi samvinnublöö
haia verið að segja að undan-
förnu um óstjórnina í Reykja-
vík, fjandskap ,,íhaldsins“ við
alla'n almenning og gagnsleysi
þess, að bæirnir fá nú hluta af
veltuskattinum, sem Eysteinn
vildi aldrei missa eyri af —
að maður tali nú ekki um ráð-
stafanir þær, sem rikisstjórnin
hefur gert til þess að rétta við
efnahag atvinnuveganna.
Framh. á 2. síðu.
Myndin er frá Kongó, þar sem úthiutað er mjólk til blökku-
barna á veguin Sameinuðu þjóðanna.
Frystihúsin hafa ekki
undan atí framleiha ís.
Togararnir biða - Skúii Magnússon fór
vestur tii að fá sér ís þar.
Powers hlaut 10 ára
fangelsis- og fangabúðavist
Þar af 3 ár í fangelsi.
Atta vísinda-
menn farast.
Frá bandarísku vísinda-
stöðinni við McMurdosund á
Suðurskautslandinu barst
fregn um það í gær, að hinn
/6. ágúst hefðu 8 vísindamenn
brunnið inni í bækistöðvum
í sovézku vísindastöðinni.
Eldur mun hafa komið upp
í stöðinni. Ekkert samband
hafði verið við stöðina um
tíma og var gerður út leið-
angur frá stöð Bandaríkja-
manna við McMurdosund. —
Komu þeir að brunarústum
einum.
Sex vísindamannanna voru
Rússar, 1 tékkneskur og 1
austur-þýzkur.
ís til togaranna hefur veríð
af skornum skammtj, undan-
farna daga. Hafa þeir orðið að
foíða eftir ís lengri og skemmri
tíma. Svo má segja að barizt
háfi verið um hvern ísmola, en
Jhó í fullri vinsemd því raunin
er sú að útgerðarfélög og frysti-
foús hafa hjálpað hvert öðru um
ís eftir mætti.
En nú hefur hitzt svo á að
margir togarar hafa komið inn
Nýtt vitaskip
í einu undanfarið til að taka ís
og þær birgðir, sem fyrir voru,
eyddust alveg upp og frystihús-
in höfðu ekki undan að fram-
leiða. Hefur því orðið mikil töf
hjá skipunum og það gerir eng'-
Framh. á 7. síðu.
Francis Powers var í gær
- dæmdur til 10 ára fangelsis- og
! fangabúðavistar. Þetta er loka-
dómur, sem ekki verður áfrýj-
að.
Brezka útvarpið segir, að
dómurinn hljóði upp á 3 ár í
fangelsi, en hin árin muni hann 1
eiga að vera í fangabúðum, en 1
með góðri hegðan sé ekki víst,
að hann þurfi að afplána sekt (
sína með nema þriggja ára
frelsissviftingu.
Saksóknari kvað hann hafa
framkvæmt glæp, en heims-
veldissinnar ættu að vera á
bekk ákærenda. Verjandi kvað
Powers hrekklausan mann, er
hefði verið leiksoppur sér
að
an.
Allmörg tilboð hafa borizt
vitamálastjórn um byggingi?
nýs vitaskips í stað m.s. Her-
móðs er fórst á síðasta ári,
Enn hefur ekki verið tekin
endanleg ákvörðun um hvaða
filboði verður tekið, en það
verður á næstunni, sagði vita-
málastjóri í morgun.
Hið nýja vitaskip, sem smíð-
að verður eftir teikningu
Hjálmars R. Bárðarsonar verð-
ur nokkru stærra en Hermóður
og verður smíðað erlendis.
Vítamálastjórnin hefur haft
m.b. Mánatind frá Djúpavogi
á leigu til flutninga til vitanna.1
Hið nýja skip verður væntan-
lega tilbúið og komið í notkun
áður en ár er liðið. I
verri manna. Hann bað um
dóm sem sýndi mildan dóm í
samanburði við harðýðgi heims
valdásinna. Saksóknari hafði
krafist 15 ára fangelsis.
Powers hafði áður ávarpað
dómendur. Hann bað um dóm
yfir sér sem manni, en ekki
sem fjandmanni Sovétríkjanna,
því að það hefði hann aldrei
verið. Hann endurtók, að hann
iðraðist verksins.
Dómararnir voru 4V2 klst. að
komast að niðurstöðu. Er dóm-
urinn var kveðinn upp sat
Powers þungbúinn í fangastúk-
unni.
Þegar dómurinn hafði verið
kveðinn upp brast kona hans í
grát, móðir hennar hné í yfir-
lið, en föður hans sást ekki
Suðurnesja-
| ferð í dag.
I Suðurnes eru við bæjardyr
Reykvíkinga, en þó mun reynd
in sú að f jöldinn allur er harla
ókunnugur á þeim slóðum enda
þótt þessi fjölbýli landshl. hafi
öðrum fremur komið við sögu
þjóðarinnar. Undanfarin ár hafa
ferðahópar lagt leið sina á Suð-
urnes undir forystu leiðsögu-
manns.
í sumar hafa verið farnar
nokkrar ferðir og verður farið í
eina slíkg ferð í dag og líklega
þá síðustu á sumrinu. Lagt verð
ur af stað frá B.S.Í. kl. 13,30.
Ekið verður suður á Garðskaga
og til Sandgerðis. Þá verður
farið að Reykjanesvita og til
Grindavíkur. Komið við á Bessa
stöðum í bakaleið. Leiðsögu-
maður verður eins og áður í
þessum ferðum Gísli Guðmunds
Úvanalega mörg læknis-
héröð til umsóknar.
I’r itií fraiiiiiiiclan aft skipa í þau.
„Svei, svei, hvað þetta er ljótt af þér, Powers!“
Óvanalega mörg læknishéruð
hafa verið auglýst laus til um-
sóknar nýlega.
Vísir leitaði nánari upplýs-
inga um þetta hjá landlækni,
sem kvað læknishéruð þessi
Vestmannaeyja-, laust frá 1/10,
Afiinn í Elliðaánum orðinn 1200 laxar.
Árnar hafa yfirleitt verið mjög misjafnar í sumar.
Ein er stétt manna á Iandi
voru, sem ekki er eins hrifin af
blessaðri blíðunni og annað
fólk. Það eru laxveiðimenn, þeir
hata sólskin, vegna þess að þá
er laxinn svo latur, að hann
nennir ekki einu sinni að borða.
J í tilefni af hinu dásamlega hefði verið mjög góð veiði fyrri-
góða veðri undanfarnar vikur hluta sumarsins, en síðari hlut-
hafði tíðindamaður Vísis tal af ann hefur dregið töluvert úr,
fulltrúa veiðimálastjóra til þess j ekki er ástæðan samt sú, að
að fá að vita, hvernig laxinn ekki sé nógur lax í ánum, held-
hefur hagað sér að undanförnu. I ur er þar um að ræða óvin allra
1 llann sagði, að i Elliðaánuni, Framh. á 7. síðu.
Bolungarvíkur-, Flateyjar- (á
Breiðafirði), þessi tvö einnig
laus frá 1/10, Kirkjubæjar-
klausturs- frá 15/10. og Kópa-
skerslæknishérað frá 1/11. Auk
þess væru líka laus Hólmavík-
ur læknishérað og Vopnafjarð-
arlæknishérað. Væri nú fram-
(undan að skipa í öll þessi hér-
uð.
Landlæknir kvað ýmsar á-
stæður fyrir hendi, að jafnmörg
læknishéruð væru nú laus, og'
nefndi sem dæmi, að í Vopna-
fjarðar- og Flateyjar læknishér- ■
uðum létu læknar af stöi'fum
fyrir aldurs sakir, en í Kópa-
skers- og Bolungarvíkur lækn-
ishéruðum ætluðu þeir, sem þar -
höfðu • verið skipaðii* héraðs- .
Framh. á 2. síðu. ;