Vísir - 20.08.1960, Blaðsíða 4
8
V í S I R
Laugardaginn 20. ágúst 1960
'wtBim
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
▼ialr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíöur.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Sitatjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Simi: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Kr. 3,00 eintakið 1 lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Misheppnaðar síidveiðar.
Síldveiðitíminn er nú senn á
enda, þótt mörg veiðiskip sé
enn fyrir norðan og menn
[ geri sér vonir um, að enn
í verði hægt að fá einhvern
j afla. Hinu er þó ekki að
! leyna, að vonirnar eru orðn-
1 ar litlar, eins og fram hefir
) komið í því, að fólk er farið
; að halda heim frá síldar-
í stöðunum. Flestir eru með
j létta pyngju, eins og oft áð-
ur, því að þetta síldarsum-
ar verður vafalaust eitt af
hinum lélegustu, enda þótt
einhver hrota kunni að koma
( rétt í lokin. En hún bætir
J vitanlega aldrei það tap, sem
orðið er. ,
íslendingar eru orðnir því van-
ir, að síldveiðarnar gangi
illa. Sannleikurinn mun að
vísu sá, að allir eru vongóðir
j og sjá fram á mikinn gróða
! fyrir norðan — áður en lagt
er út í ævintýrið. En þeir
j eru alltaf í miklum meiri-
hluta, sem snúa heim von-
sviknir og félausir að kalla.
^ Örfáir eru heppnir og fá
mikinn afla, en allur hávaði
j síldveiðiskipanna er rekinn
með stórkostlegu tapi, svo
^ að aðrir en þeir, sem í út-
' gerðinni standa, fá með engu
1 móti skilið, hvernig hægt er
! að leggja í síldarævintýri ár
eftir ár.
Það getur vitanlega verið erfitt
að gefa útvegsmönnum heil-
T ræði um það, hvernig þeir
1 geti notað báta sína betur
1 en fyrir norðan — ef vel
1 gengur. En meðan við vitum
ekki meira um göngur síld-
; arinnar en raun ber vitni,
i hljóta menn að leggja út í
algera óvissu í uppahfi
] hverrar síldarvertíðar. Það
er hinsvegar von manna, að
með tíð og tíma og einkum
aukinni reynslu vísinda-
manna okkar, takist okkur
að afla svo mikillar þekk-
ingar á hegðun síldarinnar,
að segja megi fyrir með
vissu, hvort rétt sé að gera
út á síld eða ekki.
Því hefir oft verið haldið fram
hér í blaðinu, að við eigum
ekki að peðra það við nögl,
sem við verjum til rann-
sókna á fiskigengd. Engin
þjóð hefir ríkari ástæðu til
að kynna sér göngur nytja-
fiska en einmitt íslending-
ar, sem geta ekki lifað í landi
sínu, ef þeir geta ekki dreg-
ið fisk úr sjónum umhvefis
það. Okkur er þess vegna
sívaxandi nauðsyn að eign-
ast sem flesta og bezta vís-
indamenn á þessu sviði og
skapa þeim góð skilyrði til
að vinna þjóðinni til gagns
og sjálfum sér til ánægju.
, /
Þær raddir heyrast æ oftar frá
þeim, sem sjóinn stunda, að
ein af orsökum sildarleysis-
ins eða lélegs afla sé notkun
rafmagnstækja til að leita að
síldinni og miða hana. Menn
segja, að síldin sé svo næm,
að hún flýi þegar hún verði
fyrir raföldunum. Þetta
kann vel að vera, og veit það
þó enginn. En þarna er tví-
mælalaust verkefni, sem vert
er að athuga, svo að gengið
verði úr skugga um það,
hvort af aukinni tækni leiði
beinlínis, að afli verði minni
en ella. í þessum málum er
ekkert atriði svo smávægi-
legt, að menn eigi að telja
sig yfir það. hafna að kanna
það í alvöru.
Verjandi á í vök að verjast.
Powers-málið er ekki til lykta
leitt í Moskvu, þegar þetta
} er ritað, en a. m. k. eitt mjög
) eftirtektarvert atriði hefir
» komið í ljós. Það er, að verj-
1 andi hins ákærða lagði eng-
í ar spurningar fyrir vitni
i þau, sem leidd vóru gegn
j skjólstæðingi hans. Þetta
\ atriði hlýtur hvarvetna að
Í vekja mikla athygli, þar sem
J menn njóta þess réttarör-
! yggis, sem venja er að setja
} í samband við vestrænt lýð-
! ræði og mannréttindi. Það
vekur nefnilega til umhugs-
^ unar um hlutverk verjanda
) í einræðis- og lögregluríkj-
um.
yerjandinn er nefnilega eins-
t konar aðstoðarsækjandi í
þessum fullkomnu lýðræðis-
ríkjurn. Hlutverk hans er að
benda hinum ákærða á, að
hann skuli bara játa allt og
biðja síðan um náð og mis-
kunn dómaranna — eins og
Powers var kennt að gera.
hlutverk verjandans er alls
ekki að reyna að flækja vitni
saksóknarans, því að um
leið gengi hann í berlíögg
við hagsmuni ríkisins, sem
hann verður að þjóna í einu
og öllu. Hann má ekki reyna
að bera brigður á það, sem
ríkið leggur fram, og heldur
aðeins að sér höndum, eins
og verjandi Powers gerði.
Þetta er gott dæmi um það,
hverskonar sjónarspil hefir
verið sett á svið þar fyrir
austan. Það á ekkert skylt
við réttarhöld af því tagi,
KIRKJA DG TRÚMÁL:
Hirðisbréf.
Líklegt þykir mér, að útkoma
' hirðisbréf biskupsins verði
merkasti bókmenntaviðburður
ársins.
Biskupinn er sem kunnugt er
mikilvirkur rithöfundur og hef-
ur orðið mjög vinsæll meðal
þjóðarinnar af bókum sínum.
Því hefur það ávallt vakið
nokkra athygli, þegar ný bók
hefur komið frá hans hendi, og
rit hans hafa haft mikil áhrif
meðal manna í öllum stéttum,
þótt prédikun hans og útvarps-
I er.indi hafi líklega enn sem kom
I ið er náð til enn stærri hluta
þjóðarinnar. Þannig hefur hann
vakið og örvað í andlegum efn-
um flestum öðrum fremur.
Það fer því að líkum, að þeg-
ar frá hendi þessa höfundar
kemur slíkt rit, sem hirðisbréf
biskups til kirkju sinnar, þá er
því tekið opnum örmum og opn-
um huga, því er fagnað, og það
er lesið með eftirvæntingu.
Sá ágæti háttur hefur nú ver-
ið hafður á útgáfu bréfsins, að
auk þess, sem biskup sendir það
öllum þjónandi prestum lands-
ins og sóknarnefndum^ hefur
útgáfufyrirtækið haft bókina á
boðstólum til sölu meðal al-
mennings, svo að hún getur
komizt í margra hendur, enda
er það tilgangur hirðisbréfs.
Það er bréf til sóknarpresta og
safnaða, allra meðlima kirkj-
unnar.
Hirðisbréf biskups er allmik-
il bók, 200 blaðsíður, og kemur
víða við, ræðir fjölmörg vanda-
mál kirkju og þjóðar auk þess
sem það er trúarlega uppbyggi-
legt og það mun margan vekja,
ekki aðeins til umhugsunar um
nútíð og-framtíð, heldur einnig
til trúar og til löngunar til
starfs, að taka þátt í þeirri upp-
byggingu í k,irkj.unni, sem fram
undan er.
Það dylst engum að höfundur
er vel lærður guðfræðingur og
trúfræðingur, sem hefur óvenju
mikið vald yfir vandamálum
þeix-rar fi’æðigreinar. — Þetta
kemur ekki fram í visindaleg-
um blæ á vei’k.inu, því að mál
og efnismeðferð er einfalt og
alþýðlegt og aðlaðandi, það
kemur fram í þeim tökum, sem
hann hefur. Hann hefur auðsjá-
anlega brotið málið svo ræki-
lega til mergjar í langri kenn-
aratíð í háskólanum, að verk-
efnin leika í höndum hans. Sér-
staklega er það áberandi í bi’éfi
biskups, og ekki aðeins þegar
hann ræðir guðfræðileg vanda-
mál, heldur einnig þegar félags
leg málefni kii’kjunnar og al-
menn menníngarmál ber á
góma, hversu víðáttumikið út-
sýn hann hefur til allra átta,
staðgóða og fjölþætta þekkingu
og frjóa hugsun.
Orðin viðsýni og frjálslyndi
hafa svo lengi verið ofnotuð og
misnotuð, að þau eru varla leng
ur í réttu gild.i, en væru þau
skilin í upphaflegri og eigin-
legri merkingu, þætti mér þau
hæfa um afstöðu biskups til
sem venjulegir frjálsir
menn eiga að venjast utan
járntjaldsins. Réttvísin þar
eystra er í ætt við leiktjöld
Potemkins, sem fræg urðu.
manna og málefna, um leið og
hann gleymir ekki bróðurelsk-
unni.
Þetta þýðir auðvitað ekki
neina afsláttarstefnu í guðfræði
eða kii’kjulegri sýn né það held-
ur að sniðgengin sé sú stað-
reynd, að skoðanamunur er fyr-
ir hendi. Bréfið er skxdfað af
heilum huga og heitum, gagn-
teknum af sonarást og þökk til
móður kirkju, yljað af bróður-
þeli til annarra ög annarlegra
barna þeirrar sömu móður. Og
énginn þarf að fara í grafgötur
um sannfæringu biskups í þeim
trúaratriðum, sem hann ræðir,
eða afstöðu til þeirra verkefna,
sem ýmist eru í framkvæmd
eða í mótun eða bíða úrlausnar
í framtíð, og sum hver krefjast
lausnar fljótlega.
Það er ljóst af hirðisbréfinu,
að biskup vill, að þjóðin vakni
til meðvitundai' um gildi lifandi,
vakandi, starfandi kii’kju í þijóð-
lífinu, og að framtíðar-heill
þjóðai’innar er beinlínis undir
því komin, að sem flestir ein-
staklingar mótist og helgist í
hugsun og athöfn af lífsmætti
kristinnar trúar, svo að áhrifa
kirkjulífsins mætti gæta inn á
öll svið daglegs lífs, inn á heim
ilin, félagslíf, afcvinnulíf, við-
skiptalíf, stjórnmál, eða skóla-
starf og uppeldismál, hvar sem
að þeim er unnið, nærist af
þeirri lindinni, sem tærust er og
heilnæmust og auðugust af líf-
gefandi næi’ingu, lind kristinn-
ar trúar.
Hvoi't kii’kjan gegnir í ríkum
mæli hlutvei’ki sínu eða aðeins
af veikum burðum til lítilla á-
hrifa á þjóðin að mestu leyti
undir sjálfri sér. Kirkjan verð-
ur ekki stei’k og áhrifamikil
stofnun í landi voru, nema fyr-
ir mikið og ötult starf margra
T.il þess þarf miklu meiri vinnu
en svo, að hún vei’ði nokkru
sinni leyst af hendi af presta-
stéttinni einni saman, sem ekki
telur einu sinni einn af þúsundi
þjóðarinnar. Það verður fyrir
ötullt starf leikmanna, sjálf-
boðaliða fjölmennra, í sam-
starfi við pi-estastétt, sem kirkj-
an kemst til beirra áhr.ifa hjá
hinu unga íslandi, æskunni,
sem þjóðinni er brýn nauðsyn
til að vera kristin þjóð í sterkri
kii’kju.
Enn hefur þjóð vor ver.ið svo
lánsöm, að eignast mikilhæfan
andlegan leiðtoga á biskupstól,
og um hann vii’ðist ríkja óvenju
mikil eining, ekki aðe.ins hjá
prestastéttinni. heldur þjóðinni
allri. Hii’ðisbréf hans þurfa
menn að lesa, allir sem vilja að
kirkjunnar njóti meira í framtíð
en nú er.
Einn pi’estur í fjölmennum
söfnuði lét þess getið við mig í
samtali í gær, að hann hefði
hugsað sér að stofna til les-
hringa í söfnuði sínum til þess
að menn ættu kost á að lesa sam
an hirðisbréf biskups og ræða
saman hin ýmsu atriði þess,
bæði til trúai’legrar uppbygg-
ingar og til öi’vunar í safnaðar-
starfi. — Þessari hugmvnd kem
ég hér með áleiðis, ekki aðeins
til sóknarm-estanna, heldur
einnig til almennings, félags-
Frarah. á 5. síSu.
„Sunnlendingur“ hefur ósk-
að birtingar á eftirfarandi:
Félagsheiinili
og ómenning.
„Eg kom fyrir skömmu í
mína gömlu sveit hér sunnan-
lands, þar sem fyrir fáum árum
var reist veglegt félagsheimili.
Fór ég þangað með gömlum
vini úr sveitinni, en hann er
þar einn fori’áðamanna, og
sýndi hann mér húsið hátt og
lágt. Þótti mér mikið til þess
koma og einnig að heyra um
einhug fólksins í sveitinni, sem
lagði fram mikið fé og vinnu til
að koma því upp, skaut saman
rausnarlega í húsbúnað o. f 1.,
því að mikið meira þurfti til en
það fé, sem lagt er til af því op-
inbei’a. í þessu félagsheimili
eru m. a. h.in ágætustu skilyrði
til sýninga á sjónleikjum. En
svo spurði ég vin minn hvernig
gengi, að bægja ómenningunni
frá þessum stað, og átti auðvit-
að v.ið hvernig gengi að halda
þar uppi reglu, því að vel var
mér kunnugt, að það er mikið
vandamál, þegar skemmtanir
eru haldnar í félagsheimilum,
að koma í veg fyrir drykkju-
skap og óreglu.
,Það hefur gengið betur
hjá okkur —“
Svarið var á þessa leið: ,,Það
hefur gengið fremur vel hjá
okkur, að halda uppi í’eglu —
áre.iðanlega miklu betur en víða
annai’s staðar, því að við tókum
þetta föstum tökum í byrjun.
Þess vegna leita óreglumennirn-
ir yfii’leitt annað, þótt þeir
slæðist hingað líka. Ef skemmt-
anir eru haldnar eru jafnan
fjórir menn valdir t.il þess að
hafa gætur á öllu, jafnaðarlega
sömu mennirnir. Komi það fyr-
ir, að innansveitarmaður gerist
ölvaður, hefur ávallt dugað að
fá hann burt með góðu, og
kunningjar slíkra manna þá
hjálplegir. svo að engin vand-
ræði hljótast af, enda ávallt
reynt í tæka tíð að hafa áhrif á
menn með góðu. Verri viðfangs
er ói’eglufólk úr kaupstöðum,
slarkarar og hávaðamenn, en
þeir hafa yfirleitt vanizt alveg
af að koma hingað. Við þá er
oftast ekkert annað að gera eri
að loka þá inni, og komið hefur
fyr.ir, að við höfum orðið að
setja þá í járn. Ekkert annað
hægt. En slíkt heyrir til undan-
tekninga. Við erum staðráðnir
í, að staðurinn fái ekki óorð á
sig.“
Þyrfti svo víðar
að vera.
Eg segi frá þessu hér, vegna
þess að ég lít svo á, vegna á-
standsins í land.i hér á þessurn
seinustu tímum, að málin verði
að taka þessum tökum í öllum
félagsheimilum landsins, svo að
göfugum tilgangi með stofnun
þeirra vei’ði náð. Og vafalaust
ætti að vera hægt, að bæta á-
standið að stórum mun hvar-
vetna á skemmtistöðum úti á
landsbyggðinni, ef vilji er fyrir
hendi og gott samstarf. Á þeim
stað, sem ég heimsótti, virðist
mér réttur andi ríkjandi og ein-
beittur vilji — og það er það
sem þarf. — Sunnlendingur.“
í Bergmáli
s.l. föstudag voru þessar
prentvillur, sem leiðrétta þarf:
En svo eru til ölf, les: svo eru
til ill öfl. Ennfremur: orustan á
æðri stöðum, lesforustan. Enn-
fremur: betur sett, ef áfengis-
talan, les: áfengissalan.