Vísir - 30.09.1960, Blaðsíða 12

Vísir - 30.09.1960, Blaðsíða 12
■kkert blað er ódýrara I ásbrift en Visir nmrwi /jH| nm on Munið, að þeir sem gerast áskrifendnr Látið hann færa yður fréttir eg annat 'XML/W nBr (f|S iW Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá hlaðið lestrarefni heim — án fyrirhafnar ai iiií rsSSl JJH JMLi ókevnis tíl mánaðamóta yðar hálfu. xBm wm LlSHP öSm dHP Simi 1-16-60. Síml 1-16-60. Föstudaginn 30. september 1960 Alvarlegt umferitarslys viil Hólmsá. Þrennt lagt inn í sjúkrahús — ökutækið sennilega ónýtt. Rétt fyrir miðnættið í nótt *varð mjög alvarlegt umferðar- 'slys á Suðurlandsvegi við Hólmárbrú. Bifreið var ekið á brúarhandriðið o? má telja bílinn allt að bví ónýtan, en ■Jirennt sem í bifreiðinni var, tveir karlar og ein kona, slös- uðust mikið. Slys þetta skeði á 12. tím- anum í gærkveldi og var bif- reiðin á vesturleið. Þetta var istór 6 manna bifreið af amer- iskri gerð og í henni voru Jó- hann Karlsson forstjóri verk- smiðjunnar Magna í Hvera- gerði, Unnur Ólafsdóttir kona hans og sonur þeirra Karl 'Eggert. Þau eru öll til heimilis að Bröttuhlíð 18 í Hveragerði. Karl Eggert ók bifreiðinni. Það var bifreið frá Vegagerð ríkisins sem kom fyrst á slys- staðinn. í bifreiðinni var tal- stöð og gat ökumaður þegar í stað haft samband við Rfeykjavík í gegnum hana og tilkynnti slysið. Fór lögregla og sjúkrabifreið upp að Hólmsá þegar í stað. Aðkoman á slysstaðinn var ófögur að bví er lögreglan tjáði Visi í morgun. Bifreiðin hékk utan í brúarhandriðinu og virtist öll úr skorðum gengin, brotin og rifin, einkum þó að framan og á þeirri hliðinni sem varð fyrir aðalhögginu. Var ekki annað að sjá við fyrstu sýn en bifreiðin væri ónýt. Báðir mennirnir og konan voru stórslösuð í bifreiðinni og gátu enga björg sér veitt. Sjúkra- liðið flutti þau strax í Slysa- varðstofuna og þaðan voru þau síðan öll flutt i sjúkrahús, Jóhann í Lantdakotsspítala, en frú Unnur og Karl Eggert í Landsspítalann. Þau eru öll mikið meidd og var ekki búið að kanna meiðsli þeirra til hlítar í morgun þegar Vísir átti tal við lækna sjúkrahús- anna. Ekkert þeirra er þó talið vera í Hfshættu og liðan þeirra ét'tir atvikum góð í morgun. Við fyrstu athugun virtist Karl Eggert vera minnst meiddur. Um orsakir slyssins er blað- inu ekki kunnugt. Bandaríkjafólki á Kiíbu ráðlagt að fara heim. Framkonia lögreglu þar ögrandi og óviöniiandi. Bandarísku fólki á Kúbu tilkynnt að bandarísku fólki á hefur verið ráðlagt að hverfa Kúbu hafi verið ráðlagt að heim til Bandaríkjanna. | hverfa heim til Bandaríkjanna. Talsmaður utanríkisáðu- Kvað hann lögregluna á Kúbu neytis Bandaríkjanna hefur koma þannig fram við banda- rískt fólk þar, að rétt hafi þótt I að ráðleggja fólki að hverfa heim, heldur en verða að búa við það, að vera tekið til yfir- heyrslu hvenær sem væri og ef tii vill haft í haldi, en fyrir þessu hefðu þegar orðið um 40 manns. Tekið er fram, að þessi ráð- Henni var nóg boðið Þessi atburður gerðist í fyrradag í Melbourne í Ástralíu: Frú Olga Ilopgood, sem orðin er 77 ára gömul og hefir verið blind, síðan hún var 37 ára, fékk skyndilega sjónina aftur á óskiljanlegan liátt. Hún kallaði: „Bernie, eg sé aftur.“ Þegar Bernie, 54 ára sonur hennar, kom blaupandi til hennar, leit hún á hann og sagði: „Bernie, þú ert órakaður!“ Bobby Fischer teflir við íslendinga. Kom til landsins í morgun. Vetraráætlun LL. komin út. Loftleiðir liafa gefið út vetr- aráætlun sína, sem gildir frá 1. nóvember. í vetur verður um fimm ferð- ir að ræða yfir hafið — milli Norðurlanda og Bandaríkjanna — hvora leið, og vérða bæði Skymaster og Cloudmaster í förum. Þá er rétt að geta þess, að vetrarfargjöld héðan til New York ganga í gildi 16. október, en eru þegar gengin í gildi hing* að frá Bandarikjunum. F.F.S.Í. vottar traust. Stjórn F.F.S.f. hefir gert eftirfarandi ályktun • land- hclgismálinu: í landhelgismálinu eru sjómenn ávallt vel á. verði, og með því að komið hafa fram áskoranir á stjórn F. F.S.Í. um betta efni, þá lýs- ir stjórn sambandsins því hér með yfir, að hún ber fullt traust til núverandi ríkisstjórnar landsins að ganga frá lausn þessa mikla vandamáls, svo að bjóð vor sé sæmd af og heitir á alla þjóðholla menn að veita henni- starfsfrið, til þess að vinna að mólum í samræmi við sambykkt Alþingis og fyrri yfirlýsingar. Skip stníðutn. \ Osló í gær. Norskir fiskibátar úr stáli hafa verið eftirsóttir af íslend- ,. „ . ,v leggmg nai ekki til herstoðva mgum og Færeymgum, sem að „ , „ . , ,, •-li- * . , , r. . .v Bandarikjanna a Kubu. sjalfsogðu nota ha til fiskveiða, _____________________ •en nú er kominn nýr markaður fyrir bátana, og hann er í Bandankjunum. Það eru samt ekki bandarísk- ir fiskimenn sem kaupa bátana heldur auðkýfingar sem orðið Brezk blöð í morgun ræða fleiri samveldisþjóðir verði að hafa hrifnir af lagi bátanna og bréf Nkrumah til Lumumba, endurskoða afstöðu sína til kostum. Ekkert er til sparað við sem birt voru í gær í Kongó, og Ghana. smíði bátanna og eru þeir að telja þau sýna ritara þierra | allri gerð hinir vpnduðustu. allt öðru Ijósi en búast mátti Vopn og skotfæri Að útliti eru þeir eins og venju- við. j í sovézkum flugvélum. Jegir fiskibátar en mannaíbúð-' Guardian telur bréfin koma Utanríkisráðherra Kongó hef- ir eru eins og í venjulegum Nki-umah í vanda, og Yorkshire j ur lýst yfir því, að vopn og Jystibátum. 60 feta langir bát- Post segir, að Nkrumah ætti að skotfæri hafi verið flutt til ar, sem eru um það bil 40 rúm- birta yfirlýsingu þegar í stað, Kongó i sovézkum flugvélum á Íestir eru vinsælastir,-Slíkir bát séu bréfin fölsuð. Reynist þau þeim tíma, sem Lumumba var ar hafa verið fluttir með stór-j ófölsuð og Nkrumah þegi, geti I að biðja Kína og Sovétríkin um aim skipum vestur um haf. jsvo farið, að brezka stjórnin og,sjálfboðaliða, vopn og skotfæri. INIkrumah í nýju Ijósi — séu bréf hans til Lumumba ófölsuB. Rétt fyrir hádegið í dag var Bobby Fischer — undra-skák- barnið ameríska —væntanlegur til Islands, og mun dvelja hér nokkra daga og tefla við ís- lenzka skákmenn. Eins og suma rekur minni til, var því fleygt í sumar, að til stæði koma undrabarnsins bandaríska í skák, Bobby Fisch- er. Mun hugmyndin hafa verið þátttaka hans í minningarmóti Eggerts Gilfers, en af þátttöku hans gat ekki oröið. Ui’ðu það vonbrgði skákmanna og skák- unnenda, en nú er óhætt að fullyrða, að þeir hinir sömu geta tekið gleði sína á ný, því að í morgun kom hingað til lands með flugvél Loftleiða hinn margþráði Bobby Fischer. Hann mun dvelja hér í 10—12 daga, eða unz sveit þeirra Bandaríkjamanna heldur til Leipzig á Ólympíuskákmótið, sem mun hefjast þar 16. októ- ber n.k. Óvist þótti, hvort Bandaríkin myndu senda sveit á mótið, en þar berst skákhreyf ingin i bökkum fjárhagslega sem hérlendis, en nú er það sem sé afráðið. Telija má þetta einhvern þann mesta viðburð í skákmálum okkar íslendinga að minnsta kosti frá því heimsmeistai’inn fyrrverandi, Hollendingurinn Dr. M. Euwe, kom hingað fyrir 12 árum. Að vísu hafa sótt okk- ur heim ekki minni menn á þessu tímabili en B. Larsen, H. Pilnik, G. Stáhlberg, P. Benkö, rússnesku meistararnir Taiman ov og Ilivitsky og fleiri snjallir erlendir meistarar. Skákunn- endur fengu einnig að sjá og' jafnvel heyra í núverandi heimsmeistara og öðrum stór- •snjöllum skákmeisturum á stúdentamótinu 1957. Skák- áhugamönnum gafst tækifæri til að þreyta kapp við fyrr- nefnda skákmenn í fjölteflum, og munu mörg skákmannsefnin þar hafa fyrst komið fram á sjónarsviðið. Þrátt fyrir styrk- leika allra ofannefndra manna, hefur þó enginn þeirra náð jaínlangt með drengjaskó á fót- um sem Bobby Fischer. Hann verður lika með sanni kallaður undrabarn vorra tíma. Sagt hef- ur verið, að slík börn fæðist ekki í heiminn nema á 200— 300 ára fresti. Má því okkar kynslóð vera stolt af að eiga eitt slíkt o^, við íslendingiar ánægðir að fá tækifæri til að kynnast því. Ekki mun afráðið hvað hann tekur sér fyrir hendur meðan hann dvelur hér, en fullyrða má, að fjölteíli muni hann þreyta bæði i Reykjavík og ef til vill út um landsbyggðina. Er ekki ósennilegt að fyrsta fjöltefli hans verði hér í bæn- um á sunnudaginn. Gera má ráð fyrir, að hann verði við- staddur á síðustu umferð Gijfers mótsins, sem hefst kl. 19.30 í Sjómannaskólanum í kvöld. Sú eina biðskák, sem ótefld var í gærkveldi á Gilfersmót- inu, milli Johannessens og Frið- riks varð jafntefli. Sagðist Jo- hannessen ekki hafa fundið neina leið til sigurs. Leiknir voru fimm leikir og voru það þessir: biðleikur Joh. var 55. Ke3, — He7, 56. Kf3 — Bb4, 57. Kg4 — h5, 58. Kf3 — Bel,. 59. Rd6 — Bc3, jafntefli. • I kvöld tefla saman í sein- ustu umferðinni þessir: Johannessen — Arinbjörn. Gunnar —- Friðrik. Kári — Ingi R. Guðm. Lár. — Ingvar. Guðm. Ágústss. — Benóný. Jónas — Ólafur. Röðin eftir 10 umferðir er þannig: 1.—2. Friðrik og Ingi R 8% v. 3. Arinbjörn Guðm. 8 v. 4.—5. Johannesen og Ingv- ar 614 v. 6. Guðm. Ágústsson 514 v. 7. Gunnar Gunnarsson 4 v. 8. Ólafur Magnússon 314 v 9. Benóný Benediktss. 3 v. 10. Kári Sólmundsson 214 v. 11. Guðm. Lárusson 2 v. 12. Jónas Þorvaldsson 114 v. Var það heljarstökk ? Alþýðubtaðið þegir nú þunnu hljóði. nw.—_ Þótt vandlega sé leitað í morgun, finnst- þar ekkert orð til svars við þeim um- mælum Vísis í gær, að blað- ið stæði afhjúpað fyrir vis- vitandi ósannindi um auglýs- ingu „verklegra mótmæla“. Vantaði þó ekki hortugheit og frekju götustráksins í skrif blaðsins í gær, og sann- ast hér sem oft áður, að vind- urinn er fljótur að fara úr sápukúlunum. Vísir ætlar ekki að hafa mörg orð um. þetta mál — nema sérstakt tilefni gefist til síðar —- en að endingu vill hann benda Alþýðublaðinu á í allri vin- semd, að það ætti að temja sér aðra framkomu en áber- andi hefir verið í fari þess að undanförnu. Ella kann það að fara heljarstökk í visleys- unni, eins og myndin góða á 1. síðu í gær sýndi líka greinilega. Þögnin í morgun kann að benda til þess, að vitið sé' komið í leitirnar í ritstjórninni og er það harla gott, þótt fyrr hefði mátt vera — að -skaðlausu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.