Vísir - 30.09.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 30.09.1960, Blaðsíða 6
VISIR Föstudaginn 30. september 1960 VlSIR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30.00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. Viftræðurnar um Eandhelgina. Á morgun liefjast hér í Reykjavík viðræðurnar við Breta um fiskveiðilögsöguna hér við land. Hingað til lands mun nú vera komin, eða í þann mund að lcoma, nefnd sú sem keinur fram fyrir hönd brezku stjórnarinnar, og til- kynnt hefir verið, hvaða menn íslenzka stjórnin hefir valið til að verða fyrir svörum af okkur hálfu. Mun jiað allra manna mál, að þar sé valinn maður í hverju rúmi. Að minnsta kosti hefir svo brugðið við, að tvístirnið rauða, Þjóðviljinn og Tíminn, hefir ekki treyst sér tl að hallmæia stjórninni fyrir val þessarra manna. Það kann varla að vita á gott fyrir þá rauðu! Valið í nefndina sýnir, að íslendingar ætla fyrst og fremst að ræða hvar fiskinn er að finna og' hvar þarf þess vegna að vernda uppeldis- og- veiðistöðvai’. Það má segja, að hvað íslendinga snertir, þá verður hér um vísindalegar viðræður að ræða. Um það skal ekki sagt á þessu stigi málsins, livort Bretar hafa hugsað sér umræður á þessu eða einhverju öðru sviði. Menn deila vart um það, að ríkisstjórnin hefir valið þann eina grundvöll, sem til mála kemur. En |iótl stjórnarandstaðan hafi ekki treyst sér til að gagniýna nefndina, sem á að ræða við Breta, verður þó ekki sagt, að hún hafi dregið af sér við svikaaðdróttanir í garð ríkisstjórnarinnar. Þjóðviljinn og Timinn hafa hamazt eins og þegar væri húið að falla frá 12 mílna land- helginni að meira eða rninna leyti og Brétar mætlu vaða með skip síu upp í landsteina, j>ar sem jieim byði svo við að horfa. Það kemur vissulega úr hörðustu átt, begar blöð þeirra flokka, sem völdu sér annarleg sjónarmið til að berjast fyrir í Genf í vor, fara að bera svik á aðra. Það má benda á það í þessu sambandi, þótt almenn- ingi ætti að vera ljóst, að það hafa einmitt verið Sjálfstæðismenn, sem hafa jafnan haft forustu í þeim málum, sem snert hafa friðun fiskimiðanna, enda þótt beir hafi ekki verið í stjórninni, sem færði fisk- veiðilögsöguna út í 12 mílur árið 1958. Þá var hinsvegar fruntalega að farið og stefnt að j)ví að skapa sem inestar deilur um jietta lífsnauðsynjamál ís- lendinga. Von kommúnista var sú, að stækkun landhelg- innar mundi um síðir verða til jiess, að Islendingar hrekt- ust úrsamtökum frjálsra jjjóða. Með því hefði Sovétríkjun- um sannarlega verið gerður mikill greiði. Það má telja hrein happ, að ekki skvldi hafa orðið manntjón hér við land á beim tíma, sem liðinn er frá stækkun fiskveiðilögsögunnar. Hefir þó hurð oft skollið nærri hælum, svo að sjálfsagt er að reyna að búa svo um hnútana, að hættan vofi ekki lengur yfir en óumflýjanlegt er. Þessar viðræður við Breta eru einmitt við það miðaðar, að komizt verði hjá frekari hættu á manndrápum. Það getur varlá talizt lil lándráða að bægja frá hættu á mannvígum, svo að viðræðurnar geta varla flokkazt undir það. Menn skulu ]>ví híða úrslitanria með rósemi og forðast að láta kommúnista æsa sig að óþörfu. Síðasta uppátækið. Hafi menn verið í einhverjum vafa um það, að konimúnistar vildu nota landhelgismálið til æsinga, hlýtur hann að vera úr sögunni, þegar þeir hafa nú tilkynnt fyrir munn stjórnar Alþýðusambandsins, að efnt skuli til útifundar um málið á mcrgun. Landhelgismálið er einmitt mál af ]>ví tagi, sem ekki má efna til æsinga um. Við höfum fengið miklu fram^engt á því sviði, og við getum haldið áfram að vinna á, ef við látum skynsemina ráða og hugsum hvert skref en rösum ekki um ráð fram. Það er þetta sem kommúnistar vilja — að menn geri sig seka um mistök í æsingi og liugsunarleysi. Síðasta uppátæki jieiiTa, útifimdurinn á morgun er enn ein sönnun fyrir því. Bindindisfélag ökumanna: - I ra in kvir m il astjjórin n — • • Okumennirnir og stefnuljósin. Bindindisfélag ökumanna hef- ur í áróðri sínum fyrir bœttri umferð á öllum sviðum sízt gleymt að minnast á stefnuljós bíla og notkun þeirra. Formað- ur Reykjavíkurdeildarinnar, Viggó Oddsson, hefur birt marg ar greinar um notkun þeirra í blöðum bœjarins. — Málgagn BFÖ, TJmferð, hefur rœtt þessi mál. Tillögur hafa verið gerðar um þau á fundum félagsins og sendar réttum aðilum o. s. frv. En hver er svo árangvr^nn? Jú, auðvitað notar meirihluti ökumanna stefnuljós nú orðið að einhverju leyti, og virðist þó sízt framför á því sviði. Aðrir gera það helzt aldrei, nema þá ef þeir „gleyma að gera það ekki“. Þeir aka með kærulejrs- issvip ökugikksins, langt yfir það hafnir að taka smávægilegt tillit til umferðarreglna og með- bræðra sinna í umferðinni. Og eftirlit lögreglunnar á þessu sviði? Verið getur, að það sé eitthvað, en lítið hefi ég orðið var við það. Að vísu er hér úr vöndu að ráða. Það er ógerlegt að elta uppi hvern einasta öku- gikk, sem ekki notar stefnu- ljós. En það ætti kannske að vera hægt að elta suma — ör- fáa — uppi hvern dag og sekta þá miskunnarlaust og hér þyrfti það að gerast á staðnum. Þetta myndi hafa sín áhrif á stuttum tíma, og nú er lögreglan betur sett en áður, hvað þetta áhrær- ir. Það virðist jafnvel svo, sem það séu fleiri en ökumennirnir, sem ekki gera sér fulla grein fyrir því, hvers virði fyrir ör- yggi og greiða umferð það er, að stefnuljós séu ætíð notuð er við á -— og rétt. Eg fullyrði, að hér er um svo mikilvægan þátt nútíma borgarumferðar að ræða, að hún hlýtur að verða öngþveitiskennd, þar til komið er í rétt horf á þessu sviði. Það er til skammar, að í höfuðborg íslands skuli það fyrst og fremst vera aðeins einn einasti maður, sem með athugunum sínum og skrifum þar um á op- inberum vettvangi hefur bar- izt fyrir því, að þessi þáttur umferðarinnar þurfi ekki að verða okkur um ófyrirsjáanlega framtíð til þjóðarhneisu. Hér er það þó ekki fyrst og fremst hundraðshluti þeirra ökumanna, sem yfirleitt notar stefnuljós, sem ég ætla að ræða um, heldur annað, sem mér virðist jafnvel enn alvarlegra en það, hve margir þeir eru, sem ekki, eða helzt alls ekki, nota stefnuljós. Þetta er hin ranga beiting fjölda ökumanna á stofnuljósunum. Ég, sem þetta rita, er mikið á ferð hér á g'öturn borgarinnar og sam- kvæmt þeim athugunum, sem ég hefi gert, fullyrði ég, að mjög verulegur hluti þeirra öku manna, sem nota stefnuljós að staðaldri, beitir þeim þannig, að til lítils eða einskis gagns er, Jafnvel stundum á hinn bóginn. Þetta virðist harður dómur, en eitt er þó víst: Ég segi ekki meira en það, sem ég persónu- lega er sannfærður um. Það sýnist svo sem margir þeirra ökumanna, sem annars oftast nota stefnuljós, virðist ’ ekki enn hafa áttað sig á því til hvers þau í raun og veru eru ; ætluð, a. m. k. virðist erfitt að álita annað. er maður sér, j hvernig þeim er beitt. Stefnu- j ljós eru til þess að draga úr | slysahættu og greiða fyrir um- ferð. Þau eiga. að sýna, hvað ökumaðurinn œtlar sér að gera en ekki hvað hann er að gera. Það sér maður á öðru en stefnu- ljósunum. Ökumaður, sem tek- ur að gefa stefnuljós um leið og hann beygir, hefur sýnilega ekki hugmynd um, hvaða ör- yggistæki hann er með á bíl sínum. En þetta, eða þessu líkt j gerir leiðinlega stór hluti þeirra i ökumanna, sem stefnuljós nota annars að staðaldri. Með þessu er gagnsemi stefnuljósanna að engu gerð. Umferðin verður hik andi og ógreið sem áður. Menn þora ekki einu sinni í öllu þessu flmi að treysta stefnumerkjum þeirra ökumanna, sem gefa þau rétt, enda varla von meðan svo fer fram. Ég skal nú leyfa mér að taka aðeins eitt dæmi til skýringar á því, hvað ég á við og nýskeð er. Ég tek þetta dæmi aðeins vegna þess, að svo margir bílar komu við sögu. Ég renndi upp Nóatúnið að Laugavegi og ætlaði áfram upp Nóatún, þ. e. þvert yfir Lauga- veginn, sem var auður langt austur að sjá. Þrír bílar komu að vestan, þétt hver á eftir öðr- um, og svo nærri, að ég beið við. Er sá fyrsti kom alveg að vegamótunum, gefur hann stefnuljós til vinstri og rennir niður Nóatún. Nákvæmlega eins höguðu allir þrír bílarnir sér, að því undanskildu, að nr. 2 gaf alls ekki stefnuljós og nr. 3 ekki fyrr en hann var vel á veg kominn með beygjuna. Allir renndu þeir niður Nóatún- ið. Er sá síðasti var kominn á hliðvið mig, sem auðvitað þorði ekki að hreyfa mig af staðn- um á meðan ökusnillingar þess- ir renndu hjá, var Laugavegur- inn aftur að lokast vegna um- ferðar að austan — og enn mátti ég biða nokkra stund, allt vegna tillitsleysis, eða öllu held- ur skilningsleysis og ills öku- vana hinna þriggja áðurnefndu bílstjóra, sem ekki kunnu að nota stefnuljós. Ég hirði ekki um að tína til fleiri dæmi, en Þau gætu verið mýmörg. Margir hafa sömu söguna að segja og ég og hafa oft vakið máls á þessu við mig. Að gefa stefnuljós til öfugrar handar er stórhættulegt, svo og að láta þau ralla á löngu eftir að beygja er tekin. Þetta hvort- tveggja tel ég þó frekar til und- antekninga. En að beita þeim eins og að framan er lýst er til gagnslaust, og leysir engan vanda. Það lýsir aðeins því, á- sarnt ýmsu fleiru, að fjölmargir ökumenn eru ekki enn þeim vanda vaxnir að aka í iðandi umferð svo vel fari. Sé ekki Frh. á 11. s. BERGMAL Margir hafá þakkað blaðinu fyrir' mynd þá, sem birt var á miðvikudaginn af biðröðinni, sem mynaðist við Laugardais- völl á sunnudag, þegar menn' voru að kaupa aðgöngumiða að leiknum milli Akraness og KR.1 Einn af þeim, sem hitti einn af fréttamönnum Vísis á förnum vegi, sagðist ekki hafa sloppið inn fyrri en langt var liðið á fyrri hálfleik og kom þó skömmu áður en leikurinn átti að hefjast. í Einfaldari siðir. „Þrándur“ skrifar eftirfar- ’ andi pistil: „Mikill er sá mun- ur, sem orðinn er á útfararsið- um hér í Reykjavík á skömm-' um tíma. Allt er orðið miklu einfaldara og viðkunnanlegra en áður var, og menn munu yf- ir leitt kunna því háð bézta. Þar við bætist. að það er ekki eins dýrt að koma mönnum í jörðina og er það mikilvægt at- riði í margra augum. Útfararskikkjur. Méf er ekki kunnugt um það, hvort fleiri menn eru kvaddir v.irðulega og hljóðlega í hinni fögru kirkju í Fossvogi eða úr hinum kirkjunum, þar sem siðir eru eðlilega aðrir og form- ið enn líkt því, sem áður var Talan skiptir ekki máli, en mér finnst, að eitt atriði þurfi end- urskoðunar við. -í kirkjunum í bænum á að taka upp notkun á útfararskikkjum, ef kista er borin í kirkju eða úr. Tímafrekar ferðir. Kunningi minn kom að máli við mig um daginn í sambandi við þetta. Hann hafði verið við- útför ættingja, fenginn til að bera kistu úr kirkju. Hann varð að fá lánaðan kjól — sem mun nú vera í fárra manna eigu nema kórfélaga — en þó var það verra viðfangs, að hann varð að skipta um föt tvívegis og fara langar íeiðir til þess. Ferðir til slíks eru tímafrekar. Ef í Kópavogi .. . Hann sagði við mig: Ef ég hefði verið búsettur í Kópavogi og ekki átt bíl eða haft efni á að fara á milli í slíku farar- tæki, hefði það kostað mig hálfan daginn að skipta þannig um föt. Þess vegna segi ég hilt- laust: Hví ekki að nota sérstak- ar skikkjur við slíkar útfarar- athafnir eins og við fermingu? athafnir eins og við fermingu?" Bergmál. beinír uppástung- unni til sóknaniefndar og-ann-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.