Vísir - 11.11.1960, Side 4

Vísir - 11.11.1960, Side 4
r osiuaaginn 11. noveinutsr ívov. ▼ ■» 0 1 » ^ ^ Í Utgerð og aflabrögð sunnan- og suðvestanlands í sept. og okt. j%fli r«r víðust misjafn a þcssu tímahili. Eftirfarandi yfirlit um út- gerð og aflabrögð birti Ægir nýlega. S Hornafjörður. Þaðan hófu 5 bátar róðra með línu í byrjun október; var afli sæmilegur, eða 5—7 lestir í róðri, en mikill hluti hans var ýsa. Þá hefir 1 bátur stúndað dragnótaveiði, og nokkrir bátar frá Austfjörðum hafa lagt upp afla sinn á Hornafirði, er þeir hafa stund- að veiðar þar nærri. Unnið er nú við að dýpka og lagfæra höfnina á Horna- firði. Vestmannaeyjar. Þaðan stunduðu um 20 bát- ar dragnótaveiðar í september; afli var fremur rýr enda veðr- átta óhagstæð fyrir dragnóta- veiðar. í október var aflinn betri hjá dragnótabátunum, og fengu sumir þeirra 16—18 lestir á sólarhring, en aflinn var aðallega þorskur. Síldveiðar með herpinót hóf- ust um 20. okt. hjá 3 bátum en afli hefir ekki verið telj- andi, enn sem komið er, samt er talið vei-ulegt magn síldar við Vestmannaeyjar og eru um 10 bátar með herpinót og 15 bátar með reknet, tilbúnir að hefja veiðar. Nokkrir trillu- bátar (7—8) hafa stundað handfæraveiðar,. en afli hefir verið mjög rýr allt niður í 1— 200 kg í róðri. Þá hefir 1 bátur stundað línuveiðar; hefir afii hans verið frá 4—7 lestir í róðri. Þorlákshöfn. Þaðan reiá 1 bátur með línu í september. Gæítir voru frem- ur stirðar og afli i'ýr. f októ- ber hafa tveir bátar stundað linuveiðar, hefir afli farið vax- andi síðari hluta mánaðarins cg orðið 5—6 lestir í róðri, mest ýsu. Círindavík. Þaðan hófu 5 bátar rek- ■nétjaveiðar um miðjan októ- ber, hefir afli þeirra yfirleitt verið mjög lítill, það sem af er eða frá 4—123 tunnur í Jögn. Tveir bátar hafa byrjað síldveiðar með herpinót, en afli þeirra er ennþá mjög lítill. Sandgerði. Þaðan reru 2 bátar með línu í september; aflinn var frem- ur rýr. í byrjun október hófu nokkrir bátar síldveiðar bæði með reknetjum og herpinót, en afli var mjög lítill í reknet fram eftir mánuðinum en hefir’ heldur aukfzt; mestur afli í lögn í reknetin varð um 90 lunnur. Afli herpinótabátanna hefir verið misjafn. Mestan afla í veiðiför fékk Víðir II, 26. okt., um 850 tunnur. Síldin hefur ýmist verið fryst eða seld til útflutnings í skip, sem sigla með hana kælda á Þýzka Jandsmarkað. Keflavík. Þaðan hafa 10—12 bátar stundað dragnótaveiðar í sept- ember, var afli þeirra yfirleitt allgóður en mikill hluti var þorskur. Hinsvegar hefir afl- inn verið mjög rýr í október en þó meira um skarkola; eru margir bátanna þegar hættir veiðum. Síldveiðar með herpi- nót og reknetjum hófust i byrjun október og hafa 5 bát- ar hafið veiðar með herpinót, en 11 bátar með reknet. Afli hefir verið misjafn, en yfirleitt rýr. Mestur afli í lögn í reknet hefir verið 110 tunnur, en mestur afli í veiðiför með herpinót hefir verið um 240 tunnur. Nokkrir trillubátar hafa stundað handfæraveiðar og aflað sæmilega. Vogar. Þaðan hafa 2 bátar og 1 trilla stundað þorskanetjaveiðar; hefir afli verið mjög rýr, allt að 1 lest í lögn. Einnig hafa 2 bátar stundað dragnótaveið- ar á tímabilinu og aflað sæmi- lega. Hafnarfjörður. Þaðan stunduðu 10 bátar dragnótaveiði í september, afli þeirra á því tímabili varð um 350 lestir, þar af um 100 lestir af skarkola. f október minnk- aði aflinn að mun og eru all- flestir bátarnir hættir veiðum. Aflinn í október var um 70 lest- ir. Eftir miðjan október hófu 3 bátar síldveiðar með herpi- nót og 4 bátar með reknetjum. Afli reknetjabátanna hefir verið mjög lítill ennþá. Afli herpinótabátanna hefir verið mjög litill ennþá. Afli herpi- nótabátanna hefir verið mis- jafn, en mestan afla í veiðiför fékk m.s. Eldborg um 700 tunnur þann 26. okt. var það fremur smá síld. Síldin hefir öll verið fryst til beitu. Reykjavík. Þaðan hafa um 20 bátar stundað dragnótaveiðar í sept- embei'mánuði; yfirleitt var afli þeirra góður, en þó mjög minnkandi og hættu þá marg- ir bátar veiðum og hófu hand- færaveiðar; var aflinn sæmi- legur. Þá hófu 5 bátar veiðar með þorskanetjum, en þar sem veiði var svo til engin hættu þeir fljótlega. Þá hafa 3 bátar hafið reknetjaveiðar, en afli þeirra hefir tii þessa verið mjög lítill. Einn bátur m.s. Guðmundur Þórðarson hefir stundað sildveiði með herpinót frá októberbyrjun; hefir hann aflað um 3000 tunnur í mán- uðinum. Akranes. Þaðan hófu 4 bátar veiðar með linu og 1 bátur með netj- um i september; var afli linu- bátanna frá 4—7 lestir í róðri, en netjabáturinn fékk 60 lest- ir í 19 róðrum. Þá hafa einnig nokkrir trillubátar stundað handfæraveiðar í september og október; hefir afli þeirra verið misjafn eða frá 1—3 lest- ir í róðri. í byrjun október hófu nokkrir bátar síldveiðar bæði með herpinót og rek- netjum; hefir afli yfirleitt ver- ið fremur rýr, en þó misjafn. Mestur afli hjá herpinótabát- um var um 660 tunnur í veiði- för, en um 100 tunnur hjá rek- netjabátunum. Nú stunda 9 bátar herpinótaveiði en i 1 bát- ar reknetjaveiði. Rif. Þaðan hafa tveir bátar róið með línu, en 1 bátur hefir stundað dragnótaveiðar; þá hafa einnig 3—6 trillubátar stundað handfæraveiðar; afli hefir yfirleitt verið fremur rýr. Ólafsvík. Þaðan stunduðu 6 bátar dragnótaveiðar í september; var afli þeirra fremur rýr og fór mjög minnkandi í október, svo að þeir hættu veiðum. í október byrjuðu 11 bátar veið- ar með línu; hafa þeir fengið að jafnaði 4—6 lestir í róðri. Tveir bátar, þeir Jón Jónsson og Steinunn, byrjuðu síldveið- ar með hringnót og hefir afli þeirra verið fremur lítill, en farið ygxandi síðustu daga. Gæftir voru ágætar. Nokkrir bátar frá verstöðum við Faxa- fóla hafa stundað síldveiðar með hríngnót út af Öndverðar- nesi; hefir afli þeirra verið misjafn, en yfirleitt fremur treg veiði. Síldin hefir verið fryst til beitu en sumt af henni sent á Þýzkalandsmarkað, hafa þrjú skip siglt með fullermi af klædri síld þangað. Grundarfjörður. Þaðan hafa 4—6 trillur stundað handfæraveiðar; hefir afli þeirra oft verið sæmilegur og stundum góður, eða frá 1— 3 lestir í róðri. Stykkishólmur. Þaðan hafa 2 bátar stundað dragnótaveiðar og hafa aflað frá 3—9 lestir í veiðiför, sem er um 2 sólarhringar, Einn bótur hóf lúðuveiðar en aflaði mjög lítið; stundað síðan línu- veiðar og aflaði 3—5 lestir í lögn.. Nokkrir trillubátar (3—8) stunduðu handfæra- veiðar, og hafa aflað frá 1—4 lestir í róði'i. Gætir hafa verið injög góðar. Yfir 100 manns drukknuðu. Þetta haust er liaust mikilla flóða í ýmsum löndum, í Pó- dalnum á Ítalíu, á Bretlandi sunnan- og suðvestanverðú og í Nicaragua. Minnst hefur verið um flóð- in þar rætt í fréttum, en þó durkknuðu yfir 10 manns þar í flóðum í Chinandega-héraði. Luis Someza forseti flaug yfir flóðasvæðið í athugana skyni óg eftir það var hert á hjálparráðstöfunum. — Rauði krossinn hefur sent þangað hjálparlið og birgðir. Matthías Jochumsson — 125 ára minning- í dag eru liðin 125 ár Jrá fæðingu Matthíasar Jochums- sonar, skálds. Og um þessar mundir eru 40 ár frá dánar- dægri hans. Hann fæddist að Skógum í Þorskafirði 11. nóv- ember 1835. Saga hans er al- þjóð kunn. Þó nokkuð hafi verið ritað um Matthías, — fyrr og síðar, — er það þó minna en búast. mætti við um þvílíkan mann. Það var því mikill fengur íslenzkum bók- menntum er þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi skrifaði snjalla lýsingu á manninum og skáldinu Matthí- asi Jochumssyni, og styðst þar við persónuleg kynni sín af því. Birtizt sú ritgerð í lítilli bók, fyrir jólin í fyrra; og er titill hennar: Tvær greinar eftir Davíð Stefánsson. Því miður var sú bók prentuð og útgefin í fáum eintökum og ekki til sölu, en vonandi að hún verði gefin út fyrir almenning fyrr enn síðar. Eg vona að Davíð Stefáns- son, vegna kunningsskapar okkar, fyrirgefi mér, þótt ég bregði hér upp mynd af lýs- ingu hans á Matthíasi. Það er á mína ábyrgð en ekki blaðs- ins. Á einum stað segir Davíð svo, orðrétt: „Matthías var stálminnugur, ótæmandi fræðasjór. Þar gekk saga kyn- slóðanna í bylgjum, og er hann hóf máls mátti heyra brimgný aldanna í rödd hans. Það var engu líkara en hann hefði ver- ið samtíðarmaður allra stór- menna, bróðir þeirra í gleoi og' sorg, lífi og dauða. Og ekki tók hann síður þátt í kjörum hinna, sem minni máttar voru. Ef hann vissi menn harmi lostna, gekk hann óboðinn inn. Að komu hans var ölknn huggun og sálubót. En þó að fortíðin væri honum bæði kunn og kær, var hann uirr- fram allt spámaður og hróp- andi ókominna alda, fegurri framtíðar.“ En niðurlag ritgerðar Davíðs um Matthías endar þannig. „Vonandi verða komandi kyn- Matthías Jochumsson. slóðir svo vitrar og gæfusamar að geta notið ljóða hans og um leið metið að verðleikum skáld hinna háu tóna.“ Undir þessi orð Davíðs skálds frá Fagra- skógi ætti öllum hugsandi mönnum að vera ljúft að skrifa. Eg minnist þess frá sl. sumri er ég kom í Sigurhæðir, hús Matthíasar á Akureyri, hve ég varð snortinn, líkt og í helgi- dómi, og var þó húsið autt. En yfir þvi hvíldi tignarleg ró sem aðeins einstaka húsi hlotnast. „Hver einn bær á sína sögu, Sigurljóð og raunabögu“. Fátt eitt er hér sagt er ég hefði viljað. Veldur því fleira en eitt. Að lokum þetta: Matt- hías Jochumsson orti sem kunnugt er tveggja alda minn- ingarljóð um Hallgi'ím Péturs- son, þar segir m. a.: Niðjar fslands munu minnast þín, meðan sól á kaldan jökul skín. Þetta vildi ég mega heim- fara upp á Matthías sjálfan. Rvk. 11. nóvember 1960. Stefán Rafn. Bandaríkjastjórn hefir fall- izt á, að veita stjórninni í Kambodíu aukna hernaðar-1 aðstoð. Nýlega rættist draumur Mira Slovaks, 29 ára gamals flóttamanns frá Tékkóslóvakíu. Draumurinn var að fá að taka í höndina á Eisenhower forseta. — Draumurinn rættist þannig, að Mira vann forsetabikarinn í kappsiglingu lítilla hraðbáta. Eisénhower af- henti bikarinn sjálfur. — Slovak flúði ásamt félaga sínum í- flutningaflugvél og var veitt hæli sem pólítískur flóttamaður i Bandaríkjunum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.