Vísir


Vísir - 16.11.1960, Qupperneq 3

Vísir - 16.11.1960, Qupperneq 3
Miðvikudaginn 16. nóvember 1960 Er „uppfinningamaðurinif senn útdauður? Alltaf er nóg í fréttum af vís- indamönnum nútímans. Þeir vinna í stórum stofnunum, einka- eða ríkisfyrirtækjum, og virðast einir drottna yfir þeim leyndarmálum, sumum leystum, öðrum óleystum, sem glíman stendur við. En hvað er þá orðið af upp- finningamönnum hinnar gömlu aldar. Þeim sem unnu einir að sínum ransóknum, eða þá aðeins í þröngum hóp, en náðu oft frá- bærum árangri. Eru þeir með öllu útdauðir? Því verður ekki svarað með öðru en því að segja að talið er nú, að í Banda- ríkjunum einum séu um ein milljón manna sem fást við efnafræðilegar og eðlisfræðileg- ar athuganir, flestir að vísu í tómstundum, en samt detta þeir stundum niður á lausnir á ýms- um viðfangsefnum, sem jafnvel stórar rannsóknarstofnanir, sem hafa bæði fjármagni og vinnu- afli á að skipa, hafa ekki enn getað leyst. Bóndasonur frá Iowa. Þessi fjölmenni hópur á sér raunverulega aðeins einn sama- stað. Það er mánaðarlegur dálkur í ritinu „The Scientific A.merican“, en þeim dálki rit- stýrir maður að nafni C. L. Stong. Hann er verkfræðingur að mennt, en vinnur nú sem f ramkvæmdast j óri. Stong er bóndasonur frá Iowa, og þegar á unga aldri byrjaði hann að gera sínar eig- in tilraunir. Þegar hann var 9 ára tókst honum að blanda nitroglycerín, og sprengdi þá hluta þaksins af reykhúsi því sem hann hafði gert tilraunir sínar í. Síðan lagði hann stund á v'erkfræði, en það var ekki fyrr en árið 1948, að til hans var leitað í þeim tilgangi að hann annaðist ritstjórn þessa dálks, sem átti að fjalla um vísinda- legar. tilraunir. Stong setti sér þegar það takmark að tyggja ekki upp tilraunir úr kennslu- bókum, heldur að koma ætíð með eitthvað nýtt, En það var hægara sagt en gert. í fyrstu gerði hann sjálfur óteljandi til- raunir, og tileinkaði þær ýmsum sem hann þóttist standa í bréfa- skiptum við. Þetta leiddi síðar Þetta er Stong — sem síðan 1948 hefur rit- að um tilraun- ir í „Scienti- fic American"*. Hann er hér að gera tii- raun þá, sem minnzt er á, og sýnir tii- veru geim- geisla. til þess, að menn fóru að skrifa til hans um tiiraunir sínar. Einföld tilraun. Ein af þeim tilraunum sem hvað vinsælastar hafa orðið fyr- ir tilstilli Stongs, er sú sem myndin hér að ofan er af. Hún er framkvæmd með ögn af rad- íum og ýmsu öðru, og gerir hún mönnum kleift að skoða geimgeisla. Hún er þó svo ein- föld í framkvæmd, að sérhver áhugamaður getur gert hana í kjallaranum heima hjá sér. Síð- an hann fyrst minntist á þessa tilraun í dálkinum hjá sér, hef- ur hann fengið bréf frá meira en 22.000 manns sem hafa beðið hann um aðstoð til að geta fram- kvæmt hana. Önnur tilraun sem hefur náð geysilegum vinsældum er í sambandi við eldflaug. Stong gaf út teikningu af einfaldri eldflaug, og síðan hafa urn 15.000 manns leitað til hans með aðstoð við hana. Stong álít- ur að vinsældir þessara tveggja tilrauna séu svo miklar vegna þess, að þær lúti að hlutum sem menn hafi almennt mikinn á- huga fyrir nú á tímurn, — at- ómfræði og geimrannsóknum. „Þýðingarlítil náttúrufyrirbrigði." | En það er komið inn á fleiri svið en efna- og eðlisfræði. Mesta áveita í heinti er árangurinn af samningum Indlands o§ Pakistan um hágnýtingu vatnsins í Indus. Margir hafa eytt miklum tíma í að athuga hegðan dýra. Einn maður, bankastarfsmaður frá Denever í Colorado, sem nú er látinn, hafði t. d. mikla ánægju af því að athuga það sem hann kallaði, „þýðingarlítil náttúru- fyrirbrigði“. Sá maður uppgotv- aði til dæmis með sérstakri kvikmyndavél, að sá snákur sem er algengastur vestan hafs skröltormur, bítur ekki, eins og almennt hafði verið trú manna, heldur heggur hann. Er maðurinn lézt var hann að at- huga hvernig húsflugan bæri sig að, er hún „sezt“ á loft í herbergjum, þ. e. hvort hún veltir sér þversum eða tekur „hálfa bakfallslykkju“. Aðeins dýr tæki til. Ein af uppáhaldsfrásögum Storys er um ungan mann frá New Jersey, Schatzmann að nafni. Hann skrifaði eitt sinn þekktum náttúrufræðingi í New York og bað hann um að ljá sér einhvern hlut sem graf- inn hefði verið úr jörð, og vitað væri um aldur á, því hann lang- aði til að greina aldur hans í tilraunaskyni í sérstöku tæki sem hann hefði gert í þeim til- gangi. Náttúrufræðingurinn sendi honum gömul egypzk tréflot, sem lágu grotnándi í kjallaranum hjá honum. Er Framh. á 11. síðu. í tólf ár hefur staðið deila milli Indlands og Pakistan um réttindi til vatnsins í ánni Ind- us. Oft hefur verið vikið að þessu deilumáli í fréttum, og eins og flestum er kunnugt er deilan úr sögunni. Það var 19. setember, að Nehru, ind- verski forsætisráðherrann og Mohammed Ayub Khan, hers- höfðingi frá Pakistan, undirrit- uðu samninga, sem gerðu ráð fyrir að hafizt yrði handa um stærstu og mestu áveitufram- kvæmdir í heimi. ! Efni samningsins er raunveru lega á þá lund, að Indland fær full not af hinum þremur aust- ari ám, Ravi, Beas og Sutlej, en Pakistan fær að ráða yfir vest- ari ánum, Indus, Jehlun og Chenab. Indus á rætur sínar hátt í Himalayafjöllum og þar safnar hún til sín hinum bráðnaða snjó, og regnvatni, og myndar eitt af mestu vatnsföllum heims. Vatnsmagnið á hverju ári er tvisvar sinnum meira en nem- ur vatnsmagni Nílar (og það myndi nægja til þess að þekja allt Frakkland með stöðuvatni sem væri fet á dýpt). Reyndar , má segja, að ekki veiti af, því að um 50 milljónir manna eiga allt sitt vatn að sækja til þess- arar ár og vatnasvæðis hennar. Og hér er ekki einungis átt við vatn til matar og drykkjar, heldur einnig til áveitu og alls gróðurs. Aðalókosturinn fram til þessa er, að erfitt hefur verið að halda vatninu til haga, þegar mikið rignir, svo að hægt sé að hag- nýta það á þurrkatímanum. Og þess vegna verður oft tilfinnan- legur skortur á vatni. ' Hin nýja áætlun sem gert er ráð fyrir að muni kosta um 380 milljónir punda, á að ráða bót þar á. Fé til framkvæmdanna hafa lagt fram Indland, Pakist- an, Bretland, Bandaríkin, Ástra lía, Kanada, Þýzkaland og Nýja Sjáland, en auk þess hefur Al- j þjóðabankinn lagt fram sinn skerf. Pakistan megin verður 1 ögð aðaláherzlan á að leggja um 400 mílur af áveituskurðum, sem flytja eiga vatn úr vesturánum yfir svæði sem er um 5 milljón- ic ekrur að stærð, en þessu svæði | voru áður vökvuð með vatni úr austuránum. Einnig er það ætl- unin þar að koma upp geymslu- stöðvum fyrir vatn neðanjarðar, (og munu þær fyrst um sinn verða tvær, önnur við ána Jhel- um en hin við efri Indus. Einn- ig á að reisa 300.000 kílóvatta rafmagnsstöð við ána Jhelum, en þar hefur verið gerð stífla. | Indlandsmegin á að reisa slíkt vatnsforðabúr við Beas ána. Auk þess einnig við Sutlej áná (framkvæmdum þar er nú senn lokið) og einnig verður hið ný- byggða vatnsveitukerfi við Raj- asthan notað til að veita vatni á stór héruð í Punjab og í Raj- asthan eyðimörkinni. Alls er Italið að taka muni um tíu ár að ljúka þessum framkvæmdum. Hraðpóstur. Fyrir nokkrum mánuðum hófust furðulegar framkvæmdir við aðalpósthúsið í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Þær fóru fram á afmörkuðu svæði í húsinu sem merkt var „Aðgang- ur bannaður“. Sérhver sem fór inn fyrir þá afmörkun varð að gera grein fyrir sér og sínu er- indi. Nú fyrir rúmlega viku voru merkin tekin niður, og póstmálastjórinn. Arthur D. Summerfield tilkynnti, að stig- inn hefði verið nýr áfangi í póstmálum. Leyndarmálið sem svo vel hafði verið geymt, var hinn svo- kallaði „Hraðpóstur“, eða það sem þeir fyrir vestan kalla ■ „Speed Mail“. Það er fólgið í sérstökum tækjum sem taka við sendibréfum, og senda þau milli borga, svo að ekki tekur nú nema um það bil fjórar sek- úndur að senda bréf á þennan hátt frá Washington til Chi- cago. Aðferðin er sú, að jafn- skjótt og umslaginu með bref- inu hefur verið stungið í bréf- rifuna, grípur vélin það, rífur upp umslagið, flettir sundur: bréfinu og bregður því undir, nokkurs konar sjónvarpsvél. j Bréfið er síðan sent loftleiðis (þ. e. myndin af því), og eftir. nokkur augnablik getur póst- maðurinn í Chicago tekið við samskonar bréfi, í límdu og j lokuðu úmslagi, með réttu inni- haldi og réttu heimilisfangi (þ. e. a. s. ef seridandinn hefur.ekki gert neina skyssu). Þessi mynd er frá Pakistan og sýnir stíflu, sem gerð hefur verið við Taunsa (efri myndin). — Neðri myndin er frá vesturhluta landsins og sýnir ’er framkvæmdir hófust við efri hluta árinn- ar Jhelum. ‘ FRAMFARIR OG TÆKNI ♦

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.