Vísir - 16.11.1960, Síða 4
VISIR
Miðvikudaginn 16. nóvember 196®
Kvöld á Kurfiirstendamm.
Sumpart minnir hún á New
York, þótt í fljótu bragði virðist
þar óliku saman jafnað. El það
væri ekki annað en hundaí'ans-
inn á þessu heimsborgarstræti.
eg bý við. Konur teyiha
héf kelturakka sína og karlarn-
ir verða líka að hafa hund í
bandi. Það er nú meira hunda-
dálætið hérna. Maður verður
að gá vel í kringum sig, ef mað-
ur stanzar á götunni eða kíkir
í glugga, hafa auga með buxna-
skálminni, því að rakkarnir eru
alltaf að stanza, en athuga
ekki, hvort maður er maður eða
bara símastaur eða ljóskera-
staur, og svo er maður máske
búinn að fá frá þeim heldur
I raka kveðju áður en maður
Berlín í október.
Flugvélin lenti með okkur
inni í miðri borginni, og var
það þó engin nauðlending, því
aðalflugvöllur Berlínar, Temp-
elhof, er sem sé í hjarta borgar-
innar. Þeir kalla hann reyndar
flughöfn, sem bæði er fallegra
og þeim líka vorkunn, því að
þeir eiga ekki höfn að sjó, og
það hefir mér ætíð þótt sem
svona stóra borg skorti mikið,
ef hvergi sér úr slíkum stað til
sjávar. Reyndar eru hér mörg
v.ötn og sum stór og fljót mikið,
sem heitir Spree, svo að þegar
allt kemur til alls, eru hér líka
hafskip á siglingu inni í miðju
. nieginlandinu og hafnir líka,
svona langt frá söltum sjðó. En
.B.erlínarbúar eru samt stoltari
af flughöfninni sinni, enda verð-
ur hún máske langlíf í sögunni
' í sambandi við „loftbrúna“
frægu.
Vor um haust.
Eg hef ekki fyrr komið til
þessa lands, og það er með hálf-
um huga, að eg legg hér upp í
landshornaflakk, komnar vetur-
nætur og maður býst þá og þeg-
ar við vályndum veðrum. Held-
ur kysi maður vor eða sumar til
að kynnast í fyrsta sinn marg-
rómaðri náttúrufegurð þessa
lands. En þegar eg lenti, var
reyndar svo til sama veðrið og
heima, vor um haust, milt loft
og litbrigði jarðarinnar vissu-
lega aldrei meiri en nú, svo að
eg er feginn að hafa komið
hingað einmitt á þessum tima
árs. Innan skamms rofaði til og
var komið glaðasólskin áður en
varði. Eg spurði gestgjafa minn,
hvort haustið hjá þeim hér
hefði verið svona þokkalegt.
„Tíei, ekki aldeilis, hér hefir
rignt og rignt, dag eftir dag,
viku eftir viku þangað til nú,“
var svarið. Eg fór auðvitað að
grobba af sumarsólinni og
haustblíðunni heima. Gestgjaf-
inn bauð mig velkominn, þakk-
aði kærlega komna — og sól-
skinið. Kvaðst hafa það fyrir
satt, meðan ekki sannaðist ann-
að, að eg kæmi með þennan sól-
skinsdag frá íslandi,“ og
gjörðu svo vel og gakktu í bæ-
inn!“
Eg hefi fengið inni við
„Rúntinn“ eða „Strikið" eða
við hvað menn vilja líkja því,
aðalgötuna, sem heitir því tign-
arlega nafni Kurfúrstendamm,
en borgarbúar kalla sér ti!
hægri verka bara „Kúrdamm".
Sú var tíðin, að maður hélt að
slík gata hér í borg bæri nafnið
Unter den Linden, sem manni á
GUNNAR BERGMANN:
í BERLIIM.
fcaífbckaMcí frá PfákalaHtti 9
sokkabandsárunum þótti eitt
hið fómantískasta götuheiti á
byggðu bóli. Jú, enn er til gata
með því nafni, en ekki nema
svipur hjá sjón, svo sem síðar
segir. Eg er sem sé í „Vestur-
bænum“, en sú eina gata, sem
eg áður kunni nafn á í þessari
1 borg, Unter den Linden, er í
„Austurbænum“. Sem sagt,
„austurbæingar“ hafa Unter
jden Linden, Kurfúrstendamm
er stolt „vesturbæinga". Munur-
inn á þessum tveim götum nú,
eins og reyndar borgarhlutun-
um sem þær eru í, er nærri ó-
trúlegur.
Kelturakkar á
Kurfúrstendainm.
Svo sem nafnið bendir til, er
götuheitið Kurfúrstendam alls
ekki'nýtt af nálinni né heldur
gatan. Löngu áður en skelfing
og hörmung og eyðilegging reið
yfir þetta land fyrir mannsaldri
og árin á eftir, var Kurfúrsten-
damm glæsilegasta gatan hér í
borg og landinu öllu, frægust
fyrir hið sama hér og Broad-
way í New York. Hér var stór-
veldi leiklistarinnar í landinu.
Leikhúsin stóðu hér þétt við
þessa götu og við hliðargöturn-
ar. Enda þótt nokkur þeirra
séu aftur komin til lífs, er það
ekki nema hluti af þcí, sem áð-
ur var, og hver veit, hvort það
verður nokkurn tíma svipað
því, sem var. En Kurfúrsten-
damm er myndarleg gata engu
að síður, með fjölda nýrra stór-
hýsa og sumar nýstárlegar.
Hérna er glæsileiki og andrúms-
loft heimsborgar, og borgarbúar
vilja gjarnan láta mann vita
af því, að Berlín sé engri annari
borg !ík. Og reyndar hefir hún
sin sérkenni. Mér komu í hug
tvær amerískar stórborgir til
samanburðar. Sumpart minnir
Berlín á Los Angeles, manni
finnst hún svo víðáttumiki!. og,
eins og karlinn sagði, „það er
svo mikið loft milli húsanna".
Hér er þó meira um hærri hús.
Myndin af Nofretete.
veit af. Og ilmurinn rýkur ekki
alveg strax úr skálminni. Sem
sagt, kelturakkar eru alltaf
sjálfum sér líkir hvar sem er á
kringlunni.
I
Listir í hávegum hafðar.
Mér hefir orðið tíðrætt um
það, að Kurfúrstendamm sé
höfuðgata borgarinnar. Það er
líklega rétt að flestra áliti en
þó er það svo, að Berlín saman-
stendur af mörgum borgum
eða öllu heldur borgarhverfum,
sem hver hefir sína aðalgötu, og
íbúar þessara borgarhverfa eru
auðvitað stoltir hver af sínum
bæ. Þeim er líka gert talsvert
hátt undir höfði. Dýrlegasta
listasafn borgarinnar nefnist
Museum Dahlem. Eg vissi ekki
fyrst hvaða latína síðara orðið
var, hélt þó máske, að safnið
væri kennt við einhvern mann,
sem gefið hefði safninu ómet-
anleg listaverk. En það var
ekki, safnið var einfaldlega
kennt við hverfið, sem það
stendur í. Þetta er svipað þvi,
að heima í Reykjavík bæru
þekktar stofnanir nöfn eins
og Listasafn ríkisins. Gríms-
staðaholt eða Þjóðleikhúsið
Skuggahverfi. En þau væru víst
ári ðanlega ekkert verri fyrir
það. Svo mikið er víst, að eng-
inn, sem kemur til Berlínar,
ætti að láta undir höfuð leggjast
að skoða Museum Dahlem. Ekki
tjáir að fara að telja upp allt
það, sem þar er vert að skoða,
en þótt ekki væri fyrir annað
en tvo dýrgripi, sem þar eiga
nú fast heimilisfang, þá sér eng-
inn eftir að líta þangað inn
skemur eða lengur. Þar er
„Maðurinn með gul!hjálminn“
eftir Rembrandt og höggmynd-
in egypzka af drottningunni No
fretete. Það eru hér fjölmargir
gimsteinar myndlistarinnar úr
fortíð og nútíð, en það er eng-
in furða, að borgarbúar (og þá
fyrst og fremst Dahlembúar)
eru einna stoltastir af þessari
stórfögru klassísku konumynd.
Höggmyndin af Nefrotete |
drottningu er gerð í kalkstein
og máluð, sem sennilega hefur
tíðkazt á þessum öldum, þó að
liturinn hafi líklega náðst ar
mörgum myndum til þess?
dags Nefroaete var drottniny
Ikhnatons, er var einn af 18
konungsættinni, sem rikti frá
1570—1345. Því er myndin um
3500 ára gömul. Hún er einn
furðulegasti og fallegasti hlut-
urinn í allri sögu andlitsmynd-
listar heimsins, er undarlega
nútímaleg. Enda eru slíkar
myndir frá þessu tímabili eg-
. ypskrar lisar á allan hátt mann
legri en áður — og síðar — tíðk
aðist þar í landi. Ikhnaton kóng
ur á að hafa.átt upptökin (og
hlýtur að vera) og gefið lista- .
mönnum frjálsar hendur lil að |
hverfa frá hinu steingerða 3ist- ,
formi, sem þótti aðeins sæma '
um myndir af egypsku yfir-
stéttarfólki einkum, sem kunn-
ugt er. Myndir frá þessum tíma
eins og þessi af Nefrotete,'eru
ekki aðc.ins trúlegar á yfirborð-
inu, heldur opinbera þær skan-
gerð og persónuleikanna á nýí-
an hátt. Af þessu má siá. að
þessi ágætu hjón Ikhnaton o?
Nefrotete hafa verið ótrúlega
raunsæjar nútímamanneskjur.
Von Karajan er
þeirra stóra nafn.
| Hér er vel hlúð að listum, og
borgarbúar kunna að meta það.
Leikhúsin, óperan og tónleika-
húsin eru í fullum gangi. E"
hef átt þess kost nú þrjú kvöld
í röð að sjá og heyra. í einu
virðulegasta leikhúsinu, Schill-
er-leikhúsinu, var flutt spænskt
leikrit. frá gullöld spænskra
bókmennta, „Donna Diana“
eftir Moreto. Það var svo semi
engin skömm að þeim flutningi,
þótt ekki hrifist maður fram úri
máta. Kvöldið eftir steig þó
hrifningin við að sjá og heyra
„Hollendinginn fljúgandi“ eftir
Wagner. Sviðútbúnaðurinn var
hrikalega lifandi, og elrki var
að spyrja að leiknum, söngvur-
um og hljómsveit. Fyrst og
fremst nefni eg Joseí Greindl í
hlutverki norska sæfarans,
Ingeborg Exner sem Senta dótt-
ir hans og síðast en ekki sízt
Hollendingurinn sem ungverski1
bassinn Tomislav Neralic lék.
Hvar á að hlusta á Wagner, ef
ekki hér í Þýzkalandi?
Þó taldi eg mig fyrst heppinn
í gærkvöldi, að geta komizt að
til að hlusta á þeirra beztu og
Herbert Von Karajan
með sprotann.
frægustu hljómsveit hér, Ber-
liner Philharmonisches Orchest*
er undir stjórn sjálfs Herbert
■yon Karajan. Síðan Furtwangl-
er leið, eiga Þjóðverjar ekki
stærra nafn meðal stjórnenda
en þennan mann, sem er reyd*
ar meðal mestu snillinga heims
í, dag í sinni grein. En þeir sitja
ekki einir að snilld hans hér í
Berlín, því að hann skiptir sér
á milli Berlínar og Vínarborgar
sem gestur. Að þessu sinni
stjórnar hann hér aðeins þrjú
kvöld. Síðan taka ferðalög við.
Máske nota eg tækifæri síðar að
pára eitthvað meira um Von.
Karajan og hljómsveitina
Framh. á 11. sí<iu
Þessi myndarlegi mannhæðarhái mósaik-vasi hefir ekki staðið'
ýkjalengi þavna á gangstéttinni við Kurfúrstendamm. Honum
var fyrst válinn staður í gamalli glæsilegri kirkju við enda göt-
unnar, Minningakirkjunni. Hún sést í baksýn á myndinni með
brotinn turn og hörmulega leikin úr stríðinu. Þannig veírður hún
láfin standa innan um hinar glæsilegu nýbyggingar til að minna
á viðurstyggð stríðsins. En vasinn, sem slapp óskaddaður úr
loftárásunum, var tekinn úr kirkjunni og stillt á gangstéttina
vegfarendum til augnayndis.