Vísir - 16.11.1960, Page 10

Vísir - 16.11.1960, Page 10
10 VlSIR Miðvikudaginn 16. nóvember 1960 Lozania Prole: E| Lem C huöld u 13 „Við verðum að gifta okkur,' nú, nú, nú.“ Þau neyttu miðdegisverðar fyrir opnum glugga, því að þótt febrúardagur væri var mildur þeyr í lofti. Það var sagt, að villi- liljurnar væru farnar að springa út í görðum Versala, og að tolómasölukonurnar á Madeleinetorgi væru farnar að hafa fjólur á boðstólum. Þau átu kryddað brauð frá Burgundy og skoluðu kverkarnar óspart i ljúffengu Bordeux-víni. Ákafi hans smitaði og hún fann til hamingj ukenndar, og hún sá hve ánægður Eugéne var, er honum var sagt, að Napoleon yrði stjúpfaðir hans. Þá kom fram gleði og hrifni í huga hennar. Það var orðið seint, er vagni Napoleons var ekið frá húsinu. Húsvörðurinn gat nú dottað í fxúði. Louise studdi olnbogum á gluggakistu á jarðhæð hússins og daðraði við dáta. Og Jósefína gat einhvern veginn ekki gert sér grein fyrir hvernig tilfinning- um hennar var varið, er hún loks var ein og hafði næði til að hugsa og gat verið róleg. Hún gat ekki hrósað sigri — og ekki harmað ósigur. Hugsanirnar voru á reiki þarna einhversstaðar mitt á milli. Klukkan var fyrir nokkru búin að slá 12 á mið- nætti, þetta var sá tími, er hinir öldruðu og sjúku sváfu — þetta voru hinar dósamlegu stundir, en hinir yngri gátu notið ásta. - Daginn eftir ráðgaðist hún við tízkusaumakonu og Louise var önnum kafin við sauma. Og ef vinir komu i heimsókn neitaði Josefína að tala-rvið nokkurn mann, bar einhverju við. Hún var svo hrædd um, að menn sæju, að hún hefði áhyggjur, og vildi e>kki, að menn væru að bera slíkt út. Hún hafði aðeins l‘Ange í kringum sig, en hún hafði haldið fegurð sinni frábærlega vel, og var enn sem nýútsprungin, enda nýbúin að fá sér spænskan elsk - huga. Hún kom inn til hennar, klædd fögrúm silkikjól með leggingum úr Burgund-flaueli. „Eg er stórhrifin,“ sagði hún og k-yssti Jósefínu, og bætti svo við — „en hann er ekki ungur.“ „Napoleon er 26 ára.“ „Þeir segja, að hann háfi i hótunum við alla álfuna. Menn segja, að hann kunni að sigra allan heiminn. Manstu, þegar við vprum i Carmelite-fangelsínu, og við ræddum um þig sem drottn- ingú, og ef þú verður það skal ég sannarlega minna þig á loforð þitt, að gei'a mig að heiðursdömu.“ Hún hló smitandi hlátri. „Eg gleymi aldrei því loforði.“ L'Ange potaði fingri glettnisléga milli rifja Jósefínu og sagði: „Hvað sagðirðu við Napoleon, að þú væi'ir gömul?“ „Eg minntist ekki á það. Eg þorði það ekki.“ L'Ange greip í hönd hennar. „Vertu þá ekkert að segja honum það. Vertu hyggin. Nefndu ekki árafjöldann." „En þess verður krafist við skrásetningu hjónabandsins?“ „Nei, alls ekki, Eg á fi-ænda þar, Pierre. Hann segir að borgar- dómarinn sé oi-ðinn gamall og gleyminn. Svo þykir honum konjak afskaplega gott og þegar ’hann hefur fengið einum of mikið veit hann ekkert hvað hann gerir. Það getur komið sér vel, Jósefína, fyrir aðra, þegar menn verða svona. Og hann Pierre, frændi minn, hann er svo hjálpsamur. Tuttugu og níu ára er indæll aldur. Eigum við að segja tuttugu og níu ára, Jósefína?" Hana hafði sviðið illa, eins og hún hefði verið stungin hnífs- oddi, er aldurinn bar á góma, en nú var sviðinn horfinn, og þær föðmuðust og kysstust og hlógu. Hve vinátta gat verið ljúf — og hve vel gat greiðst úr öllu, ætti maður vini. Þarna voru fjögur ár blátt áfram strikuð út úr lífi hennar. „Sannai’lega skaltu vera heiðursdama mín,“ sagði Jósefína. ---------Napoleon kom ekki þennan dag, en hann sendi að- stoðarforingja sinn og bað hann að flytja henni afsökun sína. Það var svo mörgu að sinna. Ný gluggatjöld höfðu vérið keyþt og ný húsgögn, því að nú gat hún keypt — Napoleon borgaði reikn- ingana. Hve yndislegt það var, að geta keypt allt, sem henni datt í hug. Mánuðum saman hafði hún orðið að neita sér um svo margt, fannst henni, og nú hafði hún engar áhyggjur af reikningum. Hún gat dregið andann léttara. Hún lagðist fyrir þetta kvöld án klæða og lét Louise nudda sig. Það var notalegt og gott að finna hinar sterku hendur Louise strjúka hið mjúka, ljósbrúna hörund sitt. Þegar Louise var farin huldi hún líkama sinn þunnri slæðu, og rétt í tæka tíð, j því að dyrnar hörðu opnast og Barras stóð í gættinni. Hann hafði ekki látið kynna komu sína. Það kom eins og örvæntingar andvai-p af vörum hennar. Barras gaf Louise bendingu um að fara og lokaði dyrunum á eftir henni. Stóð hann um stund með hendur krosslagðar á brjósti. I Á því andartaki, þótt ekkert hefði farið í milli þeirra, fanns% henni líklegast, að hann hefði deilt við Therese. Var það ímyndun hennar, að það væru rauðar rispur á úlnliðum hans, eins og eftir langar, hvassar neglur (þannig voru neglur Therese, og hún var ósmeyk við að beita þeim), og það vottaði fyrir mar- bletti á kinn hans — eða var það skuggi? „Jósefína?" sagði hann loks með spuimai-hi-eim í röddinni. * Það var eins og hann biði eftir þvi, að hún bi-eiddi út faðm- inn á móti honum. En hún stóð þaima eins og marmaralíkneski. Hann gekk til íiennar, enn með hendurnar krosslagðar á brjóst- inu. Og þegar hún kom nær sá hún, að það voru rispur eftir r neglur á úlnliðunum og það var marblettur, — ekki skuggi á‘ kinninni. ) „Jósefína — við þui-fum mai-gt að ræða.“ „Eg held ekki.“ I „Eg held nú samt, að það sé margt sem við ættum að gera hvort öðru ljóst.“ | Hann settist á legubekkinn, augu hans fölleitari en nokkurn tíma fyrr. „Þú ert með rispur á höndunum," sagði hún og brosti. „Það er undan beislistaumum — hesturinn kippti snöggt í.“ „Og fékkstu þá líka marblett á kinnina?" Hann reyndi að brosa. „Gamalt sár — vafalaust hefurðu oft tekið eftir því fyrr?“ Hve mjúklega hann sneri sig úr öllu, þessi tungulipri maður, sem hafði veiúð ástmaður hennar í tvö ár. Hann hélt að hann gæti haft hana að leiksoppi um stund, þar næst varpað henni frá sér, og svo ætti hún að koma strax er hann kallaði, en hann var virðulegur, vel snyrtilegur að vanda og vel klæddur, hárið fagurlega greitt — og svo voru þessar fögru hendur. „Eg elska þig, Jósefína," sagði hann. „Samt viltu, að ég giftist öðrum?“ „Ekki vegna þess, að ég elski þig ckki, heldur vegna þess, að ég á konu.“ Hann hafði öll beztu spilin á hendi, refurinn. Hann vissi hvernig hann átti að fara að, til þess að sefa hana, draga úr gremjunni, sigra hana á ný. „Þú hefur engan rétt til að koma hér,“ sagði hún. „Hvað mundi Napoleon segja?“ „Eg hefi fullan rétt til að elska þig. Sá réttur byggist á því hve lengi þú hefur verið mín og að þú munt áfram verða mín. Vegna styrjalda mun Napoleon löngum verða fjarvistum, og þér mundi ekki falla, chérie, að vera einmana í París?“ „Eg vildi ekki valda Napoleon hryggö og vonbrigðum. Hvað mundi Napoleon segja, ef ég segði honum allt af létta?“ „Eg kom til þess að sannfæra mig um, að þú myndir aldrei bregðast mér. Eg kom til þess að fá þig til þess að lofa því.“ A KVÖLDVÖKUNNÍ Er ekki eitthvað göldrótt við Georges Simenon, sem er frjó- samastur allra rithöfunda og lýkur við glæpasögu á 11 dög- um? Hann sagði að minnsta kosti frá því að hann fái hugmyndir sínar og hraða af því að gægj- ast í kúlu — ekki kristalskúlu, heldur kúlu úr ekta gulli. — Hún er mesti dýrgripurinn, sem eg á. Eg tek hana með mér hvert sem eg fer og hún stend- ur á skrifboi-ðinu mínu, þegar eg er að vinna. Þegar’ mér finnst vera að dofna yfir mér tek eg bara kúluna mér í hönd og stari á hana, og þá get eg jafnskjótt látið ritvélina glami-a á ný. R. Burroughs 1 —TARZAM— •J ■ Cyclops neyddi okkur tii að stela fílabeininu, en við vitum ekki hvers vegna hann vildi ná í það. Don Moore greip fram í. Það getur verið að hann hafi verið í félagi með einhverj- um. Þetta er ef til vill rétt hjá þéx^ sagði Tarzan og ef Jóna vildi ekki þvo sér í framan. — Nei, gargaði hún framan í ömmu sína, -— eg geri það ekki. — Þú ættir að skammast þín, sagði amman. — Þegar eg var í þínum aldri þvoði eg mér allt- af í framan. — Nú jæja, sagði Jóna og hélt upp spegli frammi fyrir ömmu sinni. — Og hvað hef- irðu grætt á því? i ★ Fru X, eg néfní ekki nafn- ið, þykist vera afskapléga fín, hún blygðaðist’ sín fyrir það nýlega þegar hún néyddist til að setjast upp í strætisvagn. Hún reyndi að vera mikil á lofti þegar hún talaði við vagn- stjórann. — Hugsið þér yður, eg held bara að eg hafi ekki komið upp í strætisvagn í þrjú ár. Bill inn minn er í viðgei’ð. Vagnstjói-inn fékk henni far- miðann, og sagði með sinni ást- úðlegustu í-öddu: — Kæra frú, yður grunar ekki hversu mikið við höfum saknað yðar. ★ Dómarinn spurði hinn á- kærða: — Hvers vegna sögðuð þér rangt til um nafn yðar, þegar þér voruð tekinn fastur fyrir árás? — Herra dómari, eg var svo bálreiður, og þegar eg er reið- ur þekki eg ekki sjálfan mig’ lengur. Mikill sálfræðugur reyndi að útskýra þetta fyrir nemendum sínum: — Allir menn verða að lok- um það, sem þeir hugsa ákaf- ast um. — Guð hjálpi mér, sagði nem- andi þá við sessunaut sinn. — Þá verð eg annaðhvort Marilyn Monroe eða sportsbíll. ★ Earl Wilson hefir látið sér orð um munn fara, sem koma mönnum til að hugsa. „Ef það væri eins dýrt að giftast eins og það er að skilja, svo er ættum við að taka' þá væri þeir færri sem flýttu sér vopn okkar og líta á fíla- móðir og másandi upp að altar- beinið.. i inu.“

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.