Vísir - 24.11.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 24.11.1960, Blaðsíða 4
VISIR Fimmtudaginn 24. nóvember 1960 WESIWL D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Tí«lr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. Til hvers fara þeir utan? . . .Endur fyrir löngu var sagt á íslandi: „Utanstefnur viljum vér engar hafa!“ Það er nú ein helzta full- \ yrðing sumra íslendinga á 20. öld, að sá, sem þetta t sagði, mundi vera í þeirra flokki, kommúnistaflokkn- um, er hann væri nú uppi. Barátta kommúnista heí'ir á margan hátl einkennzt af því, að þeir hafa reynt að telja ahnenningi trú um, að horfnir sómamenn og frelsishetjur þjóðarmnar mundu hiklaust vera í þeirra flokki, ef þeir ættu að endurholdgast og taka aftur upp haráttu. Þannig segja þeir, að sumir í sinum hópi sé arftakar Fjölnismanna, en á aðra er bent og fullyrt, að þeir hafi tckið upp merki Jóns Sigurðssonar og þeirra sem drengilegast börðust með honum til að losa fjötra Dana af íslenzku þjóðinni. Ekkert er þó fjær sanni en að halda því fram, að slíkir mcnn mundu fylla flokk kcmmúnista, ef þær væi-u nú á meðal vor. Er það raunar svívirðing við minning góðra sona íslands að orða það, að þeir gætu hugsað sér að vera í einhverjum' tygjum við flugu- menn Moskvuvaldsins. Það er fljótlegt, til dæmis, að gera samanburð á utan- ferðuin þeirra manna, sem hörðust fyrir sjálfstæði Islands og viðreisn alls íslenzks á síðustu öld, og hinna, sem nú stei'na austur í Garðaríki. Hinir fyrrnefndu héldu til Kaúp- inannahafnar til að berjast fyrir auknum réttindum Is~ lendinga eða til að afla sér menntunar og þekkingar til að geta orðið liðtækir baráttunienn þjóðar sinnar i frelsisbar- áttunni. Þeir börðust gegn erlendum yfirráðum á landi sínú, reyndu að hrinda oki útlendra manna á lslandi. Fara komnuinistar utan sömu erinda? Fóru þeir Éinar Olgeirsson og Kristinn E. Andrésson til Moskvu um daginn til þess að tryggja framtíð og frelsi Islands? Getur nokkur maður látið sér til hugar koma, að er- indi þeirra hafi verið það og annað ekki? Því skal engan veginn neitað, að kómmúnistar héðan fari utan til að ræða um íslenzk málefni við menn austur í Moskvu. Það er rétt að leggja áherzlu á það, sterka áherzlu, að erindið er einmitt að ræða málefni Islands. En umræðurnar eru ekki til að finna þá lausn á íslenzkum málefnum og viðfangsefnum, sem henta íslenzku þjóðinni. Fjarri því! Tilgangurinn er að finna þá lausn á þessum málum, sem bezt henta þeiin mönnum, sem farið er til við- ræðna við. Það var ekki að furða, þótt kommúnistinn lil- kynnti hér um árið, að hann varðaði ekkert um þjóðarhag! Iiann hafði setið á skólabekk austur í Moskvu, og þar hafði hann lært lexíuna, að hagsmunir þeirra manna, sem stjórna í Kreml, sitja jafnan í fyrirrúmi, þegar hinsvegar eru hagsniunir þjóðar han's. Og til- gangurinn með utanferðum kommúnista er að gefa skýrslur um íslenzk mál cg hlýða síðan á úrskurði um það, hvernig' nota megi sömu mál til framdráttar hinum rauða heimsdrottnunarsinnum. Sama og í Ungverjalandi. Kommúnistar mótmæla því vitanlega, að þeir reki er- indi annarlegra afla úti .í heimi, og margir hinna öbreýttu dáta í sveitiim þeirra, trúa því innilega, að foringjarnir sé heiðarlegir menn, næstum heilagir, og einlægir í-barátlu| sinni fyrir smælinga þessa lands. Þeir eru reiðubúnir til að sverja, að þeim sé ekkert annað í huga en það, sem er íslandi og Islendingum fyrir beztu. I því sambandi ættu menn að minnast atburðanna í Ungverjalandi fyrir aðeins fjórum árum. Það var vitanlega í þágu Ungverja, að rússneskum morð- tólum var beitt gegn verkamönnum og stúdentum!! Hver efast um slíkt. Kommúnistar hér hafa varið Ungvei’jamorðin. Æðsti prestur kommúnista vítti meira að segja þá, sem vora svo ineyrir í skapi, að þeir töldu blóðbaðið þar eystra vítavei’t. Hverra hag skyldi sá maður bera fyrir brjósti, ef til úrslita drægi, Islands eða.Sovétríkjamia? Hann mundi styðja hina sömu og í Ungverjalandsblóðbaðinu forðum. Og það mundu allir „góðir“ kommúnistar gera líka! - i Fyrrum stolt brezkra íþrótta: Verkfall boðað í brezkri knattspyrnu innan tíðar. Knattspyrnumenn krefjast sömu réttinda og aðrar vinnandi stéttir — heimta m. a. hluta af söluverði sjálfra sín. Nú stendur fyrir dyriun verk- fall í brezkri knattsyrnu. Nú fyrir nokkrum dögum var hald- inn fundur atvinnuknattsyrnu- manna í London. Þar komu saman 200 þeirra, meðlimir rúmlega 30 knattspyrnufélaga í S.-Englandi, og þeir sam- þykktu, nær samhljóða, að boða til verkfalls eftir einn mánuð, ef ekki yrði gengið að kröfmn þeirra. Það sem vekur talsverða at- hygli í sambandi við kröfur. knattspyrnumannanna, er að þeir eru ekki að fára fi’am á hærra vikukaup, heldur eru þeir að fara fram á ýmis rétt- indi sér til handa, sem þeir telja að sér beri eins og hverjum öðr- um vinnandi mönnum í Eng- landi og annars staðar í heim- inum. Það sem þeir vilja fyrst og fremst afnema, er það að þeir skuli skuldbundnir til að hlýða samningum sem gerðir eru af hálfu atvinnurekenda þeirra, og að hægt skuli að ráðstafa þeim án eigin vilja. Þá krefjast þeir þess, að þeir hafi leyfi til að semja um kaup sitt eins og hverjir aðrir launþegar, þ. e. a. s. ekki séu látnar vera í gildi reglur sem verði á um hámarks- laun. Einnig krefjast þeir hluta af sínu eigin söluverði, þegar þeir fara milli félaga. Loks krefjast þeir þess, að sett verði Alþingi í dag. Dagskrá efri deildar Alþing- is fimmtudaginn 24. nóv. 1960, kl. IV2 miðdegis. 1. Ríkisreikningurinn frv. — 2. umr. 2. Meðferð drykkjumanna, frv. — 1. umr. 1958, á stofn sérstök nefnd sem fjallij um óþægindi þau sem þeir hafi' af því að vera seldir félaga á milli, og önnur atriði er fram kunna að koma. Brezk knattspyrna var eitt sinn sú íþróttagrein sem hæst' Dagskrá neðri deildar Alþing. is fimmtudaginn 24. nóv. 1960, kl. 1V2 miðdegis. bar í Bretlandi, en nú hefur atvinnumennskan ráðið lögum og lofum í hálfa öld, og mörg blöð hafa slegið á þann streng síðustu daga, að knattspyrna sé nú svo djúpt sokkin í Bret- landi, að vart verði lengra kom- izt. Undanfarin ár hafa mörg mál komið fyrir dómstólana. Leikmönnum hefur verið mút- að, og alls konar fjárplógsmenn og lýður hefur haft lifibrauð sitt af ^heiðarlegri starfsemi sem þrifizt hefur vegna at- vinnumennskunnar og veð- mangarastarfsemi. A. m. k. tvö stórmál munu nú í þann veg- inn að koma til fullnaðarúr- skurðar dómstólanna,- Hótun knattspyrnumanna um verkfall hefur verið álitið nokkurs konar suðupunktur í knattspyrnumálum í Englandi — það þótt viðurkennt sé af mörgum, að kröfurnar séu ekki óréttlátar. Þó segja fróðir menn um knattspyrnu, að það muni taka ár, að koma málum í það horf sem knattspyrnumenn fara fram á, en ekki einn mánuð — og ef svo er, þá er víst enginn vafi á því að það verði verkfall. Vetrarstarf Filmíu hefst um helgina. Fyrsta myndin er pólsk um líf kvenna í Auschwitz-fangabúðunum. Um næstu helgi hefur kvik- þessu sinni, þar eð útlán frá myndaklúbburinn FILMIA vetr- Det danske Filmmuseum verða arstarf sitt. Hefst þar með átt- mjög takmörkuð fram yfir ný- unda starfsár félagsskaparins. ár, en Filmia fær þaðan kvik- Fyrsta myndin er pólsk, frá myndir sínar leigðar. Standa árinu 1950, OSTATNI ETAP. vonir til að Barrabas eftir sam- Leikstjórinn er kona, Wanda Jakurbowska. Myndin er byggð á sannsögulegu lífi kvennanna, hinni hryllilegu meðferð, sem þær sættu af hendi þýzku böðlanna í Auswitschfangabúð- unum. Gef oss líf — eða Konan mín er Gyðingur er heitið á næstu mynd1 Filmiu, og verðuh hún sýnd laugardaginn 10. og sunnudag- inn 11. desember. Myndin er þýzk frá árinu 1947. Efnið er sótt í smásögu eftir Hans Schwikart. Myndin er tileinkuð þýzka leikaranum Joachim nefndri skáldsögur Par Lager- kvist verði sýnd síðar svo og The Negro Soldier eftir Frank Cara. Mikil aðsókn hefur ávallt verið að sýning- um Filmiu og hafa færri komist að en vildu. Undanfarin ár hafa verið myndir sýndar á laugard. kl. 3, og.eru þær sýningar mest sóttar af skólafólki, — og á sunnudögum kl. 1, og eru mest sóttar af þeim, sem sökum at- vinnu sinnar eiga ekki heiman- gengt á laugardögum. Verð í vetur verður sama og áður eða 1. Almenn hégningarlög, frv. — 2. umr. 2 Eftirlaun, frv. — 2. umr. 3. Sóknarnefndir og héraðs- nefndir, frv. — 2. umr. 4. Dómtúlkar og skjalaþýð- endur, frv. — 2. umr. 5. Lífeyrissjóður embættis- manna, frv. — 2. umr. 6. Hlutafélög, frv. — 2. umr. 7. Verzlunaratvinna, frv. —■ 2. umr. 8. Veitingasala o. fl„ frv. —■ 2. umr. 9. Iðja og iðnaður, frv. — 2. umr. 10. Tannlækningar, frv. — 2. umr. 11. Lækningaleyfi, frv. — 2. umr. 12. Leiðsaga skipa, frv. — 2. umr. 13. Sveitarstjórnarkosningar, frv. — 2. umr. 14. Fasteignasala, frv. — 2. umr. 15. Niðurjöfnunarmenn sjó- tjóns, frv. — 2. umr. 16. Atvinna við siglingar, frv. — 2. umr. 17. Löggiltir endurskoðendur, frv. — 2. umr. 18. Réttindi og skyldur stárfs- manna ríkisins, frv. — 2. umr. 19. Kosningar til Alþingis, frv. —2. umr. 20. Félagsmálaskóli verkalýðs- samtakanna, frv. — 1. umr. Gottschalk, sem kvæntur var þýzkri listakonu af Gyðinga- ættum, en þau voru bæði líflát- in ásamt fjölskyldum sínum. Det danskc Filmmuseum. jkr. 100 skírteinið, sem gildir sem aðgöngumiði að öllum sýn- ingum. Félagsmönnum og nýj- um meðlimum er ráðlagt að draga ekki að ganga frá skír- teinum síum, sem verða seld Ekki verður unnt að sýna'í Tjamarbíó.í dag og á föstu- nerna tvær myndir fyrir jól að, dag kl. 5—7 e. h. Fordæma smyglið. Eftirfarandi barst Vísi í gær: Að gefnu tilefni blaðafregna og ýmiskonar kviksagna, sem komizt hafa á kreik nú að und- anförnu vegna mikilla bragða ólöglegs innflutnings á hvers- konar varningi, þykir stjóm Kaupmannasamtaka íslands rétt að taka fram eftirfarandi: Stjórnin fordæmir harðlega hinn ólögléga innflutning og hverskonar hlutdeild í honum, hvort heldur að því er tekur til innflutnings smyglvarnings- ins eða sölu hans. Stjórnin skorar eindregið á stjórnarvöld landsins að vera vel á verði gagnvart þeirrí hættu, sem er í slíkum inn- flutningi samfara þeirri gífur- legu tollabyrði, sem er á flest- um innfluttum vörum. Kaupmannasamtök íslands. ^ Um 50 leikarar í Hollywood héldu minningarhátíð í s.I. viku, er 2 ár voru liðin frá andláti Tyrone Powers, seni lézt á Spáni 15. nóvember ’ 1958. ~ ' -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.