Vísir


Vísir - 17.12.1960, Qupperneq 4

Vísir - 17.12.1960, Qupperneq 4
Laugardaginn 17. desember Í&0O visih Meðal bóka þeirra, sem út liafa komið að þessu sinni, er „LEIKIÐ TVEIM SKJÖLD- UM“ eftir Boris Morros, ban ’aríska kvikmyndafram- leiðandann, sem var í senn njósnari fyrir Bandaríkja- menn og sovétstjórnina. Komst hann þá m. a. að því, að sovétstjórnin hafði hug á að koma Tito, hinum baldna einvalda, fyrir kattarnef, og segir frá því í kafla þeim, sem Vísir birtir hér. .. . Afanassy hafði fengið bréf- ið í hendur, þegar eg kom til Vínarborgar skömmu síðar. Hann skrifaði niður dulmáls- lykilinn, er eg skýrði honum frá honum. Hann virtist í upp- námi út af einhverju, og eg spurði, hvað að væri. Hann kvaðst nýlega hafa verið sendur úr borginni til að vinna verk- efni, sem tekið hefði viku. Við heimkomuna varð hann þess vísari, að kona hans og barn voru horfin. Viti sínu fjær af kvíða hringdi hann til Korot- kovs hershöfðingja í Moskvu. „Vitanlega er konu þinni og barni óhætt“, sagði Korotkov. „Við töldum bezt að láta þau vera í Moskvu, þar til hættan væri hjá liðin.“ Enda þótt mér hefði verið kennt að spyrja engra spurn- inga, gat eg ekki annað en sagt forviða: „Hættan!“ Afanassy hegðaði sér eins og maður, sem bjó yfir leyndar- máli, er hann langaði til að trúa einhverjum fyrir. Hann fór að ganga um gólf eirðarlaus. Eg beið þolinmóður, og um síðir sagði hann mér, að það hættulega verkefni, sem honum hefði verið falið, hið mikilvæg- asta, síðan hann gerðist njósn- ari, væri hvorki meira né minna en að myrða Tito, einræðisherra Júgóslavíu. Hann hafði farið til að hyggja að öllum undirbúningi og gefa fjórum aðstoðarmönnum, sem áttu að hjálpa honum, síðustu fyrirmæli. Einn var flugmaður, annar flotasérfræðingur, hinir óbreyttir borgarar. En hver pm sig var dugandi maður, snar- ráður og samvizkulauus. Þeir ætluðu að framkvæma verkið dulbúnir sem kaþólskir prestar. ,,Ef eg virðist taugaóstyrkur,“ sagði Afanassy, „er það ekki að ástæðulausu. Dagurinn hefir verið ákveðinn 28. marz, svo að aðeins 11 dagar eru til stefnu. En ef eitthvað fer úr skorðum þann dag, ætlum við að uppræta Tito einhvern tíma í júní“. Hann andvarpaði og' hristi höfuðið. „Eins og þú getur hugs- að þér er það mjög fiókið verk hð undirbúa svo mikilvægan, pólitískan glæp. Eg hefi aidrei orðið að læra eins mörg kenni- orð og merki. Eg verð að muna , þetta allt öllum stundum.“ Eg umgekkst hann talsvert inæstu daga. Taugaóstyrkur hans fór jafnt og þétt vaxandi með hverri klukkustund, er morðið á Tito nálgaðist. Þann 28. marz 1953 hlustaði eg án afláts á fréttir í útvarp- inu. Eg keypti hvert dagblað, isem eg rakst á. Morguninn eftir sendi eg eftir fleiri blpðum, áð- ur en eg var kominn úr rúminu. En eftir því sem eg gat komizt næst hafði ekkert orð verið prentað eða lesið í útvarp um tilræðið. Þegar eg hitti Petrosjan í maí, sagði hann mér — án þess að gera sér grein fyrir því — áð tilræðinu hefði verið frestað á síðustu stundu. Hann nafn- greindi ekki Tito. Hann sagðist hafa sent Afanassy til að leysa mjög mikilvægt verkefni, en síðan orðið að hætta við það á síðustu stundu. , „Eg bjargaði lífi Afanassys,11 sagði Petrosjan. „Ef eg hefði ekki náð til hans, hefði hann á- reiðanlega verið drepinn. Nú liggur hann í sjúkrahúsi með taugaáfall. En hann hefði verið í gröfinni nú, ef dugnaðar míns hefði ekki notið við.“ irmaður leynilögreglu Sovét- ríkjanna, var settur af. ,10. júlí sem fjandmaður þjóðarinnar og tekinn af lífi í árslok. Þetta hafði þvílík áhrif á leyniþjón- ! ustan, að hrikti í undirstöðum hennar — og það hélt áfram að skaka hana og sundra henni í fjandsamlega flokka árum sam- an á eftir. Þegar Beria var fall- inn, voru vitanlega allir gæðing- ar hans tortryggðir. Flugumenn eins og Soble, sem hafði skírt son sinn í höfuðið á Beria, máttu þakka fyrir, ef þeir voru ekki upprættir sem „skemmd- arvargar“. Og allir aðdáendur Beria reyndu æðislega að sverja af sér öll tengsli við hann. Afanassy losnaði úr sjúkra- húsinu í júní. Við höfðum á- kveðið að hittast þann 14., en ekill hans einn, Alexei, kom á vettvang. Bif reiðarst j órinn komið konu að meðal skrifstofu- fólks Churchills og manni í skrifsto i: Anthony Edens. (Mánuð: ðar óskaði Afanassy þess inniiega að sjálfsögðu, að allir í Moskvu mundu gleyma því, að h nn hefði nokkru sinni nefnt Beria á nafn.) Þegar rg kom aftur til New York í jú í, var Soble þrúgaður af mörgum nýjum vandamál- um. Bæði Myra og bróðir hans hvöttu hann nú til að hafa ekk- ert frekar saman við Moskvu- menn að sælda — með öðrum orðum að snúa opinberlega baki við þeim. Jack var líka dauðhræddur, af því að Leon- ard Lyons, sem skrifaði smá- letursdálka í blað eitt, hafði ný- lega birt klausu, þar sem sagt var að „dóttir fyrrverandi sendiherra í Þýzkalandi á stjórnartímum Roosevelts“ ec^ar MOSKVA VILL MENBÍ FEIGA tBólarlajWi eftlr Horii Wjon-oi „Var þetta starf svo mikil- vægt?“ „Mikilvægt! Það var morð á svo miklum manni, að blöðin mundu hafa kallað það mesta pólitíska glæp þessa áratugs.“ Moskvumönnum virtist hafa snúizt hugur um Tito, einmitt þegar mennirnir fimm, dulbúnir sem prestar, bjuggust til að myrða hann. Á síðusu stundu höfðu menn ,,heima“ komizt að þeirri niðurstöðu, að Tito væri ekki hættulegur og hataður fjandmaður, heldur einn af beztu vinum Rússlands. Tilgáta mín er sú, að það hafi ekki síður verið heppilegt fyrir Petrosjan, að hann gat komið boðum til Jefimovs í tæka tíð. Petrosjan fékk mér svar Korotkovs við síðasta bréfi Jacks. Það var vinsamlegt, vél- ritað á þýzku, og undirskriftin var eiiiungis „A. M.“ í því var látin í ljós undrun yfir, að sam- búð Soble- og Zlatovskihjón- anna skyldi hafa versnað eins og raun bar vitni. Korotkov jsagðist langa til að hitta Soble jí Vínarborg, en ef Abram vildi það heldur, gætu þeir hitzt i Sviss. Hvað fjármálin snerti, mætti Abram ekki gera ráð fyr- ir, að hann væri endilega á sömu skoðun um þau og „sumir fulltrúar. okkar“. Meira að segja mundi það ekki koma honum á óvart, þótt Abram (sem hann kallaði i öllu bréfinu „viðtak- anda“) reyndigt hafa rétt fyrir sér í einu og öílu, Árið 1953 gerðust vitanlega fjölmargir atburðir, sem réðu miklu um framtið Rússlands og einnig okkar heims. Stalin and- aðist 5. marz, og ógurleg átök milli örfárra manna, sem- vildu erfa sæti hans, hófust næstum samstundis. Lavrenti Beria, yf- sagði, að hvorki yfirboðari hans né nokkur annar NKVD- maður gæti hitt mig, því að þeir ættu alltof annríkt vegna ó- kyrrðarinnar í Austur-Berlín til að geta setið á fundum. En eg hitti Afanassy aðeins fjórum dögum síðar. Hann virt- ist kvíðinn. Hann staðfesti þá hugmynd mína, að taugaáfall hans hefði staðið af því, að hætt var við morðið á Tito á síðustu mínútu. En Beria hafði sjálfur sæmt hann heiðursmerki og hækkað hann í tign. Hann sagði, að Beria hefði skýrt honum frá nýju tæki, sem vísindamenn ■ Sovétríkjanna væru að smíða. Iíann kvað tæki þetta mundu var.a Sovétríkin við yfirvofandi kjarnorkuárás í 1000 kílómetra fjarlægð. Beria ságði einnig, að NKVD hefði ná- kvæma skrá yfir kjarnorku- vopn, sem geymd væru í Frakk- landi, og Molotov getið getað mundi verða kölluð til yfir- heyrslu hjá undirnefnd öldunga deildarinnar, sem rannsakaði undirróðursstarfsemi. Þetta var vitanlega hin svokallaða McCarthy-nefnd. ! „Þarna er auðvitað átt við Mörthu,“ hvíslaði hann. „Hún leysir ekki frá skjóðunni“. I „Nú, við hvað ertu þá hrædd- ur?“ spurði eg. „Eg er að hugsa um Stern. Ef þeir fara að leggja fyrir hann spurningar, lendum við öll í | Leavenworth-fangelsi.“ (En Martha skaut sér undan þvi að koma fyrir nefndina með því að bera við minnisleysi. Eig- inmaður hennar var aldrei kall- aður fyrir. Skömmu síðar flutt- ust Sterri-hjónin til Mexico City.) Samtal okkar Jacks fór fram í vínstofu. Við fórum - þangað, af því að Jack neitaði að taka við bréfi Korotkovs í gistihús- Atriði úr kvikmynd þeirri, sem gerð hefir verið eftir bókinni ! „Leikið tveim skjöldum“, þar sem sagt er frá reynslu Boris Morros af njósnastarfi. kommúnista og sovétsendimanna. bergi mínu. Hann fór með bréfið inn í snyrtiherbergi vínstofunn* ar, og kom ekki aftur fyrr en að 15 eða 20 mínútum liðnum. En hann var brosandi, þegar hann kom aftur að borði okkar. „Eg þori að fara hvert sem er til að hitta Korotkov,“ sagði hann. „Eg verð aðeins að vera viss um eitt — að eg geti treyst því að hitta hann, en ekki ein- hvern annan.“ En Myra, bróðir hans og Jake Albam voru uggandi vegna þess, sem komið hafði fyrir Beria. Þau sögðu í sífellu, að enginn í NKVD væri óhultur, ekki einu sinni vinur hans og velunnari. Þau sögðu, að engin breyting mundi verða að þessu leyti fyrst um sinn. Þeim tókst á einni nóttu að sannfæra Jack um, að það væri óðs manns æði að fara til Evrópu, að ekki sé minnzt á Rússland, þegar allt væri í þvílíkri óvissu. Þau kröfð ust þess einnig, að hann hætti ^ að hafa samband við menn „heima“ fyrir milligöngu mína. Hann var ekki reiðubúinn til að stíga svo afdrifaríkt skref. En hann sagði, að Korotkov ætti að gefa honum ákveðin fyrir* mæli. „Hvað gæti verið ákveðn- ara en fyrirmælin í síðasta bréfi hans?“ spurði eg. Um síðir gat eg ekki fengið annað út úr hon- um en ný bréf, sams konar og þau, sem eg hafði alltaf farið með til Vínarborgar. Þegar eg kom þangað, skildist’ mér þegar, að Myra, bróðir Jacks og Albam höfðu haft á réttu að standa, er þau sögðu, að allt njósnakerfi Rússa væri i uppnámi. í fyrstu vildi Afan- assy helzt ekki hitta mig. Þegar eg fékk hann þó um síðir til að ákveða fund, var hann eins og maður, sem á fordæminguna yfir sér. „I fjóra daga samfleytt," sagði hann, „hefi eg ekki getað náð í símasambandi við Korot- kov eða Fedotov í Moskvu. f hvert skipti sem eg hringi, svar- ar einhver annar, einhver, sem eg þekki ekki. Eg óttast um. þessa gömlu vini okkar, Djon. Rétt er það, að mér tókst einu sinni að ná tali af eftirlitsmanni, sem eg þekkti. En síðan gat eg ekki einu sinni náð sambandi við hann! Og þegar eg sagði eft- irlitsmanninum að láta Vitaly Tsérniavsky hringja ti! mín, sagði hann: „Ógerningur, félagi. Hann og kona hans eru yfir- heyrð dag og nótt og hvort í sínu herbergi! Aðrir félagar eru einnig yfirheyrðir hundruðum saman nótt sem nýtan dag. Æ, síðan Beria var tekinn fastur, hefir allt verið á öðrum endan- um í Moskvu“.“ „Hvað um bréf Abrams?“ spurði eg. „Hvað viltu, að eg geri við það?“ „Láttu það hverfa!“ svaraði hann. „Það er vitleysa að halda fundi nú. Eg hitti þig aðsins í dag, Djon, af því að eg ber svo mikla virðingu fyrir þér.“ Hann þiýsti hönd mína. „Þetta er ef til vill hinzta kvæðja okk- ar, félagi!“ sagði hann. En þegar eg hitti Afanassy aftur ellefu dögum síðar, virtist hann oi’ðinn öruggur éiris og' áður. Hann tók hiklatfst við bréfi Abrams. Þrátt fyrir brott- rekstur manna í ýmsum stöðum taldi hann, að starfsemi NKVD úti um heim væri að færast I Framh. á 9. síðu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.