Vísir - 29.12.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 29.12.1960, Blaðsíða 4
1 VÍSIB , I V/ Fimmtúdaginn. 29. desernher 1960 ITÍfSXlL DAGBLAÐ Útgeíandi: BLAÐ.A ÚTGÁFAN VÍSIR HJ’. Tiiir kemur út 300 daga a an, v;nist 8 eða 12 blaSsíSur. Rltstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Ritítjómarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Rltatjómarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Aigreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Simi: 11660 (fimm línur). Visir kostar kr. 30.00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. Montesi tnálið enn rætt Frændi hitinar látnu fær dóm fyrir rógburð. Hrun eða viðreisn? Þjóðviljinn sagði fyiir jólin, l>egar þinginu var frestað, að ekki hefði verið hægt að ráða annað af gerðum stjórnar- flokkanna síðustu daga þingsms en að þeir ætluðu að halda áfram „viðreisnarvitleysunni“, jafnt þótt það sæist eins og raun bæri vitni, hvert lnin liefði leitt þjóðina. ÞaS er í góðu samræmi við stefnu og markmið kommúnista fyrr og síðar, að reyna að telja lands- ; mönnum trú um að viturlegur ráðstafanir til við- reisnar efnahagslífinu séu vitleysa. Tækist þeim að telja nógu mörgum trú um það, mundu líkurnar að sama skapi minnka fyrir því, að viðreisnarstefnan sigraði. Það er undir þjóðinni sjálfri komið, hvort það verður hrunstefna kommúnista eða viðreisnar- stefna stjórnarflokkanna, sem fer með sigur af hóhni. Þeir sem skilja ekki að raunhæfar viðreisnarráðstaf- anir voru þjóðinni lífsnauðsjm, eins og komið var, og vilja ekki taka á sig smávægilegar byrðar til þess að afstýra hruni — þeir vinna með kommúnistum, hvort sem þeir telja sig í flokki þeina eða ekki. Bæði kommúnistar og forustulið Framsóknarflokksins sögðu stjórnarflokkunum stríð á liendur áður en stefna líeh-ra hafði verið hirt. Það var með öðrum orðum fyrir- fram ákveðið í herbúðum stjórnarandstæðinga, að berjasl gegn hverri leið, sem reynd yrði lil þess að komast út úr ógöngunum. Strax og ríkisstjórnin tók við, höfðu stjórnar- andstæðingar í beinum hótunum um að brjóta niður vænt- anlegar ráðstafanir, eftii því.sem þeir liefðn liolmagn tíl. Kommúnistar gátu auðvitað heitið þessu, því að ' þeim var mætavel ljóst, að allt sem gert yrði, mundi ~ rekast á við fyrirætlanir þeirra. En frá flokkslegu sjónai'miði er þó varla hægt að kalla það viturlegt að hóta hlífðarlausri baráttu gegn stefnu sem ekki hefur verið birt. Einn af forustumönnum þeirra í verkalýðshreyfingunni sagði t.d. á fundi í stærsta verkalj'ðsféla|gi landsins, um það leyti sem ríkis- stjórnin var mynduð, að flokkurinn mundi verða á móti öllum liennar ráðstöfunum, en aðeins bíða eftir rétta augnablikinu til þess að láta höggið ríða! Þessu mátti alltaf húast við af kommúnistum, en iútt var mörgum undrunarefni, að Framsóknarflokkurinn skyldi fara eins að. Framkoma hans verður að teljast full- komið pólitískt glapræði, hvort sem kjósendur hans láta hann gjalda þess eða ekki. Slík ögrun við’ dómgreind kjós- endanna mundi kosta fylgishrun í fleslum lýðræðislöndum. Þeir harma vísiteluna. Kommúnistar mega ekki ógrátandi minnast á af- nám vísitölunnar, enda voru víxlhækkanir á kaup- gjaldi og verðlagi, sem hún hafði í för með sér, sú , svikamylla, sem þeir settu traust sitt á. Það er því ekki að furða þótt Þjóðviljinn væri enn að tala um það rétt fyrir jólin, að hefðu tillögur kommúnista „um afnám vísitölubannsins og leiðréttingu launa samkvæmt vísitölu vöru og þjónustu“ verið samþykkt- ar, myndi hafa orðið „gieiðara um samninga“ við verkalýðsfélögin. Reynslan hafði sannað það svo ólvírætt sem verða niá, að hiruir sífelldu vixlhækkanir, sem af vísitölufyrirkomu laginu leiddi, voru ein mesla meinsemdin í efnahagskerf- inu. Þetta er álit allra sérfræðinga í efnahagsmálum, sem ekki láta kommúnista segja sér fyrir verkum. Og árásir Þjóðviljans á hagfræðingana, sem skýrðu þjóðinni hlut- laust frá öngþveitinu á sviði efnahagsmálanna eftir ráðs- mennsku vinstri stjói-narinnar, sýna bezt hvað gamla kerfið var kommúnistum hjartfólgið. * Eftir þeirri reynslu, sem íslendingar liafa fengið af hagspeki kommúnista má ganga. að því vísu, að mikið .vit sé i viðreisít, .sem þeir kalla vitíeysú. Flestum er enn í ferskú minni dauði Wilmu Montesi þótt sjö ár séu liðin síðan. Málið yakti mikla athygli á sínum tíma, og m. a. varð þáverandi utánríkis- ráðherra Ítalíu, Attlio Piccioni að segja af sér vegna þess að sonur hans var talinn við málið riðinn. Nú hefur máíið aftur komizt í fréttirnar, í þetta skipti vegna þess, að frændi hinnar látnu, Giuseppe Montesi hefur verið sekur fundinn um rógburð Hann er 35 ára gamall, og nýlega kvað ítalskur dómstóll þann úrskurð, að hann skyldi hljóta 2ja ái'a og tveggja mán- aða fangelsi fyrir rógburð.Samt sem ’áður mun hann ekki þurfa að sitja inný vegna þess, að til kom forsetaúrskurður. Vinkona Guiseppe, var sek fundin um að að fullu á sinum tíma. Hinn upphaflegi málarekstur hófst 11. apríl 1953, þegar lík Wilmu fannst á strönd nærri Róm. í týo daga hafði ekki til hennar spurzt. I réttarhöldunum sem stóðu í tvær vikur lýsti Montesi þvi yfir, að hann myndi ekki hvar hann hefði verið þann dag sem Wilma hvarf. Hins vegar bai' skrifstofufólk hans að hann þann dag eftir að kona hefði hringt til hans. Montesi var einnig vítni í Feneyjarréttarhöldunum. Þar var Gianpiero Piccioni sonur Attlió Piccioni sakaðUr um manndráp af gáleysi, þar sem hann hefði skilið Wilmu eftir á ströndinni, „í þeirri trú, að hún væri þá þegar látin.“ Máhð hafði, eins og áður seg- ir nærri riðið stjóm Scelba að fullu. — Saksóknarinn lýsti því yfir, að hann hefði engar sannanir fyrir því að Piccioni né aðrir sakborningar væru sekir. Þeir voru allir hefði yfirgefið skrifstofuna sýknaðir. Vandamál geislunar: Fuglar sem urðu fyrír henm klæddust skyndilega vorskrúða. Það vakti fyrir nokkru at- hygli náttúruskoðara nokkurs og áhugamanns um fugla í Eng hafa borið rangt fyrir rettinum,' .. , . » og var hun dæmd í fjogurra mánaða og fimmtán daga fang- elsi. Sakargiftirnar á hendur þeim standa í beinu sambandi við Montesi málið, sem enn hefur ekki verið upplýst, en hafði þó nærri riðið stjórn Mario Scelba Loftleiðir leigja F.í. Heklu. Að undanförnu hafa staðið yfir samning'aumleitanir milli Loftleiða og Plugfélags fslands um leigu á Skymasterflugvél- inni Heklu. Samningar voru undirritað- ir í dag og leigja Loftleiðir Flugfélagi íslands flugvélina til tveggja mánaða. Skymasterflugvélin Hekla er nú í Stavangri, en er væntan- leg til íslands 3. jan. næstk. Hún mun fyrst um sinn verða staðsett í Syðra-Straumfirði og annast innanlandsflug á Græn- landi samkvæmt samningi þar að. lútandi milli Flugfélags ís- lands og Grönlandsfly A/S, urleið, ekki í vetrarbúningi, heldur í hinum litskrúðuga fjaðurhúningi, sem fuglar klæð- ast er þeir leita sér maka á vorin. Dr. James Harrison, en svo heitir maðurinn, velti þessu und arlega fyrirbæri fyrir sér um hríð, en þá bárust honum fregnir sem studdu hugmynd sem hann þegar hafði fengið. Frá Afriku bárust þær fregn- ir að nokkrar tegundir spör- fugla, sem komu þangað til vet- ursetu, en sem annars verpa í Rússlandi, væri einnig klæddir vorbúningi, Þar kom fram sú tilgáta, að fuglarnir hefðu flogið um geislavirkt loft á leið sinni suður á bóginn. Dr. Harrison snéri sér til kjarn- fræðanefndar samveldisins. At- huganir leiddu í ljós, að fugl- amir hefðu orðið fyrir geislun, og var það ætlun manna, að hún hefði haft áhrif á kirtla- starfsemi fuglanna með ofan- greindum árangri. Hi'ns vegar hefir það verið trú manna, að mikil geislun gex-ði menn ófrjóa, en nú hafa athuganir leitt í Ijós að fuglar, sem teknir hafa veiúð í sínum vetrarbúningi, og látnir verða fyrir væri geislun, hafa skipt um búning. Sú geislun, sem þeir voru látnir verða fyrir var mjög væg, um 200 röntgen, eðá svipuð því, sem menn gera ráð fyrir að fuglamir kunni að hafa orðið fyrir á leið sinni. Það var tekið fram, að varaniegra .á- hrifa hefði ekki gætt hjá fugl- únum. Hin árstíðabundna starfsemi kirtlanna hafði þó raskast. 1 Oy • * ••• x Simi í jorð Stykkishólmi. Frá fréttaritara Vísis. Stykkishólmi á gær. Færð á vegiirn hér versnaði til muna um síðustu helgi. Leiðin til Grundarfjarðar er teppt eins og er en iFjalHð er fært svo og Fróðarheiði. Skógarsti'andarvegur er orð- inn erfiður og komast hann varla aðrir bílar en þeir sem hafa tvöfalt di'if. Nú hefur hins vegai' hlýnað í veðri og eru horfur á að vegir verði greið- fæx-ari aftur. <• Landssíminn er að láta grafa innanbæjarsímann i jörð. Unn- ið hefur verið hálfan annan mánuð að vei'kinu og mun því ekki ljúka fyrr en eftir áramót. í Grafarnesi í Grundarfirði verður síminn einnig grafinn í jörð. BERGMAL Bei'g'máli hafa boi'izt tvö bréf, að vísu um óskyld mál, en þar sem bæði eru í styttra lagi, verður þeim slegið saman í einn þátt. Fer hér á eftir fyrra bi'éf- ið, fi'á ,,Á“: Ofstækiskeiindar auglýsingar. „í sumum kvikmyndahús- anna hefur nú eftir jólin getið að líta auglýsingar, sem reynd-1 ar eru birtar nafnlausar, en j eiga að vekja menn til umhugs-, unar um áfengismálin. Hvort það er tilviljun, að þær komá nú frani á sjónarsviðið, er bjór- fruiTivarpið iiggur fyrir alþingi, eða verið er að reyna að dx-aga xir misnotkun áfengis um há- tíðamar, skal ekki felldur dóm- j ur um. Hins vegar er þessxim ítveimur auglýsingum, sem um, lar að ræða, það samnterkt,' að; þær eru i hæsta máta ofstækás- kenndar, og vafasamt, að þær nái tilgangi sínum, enda hafa þær ýmist vakið undrun manna eða þá hlátur. Á bruii hengiflugs. Önnur þeirra sýnir mann sem stendur á brún hengiflugs, en á brúninixi á móti stendur ilii- legur karl og réttir hinum fyrr- nefnda flösku. Fyrir neðan hengiflugið sjást nokkrir menn svamla ósjálfbjarga í vatni, og greinilegt að þeir eiga það- an ekki undankomu auðið. Spxu*ningin virðist vera, hvort fyrst hefndi maðurinn taki við flöskunni sem að honum er rétt, því geri hann það, rnurn hann falla. í sama sjóinn og hinir, og ekki eiga þaðan undankomu auðið. , . .. Ekki fara aBir illu. . Það er vafalaust gott mál og þarft að vekja menn til skyn- samlegi'ai- umhugsunár um þau vandamál sem óhófleg áfeng neyzla getur haft í för með sér en slíkar auglýsingar þurfa að slá á strengi skynsemi í fólki. En auglýsing' sem slík, sem á' að sannfæra menn um það sem ekki er, þ. e. að allir sem taki við fyi'sta sopanum séu glataðir menn, nær tæpast tilgangi sín- um. Það vita allir menn, að til er fjöldi fólks sem notar áfengi á allt annan hátt en þann, en greinir í þessari auglýsingu. Reyndar fléstir þeirra sem á- fengi nota. Hins vegar eru hin- ir, sem- betur fer, í miklum minnihluta sem drekka sér til þess skaða. sem þarna er íátið Ftamh. i 9 líðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.