Vísir - 04.03.1961, Page 6
VÍSIR
6
annarra. Sú ályktun Alþingis
var síður en svo af fljótfaerni
gerð. Hún var tekin að vel í-
huguðu máli og í fullu sam-
ræmi við yfirlýsta stefnu allra
stjórnmálaflokka, sem nú eru
á Alþingi.
<Jerðardómur.
Hv. þm.; Hermann Jónasson,
segir nú að sök sér hafi verið
þótt Norðmenn leggðu ágrein-
ing sinn og Breta undir Al-
þjóðadómstólinn, því að þeir
hafi átt svo lítið í húfi. Allt
öðru máli sé að gegna um okk-
ur, því að um lífið sjálft sé að
tefla. En hvað hefur Hermann
Jónasson sjálfur gert þegar
hann réði hvað gert var, og
hvað hefur hann sagt allt fram
á síðustu daga.
Þegar deilt var við Breta
um reglugerðina frá 10.
marz 1952, þar sem nýjar
grunnlínur voru aðalatriðið,
lagði þá\\ ríkisstj., sem skipuð
var Steingrími Steinþórssyni,
Hermanni Jónassyni, Eysteini
Jónssyni, Ólafi Thors, Birni Ói-
afssyni og mér, til að þeim á-
greiningi yrði skotið til Al-
þjóðadómstólsins. Þá voru það
B'retar sem ekki vildu fallast
á þá málsmeðferð, heldur tóku
upp löndunarbann á íslenzkum
ísvörðum fiski í þess stað.
Á Genfarráðst. fyrri, 1958,
þegar vinstri stjórnin undir for-
ystu Hermanns Jónassonar, sat
við yöld á íslandi, og Lúðvík
Jósepsson réði meðferð land-1
helgismálanna, lét hún leggja
fram tillögu um rétt strandrík-
is tii ráðstafana utan við sjálfa
fiskveiðilögsöguna. I þeirri till.
var eitt meginatriði,aðef ágrein
ingur yrði skyldi geróardómur
skera úr. Sú till. náði þá ekki
samþykki, en var á ný flutt á
ráðstefnunni 1960, þá að til-
hlutan núv. stjórnar, en með
samþykki allra íslenzku full-
trúanna á Genfarráðstefnunni,
þ. á m. Hermanns Jónassonar
og Lúðvík Jósepsson. Þannig
var það tvívegis gert að beinni
tillögu af fslands hálfu á al-
þjóðavettvangi, að ráðstafanir
utan 12 mílna fiskveiðilögsögu
yrðu ekki gerðar nema ágrein-
ingur út af þeim væri borinn
undir dóm.
Það ef ekki um að
villast að Alþingi íslendinga
hefur talið þörf á viðurkenn-
ingu annarra á ráðstöfunum ut-
an 12 mílna fiskveiðilögsögu,
og íslenzkar ríkisstj. hafa fyrr
og síðar boðið fram að þann
ágreining, sem. af slíkum ráð-
stöfunum stafaði, skyldi út-
kljá með dómi, ýmist sjálfum
alþjóðadómstólnum eða gerðar-
dómi. Ef um gerðardóminn eða
Alþjóðadómstólinn er að velja,
er augljóst að okkur er meiri
trygging í ákvörðunum hins
síðarnefnda. — Hann er hæfasta
stofnunin, sem til er, til þess
að skera úr því hver séu gild-
s.l. Nú minnist Hermann Jón-’
asson ekki á alþjóðalög og fé-
lagi hans, Lúðvík Jósepsson,
segir, að um þetta séu engin
alþjóðalög til, sú heimild, sem
Hermann Jónasson sagði hvað
eftir annað í vetur að yrði að
vera grundvöllur allra aðgerða
okkar, en hann virðist nú telja
landráð að við fylgjum.
Hv. Herm. Jónasson, spurði
í vetur, hvernig mönnum gæti
dottið í hug ef samið yrði við
Breta, eins og hann segir, „að
þegar á að fara að færa út fyr-
ir 12 mílur út á landgrunnið,
þar sem allt er vafasamara út
frá alþjóðarétti, að við gætum
gert það nema þeir heimti að
við semjum um það við stóru
ríkin eða beita „ofbeldi að öðr-
um kost.i.“
Þetta sagði Hermann Jónas-
son þá. Með till. ríkisstj. er
þessari hættu bægt frá. Bretar
skuldbinda sig til að krefjast
hvorki samninga né grípa til of-
beldis, heldur sætta sig við úr-
skurð alþjóðadómstólsins.
En eru það þá ekki samningar,
segja þeir, sem halda því fram
að samningar séu svik. Hvað
sagði Eysteinn Jónsson um það
í útvarpsumræðunum 25. nóv.
sl. Þá sagði hann:
Mótsagnir.
„Hæstvirtur utanríkisráðh.,
Sýnishorn af hans málflutningi
áðan. Hann segir að það hafi
verið samið um landhelgismálið
áður, dæmi: Það var samið um
landhelgismálið 1952. Með
hverju? Með því að gera boð
um að skjóta því til Haag-dóm-
stólsins. Það voru samningar
um landhelpi«málið að dómi
hæstv. utí'nríkisráðhérra. Þ:»ð
hlýtur að vérá meiva eh ]i.flð
bogið við þann málstao, sem
þarf svona málflutning eða
nefna þvílíkan útúrsnúnlng svo
virðulegu nafni.“
Þetta sagði Eys. J. þá, og það
er hverju orði sannara, sem hv.
þm., Olafur Jóhannesson, sagði
í umræðum á Alþingi hinn 14.
nóv.'sl.:
Vissulega er það svo að
smáþjóð verður að varast það
að ganga svo langt að hún geti
ekki alltaf verið við því búin
að leggja mál sín undir úrlausn
alþjóðadómstóla. Því að sahn-
leikurinn er sá að smáþjóð á
ekki annars staðar skjóls að
vænta heldur en hjá alþióða-
samtökum og alþjóðastofnun-
um, af því að hún hefur ekki
valdið til að fylgja eftir sínum
ákvörðunum eins og stórveldin.
Og þess vegna hefði að mínu
viti hvert eitt spor í þessu máli
átt að vera þannig undirbúið,
að leggja það undir úrlausn al-
þjóðadómstóls."
Þetta sagði Ólafur Jóhann-
esson í vetur. Háttvirtur þingm.
reyndi nú að hlaupast frá þess-
um ummælum, en viðurkenndi
þó í öðru orðinu, að alþjóða-
HREINGERNÍNGAR. —
Vönduð vinna. Sími 22841.
SAndMásum gíer
p V B.H R E-lh'S Ll N - & M H Ú 6' U N
G.bE-RÐ'Ei 1 D I SJ Vlú'PýrOo
LEIKF AN G A VIÐ GERÐIN
— Sækjum. — Sendum. (467
Teigagerði 7. — Sími 32101.
HJÓLBARÐA viðgerðir.
Opið öll kvöld og helgar.
Fljót og góð afgreiðsla. —
Bræðraborgarstígur 21. —
Sími 13921. 393
UNGLINGSTELPA óskast
til sætavísunar. — Uppl. í
Stjörnubíói. (146
KLÆÐNINGAR á öllum
tegundum af stoppuðum hús-
gögnum. Tek einnig bílsæti
til viðgerðar. — Uppl. milli
5—7 í síma 34579. Karl Ad-
ólfsson húsgagnabólstrari.
_____________________(150
KÚNSTSTOPP og fata-
viðgerð, saiuna einnig flug-
iu- á pils. Sísí. Laugavegi 70.
(80
LANDSPRÓF. Les með
skólafólki tungumál, stærð-
fræði, eðlisfræði o. fl. og bý
undir lands- og stúdents-
próf, gagnfræða-, veízlunar-
og önnur próf. — Dr. Ottó
Arnaidur Magnússon (áður
Weg), Grettisgötu 44 A. —
Sirni 15082. (000
eina, sem þeim kemur saman
um, að það, að þegar aðrir gera
hið sama eða svipað og þótt það
sé betra en Frams. gerði meðan
hún var við völd, þá sé það ekki
sambærilegt. Það er kjörorðið
sömu forréttindamannana: Það
er ekki sambærilegt. Það sem
við gerum og aðrir. Sannleikur-
inn er sá að við erum búnir að
vinna sigur í deilunni við Breta.
Samkomulagið, sem nú hefur
verið gert er staðfesting á þeim
sigri, eins og viðurkennt er
jafnt innanlands og utan. Spurn
ingin er: Hvort viljum við ís-
lendingar heldur að ágreining-
ur um ákvarðanir okkar um
enn meiri stækkun fiskveiði-
landhelginnar jafnskjótt og við
teljum tímabært, verði leiddur
til lykta með nýjum löndunar-
bönnum eða herskipasendingu
á fslandsmið eða með úrskurði
alþjóðadómstólsins um það,
hvort við styðjumst við lög og
rétt? Þeir sem síðari kostinum
hafna vilja þar með skina ís-
landi í flokk ofbeldisþjóða.
Heimskulegra tiltæki væri
trauðla hugsanlegt fyrir þjóð,
sem sjálf býr yfir engu afli
andi alþjóðalög. Hingað til hef- dómstóllinn væri helzta skjól öðru en því sem lög og réttur,
ur enginn haldið því fram, að smáþjóða. Svo kom flokksbróð- hófsemi og sanngirni veita
við ættum að gera frekari ráð- (ir hans, Þórarinn Þórarinsson, henni.
stafanir til stækkunar land- 0g gagði dómstólinn sérstaklega Landhelgismálið sjálft er
helgi nema í samræmi við al- hættulegan þessum smáþjóð- er þýðingarmikið og verður
þjóðalög, í umræðum um land-' um> sem Ólafur segir að hann seint orðum aukið. hver nauð-
helgismálið á fyrri hluta þessa se helzta skjólið fyrir. Ólafur syn okkur er á að trvggja rétt
þings, lýsti Hermann Jónasson Jóhannesson sagði að ekki mun- okkar í því sem allra b°7t. Enn
t. d. hvað eftir annað yfir því,J agj nema herzlumun að Bretar þýðingarmeira er þó að íslnnd
að þær ráðstafanir ættu að vera hefðu verið búnir að taoa deil- haldi áfram að vera réttarríki.
t,ísamræmi við alþjóðalög“, eins Unni. Þórarinn Þórarinsson hélt
og. hann sagði, og þar ..yrðum því aftur á móti fram, að við |
við eingöngu að fara eftir al-,værum þegar búnir að vinna
þjóðalögum,, eins og hann komst, sigur. Ósamræmið er í einu og
að orði í hv. Ed. hinn 7. nóv.. öllu hjá þeim félögum. Hið
Undir því er gæfa þjóðarinnar
komin og á því getur sjálfstæði
hennar oltið.
Með samþykkt þeirrar til-
Framh. á 7. síðu.
Laugardaginn 4. marz 1961
---—-----------------s
HÚSRÁÐENDUR. — Látið
okkur leigja. Leigumiðstöð-
in, Laugavegi 33 B (bakhús-
ið). Sími 10059.
MÁLARI óskar eftir 2—
3ja herbergja íbúð. Stand-
setning kemur til greina. —
Uppl. í síma 24927 á sunnu-
dag og eítir kl. 6 á kvöldin.
LÍTIÐ risherbergi til leigu
Uppl. í síma 19721. (119
aupsxapuv
KAUPUM og tökum í um*
boðssölu allskonar húsgögn
og húsmuni, herrafatnað o.
m. fl. Leigumiðstöðin, Laugs
vegi 33 B. Sími 10059. (387
KJÖTSAGARBLÖÐ. —
Hefi aftur fengið efni í bláu
kj ötsagarblöðin. Gerið pant-
anir sem fyrst í síma 22739.
Skerpiverkstæðið, Lindar-
götu 26, (125
HERBERGI til leigu fyrir
prúða stúlku. Barnagæzla
einu sinni til tvisvar í viku.
Grænahlíð 18. Sími 35827.
FORSTOFUHERBERGI til
leigu. Uppl. í Tómasarhaga 9.
TIL LEIGU í vesturbæn-
um þægilegt, lítið herbergi.
F orstof uaðgangur, bað og
skápur tilheyrir. — Sími
12557 eftir kl. 17, (177
LÍTIÐ herbergi til leigu
neðarlega í Hlíðunum.
(Húsgögn). Sími 16398. (178
HERBERGI til leigu fyrir
einhleypan, reglusaman
karlmann. — Uppl. í síma
10043, —______________(175
2ja HERBERGJA íbúð
óskast sti-ax. Fyrirfram-
greiðsla. Simi 24807. (145
FORSTOFUHERBERGI til
leigu fyrir karlmann. Sér
snyrtiherbergi. — Uppl. í
sima 19965 eftir ld. 1. (149
TVÖ herbergi og eldhús
til leigu fyrir karlmann.
Reglusemi. Goðheimar 13,
ris, eftir kl. 2. (148
TIL LEIGU stofa og lítið j
herbergi. Eldhúsaðgangur j
með einni konu. Tilboð send-
ist Vísi, merkt: „Miðbær —'
696.“ —(151
HERBERGI til leigu. —
Uppl. á Grettisgötu 49 eftir
kl. 7, (157
FORSTOFUHERBERGI til
leigu i Drápuhlíð 21, kjall-
ara. Uppl. í dag og á inorg-
un eftir kl. 6. (165
BRÚNT kvenskinnveski
tapaðist sl. sunnudagskvöld.
Uppl. í síma 17262. (168
SÍMI 13562. Fornverzlun-
in, Grettisgötu. — Kaupum
húsgögn, vel með farin karl-
mannaföt og útvarpstæki,
ennfremur gólfteppi o. m. fl.
Fornverzlunin, Grettisgötu
31. — (195
HÚSGAGNASKÁLINN,
Njálsgötu 112, kaupir og
selur notuð húsgögn, herra-
fatnað, gólfteppi og fleira.
Sími 18570. (000
HVÍTAR
TENNUR. (155
BÁTAR til sölu, 1% tonn,
með vél. Uppl. i síma 15181.
_______________________(000
HALLÓ. — HALLÓ. —
Api til sölu. — Uppl. í síma
32378 eftir ki. 8. (170
LÍTIÐ notað, nýuppgerfc
mjög vel útlítandi píanó til
sölu. — Húsgagnaútsalan,
Laugavegi 22. (Gengið inn
frá Klapparstíg, áður Vöru-
húsið. (172
NÝ SÓFABORÐ Pallis-
ander, til sölu ódýrt. Sími
24887, — ___________(173
NÝTt sófasett í nýtízku
stíl til sölu á Grettisgötu 82.
____________________(000
AMERÍSK barnakerra til
sölu. Sími 32347. Dyngju-
vegur 12. (176
BARNAVAGN til sölu á
Sólvallagötu 35. Sími 16309
eftir kl. 2. (179
TIL SÖLU vegna brott-
flutnings þýzk stálhúsgögn.
og fleira. Uppl. í síma 13001
eftir kl. 4 í dag og á morg-
un. (180
SÍÐASTLIÐIÐ laugar-
dagskvöld töpuðust svartir j
skinnhánzkar. Finnandi vin-|
samlegast láti vita í síma
37247. — • (167
K. F. lT. M.
Á morgun kl. 10.30 f. h.
Sunnudagaskólinn. Kl. 1.30
e. h. Drengir. Kl. 8.30 e. h.
Fórnarsamkoma. Síra Sig-
urður Pálsson talar — Allir
velkomnir. (160
____ JFerdír og
— feriiulög
SKÍDAFERÐIR um helg-
ina. Laugardag kl. 2 og 6
e. h. Sunnudag kl. 9 f. h. og
kl 1 e. h. — Afgreiðsla hjá
B.S.R. Skíðamenn, athugið:
Stefán Kristinsson æfir með
skíðamönnum á sunnudag.
SÓFASETT til sölu ódýrt.
Uppl. í síma 10795 kl. 7—8.
052
VEL með farinn fataskáp-
ur til sölu ódýrt. — Uppl. í
síma 36440. (153
LAND óskast til kaups,
sirka 2—3 þús. m2 fyrir
utan Reykjavík. Tilboð send-
ist Vísi, merkt: ,-,Land 1961“
________________________061
T'IL SÖLU sem nýr
Pedigree barnavagn, stærri
gerð, mjög vel meðfarinn. —•
Uppl. í síma 23267. (163
DÍVAN til sölu á>j3pítala-
stíg 7, uppi. ' (164
GMALL, danrtrekktur
grammófónn óskast til kaups.
Þarf ekki að vera heill. —
Uppl. í síma 17046 í dag kl.
2—4. — (166