Vísir - 19.05.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 19.05.1961, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Föstudaginn 19. maí 1961 SLÚÐIN = ISTANBUL = 21 hina. Skammbyssa hans lá á gólfinu við hliðina á honum. — Það var nú það, sagði Eric. Hann steig tvö skref áfram og sparkaði skammbyssunni á gólfinu frá. Hún hraut eftir gólfinu og út að veggnum. Þó að við höfum ekki hitst áður, hélt Eric áfram, get ég ekki neitað því að ég þekki yður talsvert vel. Og nú þekkið þér mig líka.... Eg veit að það eruð þér, sem með öllu hugsanlegu móti hafið reynt að spilla fyrir okkur, þó aö vafalaust ætti að geta verið nægilegt starfsvið fyrir báða hér í borginni. Hacker svaraði ekki en hélt áfram að stynja. — Hvar hafið þér særst? spurði Eric. Þjóðverjinn svaraði ekki enn, en leit hatursfullum augum til Erics. — Jæja, sagði Eric. — Nú skuluð þér hlusta á mig. Ein reglan fyrir daglegri umgengni manna, sem faðir minn kenndi mér, er svona: Þó manni verði eitthvað á einu sinni, er ekki víst að hann þurfi að lenda í fordæmingunni aftur. Öruggasta ráðið til að hindra endurtekninguna, er að gefa honum tækifæri til að bæta ráð sitt. Auðvitað er engin regla án undantekningar, og það er hugsanlegt að þér séuð undantekning. En nú ætla ég að gefa yður færi, þó að þér séuð fantur. Þér vitið vel að þér getið lent í fangelsi fyrir þetta, en ég ætla ekki að kæra yður, ef þér rakið viðskipti yðar á heiðarlegan hátt framvegis. Undir eins og þér reynið að beita bófabrögðum við okkur næst, kæri ég yður umsvifalaust. Og ég skal láta þess getið, að ég hef tvö vitni héma í næsta herbergi. Yður kemur ekkert við hver þau eru, og þessi vitni munu heldur ekki koma fram nema þér sjálfur neyðið okk- ur til þess.... Hacker hafði ekki enn sagt eitt einasta orð. — Hafið þér skilið mig? spurði Eric. — Já, heyrðist Hacker loks muldra þrjóskulega. Hann reyndi að standa upp án þess að hjálpa sér með hönd- unum. Eric hjálpaði honum á fætur. Eg get ekki séð að neitt sé að fótunum, sagði hann. — Svo að þér getið eflaust komist héðan hjálparlaust. Eg er illa svikinn ef þér hafið ekki haft með yður aðstoðarmann, sem bíður yðar niðri í bílnum og sem getur ekið yður heim. Góða nótt, Hacker. Þjóðverjinn stunsaði út úr skrifstofunni án þess að segja orð. Eric kveikti á lampanum í lpftinu líka, stakk skammbyssu Hack- ers í vasann og reyndi að afmá öll verksummerki þess, sem gerst hafði þarna. Hann þvoði líka blóðblettina af gólfinu áður en hann fór. Honum var léttara í skapi en lengi hafði verið, er hann ók heim til sín nokru síðar. Lykillinn, sem Hacker hafði skilið eftir í skráargatinu, var nú í hans eigin vasa. Hann hafði fulla ástæðu til að vera ánægður með þetta kvöld. Nú var jspurningin, hvort Hacker vildi þiggja friðartilboð hans, eða hvort hann mundi ekki verða í rónni fyrr en hann hefði náð liefndum fyrir smánarlega ósigur sem hann hafði beðið.... Næstu vikurnar varð ekki annað séð en að Hacker ætlaði að breyta háttalagi sínu. Ezra hélt áfram að vinna hjá Eric, til þess að svo liti út, sem hún vissi ekkert um hvað gerst hefði. Á yfirborðinu mátti Eric ekkilátast vita neitt um samband henn- ar við Hacker. En nú var þessu snúið við. Ekki svo að skilja sem ★ J. HARNALL: firmað Thomas P. Aston fengi njósnir um viðskipti Hackers, því að ekki vissi Ezra neitt um þau. En Ezra átti ekki erfitt með að sjá breytinguna sem orðin var á Hacker og félögum hans eftir misheppnuðu tilraunina til að komast yfir viðskiptaleyndar- mál Astons. Ezra fór að verða hræddari um sig með hverjum deginum sem Á yfirborðinu mátti Eric ekki látast vita neitt um samband henn- eða hitt að þeir voru óánægðir með að njósnir hennar báru eng- an árangur ög hún skilaði þeim engum upplýsingum — svo mikið er víst að framkoma þeirra gagnvart henni var orðin gerbreytt. Eric treysti henni til fullnustu, nú orðið. Og hann var farinn að kunna vel við að hafa hana nærri sér, og oft hafði hann boðið henni með sér í miðdegisverð eða kvikmyndahús eða eitt- hvað annað skemmtilegt, — kannske fyrst og fremst af þvi að hann átti ekki neina kunningja í Istanbul. En þetta hefði hann vitanlega ekki átt að gera, því að það hlaut að vekja grun hjá Hacker. Enda varð þess ekki langt að bíða aö Þjóðverjinn og félagar hans höfðu dregið ályktanir: — Það var Ezra að kenna að skjalaþjófnaðaráformið hafði mis- tekist. — En hvað getum við gert í þessu máli? spurði Turno. — Mér skilst að það sé réttast að hún hætti að vinna þarna 'núna undir eins. Hún er ekki að neinu gagni lengur — að minnsta kosti ekki fyrir okkur. — Ef hún vill ekki segja upp starfinu hjá Aston, þá er það ljós sönnun þess, að hún hefur svikið okkur, sagði einhver þeirra hinna. En Hacker hristi höfuðið, hugsandi. — Þó að Ezra hafi ekki sagt upp stöðunni hjá Aston getur það stafað af öðru en að hún hafi svikið okkur, sagði Hacker. — Hún getur hafa orðið skptin í honum — og hann í henni.... Þau eru grunsamlega oft saman úti. Þjóðverjinn leit á höndina á sér, sem enn var reifuð, og eldur brann í bláum augum hans er hann bætti við: — Og þar höfum við kannske tækifæri til að hitta hann þannig að hann svíði vel undan því — svona til að þakka honum fyrir síðast.... Þessum bófum var hægðarleikur að gera undirbúning sem þurfti. Og upp frá þessu var Ezra í sífeldri lífshættu, hvar sem hún fór. En vitanlega varð að haga öllu þannig, að ekki legðist grunur á þá, sem þarna voru að verki. Einfaldast hefði verið að stúta Ezru einhverntíma þegar hún kom til þeirra til að „gefa skýrslu" — en það gerði hún enn — til málamynda. En það var ekki að vita nema hún segði Eric í hvert skipti, hvert hún væri að fara? Og að taka hana heim hjá henni kom ekki til mála heldur — af ástæðum sem þeir þekktu bezt sjálfir. En þarna voru margir möguleikar aðrir — í borg eins og Istan- bul. Vandinn ekki annar en sá að bíða eftir hentugu tækifæri. Svona stóð á þvi að Ezra var núna, án þess að hafa grun um það sjálf, undir stöðugu eftirliti flugumanna, sem fyrir sæmi- lega borgun voru boðnir og búnir til að bíða eftir hentuga tæki- færinu — og sem víluðu ekki fyrr sér að nota það. Og svo kom tækifærið — sem vitanlega hlaut að koma fyrr eða síðar. Eftir að Eric hafði fengið vinnufrið og sannfærst um að við- skiftin voru komin í betra horf, létti hanum aftur í skapi. Nú var allt mótlæti fyrstu viknanna gleymt, og þegar hann einn daginn, eftir happasæla viku, haíði gert sérlega arðvænlegan samning, sagði hann glaðlega við Ezru: — Við verðum að gera okkur dagamun í tilefni af þessu. Hvað segir þú um að við gefum okkur hálfan frídag? Ég hef heyrt svo mikið talað um þessar skemmtiferðir út í Prinseyjar. Mér finnst að við ættum að bregða okkur þangað seinni partinn í dag. Áður en þau komu að Galtabrúnni, þangað sem bátarnir lágu, datt Eric í hug að þau skyldu skoða bazarana frægu, þessa mauraþúfu af mjósundum, sem sölubúðum eru svipaðar því sem R. Burroughs — T \ RZ A l\l — 3806 A MONSTCOUS CK0C07ILE WITH SLAVEKING JAWS WAS ATTACICING THE WHITE MANy TON K.EEF’! ^ TÁKZAN ANI7 HE RUSHE7 TO INVESTI- 1 v THE TKAIL LE7 F TO THE 5ANKS OP ARIVER WHERE,TO his suKreisE--níWi Þegar Tarzan heyrði ópin þaut hann á staðinn og sér til mikillar undrunar kom hann þar sem maður hékk í slitrum af hengibrú yfir ána og starði með skelfingÁ á krókódíl, sem kom svaml-! andi í áttina til hans. Þetta var Don Reed. A KVÖLDVÖKUNNI II: íltíílllliiÍI Iifil llíijl iilllii Mischa Elman var einu sinni um það spurður hvaða hljóð- færi væri örðugast á að leika. Og hann svaraði án umhugs- unar: — Á aðra fiðlu. ★ Litli MacGregor; — Pabbi, eg gekk um í kirkjugarðinum í morgun og las áletranirnar á leiðunum. Stóri MacGregor: — Og hvað hugsaðirðu þegar þú varst bú- in nað lesa þær? Litli MacGregor: — Ja, pabbi. Eg fór að hugsa um það hvar allir óþokkarnir væri grafnir! ★ Sandy sagði við vin sinn Jock: — Jock, eg er sjúkur maður. — Hvers vegna ferðu ekki til dr. MacTavish? — Er hann ekki voða dýr? — Hann mun heimta þrjú pund fyrir fyrstu heimsókn. En eftir það tekur hann ekki nema 5 shillinga. Sandy flýtti sér yfir á lækn- ingastofu MacTavish og til- kynnti: — Jæja, læknir. Eg er kom- inn aftur. ★ — Eg býst við að sex prest- ar borði hér hjá mér tiltekinn dag, sagði húsbóndinn við kjall- arameistara sinn. — Gott og vel,herra, sagði kjallarameistarinn. — Eru þeir úr Hákirkjunni eða Lágkirkj- unni? — Hvað í ósköpunum hefir það að segja fyrir yður? sagði húsbóndinn undrandi. — Jú það hefir allt að segja, svaraði hinn. — Séu þeir úr Há- kirkjunni drekka þeir, en séu þeir úr Lágkirkjunni vilja þeir eta, ★ Tveir vinir frá frlandi voru á ferðalagi saman og sváfu í sama herbergi í gistihúsi uppi í sveit. Um nóttina kom afskap- legt þrumuveður. John talaði um það þegar þeir voru að klæða sig um morguninn. — Rigudi? spurði Dennis hissa. — Rigudi? sagði John. — Það var eins og syndaflóð. Elding- arnar ætluðu alveg að blinda mann og þrumurnar dundu. Eg hefi aldrei vitað annað eins. — í guðanna bænum, sagði Dennis. — Hvers vegna vakt- irðu mig ekki? Vissirðu ekki að eg get aldrei sofið þegar þrumur og eldingar ganga? ★ Eldri systirin atyrti yngri systur sína þegar hún var að hátta hana um kvöldið, sagði að hún hefði verið geðill um daginn. Þegar hún var búin að breiða vel ofan á hana sagði sú litla: — Það er geðillska þegar um mig er að ræða, en „taugar“ þegar þú átt í hlut.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.