Vísir - 19.05.1961, Blaðsíða 3
Föstudaginn 19. maí 1961
Ví SIR
Kína veitir Albön-
um efnahagsaðstoð
v Þáttur í stríðinu við rússnesku
kommúnistana.
Kommúnista-Kína hefir á-
kveðið að senda 12.5 milljóna
dollara virði af korni og vélum
til Albaníu.
Albanía er traustasti banda-
maður Rauða Kína meðal
Austur-Evrópuríkjanna, og hef-
ir stutt það með ráðum og dáð
í hinni pólitísku togstreitu, sem
staðið hefir milli kínverskra
og rússneskra kommúistaleið-
toga. Fréttastofan Nýja Kína
hefir sagt, að Kína hafi ákveð-
ið að senda tæki og efni til 25
mismunandi framkvæmda, sem
Albanir hyggja á.
Annars eru nánari fréttir af
þessu frekar litlar. Samning-
. urinn mun hafa verið undirrit-
aður í febrúar sl. af vara-for-
sætisráðherra frá báðum lönd-
um. Um leið voru einnig undir-
ritaðir samningar og reglur um
tæknilega aðstoð Kína við Alb-
ani svo og um albanska náms-
menn í Kína. Sömuleiðis var
nánar í reglunum kveðið á um
notkun þess láns, sem Kína
veitir Albönum.
Talið er að Kína sé að reyna
að gera Albaníu að stökkpalli
til áhrifa í Afríku og Mið-
Austurlöndum. Um leið mundi
Kína hasla sér völl í stjórnmála-
stríðinu við Rússa.
í því sambandi er talið, að
Rússar hafi ákveðið að lána
kommúnistastjórn Ho Chi Min
í Norður Viet Nam fjármagn,
sem svarar til 145 milljóna
dollara. Það sem styrkir þennan
orðróm er, að kommúnista-
stjórnin hefir tilkynnt nýja 5
ára áætlun, sem gerir ráð fyrir
miklu meiri afköstum og fram-
leiðslu en möguleg er við nú-
verandi aðstæður.
Samkvæmt fréttastofufregn-
um frá Kína líkar stjórninni
þar þessi samdráttur Rússa og
Ho Chi Min afarilla.
Samstarf þingmanna
og vísindamanna.
Fyrir nokkru var haldinn í
London fundur til að fjalla um
samvinnu þingmanna og vís-
indamanna. í ályktun frá fund-
inum er mælt með því, að gerð-
ar séu ráðstafanir til, að þessir
aðilar hafi reglubundið sam-
band sín á milli. f ályktuninni
er einnig lagt til, að haldið
verði áfram að vinna að vísinda
legum málefnum í Evrópuráð-
inu og hinum alþjóðlegu efna-
hagsstofnunum, sem aðsetur
hafa í París. Þessir aðilar stóðu
að fundinum í London auk
brezkrar nefndar, sem vinnur
að samstarfi þingmanna og vís-
indamanna þar í landi. '
Fundarmenn sátu einn af
Metin fuku.
Metin fuku hvert af öðru í
Sundhöllinni í fyrrad. Karl
Grubb setti Norðurlandamet í
100 m. skriðsundi, synti á 1.03.6
Hin metin áttu Guðmundur
Gíslason 2.08.6 í 200 m. skrið-
sundi, Einar Kristjánsson 1.14.1
í 100 m. bringsundi karla,
Ágústa Þorsteinsdóttir setti fs-
landsmet í sama sundi og Grubb
setti Norðurlandamet sitt í sem
sé 100 m. skriðsundi og var
met hennar 1.05.4. Þá setti
Ágústa einnig met í 50 m. skrið-
sundi og synti á 29.3 sek.
fundum nefndar þessarar. Þar
voru einnig hertoginn af Edin-
borg og Hailsham lávarður, vís-
indamálaráðherra Bret. Þá var
nýreist tilraunastöð brezku
vegagerðarinnar skoðuð.
Fundurinn í London var boð-
aður, þar sem það hefur komið
fram bæði í Evrópuráðinu og
Efnahagssamvinnustofnuninni í
París, að nauðsyn ber til að
auka vísindaiðkanir í aðildar-
ríkjum þessara stofnana svo og
samstarf ríkja um vísindamál.
Einni er ljóst orðið að koma
þarf á föstum og stöðugum
tengslum milli þingmanna og
vísindamanna. Nefnd hefur
starfað í þessu skyni í Bretlandi
frá 1939, og var tilgangur fund-
arins í London ekki sízt sá að
kynna starfsemi hennar
Fram kom á fundinum, að
ríkisstjórnir hafa yfirleitt' full-
nægjandi aðstöðu til að fylgjast
með vísindalegum málefnum.
Hins vegar hafa ráðstafanir til
að skapa þingmönnum aðstöðu
að þessu tagi ekki verið gerðar
nema í Bretlandi og í Svíþjóð,
þar sem nefnd svipuð þeirri
brezku var sett á laggirnar fyr-
ir tveim árum. Unnið er að und-
irbúningi á þessu sviði í ýmsum
löndum.
Á fundinum í London var
einn fslendingur, Jóhann Haf-
stein alþingismaður.
Japanir eru fremstir á
sviði kvikmyndagerðar.
Sitt aff hverju lir Árbók $.þ.
—
Skanunbyssur tiltækar er
rakari konungs brá hnífnum.
Zog I., jyrrv. konungur, sem
hét Aschmed, Bey Zogu áöur
en hann varð konungur 1928,
bjó mikinn hluta œvinnar viö
þann ótta, að hann yrði myrt•
ur, en endalok hans urðu þau,
sem getið hefur verið í frétt-
um, að deyja á sjúkrabeði.
Hann gat aldrei gleymt því,
að föður hans, tyrkneskum
stigamannaforingja, var byrlað
eitur. Þá var Zog 12 ára, og
hafði ekkert lært, nema að
handleika sverð, og varð hann
(P'J
nú foringi flokksins. Tíu sinn-
um særðist hann í bardögum
áðru en hann varð 19 ára.
í fyrri heimsstyrjöld varð
hann að flýja land og er hann
kom aftur 1924, var reynt að
ráða hann af dögum. Fjórum ár-
um síðar varð hann Zog I. kon-
ungur í Albaníu. „Vinur“ hans,
Mussolini, lánaði honum upp-
hæð sem svaraði til 2 millj.
og til einka-rakara, en jafnan
er Zog setist í stólinn, stóðu
hjá honum tveir verðir með
hlagnar skammbyssur. Vinátta
Zogs og Mussolinis átti sér ekki
langan aldur. Henni lauk með
innrás hers Mussolinis 1939, —
og Zog varð aftur að flýja land,
með Geraldine drottningu og
son þeirra, þriggja daga gaml-''
an, — og nú er sögu „hins
gleyma konungs“ lokið. Hans
verður ekki framar minnzt á
forsíðum heimsblaðanna.
Norðmenn bjóða
námsstyrk.
Vinnu við Asvan-stífluna
miklu í Níl verður seinkað um
14 mánuði að beiðni Menning-
ar- og vísindastofnunar Sþj.
Stofnunin vill forða fornum
höggmyndum og öðrum lista-
verkum frá glötun, en þau
mundu fara á kaf í uppistöðu-
lónið, ef ekki væri gerður varn-
argarður umhverfis þau. Hefir
egypzka stjórnin nú fallizt á að
fresta verkinu um skeið, svo að
fornmenjum þessum verði
bjargað.
tt*
VÍÐRI
VERÖLD
ísland borgar
minnst.
Árgjöld aðildarríkja Sam-
einuðu þjóðanna fyrir árið 1961
hafa verið ákveðin.
Fastayieðlimir Öryggisráðsins
greiða eftirfarandi upphæðir:
% dollarar
Frakkland 6,40 3.881.463
Kín 5,01 3.072.961
Sovétríkin 13,62 9.411.395
Bretland 7,78 4.698.097
Bandaríkin 32,51 22.332.810
Þessi fimm aðildarríki greiða
þannig alls 65,32 af hundraði
heildarupphæðarinnar, en af-
gangurinn er greiddur af hin-
um 94 aðildarríkjunum.
Árgjöld Norðurlanda eru
sem hér segir:
% dollarar
Danmörk ........ 0,60 358.996
Finnland ....... 0,36 222.721
fsland ......... 0,04 24.746
Noregur......... 0,04 293.746
Svíþjóð ........ 1,39 936.616
Fyrsta kjarnorkuver (til raf-
skautssvæðinu verður tekið
orkuframleiðslu) á Suður-
í notkun í marz 1962. Það
verður flutt frá Banda-
ríkjunum til McMurdo-
sunds til samsetningar í
nóvember næstkomandi. —
Byggingin verðtir hin fyrsta,
á Suðurskautsmeginlandinu,
ÁRBÓK Sameinuðu þjóðanna,
hagfræðilegs efnis, er komin út
og vekur að sögn mesta furðu á
hve mörgum sviðum Vestur-
Þjóðverjar og Japanir eru orðn
ir á undan.
Ekki nær það þó til meta á
sviði framleiðslu matvaela, og
segir einn fréttaritari Breta, að
engu sé líkara en að Japanir
hafi náð sínum mikla árangri á
fastandi maga.
Hér eru nokkrar glefsur af
handahófi úr Árbókinni:
★ íbúatala heims verður 3000
milljónir á þessu ári.
★ Bílaeign, miðað við íbúatölu
er meiri í Frakklandi en Bret
landi.
★ Engin þjóð framleiðir eins
mikið af löngum kvikmynd-
um og Japanir, næstir eru
Indverjar, þriðju Banda-
ríkjamenn, en Bretar átt-
undu.
★ Af 90 milljónum bifreiða í
notkun í heiminum eiga
Bandaríkjamenn helming-
inn.
★ Bretar og Bandaríkjamenn
eiga stærstu kaupskipa-
flota, en þriðji stærsti sigl-
ingafloti heims siglir undir
fána Liberiu.
Myndin er af Urho Kekkonen Finnlandsforseta (með svartan
hatt, er hann kom á ferju til Lundunaturns (Tower of London)
9. maí, en þann dag skoðaði hann ýmsa merka staði í borginni.
í baksýn er Turnbrúin fræga (Tower Bridge) á Thames.