Vísir - 01.06.1961, Blaðsíða 7
VÍSIR
7
Fimmtudaginn 1. júní 1961
Hér á síðunni birtast nokkrar svipmyndir frá
deginum í gær, fyrsta degi konungsheimsóknarinn-
ar. Myndirnar er frá því konungur gekk á land í
gærmorgun, frá athöfninni á Austurvelli, í Foss-
vogskirkjugarði og við Ráðherrabústaðinn, þar sem
hann hefir aðsetur meðan hann dvelst hér.
Reykvíkingar fögnuðu konungi innilega og
mikill mannfjöldi er hvarvetna safnaðist saman bar
vott um að hér var fagnað fulltrúa góðrar frænd-
þjóðar, sem flestum þjóðum framar er okkur fs-
lendingum hugleikin.
Dagurinn i gær
I Fossvogskirkjugarði
lagði ölafur konungur
blómsveig að hinum fagra
norska minnisvarða, sem
þar er. Séra Harald Hope
flutti minningarræðu, en
hann er Islendingum að
góðu kunnur af stuðningi
sínum við íslenzka skóg-
rækt.