Vísir - 12.07.1961, Page 2
I
VISIR
Miðvikudagur 12. júlí 1061
Einn rekinn úi af—en Skotar
sigrubu samt úrvaisliðið 3-1
Aluicnnl álíi leikinaniia be^ja líða
eftii* leikinn i gæi’kvöldi, að domai*-
iitn Iiafi cyðilagí liaini.
ist á því að reyna að draga ís-
lenzku leikmennina fram, og
gefa síðan langar sendingar
fram völlinn. Og eitt mark tókst
ana. Það heppnaðist ekki — og
var slökum markskotum um
að kenna, því tækifæri voru
sæmileg.
Góður fyrri
hálflcikur.
Nokkrar breytingar voru á
íslenzka liðinu frá því, sem
það var upphaflega ráðgert.
Akurnesingarnir Sveinn Teits-
son og Ingvar Elísson mættu
ekki til leiks, og í þeirra stað
komu Helgi Jónsson, KR, og
Þórður Jónsson, Akranesi.
Úrvalsliðið náði þegar á
nema með vinstri fætinum.
Nokkrum mín. síðar tókst
Skotum að skora fyrsta mark-
ið í leiknum Gordon Smith lék
þá upp hægra megin, og spyrnti
yfir til hins útherjans Robert-
son. Sá lék laglega á Hreiðar
og sendi mjög vel fyrir markið
til Penman, sem skoraði fallega
með skallá, álgerlega óverjandi.
Úrvalsliðið jafnar.
Og næstu mínúturnar höfðu
Skotar talsverða yfirburði, og
það var mest Heimi markverði
að þakka, að þá fór ekki verr.
Fyrsta mark Skotana í leiknu gegn Suðvesturlandl.
Það hitnaði lieldur betur í
glæðunum á Laugardalsvellin-
um gærkvöldi. Skozka liðið
Dundee lék þá sinn síðasta
leik í heimsókninni og mætti þá ^
úrvalsliði Suð-Vesturlands. —
Skotarnir léku ágæta knatt-
spyrnu í fyrri hálfleik og höfðu
verðskuldaða forystu í leik-
hléi, tvö mörk gegn cinu, og
var það heldur.í minna lagi eft-
ir gangi leiksins.
Fyrst í síðari hálfleiknum
lókst úrvalsliðinu að ná ágæt-
um leikkafla og sóttu þá oft fast
að marki Skota. Þetta virtist
koma skozku leikmönnunum
úr jafnvægi og gripu þeir til
allra bragða, jafnt leyfilegra
sem ólyefilegra, 'og var leikur
þeirra oft mjög grófur. Dómar-
inn, Þorlákur Þórðarson, Vík-
ingi, þurfti því oft að grípa til
flautunnar og dæmdi oft á Skot-
ana, og ekki batnaði skap
þeirra við það.
Hámarki náði það, þegar
dómarinn vísaði vinstri bak-
verði Dundee, Cox, af lcik-
velli. Cox sló knöttinn með
hendinni, og þegar auka-
spyrna var dæmd byrjaði
hann að munnhöggvast við
dómarann. Lauk þeirri við-
reign á þann veg, sem fyrr
greinir. Það er slæmt að
þurfa að grípa til slíkra ráð-
stafana í gestaleik, en ekk-
crt annað að gera fyrir dóm-
arann, þegar leikmenn haga
sér ruddalega, en í fyrri
leikjum hafði Cox verið einnf
prúðasti leikmaður liðsins.
Leikleysa.
Það, sem eftir var leiksins, er
ekki að tala um leik, heldur
leikléysu. Skotarnir gripu til
þess ráðs, þegar þeir höfðu ein-
um leikmanni minna, að reyna
að halda knettinum sem mest,
og varð markmaðurinn þá einn
virkasti maður liðsins. Skozku
leikmennirnir spyrntu knettin-
um jafnvel til hans frá miðju
— og leikaðferð þeirra byggð-
þeim að skora með þessari að-
ferð. íslenzku leikmennirnir
voru nokkuð lengi að átta sig
á hlutunum — og með manni
meira hefði þeim átt að vera
í lófa lagið að halda í við Skot-
fyrstu mín. ágætu upphlaupi,
sem Ellert Shram var upphafs-
maður að. Hann fékk knöttinn
um miðjuna, og lagði hann lag-
lega fyrir sig, og gaf síðan til
Gunnars Fel., sem brunaði upp.
Inn á vítateig gaf Gunnar til
Þórólfs Beck — sem lék nær,
en á síðustu stundu komst hægri
bakvörður Dundee á milli og
bjargaði.
Úrvalsliðið gaf því hinum
sex þúsund áhorfcndum
vonir um, að þeir myndu
standa sig í leiknum, en það
fór á aðra leið. Má þar fram-
vörðunum Helga og Ormari
Skeggjasyni fyrst og fremst
um kenna, því þeir voru ckki
þeir hlekkir á miðjunni, sem
með þurfti. Með beztu fram- j
vörðum okkar, Sveini Tcits-
syni og Garðari Árnasyni, er
líklegt, að um annan og betri
leik hefði vcrið að ræða hjá
íslenzka liðinu. Og það vakti
almcnna furðp fyrir lcikinn,
að Garðar skyldi ckki valinn,
þar sem hann var heill. Þar
brást landsliðsnefnd boga-
listin.
Úrvalsliðið lék allsæmilega
framan af, og á 10. mín. kom
fyrsta opna tækifærið, en Þórð-
ur Jónsson fór illa með það. Það
er slæmt að sjá jafn leikreynd-
an mann og Þórð komast í færi,
sem ekkert verður úr vegna
þess, að hann getur ekki spyrnt
Þegar um 20. mín. voru af leik
varði hann stórglæsilega
spyrnu frá Smith neðst í mark-
hornið. Slíkt gera ekki nema
beztu markmenn. Aðeins síðar
bjargaði Rúnar vel í erfið i
stöðu.
Á 26. mín. kom það, sr~i
áhorfndur biðu eftir. Guðj'
Jónsson hafði átt gott skeí á
markið, sem markvörðuri:: !
sló í horn. Guðjón tók haru •
spyrnuna vcl og EUcrt ?u'
knettinum á vítateignum
Hann gaf til Hclga —
Helgi var ekki lengi að kor.r-i
auga á Þórð Jórisson, scm Var
algerlega frír í vítateignum.
Þórður fékk knöttinn, lélc
nær óvaldaður, og sknraði
með föstu skoti af 12 mctra
færi — og fagnaðarlæti á-
horfenda voru mikil.
En sú dýrð stóð ekki lengi og
eftir 4 mínútur höfðu Skotar
náð forystunni aftur. Rúnari
mistókst þá að spyrna frá, sem
varð til þess, að miðherjinn
Cousin komst fyrr að markinu.
Með miklu snarræði tókst
Heimi þó að verja spyrnu hans
af um tveggja metra færi —
en knötturinn barst til útherj-
ans Robertson og eftir nokkra
viðureign við Hreiðar tókst
honm að skora.
Undir' lok hálfleiksins sótti
úrvalsliðið nokkuð — og eitt
Framh. á bls. 10.
Fyrir nokkrum dögum sögðum við frá hcimsmeti Yolanda Balas í hástökki kvenna, 1.87
cm. Nú hafa borist þær fregnir af þessari sömu Yolanda Balas og nú hefur liún enn bætt
árangur sinn, stokkið þá ótrúlegu hæð, 1,90. — Balas er rúmensk íþróttakona, og hefur á 2 ár-
um bætt heimsmetið í hástökki um nær 20 cm. Með þessu síðasta afreki sínu hefur hún náð
því marki sem hún hafði sett sér í upphafi. — Metið setti hún á Nepstadion í Búdapest að við-
stöddum 10.000 áhorfendum. Hún byrjaði á 1,70 og Iét hækka um 5 cm. í hvert skipti og fór
allar hæðirnar í fyrsta stökki, alveg upp að 1,85. 1,90 fór hún í þriðju tilrayn. Fagnaðarlætin
voru óskapleg.