Vísir - 12.07.1961, Side 10

Vísir - 12.07.1961, Side 10
10 V I S I K Miðvikudagur 12. júlí 1961 Að gifta sig Frh. af 5. s. að greiða fyrir giftingarathöfn- ina og innanstokksmunina, héld ur verður hann einnig að greiða heimanmund með brúð- inni. Heimanmundurinn er t. d. nýr bíll, peningar, verðbréf, matvæli eða land. Auglýsing 'um giftinguna er hengd upp. I Giftingin fer venjulega fram í kirkju brúðarinnar. En ef þau vilja heldur hafa hana í annari kirkju, verða þau að fara til biskupsins og fá leyfi hans auk þess, sem þau borga um fjögur hundruð krónur fyrir leyfið. Hjónaleysin verða að koma til kirkju þrjá sunnudaga fyrir vígsluna, og er þá lýst með þeim. Einnig er auglýsing um giftingu þeirra heng$ upp við inngang kirkjunnar. Þetta gefur hverjum sem er tækifæri til þess að mótmæla henni. Þegar hin mikla stund nálg- ast, fer brúðguminn til kirkj- unnar með tvo votta með sér, auk föður síns og tilvonandi tengdaföður til þess að skrifa í kirkjubókina og borga kirkju- gjaldið. Fyrir giftinguna sverja brúð- hjónin það fyrir prestinum, að þau giftist samkvæmt eigin ósk og ekki að áeggjan neins, nema ef vera skyldi fjölskyldu brúð- arinnar, sem ef til vill hefir rekið á eftir henni vegna þessa í langan tíma. Borgaraleg hjónabönd, fram- kvæ'md af borgardómurum, eru ekki viðurkennd á Spáni. En ef maður getur sannað, að hann tilheyri annari kirkju en þeirri Möndul-Sally látin laus. Roskin, gráhærð kona, sem oft var nefnd í fréttum á stríðsárunum, hefir verið látin láus úr fangelsi vestan hafs. Þetta er frú Mildred Gillars, sem þekkt var á stríðsárunum undir nafninu Axis-Sally, eða Möndulvelda-Sally, af því að hún starfaði við útvarp naz- ista og flutti áróðursræður og fregnir í þýzka útvarpið. Sally var tekin föst í Berlín í marz 1946, og þrem árum síðar var hún dæmd í 30 ára fangelsi fyrir föðurlandssvik. Hún var látin laus 10, júlí til reynslu og ætlar að búa hjá systur sinni í Bandaríkjunum. á Spáni — kaþólsku, getur borgardómar- inn tekið að sér að sjá um vígslu. Það er svaramaðurinn, sem leiðir brúðina um kirkjugólfið.. Söfnuðurinn hefir staðið fyrir utan fram til þessa í von um að fá tækifæri til þess að sjá hana rétt í því að hún fer inn. Ríkur frændi eða vinur fær heiðurinn af að sjá um kostn- aðinn af móttökunni, sem fer á eftir athöfninni, en margir Spánverjar eru að verða dálítið hagsýnni og sleppa því þessari móttöku, en leggja í þess stað strax af stað í brúðkaupsferð- ina. Ef hjónaleysin eru fremur fátæk, geta þau losnað við að borga kirkjugjaldið með því að gifta sig fyrir kl. 8 að morgni, þar sem það kostar ekkert fyrir ir þann tíma. Brúðurin metin á 13 skildinga. Venja er, að brúðguminn gefi brúðinni 13 skildinga. Ef hann hefir ráð á, eru þeir úr gulli, annars gefur hann henni aðeins peseta. Þessi siður á rætur sín- ar að rekja til þess tíma er venja var, að brúðurin væri keypt. Þegar stúlka giftist á Spáni, sleppir hún ekki sínu fyrra nafni. Þannig er það, að María Lopez, sem giftist Jose Gon- zales, verður María Lopez de Gonzales (María kona Gonza- les). Bréf til hennar bera henn- ar eigið nafn, og lendi hún í höndum lögreglunnar fyrir eitt- hvað, er hún handtekin undir sínu fyrra nafni, en ekki undir nafni eiginmannsins. Á þennan hátt setur hún ekki blett á nafn fjölskyldu sinnar. í sveitahéruðum setur hag- sýnin mikinn svip á brúðkaups- daginn Meðal annars telst það til undantekninga, að brúðurin fái sér hvítan kjól, heldur er hann svartur, þar sem það er miklu hagkvæmara, og stúlkan mun hafa meiri not af honum síðar meir á hátíðis og tyllidög- um. Á smáþorpum veldur það miklu umtali, ef ein af heima- sætunum fer til borgarinnar og vinnur sér inn nóga peninga til þess að geta gift sig í hvítum kjól. Annað tákn um hagsýni er, að eigi stúlkan þrjár kýr, þá fer fjölskyldan að líta í kringum sig eftir einhverjum, sem á þrjú naut, til þess að auð- urinn geti sameinast. „En þetta var allt miklu róm- antískara áður fyrr,“ segja gömlu mennirnir. Þá var það siður í Andaluziu á Suður- Spápi, að maðurinn næmi brúð- ina á brott. Þetta átti sér eink- um stað ef fjölskylda hennar hafði neitað að samþykkja ráða- haginn. Svo kom mjög áhrifamikið atriði er elskendurnir sneru aft- ur og spurðu: „Gefið þið nú samþykki ykkar?“ Enginn minnist þess. að því hafi nokkru sinni verið neitað. Enn sigruöu Skotar - Pramh af 2. dðu sinn tókst hægra bakverði Skota að bjarga á marklínu eft- ir spyrnu frá Ellert. Þá komst Þórður Jónsson enn í færi — en hægri fóturinn sveik hann eins og áður. Síðari hálfleikur. Það er bezt að hafa sem fæst orð um þennan hálfleik, enda var hann hrein leikleysa. Rún- ar varð nokkuð snemma að yf- irgefa völlinn vegna meiðsla, sem ekki eru slæm, og kom Hörður Felixson í stað hans. Skotar skoruðu eina markið í hálfleiknum á 21. mín. Robert- sort náði þá langri sendingu fram völlinn og tókst að skora eftir misskilning milli Harðar og Heimis. Úrvalsliðið fékk nokkur ágæt tækifæri í hálfleiknum — og var það einkum Gunnar Felix- son, sem fór illa að ráði sínu — en hann fékk að minnsta kosti 2 ágæt marktækifæri. Leiðinlega grófir. \ Það leikur ekki á tveim tungum, að þetta skozka lið er mjög gott og tvímælalaust bezta erlenda knattspyrnuliðið, sem hingað hefur komið í sum- ar. En hins vegar eru margir leikmennirnir alltof grófir í lik sínum — einkum þó mið- vörðurinn Ure. Það bitnaði illa á Ingvari í leiknum^siunnu- daginn, og Þórólfur reyndi nú eftir megni að forðast að lenda í návígi við hann. En ekki verða Skotarnir þó beint dæmdir af þessum leik — því dómarinn átti mikinn þátt í að æsa þá — og ekki rétt hjá dómara að eiga í nokkrum tilíellum frumkvæði að rifrildi við leikmenn. Slíkt gengur ekki. Vörn úrvalsliðsins var betri hluti liðsins, einkum áttu Heimir, Árni Njálsson og Hreið- ar góðan leik. Rúnar var sterk- ur meðan hans naut við, en Hörður hitnaði varla, því þann tíma, sem hann var með, fór leikurinn miklu meira fram á vallarhelmingi Skotanna. Fram- verðirnir brugðust eins og áð- ur er sagt, og framlínan náði aldrei verulega saman. Þar var miklu frekar einstaklings- hyggja leikmannanna, sem réði ferðinni. Þórólfur var óvenju slappur — langlakasti leikur hans gegn erlendu liði í sumar. Þrátt fyrir að Guðjón Jónsson var oft seinn slapp hann einna bezt frá leiknum af framherj- unum, enda fékk hann að leika merkilega laus á kantinum. Þetta var á margan hátt furðulegur leikur, og liann mun sennilega ekki auka vinsældir skozkra knatt- spyrnumanna hér á landi. En hvað sem því líður, þá var það almennt álit leikmanna beggja liða eftir leikinn, að dómarinn hefði eyðilagt hann, og því væri ekki við þá að sakast, þótt áhorfendur liafi fengið lítið, fyrir pen- inga sína. En hins vegar sóttu það margir leikinn, að gestgjafinn Þróttur fer vel út úr heimsókninni, þótt ekki væri útlitið sem bezt eftir tvo fyrstu Ieikina. Bassi. Að utan — ? Framh. al 8. síðu Það var reyndar í árslok 1959, að vonbrigðin fóru að segja til sín að ráði og ég fór að hafa áhyggjur af á- standinu í landinu. Hið fyrsta, er gerði mig ótta- sleginn um afdrif bylting- arinnar, voru kærurnar gegn Humberto Matos og réttarhöldin yfir honum. í gær var fyrirliða Skotanna, Cox, vísað út af velli, sést rimman sem stóð milli hans og dómarans. Nýr bankastjóri L.I. á Akitreyri. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri Bankastjóraskipti hafa orðið við Landsbanka íslands hér á Akureyri. Ólafur Thorarensen, sem starfað hefur við Lands- bankann í Reykjavík og á Ak- ureyri í 53 ár samfleytt, hefir látið af störfum, Ólafur var bankastjóri í 30 ár. Við starfi hans hefur tekið Jón G. Sólnes. Hann hefur starf- að við Landsbankann á Akur- eyri í 35 ár, sem fulltrúi bank- ans um langt skeið. Jón hóf starf sitt við bankann 15 ára gamall. Ólafi Thorarensen var hald- ið kveðjusamsæti í gærkveldi. Matos var höfuðsmaður í hernum og félagi Castros i Sierra Maestra fjöllunum. Hann var dæmdur í 20 eða 30 ára varðhald, vegna þess að hann sagði, að áhrif kommúnista væru mikil í Kúbuher. Með þessu atviki var vakinn ótti minn og á- hyggjur vegna 1 kommúnista á Kúbu. í ársbyrjun 1960, þegar ég gegndi enn stöðu að- stoðarfjármálaráðherra, rit- aði ég nokkrar greinar í Bo- hemia gegn kommúnisma. Ég minnist þess, að nokkrir félagar í kommúnistaflokkn um — einkum einn þeirra, Juan Marinello, sem er gamall kommúnisti á Kúbú — svaraði um hæl og sagði, að ég væri gagnbyltingar- sinni, sem stefndi að því að kljúfa byltinguna eða skaða hana, því að ég væri and- stæðingur kommúnismans. Eg varð að leita hælis í sendiráði Perú í júlí þá um sumarið. Þar hafðist ég við í 84 daga. Kúbustjórn hét mér ekki griðum, fyrr en 13 október 1960 og þá fór ég til Bandaríkjanna.“ Þannig standa málin nú — Castro hefur gert hvort tveggja, að gefa kúbönsku þjóðinni loforð og rjúfa þau; hann hefur blekkt þjóð sína, gefið henni einræði i stað lýðræðis, og knúð fram framandi hugsjónafræði kommúnismans í landinu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.