Vísir - 26.08.1961, Side 4

Vísir - 26.08.1961, Side 4
4 VÍSIR Laugardagur 26. ágúst 1961 Kom til i 1942. i - s a Kynnir sér nú örnefni Snæfellsnesi. Hinn 1. ágúst s.l. var hátíðlegt haldið í rósa- garði Hvítahússins í Washington 15 ára af- mæli Fulbright-laganna svo nefndu, sem kennd eru við J. W. Ful- bright öldungadeildar- þingmann, formann ut- anríkisnefndar öldunga- deildar þjóÖþingsins, en hann var aðalhvatamað- ur lagasetningarinnar. Lagasetning þessi hefur leitt til mikilla og viðtækra menningarskipta milli Bandaríkjanna og ýmissa annarra landa. Milli íslands og Bandaríkjanna var gerð- ur samningur á grundvelli þessara laga um greiðslu kostnaðar af ýmsum menn- ingarskiptum, gagnkvæm- um skilnángi milli beggja þjóðanna með fræðslustarf- semi, er horfir til aukinnar þekkingar og starfsþjálfun- ar, eins og það er orðað í samningnum, og samkvæmt honum var komið á fót stofn uninni „Menntastofnun Bandaríkjanna á fslandi" (The United States Educat- ional Foundation in Iceland) Innan vébanda þessara menningarskipta hafa þeg- ar komdð hingað nokkrir til fyrirlestrahalds og rann- sókna, og hefi ég átt tal við þann í þessum hópi, er síð- ast kom, og enn dvelst hér, John G. Alee háskólakenn- ara við Washingtoh háskól- ann. Átti ég ánægjulega stund hjá þeim og sonum þeirra tveimur, á Rauðalæk 22, þar sem heimili þeirra er meðan þau dveljast hér. Fékk ég greið svör við öllu, er ég spurði um. „Ég valdi mér sem verk- efni rannsóknir á sviði ís- lendingasafna, ákveðið verk efni, þ.e. að kynna mér ör- nefni sem fyrir koma í ís- lendingasagna, ákveðið verk ast á Snæfellsnesi. Hefi ég notið ágætrar fyrirgreiðslu, þar sem ég hefi fengið af- not af örnefnasafni, sem unnið hefur verið að á und- angengnum árum, og svo hefi ég ferðazt um Snæfells nes og raunar víðar um land og kynnt mér örnefni og fræðst af mörgum mönn- um, auk lærðra manna hér. John G. Allee. um er annars gamall.“ „Hvar stunduðuð þér há- skólanám?“ „Við John Hopkins há- skólann í Baltimore og kennari minn var Stefán Einarsson og þarf ég vart að nefna hve mikið ég á honum að þakka. Ég byrjaði nám þar fyrir styrjöldina og svo varð frestur á sem að líkum lætur. Ég fór í herinn og kom ég hingað 1942 — gaf mig fram sem sjálfboðaliði til þess að fara til íslands, — og dvölin hér varð mér að miklu gagni, er ég hóf nám að nýju við John Hop- kins háskólann, en þaðan lauk ég prófi 1955.“ i „Hafið þér fengizt við þýðingar á fslendingasög- um?“ „Já, ég byrjaði á Eyr- byggju, og það var mér til mikils gagns, aukins þroska, skilnings og þjálfunar, og var það um sama léytí sem þeir Paul Schach og Lee Hollander þýddi hana, og ir að kynnast þeim í sam- anburðar skyni.“ „Þér takið ef til vill upp kennslu í þessum efnum?“ „Já, næsta haust í George Washington háskóla í Was- hington." Sitthvað fleira bar á góma, sem eigi verður hér rakið, — Alee prófessor, kona hans og synir eru mjög ánægð yfir dvöl sinni hér, og ekki sízt kynnum við fólk af ýmsum stéttum, og öll hafa þau áhuga fyrir að fá tækifæri til þess að heim- sækja ísland síðar, og þegar ég var að fara og spurði yngri soninn, sem er 10 ára, hvort hann væri ekki far- inn að hlakka til að fara heim til Bandaríkjanna, stóð ekki á ákveðnu svari: Nei. Ég vil óska Alee prófess- or, konu hans og börnum ánægjulegrar dvalar hér, það sem eftir er af tíma þeirra hér, og góðrar heim- farar og heimkomu. Hjá Menntastofnuninni, sem fyrr var nefnd hef ég fengið þær upplýsingar, að eftirtaldir menn hafi verið hér á undan Alee prófessor til fyrirlestrahalds við Há- skólann eða til rannsókna varðandi ákveðiri verkefni: Harald S. Sigmar (guð- fræði), Eugene Hanson- (lög), David Clark (Banda- ríkin, tunga og bókmenntir), allir fyrirlesarar, William Dinusson (búvísindi, nær- ingarþörf húsdýra). Vænt- anlegur er innan tíðar Ger- ald H. Thorson, fyrirlestra- hald (Bandaríkin, tunga og bókmenntir). Meðal þeirra, sem hingað hafa komið á vegum stofn- unarinnar, eru eftirtaldir háskólamenn: — Michael Krauss, kennari við háskól- ann í Alaska, L. M.ichael Bell, kennari í Pennsylvania State College, A. Margaret Aren, kennari við háskólann í Texas, kom hingað aftur 1 sumar í kynnisför, Wayne O’Neil, hélt heimleiðis héð- an í morgun, en hann verð- ur kennari við háskólann í Oregon, og Malcolm Holly- day, sem kynnti sér stjórn- málaþróunina hér. A. Th. Baldur Möller ráðu- neytisstjóri. Vona ég, að ég hafi fengið allgott yfirlit, er mun verða mér til mikils gagns við verkefni mitt. Ég þarf ekki að minnast á mikilvægi ör- nefnanna, sögulega og land- fræðilega, fróðleiksgildinu, og hve vel þau hæfa landinu og landið þeim, eða hver fjársjóður í þessu tilliti Eyrbyggja er, eins og Ólafur Lárusson prófessor gerði manna bezt grein fyrir.“ „Hugur yðar hefur hneigzt sérstaklega að íslendinga- sögum sem gerast á Vestur- landi — eða Snæfellsnesi sérstakle^a?“ „Já, vissulega, og í alla staði hentara að taka sér verkefni innan ákveðins ramma. Ég kom hingað 12. maí með fjölskyldu minni og verð hér fram undir septemberlok. Þetta er skemmri tími en ég vildi hafa haft til umráða, enda hefur starfið farið rfiikið í að kynnast og safna gögn- um, sem ég á eftir að vinna úr. Ég vona, að ég eigi eftir að fara eiria ferð til á Snæ- fellsnes. Áhugi minn fyrir fslandi og íslendingasögun- kom þýðing þeirra í bókar- formi. Leit ég því á þýð- ingarstarf mitt sem undir- búning að frekara þýðingar- starfi og hef þýtt Bjarnar sögu Hítdælakappa, Bárðar sögu Snæfellsáss og Vig- lundarsögu, og hef tengsl við útgefanda sem hefur áhuga fyrir að gefa þær út.“ „Er áhugi fyrir íslendinga sögum og fornmálinu við bandaríska háskóla?” „Ýmsir háskólar veita nemendum sínum kost á námi í norrænu og er það auðvitað mismunandi hve margir hefja slíkt nám hverju sinni. Þessir háskól- ar hafa að sjálfsögðu skil- yrði til þess að láta hæfa menn halda fyrirlestra um þessi efni og kenna íslenzku. Af þeim sem byrja, munu jafnan verða nokkrir sem halda áfram náminu, og þannig vex hópur mennta- manna, sem fá kynni af fs- lendingasögunum og mál- inu. Áhuginn stafar af sögu- legu og bókmenntalegu gildi sagnanna, og stundum — alloft — tengdur áhuga fyr- Hinn 24. ágúst síðastliðinn r 0 skipaði forseti tslands Baldur Möller til þess að vera ráðu- neytisstjóri í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu. Baldur Möller er fæddur 19- ágúst 1914, sonur hjónanna Jakobs Möller, fyrrum ráð- herra og Þóru konu hans. Hann lauk stúdentsprófi árið 1933 með I. einkunn og lögfræði- prófi frá Háskóla íslands 1941 sömuleiðis með I. einkunn. Hann var skipaður fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu 29. júní 1941 og gegndi því embætti þar til í ágúst 1945, að hann var skipaður sendi- ráðsritari í Kaupmannahöfn, því starfi gegndi hann þar til í október 1946, þá varð hann aftur fulltrúi í dóms- og kirkju málaráðuneytinu og síðan fyr- ir nokkrum árum deildarstjóri í sama ráðuneyti. Hann hefur oft gegnt störfum ráðuneytis- stjóra í forföllum. Baldur Möller er áhugamað- ur um allar íþróttdr, en kunn- astur mun hann vera fyrir skákiðkun sína, en hann varð i Norðurlandameistari í skák tvisvar í röð, 1948 og 1950. — Kvæntur er Baldur Sigrúnu Markúsdóttur ívarssonar og eiga þau tvo syni. 30 km girðing til að hefta sandfok. Frá fréttaritara Vísis. Húsavík 24. ágúst. Sandgræðsla ríkisins hefur í sumar unnið við að hefta sand- fok ■' Þingeyjarsýslum. Meðal annars hefur verið gerð 30 km. löng girðing á Þeystareykjum og nú er unnið við tvær girðingar fyrir austan Mývatn. Jafnframt er fræi og áburði dreift úr flugvél yfir svæði það, sem girt hefur ver- ið, til þess að hraða því, að það grói. Telja má, áð árangurinn af starfi sandgræðslunnar hér nyrðra sé mun meiri en bjart- sýnustu .menn þorðu að gera sér vonir um, þegar hafizt var handa. í sumar hafa 6—18 menn unnið hér á vegum sandgræðsl- unnar. Þórarinn Jóhannesson frá Krossdal hefur umsjá með framkvæmd þessa verks fyrir Sandgræðslu ríkisins.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.