Vísir - 26.08.1961, Síða 6
6
VISIK
Laugardagur 26. ágúst 1961'
/ '-■
, §23***' "^Ei.
liil*
§§11
? •
JvAtfiVA'éM.
Maudlin situr stundum fyrir ljósmynd af sjálfuni sér og
hefur hana síðan til hliðsjónar við vinnuna.
ÚTtíE^ANDh BIAÐAÚT6ÁEAN ’/ÍSIR
Rltstjóror Hersteinn Pólston Gunnar G Schrara.
Aðstoðar'-ltstlórí \xel rhorsteinsson. Fréttaitfóf
ar: Sverrir Oórðarson. Porsteinn ó rhorarensen
Ritstjórnarskrítstofuri Laugovegi 2? Auglýsingar
og afgreiðsla: Ingólfsstrœtl 3. 4skríftorg|ald er
krónur 30.00 ó mónuði - I lausasölu krónur
3.00 elnfakið Sfmi 11660 (5 llnur). — Félags-
prentsmíwjar. h.f., Steindórsprent h.t„ Eddo n.t.
VV,
■VA1
Hvar er atvinnuleysið?
Ein af greinum þeim, sem birtust í Þjóðviljanum í
fyrradag, hét „Árangur viSreisnarinnar: Samdráttur
— atvinnuleysi.“ Er þetta langt viðtal við tvo af
helztu forsprökkum kommúnista á Akureyri, og verður
ekki annað sagt en að þeir tali eins og „góðum kom-
múnistum“ sæmir, því að fæst ummæli þeirra eru í
samræmi við sannleikann.
Þjóðviljinn valdi eitthvert stærsta letur sitt til að
greina frá þessum „árangri“, sem greinin fjallar um.
Gallinn er bara sá, að hvergi á landinu hefir bólað á
samdrætti, sem hefði í för með sér atvinnuleysi eða
nein önnur vandræði. Þvert á móti, því að sannleikur-
inn er sá, að sá staður mun ekki vera til á öllu landinu,
þar sem ekki hefir gætt vinnufólkseklu að meira eða
minna leyti, vantað hendur til að vinna við framleiðslu-
störf af ýmsu tagi.
Af þessu hefur leitt, að allir, sem hafa á annað borð
haft áhuga fyrir að starfa, hafa haft nóg að gera, og
Tíminn hefir til dæmis í sumar birt fregnir af því frá
ýmsum stöðum, að þar hafi atvinnulíf verið blómlegra
en oft áður. Þarf ekki að fara í neinar grafgötur um
það, að það sannorða blað hefði ekki farið leynt með
atvinnuleysi, ef þess hefði einhvers staðar orðið vart.
Þess hefir heldur ekki orðið vart, að Þjóðviljinn segði
frá atvinnuleysi úti um landið eða hér á þessu sumri,
sem nú er langt á liðið.
Þetta gleðilega atvinnuástand verða menn að skoða
í ljósi þeirra spádóma, sem lesa mátti í blöðum stjórn-
arandstöðunnar í fyrra, þegar verið var að hrinda af
stokkunum tillögum stjórnarinnar til viðreisnar atvinnu-
vegunum. Spádómar um atvinnuleysi og vandræði voru
þá daglega texti rauða blaðanna, en sú varð raunin, að
ekkert hefir farið eins og þeir spáðu. Og það var meðal
annars af þeim sökum, að kommúnistar og fylgifiskar
beirra hrundu af stað verkföllunum síðasta vetur og vor.
Heitasta óskin.
Ekki leikur á tveim tungum, að kommúnistar óska
þess heitt og innilega, að hér verði geigvænlegt at-
vinnuleysi. Það mundu þeir nefnilega telja mikinn sigur
fyrir sig og um leið ósigur fyrir ríkisstjórnina, sem þeir
vilja allt illt og ekkert gott.
Það er ótrúlegt en satt, að hér á landi eru tveir
flokkar, sem óska nú eftir atvinnuleysi og erfiðleikum
vinnandi fólks. Þessir flokkar eru kommúnistar og
Framsóknarmenn. öskhyggja kom fram í greininni í
Þjóðviljanum, sem getið er hér að ofan. Þar var rætt
um þeirra hjartans mál — samdrátt og atvinnuleysi!
Skopteiknarinn heitir
Bill Maudlin.
Yfirleitt er lítið af póli-
tískum skopmyndum í ís-
lenzkum dagblöðum. Og
enginn íslenzkur teiknari hef
ur svo vitað sé þjálfað sig
í þeirri grein teiknilistar-
innar. Tveir ágætir teiknar-
ar, Tryggvi Magnússon, sem
nú er látinn, og Halldór
Pétursson hafa báðir verið
aðalteiknarar Spegilsins, en
aðeins haft það í aukavinnu.
Erlendis gegnir hins veg-
ar öðru máli. Þar er póli-
tískum skopmyndum óspart
beitt í sambandi við leiðara
og pólitískar fréttir blað-
anna. í Bandaríkjunum
þykja pólitísku skopteikn-
ararnir nauðsynlegir menn á
hverju góðu blaði og þeir
hafa margir hverjir meiri
áhrif með myndum sínum
en snjöllustu leiðarahöfund-
ar.
Einn þeirra er teiknarinn
Bill Maudlin við St. Louis
Eftir Maudlin með textanum: Er þér ekki sama þó ég
borði meðan við tölum saman?
M
Post-Dispatch. Hann er að-
eins 39 ára gamall, en þyk-
ir bæði snjall teiknard og
fyndinn. Hann er eilíflega
gagnrýninn og er þá ósjald-
an hárbeittur í hæðni sinni.
Teikningar hans fylla marg-
ar bækur og hann hefur
fengið Pulitzer-verðlaunin í
grein sinni.
AUDLIN byrjaði
snemma að teikna. —
Þriggja ára gamall var hann
í Mexico, þar sem faðir hans
var að leita sér að atvinnu
og teiknaði allt, sem fyrir
augun bar. Eftir því sem
hann stækkaði, þótti mörg-
um sem hann væri undar-
legur og næstum bjálfaleg-
ur .í útliti. Höfuðið var ó-
venjulega stórt á grann-
vöxnum búknum. Maudlin
heyrði eitt sinn nágranna
sinn segja: Ef Bill væri son-
ur minn, myndi ég drekkja
honum. Þótt Maudlin sárn- |
aði eðlilega þessi fruntalegu J
ummæli, og gerði allt til að •
hefna sín á þeim sem sagði J
þau, lét hann samt engan |
bilbug á sér finna og hélt j
áfram að teikna í gríð og •
erg. Loks hafnaði hann í «j
listaskóla í Chicago og lærði «|
pólitíska skopmyndagerð. — •'
Um skólatímann vann hann
fyrir sér með því að teikna ■
fyrir blöð og fyrirtæki. Og *\
um eitt skeið teiknaði hann
pólitískar skopmyndir bæði m\
fyrir ríkisstjórann í Arizona l
svo og heitasta andstæðing
hans líka. Þegar upp komst
um tvöfeldnina gekk Maud- I;
lin í þjóðvarðarlið Arizona. I;
En hann virtist ekki eiga •;
heima í hermennsku. Hvern- ■;
ig sem liðþjálfarnir lögðu •;
sig fram gátu þeir ekki gert á;
úr honum sæmilegan her- á;
mann, svo að herstjómin tók á;
það ráð að setja hann að I;
herdeildarblaði og gera hann J
teiknara þess. Þar undi hann }
sér prýðilega og vann af }
krafti. En svo nægðd honum J
ekki að teikna um herbúða- J
lífið og eftir að herdeild j!
hans hafði verið flutt til j!
Ítalíu tók hann að skapa jj!
teiknimyndapersónur eftir j!
eigin höfði og lét þær túlka j!
það sem honum bjó í brjósti. ■!
Maudlin varð brátt geysi- •!
Frh. á 7. s. S!