Vísir - 26.08.1961, Síða 7

Vísir - 26.08.1961, Síða 7
Laugardagur 26. ágúst 1961 VÍSIR 7 Hér sjást bílar regaþjónust- unnar, alls 8 talsins. 1034 bílar notfærðu !5£öld sér vegaþjónustuna. gjoff. Vegaþjónnsta Fél. íslenzkra bifreiðaeigenda á aðalvegun- j tun í sumar gaf góða raun. Var; henni haldið uppi þœr þrjár j helgar nú í fyrri hluta ágúst- ; mánaðar, þegar mest var um- j ferðin. Hefur FÍB skýrt Vísi j svo frá að alls hafi 1034 bif- reiðir notið aðstoðar vegaþjón- ustunnar. Skiptist það þannig niður að 452 bifreiðir fengu aðstoð á leiðinni vestur um Borgarfjörð til Akureyrar, en 544 á Þingvallaleiðinni og á leiðinni austur yfir fjall áð Hvolsvelli. Margir aði'Iar hjálpuðu. Á þremur fjölförnustu leið- unum voru þrír kranabílar frá Þungavinnuvélum h.f., — allir með talstöðvar. Til aðstoðar þeám voru sjálfboðaliðar á einkabifreiðum bæði með og án talstöðva. Ýmsir aðilar veittu vegaþjónustunni aðstoð og ber þar einkum að nefna Ríkisútvarpið, sem gaf stöðug- ar upplýsingar um staðsetn- ingu viðgerðarbílanna, Flug- björgunarsveitina, sem lánaði talstöð og sjúkratöskur, Radíó- verkstæði landssímans, sem lánaði talstöðvar, Sjóvá er tryggði talstöðvarnar endur- gjaldslaust og Volkswagen- umboðið, sem lánaði bifreið með talstöð. Þá var höfð sam- vinna v.ið ýmis viðgerðarverk- stæði og samstarf við vegalög- regluna og lögregluna á Sel- fossi var sérlega gott. ' Aðstoðin, sem veitt var, var margvísleg, allt frá því að laga kveikjuþráð og yfdr í meiri háttar viðgerðir, svo sem á brotnum öxlum og drifum og flutningur á stórskemmdum bifreiðum á verkstæði. Þyrfti að vera oftar. Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda telur, að þessi þjónusta hafi gefið góða raun svo langt sem hún náði, en að aðstoðin hafi ekki verið eins víðtæk og æskilegt hefði verið og ekki hægt að framkvæma hana nema lítinn hluta af mesta um- ferðartíma ársins. Stafar þetta af því að félagið er ekki nógu öflugt. Eichntðiti! Eichmann hefir nú verið fluttur úr fangelsinu í Jerúsal- em, þar sem hann sat, meðan á réttarhöldunum yfir honum stóð. Eru stjórnarvöldin í Israel ekki viss um, að ekki kunni að verða gerð tilraun til að ræna honum, svo að hann hefir ver- ið fluttur til virkis norðan til í landinu, þar sem hann á að bíða dómsins. Halldór Sigurðsson, húsvörð- ur Edduhússins í Reykjavik, hefur fært þremur öryrkjafé- lögunum — SÍBS, Sjálfsbjörg landssamb. fatlaðra og Blindra félaginu — kr. 15.000.00, er skiptast skulu jafnt á milli þeirra. Gjöfin er gefin í tilefni 70 ára afmælis Halldórs, sem er 29. ágúst n.k. — Gjöfin til SIBS er gefin í minningu um Guðlaugu dóttur hans, sem lézt úr berklaveiki fyrir all- mörgum árum síðan, og skal hún notuð til kaupa á lækn- ingatæki að Reykjalundi. Félögin biðja blaðið að færa Halldóri kærar þakkir og af- mælisóskir. Tunnuskip. - Framh. af 1. síðu. farm, á þessum tíma árs. Hann var að svara kunningja sínum, togarasjómanni, sem stóð á bryggjunni. Ferðin hafði gengið að ósk- um. Jú, skipið hallaðist stund- um mikið. En við sem þekkjum það, vitum að því fylgdi engin hætta, enda var sjóveður gott, yfirleitt. Við lágum af okkur storm í Færeyjum, urðum að bíða þar í 3 sólarhringa eftir að veðrinu slotaði. En þegar við gátum aftur siglt af stað sein- asta áfangann hingað fengum við gott veður. Mér sýndist ég sjá stúlku um borð? sagði blaðamaðurinn. — Já, við erum með kven- kokk hér hjá okkur. Var hún nokkuð hrædd? Nei, blessaður vertu. Hún er úr Vestmannaeyjum, alvön sjó- mennsku. Nei, hún var ekki hrædd. Og í þessu kom kven- kokkurinn upp á bryggjuna. Þeir sögðust hafa ætlað að vekja mig eina nóttina, sagði hún, því þá hafði skipið hall- ast mikið. Nei, það gekk allt eins og í sögu, sagði hún. Og nú komu stórir bílar frá Júpiter og Marz h.f. og var strax byrjað að taka tunnur og flytja inn eftir á hina stóru fiskverkunarstöð. Þeir ætla að vera við öllu búnir þar, er Faxasíldin fer að berast. Enn var skipstjórinn í hinni litlu brú skipsins. — Það var Torfi Hallórsson, sem hér fyrr á árum var kunnur aflamaður í bátaflotanum og var lengi með m.b. Þorstein. Hann var kominn í land, sagði einn á bryggjunni, kominn á DAS- heimilið, en honum halda ber- sýnilega engin bönd. Þeir eru margir svona þessir gömlu skipstjórar okkar. Flugturninn. - Frh. af 16. s. ustan fyrir innanlandsflug og hið alþjóðlega flug hér yfdr Norðuratlantshafið. Tæknileg- ur útbúnaður verður mikill í turninum, sem einnig rúmar skrifstofur flugmálanna. Kostn aður við flugturnihn er nú orðinn 9.5 millj. kr. Flugturn- inn verður fullsmíðaður um næstu áramót og þangað flutt öll starfsemi úr gamla turnin- um. Gísli Halldórsson arkitekt teiknaði turninn, og færði flugmálastjóri honum og öðr- um verktökum þakkir. Veitingar voru fram bornar. Var það mál manna, að hinn nýi flugturn væri bjartur og skemmtilegur vinnustaður, og mikill yrði sá munur að flytj- ast þangað úr hinum gamla flugturni og lélegu bröggum, sem eiginlega héldu hvorki vatni né vindi. Að utan - Framh. á 6. síðu. lega vinsæll fyrir myndir sínar. Þær héngu í skálum hermannanna með myndum af Betty Grable og Ritu Heyworth. í heimsstyrjöld- inni ferðaðist hann meðfram vígvöllunum í eigin bíl og var þá tvisvar sinnum fræg- ari en Mark Clark hershöfð- ingi og var boðinn velkom- inn með meiri ánægju her- mannanna en aðrir gestir, ef frá er talin Marlene Die- trich. í einni af ferðum sín- um varð hann fyrir sprengju broti og var lagður inn á sjúkrahús. Á þessum tíma höfðu ver- ið gefin út 5 myndabækur eftir hann og fékk hann að launum Pulitzer-verðlaunin fyrir skopmyndir sínar árið 1945. Þá var hann 23 ára. •C’ FTIR styrjöldina tók hann að teikna fyrir blöð, en þau misstu smám saman áhuga á teikningum hans, enda var hann að flestra dómi slokknaður neisti. Þá sneri Maudlin sér að auglýsingateiknun og ýmsu öðru, sem honum var trúað fyrir. Og eftir því sem tíminn leið vaknaði áhugi hans á hinu fyrra starfi á nýjan leik. Þegar Maudlin var að leita sér að vinnu við blöðin hitti hann gaml- an vin sinn, aðalteiknara St. Louis Post-Dispatch og bað hann um vinnu. Ég ve.it ekki, ég er að hætta, svaraði hinn. En þá vantar eftir- mann minn. Getur þú ekki bent mér á einhvern. Maud- lin var ekki seinn á sér Veldu mig. sagði hann. — Maudlin var tekinn til reynslu og þótti standa sig svo prýðilega, að nú hefur hann um 30 þúsund dollara í árslaun. Vinnudagurinn hjá Maud- lin byrjar klukkan 10 að morgni. Hann byrjar á því að gera margar og ólíkar rissmyndir um sarúa efnið. Síðan reynir hann að taka það bezta úr þeim og sam- ræma hugmyndirnar í eina góða mynd. Þegar hann vantai fyrirsætu eða fyrir- mynd, myndar hann sjálfan sig í viðeigandi stellingum og teiknar svo á eftir. Maud- lin er örvhentur, dregur blý- antinn hægt en örugglega. Um sex-leytið seinni hluta dags hefur Maudlin venju- legast lokið við dagsverkið. Þá gengur hann sjálfur með teikninguna í prentmynda- gerð blaðsins. því hann treystir sendlunum ekki fyr- ir henni. Undir niðri hugsar hann í sífellu um það, sem hann hefur nýlokið og hik- ar þá ekki við að gera breyt- inga’r, ef honum verður ljóst að eitt eða annað getur far- ið betur í teikningunni. — Þannig á hann það til um miðja nótt að rísa úr rekkju og hraða sér í prentsmiðjuna til að taka teikninguna sína aftur og lagfæra hana. jV/T A U D L I N er einn af 119 fastráðnum skop- myndateiknurum við banda- rísk blöð. Talið er að um 15. hvert blað í Bandaríkjun- um hafi fastráðna teiknara. Hin fá mörg hver teikning- ar frá teiknistofum frétta- stofnana. Teikningar flestra teikn- nrannfl phi vfirlAitt Án hAÍrr. ar harðvítugu gagnrýni, sem einkennir myndir Maudlins. Þeir eru þá ragir við að segja skoðun sína skýrt og afdráttarlaust. En Maudlin hikar aldred, en hann er heldur ekki jafn ofstækis- fullur og sumir hinna fáu, sem eru jafn ódeigir og hann sjálfur. Þess vegna hefur Maudlin áunnið sér virðingu þedrra, sem þekkja teikning- ar hans, jafnt þeirra, sem hann gagnrýnir svo og hinna, sem þykir gaman að sjá góða teikningu inni i leiðinlegum leiðara, — og þykir raunar að hún ein hafi dugað til að segja það, sem segja þurfti. Bezt að auglýsa í VÍSI

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.