Vísir - 26.08.1961, Qupperneq 12
VISIE
Nýr hvalbátur.
■m
Laugardagur 26. ágúst 1961
Gangið ekki of iangt...
Prentari einn í Washington
hefir.verið handtekinn fyrir —
seðlaprentun.
Þegar lögreglan kom í heim-
sókn til mannsins, hafði hann
prentað 50,000 fimm dollara
seðla, sem hann ætlaði að fara
að dreifa til viðskiptavina.
í gær kom til Hvalveiði-
stöðvarinnar í Hvalfirði, nýr
hvalveiðibátur, Hvalur 7, sem
keyptur hefur verið til þess að
. fylla upp í það skarð, sem kom
í hvalveiðibátaflotann, er Hval
; II. var endanlega lagt upp. —
i Hvalur 7 er „systurskip“ Hvals
; 6, hvað útlit og alla byggingu
snertdr. Skipstjóri vei’ður Frið-
bert E. Gíslason, og áhöfnin
hin sama og hann var með á
Hval 2, Hvalur 7 var byggður
fyrir 16 árum.
Loftur Bjarnason útgerðar-
maður sagði í símtali ofan úr i
hvalstöðinni í gærkvöldi, að i
hann væri ánægður með bát-
| inn. Aftur á móti hefur þessi
, hvalveiðivertíð verið mjög
treg, sagði Loftur, og er aðeins ,
búið að veiða 257 hvali.
í gærkvöldi voru tveir bat,-
; anna á leið inn með f jóra hvali.
Þar úti er norðaustan stormur, j
sagði Loftur, og von er á bát- j
unum í nótt.
ÁRÁSIN Á FRETTAMANNINN:
Piltarnir bandtekn!r
4 mín. síiar.
Akureyri. —
Ljóst virðist af þeini yfirheyrzluni scm fram hafa farið í
dag við bæjarfógetaembættið, út af hinni hrottalegu árás á
fréttamann Útvarpsins, Stefán Jónsson, að nm er að ræða hina
grófustu líkamsárás á fréttámanninn.
Yfirheyrslurnar hafa leitt i
ljós að einn árásarmannanna
hafi viljað fá Stefán Jónsson til
þess að fara inn í sveit til að
taka þar upp samtal við ein-
hvern kunningja.
Hafði Stefán eðlilega synjað
þessari uppástungu, og vísaði
manninum frá. En þessi mað-
ur hafði farið þrívegis í veg
fyrir Stefán og heimtað að
hann færi með sér inn í Eyja-
fjörð. Þetta gerðist við húsið
Glerárgötu 14.
Langlundargeð Stefáns var
þrotið, er maðurinn kom vað-
andi að honum í þriðja skipt-
ið, því þá hafði Stefán stjakað
manninum frá sér, enda var
vissara fyrir Stefán að vera
við öllu búinn, þar eð hann er
með gerfifót.
En þegar það gerðist renndi
fólksbíll úr Kópavogi, sem
veitt hafði Stefáni eftirför,
Y-183, upp að gangstéttinni og
úr bílnum ruddust 2 menn að
Stefáni til viðbótar hinum
tveim, sem þá börðu á honum.
Veittust árásarmennirnir að
Stefáni af þvílíkri illsku og
miskunnarleysi, að þeir linntu
ekki barsmíðunum fyrr en þeir
höfðu slegið svo í andlit hans
og höfuð, að hann féll aftur
yfir sig inn í húsagarð.
Lögreglan kom fljótlega á
vettvang og henni tókst að
hafa hendur í hári árásarmann
anna svo sem 4 mín. síðar.
Þeir reyndust vera drukknir
piltar, tveir úr Eyjafirði og
aðrir tveir úr Reykjavík,
bræður.
Stefán var fluttur í sjúkra-
hús hér og var þar gert að
meiðslum hans, 'en hann er
nefbrotinn, marinn og bólginn.
Hann fór til Reykjavíkur sið-
degis í gær. Hann varðist frétta
af árásinni, er blaðið átti tal
við hann í gærkvöldi.
Lögreglan á Akureyri færð-
ist eindregið undan því í gær-
kvöldi að gefa upp nöfn þess-
Sex létust.
ara manna og kvaðst ekki gera
það fyrr en rannsókn væri lok-
ið. — Enginn mannanna er i
gæzluvarðhaldi. Bílstjórinn á
Kópavogsbílnum hefur viður-
kennt að hafa verið ölvaður við
aksturinn.
Flugmálastjóri Agnar
Kofoed-Hansen fylgir for-
seta til vígslu flugturnsins
í gær. — Ljósm. Vísis I. M.
Nýi flugturninn
markar tímamót
Frá vígslu hans í gær.
Sex menn biðu bana í járn-
brautarslysi skammt frá Sydn-
ey í Ástralíu í lok sl. viku.
Ók bifreið út á brautarteina,
af því að láðst hafði að loka
veginum, er lest nálgaðist. Með
al þeirra, sem biðu bana í bíln-
um, var fimm manna fjöl-
skylda. Brautarvörðurinn, 18
ára unglingur, var handtekinn
og sakaður um manndráp.
Neyðarástandi
vegna skógarelda.
Neyðarástandi hefur verið
Iýst yfir á Nýfundnalandi
vegna skógareldahættunnar.
Hættan hefur enn aukizt á
Nýfundnalandi og víðar í
Kanada. Hefur herlið víða
vorið kvatt til starfa til þess
að hjálpa eldavarnaliði og
sjálfboðaliðum að hindra út
breiðslu eldanna.
Þegar eldur kom upp á
tveimur nýjum stöðum var
neyðarástandið fyrirskipað.
Skógareldar geisa og valda
áfram feikna tjóni í öðrum
fylkjum, cinkum brezku
Columbiu.
Mikill mannfjöldi var sam-
an kominn suður á Reykja-
víkurflugvelli síðdegis í gær,
er Ingólfur Jónsson flugmála-
ráðherra vígði hinn nýja flug-
turn Reykjavíkurflugvallar. —
Meðal viðstaddra var forsetinn,
borgarstjóri Reykjavíkur og
þe.ir tveir menn, sem telja má
sem brautryðjendur flugs á fs-
landi, Halldór Jónasson frá
Eiðum og próf. Alexander Jó-
hannesson fyrrum háskóla-
rektor. Mættir voru og fjöl-
margir forustumenn flugmál-
anna.
Vígsluathöfnin fór fram á 4.
hæð flugturnsins í væntanlegu
fundaherbergi flugráðs. Flug-
málastjóri bauð gesti vel-
komna. Hátölurum hafði verið
komið fyrir á göngum. Flug-
málastjóri minntist tilefnisins,
og þess um leið, að um þessar
mundir væri þrefalt afmæli ís-
lenzkra flugmála. Liðin væru
25 ar frá stofnun Flugmála-
félagsins, Svifflugfélagsins, og
1936 var stofnað embætti flug-
málaráðunauts ríkisstjórnar-
innar.
Næst tók Ingólfur Jónsson
flugmálaráðherra til máls. —
: Kom ráðherrann víða við í
ræðu sinni, um flugmálin.
Hann gat þess m.a. að heildar-
útgjöld ríkissjóðs til flugmála
væru nú orðin 70 milljónir
króna, þar af hefðu 30 millj.
kr. farið á síðastl. tveim árum.
Og enn vantar víða flugvelli
í sveitum landsins og byggðar-
lögum, sagði ráðherrann. Hann
vék að hinum erfiðu starfsskil-
yrðum flugumferðarstjórnar-
innar i hinum gamla flugturnd
flugvallarins, og kvað starfs-
fólkið hafa sýnt hinum miklu
erfiðleikum einstakan velvilja,
sem þakka bæri. Á vegum
flugmálastjórnarinnar starfa
nú 126 manns.
Ráðherrann vék og að hinni
miklu og öru þróun flugmál-
anna, og bað menn hafa í huga,
að fyrir tveim áratugum hafi
flugvélaeign landsmanna ver-
ið ein einasta flugvél. Hann
minntist. og fór viðurkenning-
arorðum um hina bjartsýnu
brautryðjendur íslenzkra flug-
mála og nefndi þá sérstaklega
Halldór Jónasson frá Eiðum og
próf. Alexander Jóhannesson
fyrrum háskólarektor. Próf.
Alexander fylgdi Halldóri til
sætis, en Halldór hefur verið
blindur um nokkurt árabil.
Einnig kvaðst ráðherrann vilja
nefna þá Björn Pálsson, Björn
| Eiríksson og flugmálastjóra
Agnar Kofoed-Hansen.
Ráðherra minntist framlags
Flugmálafélagsins og Svifflug-
félagsins til flugmála vorra, og
sagði frá hinum mikla vexti og
viðgangi flugfélaganna beggja.
Undir lok ræðu sinnar bar ráð-
herra fram þakkir til hinna
fjölmörgu manna, er að flug-
málum störfuðu í dag, og bað
þess að farsæld mætti fylgja
þeim mönnum, er í framtíðinni
störfuðu í flugturninum nýja.
Flugmálastjóri lýsti þeim
áfanga er nú væri náð að
byggingu flugstöðvar fyrir
Reykjavíkurflugvöll með flug-
afgreiðslu fyrir flugfélögin o.fl.
Sú bygging öll verður mikil og
er flugturninn aðedns um einn
sjötti hluti hennar. f flugturn-
inum, sem byrjað var að byggja
árið 1958, verður öll flugþjón-
Frh. á 7. s.
A- og NA-
stinnings-
kaldi en úr-
komulaust að /
mestu.