Tölvumál - 01.07.1977, Page 1

Tölvumál - 01.07.1977, Page 1
 □ □ r r, ^ Útgefandi: Skýrslutæknifélag Islands, Reykjavnk Ritnefnd: dttar Kjartansson, ábm. Oddur Benediktsson Gretar Snær Hjartarson 6.tbl. 2.árg. jálí 19 7-7 Öll ráttindi áskilin t Sá hörmulegi atburður gerðist 18. juní s.l. að fálagi okkar Einar Pálsson lést í bifreiðaslysi . Einar var varaformaður Skýrslutæknifélags Islands árin 1974-1975 og síðan formaður árin 1975-1977 og varaformaður er hann lést. Við þökkum honum mikið og óeigingjarnt starf í þágu Félagsins. Er nú skarð fyrir skildi þar sem Einar var. Við vottum eftirlifandi konu hans Matthildi Haraldsdóttur, börnum hans og öðrum aðstandendum innilega samúð. Oddur Benédiktsson MAlFUNDURINN Á félagsfundinum sem haldinn var í Norræna Húsinu hinn 23. maí 1977 flutti Jóhann Gunnarsson, deildarstjóri hjá IBM, erindi sem hann nefndi: Um letur og lyklaborð. Jóhann hefur sem tæknimaður starfað við skýrsluvélar og tölvur hátt í tvo áratugi. Þá er hann félagsmönnum í Skýrslutækni- félaginu vel kunnur fyrir störf sín þar frá upphafi. Hann hefur verið drjúgur liðsmaður í fundarstarfi félagsins og starfað af áhuga í orðanefndinni, svo eitthvað sé nefnt. Að loknu erindi Jóhanns var undirskriftarskjal látið ganga milli fundarmanna, svohljóðandi: Undirritaðir hafa áhuga á að taka þátt £ starfi vinnu- hóps á sviði stöðlunar lyklaborðs og táknun íslenzks leturs í tölvum. Tó'lf fundarmenn rituðu nöfn sín á skjalið.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.