Tölvumál - 01.07.1977, Side 2
2
TÖLVUMAL
Því miður var félagsfundurinn með fámennara móti. Um 30 manns
sátu hann. Glögglega kom fram í umræðum og fyrirspurnum í
fundarlok, ánægja manna með erindi Jóhanns. I ljósi þess, hefur
stjórn félagsins beðið Jóhann, að leyfa birtingu^erindisins 1
TÖLVUMÁLUM OG hefur hann góðfúslega orðið við því. Er birtingin
áætluð í næsta tölublaði.
FUNDUR MED ÁHUGAMÖNNUM UM ÓSLENZKT LETUR t TÖLVUM
Hinn 15. júní 1977 boðaði stjórn Skýrslutæknifélagsins áhuga-
menn um letur og lyklaborð saman til fundar í fundaherbergi
SKÝRR.
Ásamt formanni, dr. Oddi Benediktssyni, sátu eftirtaldir
félagsmenn fundinn:
Árni H. Bjarnason, Verzlunarbankanum
Auðun Sæmundsson, SKÓRR
Bjarni Grétar Ólafsson, Reiknistofu bankanna
Frosti Bergsson, Kristján ö. Skagfjörð hf
Jóhann Gunnarsson, IBM
Jón R. Höskuldsson, Heimilistækjum hf
Jón Þ. Viðarsson, Skýrsludeildinni
Ottó A. Michelsen, IBM
öttar Kjartansson, SK'fRR
Sigurður Konráðsson, Skrifvéiinni hf
Formaður setti fundinn, bauð menn velkomna og lýsti viðfangs-
efninu, sem er samræming eða stöðlun á táknum yfir letur á
"ölvumiðlum og lyklaborð.
T upphafi tjáðu menn sig hver og einn um viðfangsefnið og
skiptust á skoðunum.
Rætt var um að skipa fámennan vinnuhóp eða kjarna, til að þoka
pessum málum af stað. Frestað var'þó að svo stöddu, að ákveða
menn í slíkan hóp. Hinsvegar var Bjarni Grétar ölafsson beðinn
að draga saman upplýsingar á þessu sviði, til undirbúnings
næsta fundi sem ákveðið var að halda í september n.k.
Athygli er vakin á, að framangreindur hópur áhugamanna er ekki
lokaður. Þeir félagar sem ganga vilja í hópinn og taka þátt í
srörfum hans, eru beðnir að hafa samband við formann félagsins,
dr. Odd Benediktsson, s. 2 259 9. eða Bjarna Grétar ólafsson hjá
Reiknistofu bankanna.
YFIRLIT UM RÁÐSTEFNUR OFL.
Að þessu sinni birtun við hér í blaðinu yfirlit um ráðstefnur,
fundi og námskeió á gagnavinnsiusviði sem áætluð eru á síðari
hluta yfirsta'ndandi árs .
Upplýsingar þessar eru birtar óbreyttar (og óþýddar) úr riti
Edb-ráðsins í Danmörku, Edb-bulletin 2/77 .
Við gerum ráð fyrir að félagsmönnum þyki fróðlegt að blaða gegn
um þessar upplýsingar, og ef til vill gefst einhverjum tækifæri
til að notafæra sér sumt af því sem þarna er kynnt.