Tölvumál - 01.11.1977, Blaðsíða 1
Ritnefnd: öttar Kjartansson, ábm.
Oddur Benediktsson
Grétar Snær Hjartarson
8.tbl. 2.árg. nóvember 1977
Öll réttindi áskilin
FÉLAGSFUNDUR
Félagsfundur veröur í Norræna Húsinu þriöjudaginn
15. nóvember 1977 og hefst kl. 14.30.
Á fundinum flytur prófessor Sture Allén erindi er nefnist
Sprákforskaren och datamaskinen.
Prófessor Sture Allén kemur hingaÖ á vegum Norræna Hússins
og Skýrslutæknifélagsins sameiginlega.
Hann er prófessor í máltölvun (spráklig databehandling) í
Gautaborg og forstööumaöur máltölvunarstofnunarinnar (sprák-
data) við Gautaborgarháskóla. Hann hefur unnið mikið starf
á þessu sviði og þykir brautryðjandi þessara fræða á
Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað.
Félagið mun að venju bjóða fundargestum til kaffidrykkju
í kaffistofu Norræna Hússins, í fundarlok.
Stj órnin
OKTÖBERFUNDURINN
Rúmlega 60 manns sóttu félagsfundinn um gagnasafnskerfi
sem haldinn var í Norræna Húsinu þriðjudaginn 18. október
síðastliðinn.
Verkfall ríkisstarfsmanna varð til þess að fundarboðið,
ásamt öðru efni TÖLVUMÁLA, 7. tbl. 2. árg., lokaðist inni
hjá póstinum.
Þegar sýnt var, að fundarboðið myndi ekki ná til félags-
manna í tíma, var ákveðið að auglýsa fundinn í dagblöðum.
Auk þess var reynt að láta boð um fundinn ganga milli manna
símleiðis.
Eftir atvikum má telja fundarsóknina góða. Hinsvegar má
gera ráð fyrir, að fundarboðunin hafi farið framhjá
ýmsum, sem gjarnan hefðu viljað koma á fundinn. Eru þeir,