Tölvumál - 01.11.1977, Side 4
4
TÖLVUMAL
"Sumarið 1947 kom hingað til lands noirðurlandafulltrúi IBM-félagsins
(Intemational Business Machines Corporation) í New York, sem hefur
með höndum framleiðslu á afkastamiklum skýrslugerðarvélum. Samdist
þá svo um, að Hagstofan tæki á leigu eina samstæðu af slíkum vélum,
er nota mætti fyrst og fremst við úrvinnslu verzlunarskýrslna, við
10 ára manntalið o.fl. fyrir Hagstofuna, en auk þess eitthvað fyrir
aðrar stofnanir. En vélar þessar voru ekki til sölu og áskildi IBM-
félagið sér tveggja ára afgreiðslufrest á þeim. Komu vélamar hingað
til lands sumarið 1949 og voru settar upp í Hagstofunni um haustið
og teknar í notkun. Það atvikaðist því svo, að Hagstofan, sem við
stofnun sína tók í notkun fyrstu handknúnu reiknivélina hér á landi,
varð líka 35 árum síðar fyrst til að taka í notkun hinar stórvirku
skýrslugerðarvélar."
Klemens Tryggvason varð hagstofustjóri 1951. Hann ritar, í
áðurnefnt hefti Hagtíðinda, sögu Hagstofunnar 1951-1964. 1
upphafi ræðir hann um þau þáttaskil, sem urðu við komu skýrslu-
gerðarvélanna:
"Síðast í yfirlitsgrein Þorsteins Þorsteinssonar um Hagstofuna
1914-50 hér að framan er skýrt frá skýrslugerðarvélum þeim, er
Hagstofan tók x notkun haustið 1949. Með þeim urðu þáttaskil x
hagskýrslugerð hér á landi. Kom þetta einkum fram á þrennan hátt.
I fyrsta lagi tóku skýrsluvélar við úrvinnslu verzlunarskýrslna,
sem var þá orðin svo viðamikil, að stór hluti starfsliðs Hagstof-
unnar var bundinn við hana allt árið. Tilkoma véla þýddi, að
mikill hluti þess starfsliðs, sem hafði verið við úrvinnslu
verzlunarskýrslna, varð laus til annarrar skýrslugerðar. I öðru
lagi sparaðist mikil vinna á áratugnum sem fór í hönd við það, að
manntalið 1950 var unnið í vélum. I þriðja lagi var, í sairibandi
við öflun þessa nýja vélakosts til landsins, ákveðið að koma á fót
vélspjaldskrá - þjóðskrá - yfir alla landsmenn. Stofnun hennar var
aðalverkefni Hagstofunnar á árunum 1952-1954, og henni fylgdu
miklar breytingar á störfum Hagstofunnar almennt. Þótt notkun
skýrsluvéla væri að svo stöddu aðallega bundin við þessi þrjú svið
og við mannfjöldaskýrslur í sambandi við þjóðskrána, olli tilkoma
vélanna samt, eins og áður segir, þáttaskilum í starfsemi Hagstof-
unnar."
Hinar fyrstu númerísku skýrslugerðarvélar voru notaðar á Hag-
stofunni í tæp þrjú ár. Þegar þar kemur sögu, var orðin
ljós þörfin fyrir fullkomnari vélar. Nú hillti undir nýja
skipan almannaskráningar sem gerði ráð fyrir véltækri spjald-
skrá yfir alla landsmenn. A þessum tíma hafði Rafmagnsveita
Reykjavíkur einnig kannað möguleika á notkun skýrslugerðar-
véla til reikningaútskriftar.
Þar sem Klemens Tryggvason fjallar um stofnun þjóðskrárinnar
o.fl., segir hann m.a.:
"Vélar þær, er Hagstofan tók í notkun haustið 1949, voru aðeins til
töluúrvinnslu, enda voru þær ætlaðar til hagskýrslugerðar eingöngu.
Til þess að koma á fót og starfrækja spjaldskrá með nöfnum og
heimilisfangi manna þurfti hins vegar "alfabetískar" skýrsluvélar,
þ.e. vélar, sem skrifa imelt mál. Slíkar vélar komu til landsins á
fyrri hluta árs 1952, að frumkvæði Rafmagnsveitu Reykjavxkur, sem
hafði fyrir nokkru ákveðið að hefja notkun skýrsluvéla til út-
reiknings og skriftar á rafmagns- og hitaveitureikningum. Var þannig,
er ákvörðun var tekin um stofnun spjaldskrár, fyrir hendi nauðsyn-
legur vélakostur til þess. Hagstofan fyrir hönd rxkisstjómarinnar