Tölvumál - 01.09.1979, Page 1

Tölvumál - 01.09.1979, Page 1
Útgefandi: Skýrslutæknifélag (slands Pósthólf 681,121 Reykjavík Höfundum efnis áskilin öll réttindi 'tnen . Kjartansson, ábm. Grétar Snær Hjartarson Sigurjón Pétursson 5. tölublað, 4. árgangur September 1979 KYNNINGARFUNDUR Skýrslutæknifélag íslands býður, í samvinnu viö Stjórn- unarfélag íslands, til kynningarfundar í Norræna Húsinu miðvikudaginn 19. september 1979 , kl. 14. Á fundinum verður fjallað um þátt endurskoðenda í mati á tölvukerfum og rekstri þeirra. M.a. verður kynntur amerískur staðall, er nefnist SAS (System Auditing Standard). Leiðbeinendur verða frá fyrirtækinu Alexander Grant & Company í Bandarxkjunum, en það hefur, ásamt Endurskoðun hf, notað þennan staðal við úttekt á tölvukerfum Flug- leiða hf. Kynningarfundinum hefur verið valið heitið: Þarfnast tölvukerfi endurskoðunar? Kynningunni er ætlað að glæða skilning þátttakenda á mikilvægi þess, að stjórnendur láti reglulega fara fram endurskoðun á eftirliti því, sem fyrirtæki þeirra hafa með tölvukerfum sínum. Til umræðu verður: 1 Áhrif tölvukerfis á bókhald fyrirtækis. 2 Að hverju er stefnt, með endurskoðun tölvukerfis? 3 Hver er ávinningur stjórnenda af slíkum endur- skoðunum? 4 Hvernig er endurskoðun tölvukerfis almennt hagað og hverjir eiga að framkvæma hana? Á kynningunni verða pallborðsumræður. Meðal þátttakenda í þeim verða forstöðumaður tölvudeildar Flugleiða og forstöðumaður fjárreiðudeildar Flugleiða, sem báðir hafa tekið þátt í endurskoðun tölvukerfa samkvæmt hinum amer- íska staðli. Að lokum mun á kynningunni verða lýst náms- stefnu, sem stendur til að halda um endurskoðun tölvukerfa. Dagskrá kynningarfundarins verður þannig: kl. 14 Fundarsetning. Dr. Jón Þór Þórhallsson. 14.15-15.30 Kynning á þætti endurskoðenda í mati tölvukerfa: Kevin R. Batchelor og Mike Hagler frá Alexander Grant & Company.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.