Tölvumál - 01.09.1979, Síða 3

Tölvumál - 01.09.1979, Síða 3
tölVumál 3 heiðursfSlagi látinn Hjörleifur Hjörleifsson, fyrrverandi fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, lést 20. apríl sl. tæplega 73 ára að aldri. Hjörleifur var einn af frumkvöölum gagnavinnslumála hérlendis. Hann átti stóran þátt í undirbúningi aö stofnun Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurbæjar árið 1952, sat lengi í stjórn Skýrsluvéla og var stjórnar- formaður 1971-1974. Þá var hann aðalhvatamaður að stofnun Skýrslutæknifélags- ins 1968 og formaður þess frá stofndegi til ársins 1975. Árið 1975 var hann sæmdur Hinni íslensku Fálkaorðu, fyrir störf í þágu gagnavinnslumála. Það mun vera fyrsta orðuveiting hérlendis fyrir störf á þessum vettvangi íslensks atvinnulífs. Á tíu ára afmæli Skýrslutæknifélagsins, í mars 1978, var Hjörleifur kjörinn heiðursfélagi, í virðingar- og þakkarskyni fyrir störf að málefnum félagsins og að þróun gagnavinnslumála á íslandi. - ók. MAÍFUNDURINN Um 100 manns sóttu félagsfund Skýrslutæknifélagsins 8. maí sl. Á fundinum var tekið fyrir efnið "Opinber stefnu- mótun á sviði tölvumála". Sigurður Þórðarson, stjórnarformaður Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar, flutti á fundinum ýtarlegt yfir- litserindi um gagnavinnslumál er hann nefndi "Upplýsinga- miðlun og þróun tölvutækni". 1 erindinu fjallaði hann m.a. um þróun tölvutækni fram á þennan dag og ræddi um spár (erlendar) um þá þróun sem við megum vænta á næstu árum. Hann minntist í upphafi á hve upplýsingamiðlun er orðin veigamikill þáttur og áhrifavaldur í stjórnun efnahags-, félags- og menningarmála: "... segja má, að enginn einn þáttur hafi haft eins mikil áhrif á allt þjóðlíf frá því á dögum iðnbyltingarinnar (þ.e. á seinni hluta 18. aldar)." Þá er, sagði Sigurður "staðhæft, að stjórnvöld án upplýsinga séu nánast blind í allri sinni ákvarðanatöku". Nokkur atriðisorð má nefna, sem gefa hugmynd um þau svið, sem erindi Sigurðar spannaði:

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.