Tölvumál - 01.12.1979, Blaðsíða 3
'Tölvumál
3
VETTVANGSKYNNINGIN HJÁ MORGUNBLAÐINU
Kynningarfundurinn, sem Skýrslutæknifélagið hélt í boði
Morgunblíiðsins 20. nóvember sl. tokst ljómandi vel, að
okkar dómi, og eigum við það fyrst og fremst að þakka
góðum móttökum og prýðilegri leiðsögn af hálfu Morgun-
blaðsmanr a.
Morgunblaðið hefur lengi fylgt tækninýjungum fast^eftir,
það hefui t.d. notfært sér gagnavinnsluvélar við áskrif-
endaskráringu o.fl. í nærri tvo áratugi. Á prenttækni-
sviðinu hefur þróunin verið hröð, sérstaklega nú síðustu
árin. Blaðið "yfirgaf blýið" árið 1973 og tók þá í notkun
tölvustýrðar 1jóssetningarvélar og innskriftarborð fyrir
gataræmur. 1 dag er tæknin hinsvegar orðin sá, að blaða-
maður getur frá ritstjórnarskrifstofunni skráð efni, sem
hann semur, beint inn í gagnasafn tölvunnar um lyklaborð
og skerm. Með þeirri tækni er hlaupið yfir mörg stig
setningar (skráningar), prófarkalesturs og leiðréttinga.
Þegar efnið er síðan tekið til birtingar er á augabragði
hæ^t að breyta stærð og gerð leturs, dálkabreidd og öðru
sliku, sem varðar umbrot.
Fundurinn hófst á kaffistofu blaðsins, þar sem Örn Jóhanns-
son sagði frá gagnavinnslu þess og lýsti tækniþróuninni.
Síðan dreifðust menn um húsið og starfsmenn sýndu og út-
skýrðu setningarkerfið og tölvubúnaðinn. 1 lokin voru
svo bornar fram veitingar í kaffistofunni. Á meðan menn
nutu kaffisopans svöruðu þeir örn og félagar spurningum
fundarmanna. Á fundinum voru milli 50 og 60 manns.
Skýrslutæknifélagið flytur Morgunblaðinu bestu þakkir
fyrir þetta ágæta boð.
NÝTT FYRIRSPURNAKERFI FYRIR SMÆRRI GERÐIR AF TÖLVUM
Gefið hefur verið út á vegum Raunvísindastofnunar Háskólans
rit er ber heitið "Pile Scanning Language for Information
Retrieval". Höfundur ritsins er dr. Oddur Benediktsson.
Hér er um að ræða lýsingu á fyrirspurnakerfi, sem fyrst
og fremst er hannað með þarfir smærri bókasafna í huga
til að velja út bókatitla eftir tilteknum reglum.
Notkunarsvið kerfisins er þó víðtækara og möguleiki á
að beita kerfinu á gagnasöfn af öðru tagi. Kerfið hefur
verið útfært^á vélbúnað af gerðinni PDP/11 hjá Reikni-
stofnun Háskólans.
Ritið er á ensku, fjölritað og heft í kápu, um 30 bls.
að stærð.